Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Jón G. Bene-diktsson var
fæddur á Aðalbóli í
Miðfirði 23. maí
1921. Hann lést á
LSH í Fossvogi 30.
des. síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Benedikt
Jónsson, f. 28. júní
1895, d. 30. janúar
1988, og kona hans
Ólöf Sigfúsdóttir, f.
22. febr. 1894, d. 17.
apríl 1983. Þau hjón
bjuggu á Aðalbóli
nær hálfa öld. Bróð-
ir Jóns er Aðalbjörn Benedikts-
son, f. 23. júlí 1925, fyrrverandi
ráðunautur og bóndi í Grundarási
í Miðfirði. Kona hans er Guðrún
Benediktsdóttir, f. 10. júlí 1928.
Jón fór ungur í íþróttaskólann í
Haukadal sem Sigurður Greipsson
rak og veitti forstöðu á þeim tíma.
Haustið 1939 sest Jón í bænda-
skólann á Hvanneyri og útskrif-
aðist þaðan búfræðingur vorið
1941.
Vorið 1942 kaupir Jón jörðina
Hafnir á Skaga og byrjar þar bú-
skap sama vor. Á árunum 1954–
1960 byggir hann öll hús á jörð-
inni, fyrst íbúðarhús og nokkru
síðar peningshús. Á sama tíma
gerir hann miklar jarðabætur þar.
Á seinni árum nytjaði hann
4. feb. 1969, hárgreiðslumeistari.
b) Benediktu Sigþrúði, f. 16. ágúst
1970, verkakona. c) Steinunni
Ólöfu, f. 25. apríl 1973, verslunar-
maður. d) Jón Guðmund, f. 10. júní
1975 sjómaður. Dóttir Elínborgar
af fyrra hjónabandi er Lára
Bjarnadóttir, f. 17. apríl 1936,
læknaritari, hennar maður var
Grímur Sigurðsson, f. 12. ágúst
1935, d. 6. jan. 1990, rennismíða-
meistari. Þeirra sonur er Sigurður
Jón, f. 11. febrúar 1961, tölvunar-
fræðingur frá Háskóla Íslands.
Seinni kona Jóns var Kamma N.
Thordarson, f. 4. apríl 1923, d. 15
mars 1986, hún átti sex börn frá
fyrri hjónaböndum. Yngstur
þeirra er Sigvaldi Thordarson, f.
3. maí 1964, dr. í jarðeðlisfræði.
Kona hans er Ingibjörg Gunnars-
dóttir, f. 26. mars 1963, mann-
fræðingur. Þeirra dóttir er
Kamma, f. 10. júní 1987. Lára og
Sigvaldi ólust upp hjá Jóni.
Sambýliskona Jóns næstliðið ár
var Sigurlaug Magnúsdóttir, f. 11.
apríl 1929.
Jón gegndi fjölda trúnaðar-
starfa í sinni sveit. Hann var m.a.
oddviti hreppsnefndar um tíma og
sýslunefndarmaður í fjöldamörg
ár. Jón bar hag hlunnindabænda
mjög fyrir brjósti og lagði mikið
af mörkum til að bæta hag þeirra,
hann var einn af stofnendum Æð-
arræktarfélags Íslands 1969 og
sat lengi í stjórn þess, hvatamaður
að stofnun Félags selabænda 1986
og formaður þess fyrstu tíu árin.
Útför Jóns verður gerð frá Hall-
grímskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
einkum hlunnindi
jarðarinnar og hafði
þá vetursetu í Reykja-
vík, átti þó alltaf
nokkuð af hrossum
enda hafði hann ávallt
mikið yndi af þeim.
Þegar hann fór að
hafa vetursetu í
Reykjavík vann hann
hjá afurðadeild SÍS,
síðar Goða. Þar veitti
hann forstöðu dún-
hreinsunarstöð, sá um
dúnmat o.fl. tengt
landbúnaði.
Fyrri kona Jóns var
Elínborg Björnsdóttir, f. 27. maí
1917, d. 2. maí 1971. Foreldrar
Elínborgar voru Björn Teitsson
frá Kringlu A-Húnavatnssýslu og
k.h. Steinunn Jónsdóttir, Vestfirð-
ingur. Jón og Elínborg eignuðust
tvö börn. Þau eru: 1) Birna Stein-
unn, f. 23. apríl 1945, stuðnings-
fulltrúi, hennar maður er Eiríkur
Ingi Jónmundsson, f. 3. ágúst
1940, bifreiðarstjóri. Þau eiga tvö
börn: a) Þórdísi Ólöfu, f. 13 apríl
1964, félagsliði. b) Jónmund Þór,
f. 27. nóvember 1965, vélsmíða-
meistari. 2) Benedikt, f. 7. maí
1947, d. 25. feb. 1999, sjómaður og
bifreiðarstjóri. Kona hans var
Guðrún Blöndal, f. 7. mars 1950,
afgreiðslukona. Þau eignuðust
fjögur börn. a) Elínborgu Birnu, f.
Tengdafaðir minn og kær vinur,
Jón í Höfnum, er látinn. Söknuður er
það fyrsta sem kemur í hugann en um
leið hrannast upp minningar, ljúfar
minningar sem ekki gleymast.
Kynni okkar hófust fyrir hart nær
fjörutíu árum er ég trúlofaðist Birnu
dóttur þeirra hjóna Jóns og Elínborg-
ar í Höfnum. Þar bjuggu þau af rausn
og myndarskap með börnum sínum
Birnu og Benedikt, sem látinn er
langt um aldur fram. Að Höfnum var
gott að koma og vel tekið á móti
tengdasyninum tilvonandi, strák-
urinn sem kom úr gjörólíku umhverfi
framan úr dölum Húnavatnssýslu var
ekki látinn gjalda fávisku sinnar um
sjávarjarðir og nytjar þeirra á nokk-
urn hátt heldur leiðbeint og kennt.
Með árunum urðu kynni okkar Jóns
nánari, sem varð að sannri vináttu
sem aldrei verður fullþakkað.
Jón var ákaflega glaðlyndur maður
og hafði einstaka frásagnarhæfileika,
hann var minnugur og fundvís á
skondnar sögur. Hann var raunsær
og tamt að líta á björtu hliðarnar í líf-
inu, hann var glettinn og spaugsamur
en laus við alla rætni enda vinmargur
og í félagsskap hrókur alls fagnaðar.
Jón bjó í Höfnum í rúm sextíu ár en
jörðina kaupir hann 1942 ásamt bú-
stofni og búsmunum, þá aðeins 21 árs.
Hann var alkominn þangað um vorið
ríðandi lengst framan úr Miðfjarðar-
dölum á rauðum gæðingi, stólpagrip
sem afi hans hafði gefið honum í ferm-
ingargjöf. Eftir tveggja ára búskap í
Höfnum vorið 1944 ræðst til hans
ráðskona, Elínborg Björnsdóttir. Þau
Jón felldu hugi saman og giftust. Með
Elínborgu kom dóttir hennar af fyrra
hjónabandi og ólst hún upp hjá stjúpa
sínum. Um miðjan aldur missir Elín-
borg heilsuna og hætta þau þá hefð-
bundnum búskap og flytja til Reykja-
víkur. Elínborg lést árið 1971 langt
um aldur fram tæplega 54 ára og var
harmdauði öllum sem til þekktu. Jón
bjó alla tíð eftir það fyrir norðan á
sumrin og nytjaði hlunnindi jarðar-
innar en dvaldi yfir vetrarmánuðina í
Reykjavík.
Þó Jón dveldi í Reykjavík á vetrum
og yndi hag sínum vel var hugurinn
fyrir norðan og beið hann komu vors-
ins með eftirvæntingu. Á aflíðandi
vetri var svo farið að tala um norð-
urferð, tilhlökkun var mikil og Jón
hafði símasamband við vin sinn Rögn-
vald á Hrauni og ræddu þeir ástand
og horfur í varplöndum sínum.
Um miðjan maí var svo lagt af stað,
langoftast sami hópurinn, góðir fé-
lagar og vinir. Gert var klárt til sum-
ardvalar, farið í varplandið o.fl. sem
þurfti að lagfæra og bæta. Síðla
hausts var svo síðasta ferð sumarsins
farin, gjarnan sömu menn nú þeirra
erinda að ganga frá fyrir veturinn.
Þetta var eins konar uppskeruhátíð
áður en Jón hélt suður til vetrardval-
ar.
Þó Jón hætti hefðbundnum búskap
átti hann ávallt nokkuð af hrossum og
hafði mikið yndi af þeim enda hesta-
maður góður. Eitt af fyrstu verkum á
vorin var að vitja hrossanna, sjá fol-
öldin og meta kosti þeirra og galla.
Minnisstætt er mér síðastliðið vor, en
þá var Jón ekki búinn að ná sér eftir
beinbrot og gat því ekki gengið til
hrossa eins og venja var. Þetta leit nú
ekki vel út, en leystist þó farsællega
því hrossin söfnuðust öll saman niður
á Haga, en þangað er bílfært og þá
var ekkert að vanbúnaði og lagt af
stað. Gaman var að sjá glampann í
augum hans, hýrt brosið sem færðist
yfir andlitið, gleðin leyndi sér ekki í
svip hans þegar hann leit yfir hrossa-
hópinn sinn og skoðaði ungviðið.
Jón festi ungur rætur á Skaga
norður, þar sem andstæður náttúr-
unnar eru afgerandi, annars vegar
björt vornóttin þar sem selir bylta sér
á skerjum, úandi æðarfuglinn fyrir
landi í leit að hreiðurstað og roðagull-
in miðnætursólin rennur með hafflet-
inum. Hins vegar hörð vetrarveður
þar sem brimið svarrar og úthafsald-
an fellur óbrotin að landi. Þessu um-
hverfi tengdist Jón sterkum böndum
og hvergi leið honum betur.
Með þakklæti í huga kveð ég
drengskaparmanninn Jón í Höfnum.
Hvíli hann í friði.
Eiríkur Ingi Jónmundsson.
Í lok síðasta árs lést stjúpfaðir
minn, Jón Benediktsson. Þar með er
genginn sá maður sem hefur reynst
mér betur en aðrir.
Hann kom inn í líf mitt þegar ég
var átta ára gamall en þá kynntust
þau móðir mín, Kamma Thordarson.
Þá hafði hann misst fyrri konu sína,
Elínborgu, og skilað af sér þremur
uppkomnum börnum og hafði áreið-
anlega ekki gert ráð fyrir að þurfa að
ala upp annan strákling! Það varð þó
úr og þar, eins og ævinlega, gekk
hann heill til verks og sýndi alla þá
væntumþykju og umhyggju sem föð-
ur sæmir.
Það var óneitanlega framandi
heimur sem pabbi kynnti fyrir mér í
Höfnum, enda er það einn þeirra
staða á Íslandi þar sem náttúran er
óbeisluð og mannlífið markvert. Þar
gildir að kunna skil á umhverfi sínu
og umgangast það af natni. Þetta vissi
hann og það sást berlega í öllu hans
vafstri í kringum æðarvarpið á vorin.
Í Höfnum kenndi hann mér að skilja
og meta náttúruna og það var og
verður mér ómetanlegt að hafa
kynnst æðarvarpi, selveiði, silungs-
veiði og því að rífa staura að fornum
sið undir hans leiðsögn, sem fólst
fremur í handleiðslu en fyrirskipun-
um. Laun erfiðisins voru oft í formi
vísna af ýmsum toga. Þar var pabbi á
heimavelli og kunni ógrynni vísna auk
þess sem mannlífið í sveitinni, gamalt
sem nýtt, fékk á sig sérstaka og
skemmtilega mynd í hans meðförum
þar sem allar persónur voru leiknar
af honum.
Það var mér mikilvægt að njóta
stuðnings hans þegar móðir mín lést.
Hann reyndist mér og vel þegar ég
hélt utan til framhaldsnáms og heim-
sóknir hans til mín um jól voru mér og
fjölskyldu minni ómetanlegar.
Ástvinum votta ég samúð mína,
ekki síst Sigurlaugu Magnúsdóttur,
en það var pabba til mikillar gæfu að
kynnast þessari góðu og skemmtilegu
konu á kvöldi lífsins.
Það er með djúpum söknuði sem ég
kveð föður minn en vil um leið þakka
honum allt sem hann veitti mér og var
mér. Mér þótti vænna um hann en
alla aðra menn.
Sigvaldi Thordarson.
Það ríkti kyrrð yfir láði og legi er
gestirnir renndu í hlaðið. Þá bar fyrr
að garði en Jón í Höfnum átti von á og
var hann að heiman. Djúp, óendanleg
kyrrð. Svo heyrðist hófatak og Jón
kom skyndilega út úr þögninni á gráa
gæðingnum sínum. Veröldin var
hans.
Myndin þetta sumarkvöld norður í
Höfnum á Skaga greyptist í hugann.
Stundum er sagt að staða íslenska
bóndans sé önnur en á meginlandinu,
sjálfstæðisþörfin sé svo rík. Menn
vilja ráða sér og landi sínu sjálfir. Þeir
eru stoltir, sáttir við sjálfa sig og hlut-
skipti sitt; nú á dögum er það kallað
að hafa jákvæða sjálfsmynd. Þannig
var Jón bróðir pabba.
Jón var glæsimenni, hafði þykka
liðaða hárið frá ömmu og bar aldurinn
einstaklega vel. Hann var lífsglaður
maður og naut sín vel í margmenni.
Einkennilegt að Jón frændi, svo fé-
lagslyndur sem hann var, skyldi flytja
rétt rúmlega tvítugur á þennan af-
skekkta stað norður á Skaga.
Jón var stálminnugur, skjótur til
svara og orðheppinn. Hann var svo
mikill sögumaður að unun var á að
hlýða. Hann var jafnframt ljóðaunn-
andi, kunni ógrynni af vísum og
kvæðum auk þess sem hann orti sjálf-
ur við ýmis tækifæri.
Jón var söngelskur, hafði sterka
rödd og söng ýmist tenór eða bassa.
Hann var vinmargur, ættfróður og
vildi vita deili á mönnum. Hann var
kátur og hrókur alls fagnaðar. Pabbi
sagði að ef hann sæi mannþyrpingu í
fagnaði væri Jón bróðir vísast innst í
hringnum.
Gagnkvæm virðing og vinátta ríkti
milli bræðranna. Mjög kært var með
þeim og mátti heyra um leið á pabba
hver var á hinum enda símalínunnar
þegar Jón frændi hringdi.
Það ríkti alveg sérstakt andrúms-
loft þegar pabbi og Jón hittust, gleði-
glampi í augum, kátína og leiftrandi
húmor.
Þeir skiptust ævinlega á græsku-
lausum gamansögum. Ekki þótti
nægilegt að segja frá persónum,
stund og stað, heldur hermdu þeir
eftir rödd og töktum viðkomandi;
ótrúlega næmir í þessum efnum.
Gjarnan fóru þeir með vísur við þau
tækifæri.
Í fjölskylduboðunum var Jón
frændi ómissandi og alltaf var lagið
tekið. Hefð var að syngja fyrst „Efst á
Arnarvatnshæðum“, óðinn til heiðar
þeirra Aðalbólsfeðga og síðan ýmsar
vinsælar vísur sem ortar höfðu verið
er bræðurnir voru stráklingar.
Hressilega var gefið í sönginn, ekki
síst eftir að Jón hafði fengið söng-
vatnið sitt. Á eftir fylgdi mikill hlátur
við að rifja upp minningarnar og við
hin sáum atburðina ljóslifandi fyrir
okkur og tókum undir hlátrasköllin.
Það var ólýsanleg gleði og sérstök
upplifun sem fylgdi heimsóknum
Jóns frænda.
Á lífsgöngu sinni varð Jón fyrir
sárum ástvinamissi. Hann missti El-
ínborgu Björnsdóttur eiginkonu sína
langt um aldur fram. Með henni átti
hann dótturina Birnu og soninn
Benedikt sem hann missti fyrir rúm-
um þremur árum. Seinni konu sína
Kömmu Thordarson missti hann
einnig. Jón frændi reyndi því mikið í
lífinu. Hann hafði að leiðarljósi að
minnast sólskinsblettanna og hvatti
aðra til þess sama þegar erfiðleikar
steðjuðu að. Hann var öfundsverður
af æðruleysi sínu og innri styrk. Sam-
býliskona hans síðustu tvö árin var
Sigurlaug Magnúsdóttir. Okkur þótti
hann einstaklega hlýr við konurnar
sínar. Hann bar mikla virðingu fyrir
þeim og sýndi það í hvívetna. Heim-
ilin voru ætíð falleg og notaleg. Kon-
urnar hans Jóns áttu börn fyrir og er
því fjölskylda hans stór að leiðarlok-
um. Jón studdi ávallt vel við bakið á
fólkinu sínu og víst er að sá stuðn-
ingur var gagnkvæmur.
Eftir að Jón frændi var hættur bú-
skap dvaldi hann í Reykjavík að vetr-
inum en hvarf með vorinu úr borg-
arerlinum heim að Höfnum og dvaldi
þar fram að vetrarmánuðum. Þar átti
hann sitt ríkidæmi. Þar naut hann
samvista við sveitungana. Þar naut
hann samverustunda með fjölskyld-
unni. Þar naut hann gæðinga sinna.
Þar naut hann lífsins og tilverunnar í
nálægð við náttúruna og það sem hún
gaf af sér: æðarfugl, silung, sel, reka-
við.
Heimsborgarinn og gleðigjafinn á
gráa gæðingnum er horfinn á braut.
Við minnumst Jóns frænda með
hlýju, virðingu og þökk.
Aðstandendum hans vottum við
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hans.
Bróðurdæturnar frá
Grundarási.
Þegar fólk minnist á afa minn, Jón
Ben., man ég alltaf sögu sem búið er
að segja mér svo oft.
Þegar ég var lítil bjó ég ásamt for-
eldrum mínum í Englandi og amma
og afi komu til okkar um jólin. Eitt
sinn fórum við út á Heathrow-flugvöll
til að sækja þau. Þegar ég sá þau æpti
ég yfir allan flugvöllinn: „Nú eru jólin
komin!“ Þá voru jólin nefnilega komin
hjá mér, amma og afi í heimsókn! Nú
er afi minn dáinn og þó verða fleiri jól.
Hann á alltaf eftir að vanta þegar við
drekkum jólasúkkulaðið.
Afi var einstakur maður, hann var
rólegur og dugmikill. Hann gerði
einnig heimsins besta hafragraut. Ég
fór til hans í æðarvarpið og í selinn á
sumrin. Hafnir, bærinn hans afa, hafa
mikið tilfinningalegt gildi fyrir mig.
Þar fór ég á hestbak í fyrsta skipti og
prófaði að keyra landbúnaðartækið!
Þessi bær er mjög afskekktur, ekkert
símasamband fyrir gemsa, ekkert
sjónvarp og fáar útvarpsstöðvar nást.
Ég var úti mestallan daginn og kom
heim í mat. Þar kynntist ég afa líka al-
mennilega. Nú fer ég áreiðanlega
aldrei aftur á Hafnir enda hef ég ekk-
ert þangað að gera.
Það sem var þægilegast við afa var
að hann sá mann eins og maður var.
Hann tók ekki eftir nýrri klippingu,
nýjum háralit eða fötum. Hann tók
aftur á móti eftir því að maður hafði
stækkað og spurði hvernig manni
gengi í lífinu.
Afi var þekktur fyrir hreysti og
dug, hann hefði ekki viljað dvelja á
sjúkrahúsi lengi. Ég elska afa minn
og mun sakna hans ákaft.
Kamma Thordarson.
Afi „selaafi“, eins og þær kölluðu
hann Ína Björk og Hugrún, afi „sela-
afi“ er dáinn. Við kveðjum Jón afa
með kærri þökk fyrir að hafa fengið
að fara með honum í allar eyjargöng-
urnar, fyrir eftirminnilegt 70 ára af-
mæli hans, fyrir að vera bílstjóri í
brúðkaupinu okkar, fyrir góða heim-
sókn á Laugar 1996, fyrir allan söng-
inn, fyrir dýrmæta aðstoð við okkur
öll við veikindi og andlát pabba 1999
og svo margt, margt fleira.
Nú sjáum við fyrir okkur fallega
mynd af afa, pabba og Elínborgu
ömmu saman á ný og munum hafa að
leiðarljósi það sem afi sagði í brúð-
kaupinu okkar að muna eftir sólskins-
blettunum og þegar raunsæinu sleppi
þá taki heimskan við!
Afi er öllum eftirminnilegur sem
kynntust honum. Hann var hæglátur,
skarpgreindur og hreinskiptinn og
átti gjarnan til að sitja hugsandi við
eldhússgluggann og horfa yfir Hag-
ann og Rekavatnið með heimsins
besta silungi. Með þessari minningu
fylgir afa lítið vísukorn frá okkur:
Í Höfnum óðalsbóndi bjó,
bjó með æðar, seli og hesta.
Margar ferðir fór að sjó,
hann fann þar lífsins kosti besta.
Í Höfnum undi afi sér best en var
þó svo ástfanginn af Sigurlaugu sinni
síðustu misseri að hann mátti ekkert
vera að því að stoppa lengur en nauð-
synlega þurfti. Sigurlaugu þökkum
við alúð og umhyggju fyrir afa í veik-
indum hans.
Það voru forréttindi Jóns afa að fá
að kveðja hamingjusamur. Við kveðj-
um hann í hinsta sinn, þakklát fyrir
síðasta brosið.
Elínborg Birna Benediktsdóttir
og fjölskylda.
Í huga okkar systkinanna er minn-
ingin um Jón afa í Höfnum minning
um reisnarlegan, myndarlegan og
broshýran mann.
Við sjáum hann fyrir okkur þar
sem hann stendur við eldhúsglugg-
ann í Höfnum að morgni eftir að hafa
bætt rekavið í ofninn og snúið Lister-
ljósavélinni í gang. Hann horfir yfir
Eyjarnar, Rekavatn og Kaldrana og
hugar að hvernig muni viðra þann
daginn.
Afa var mjög umhugað um sveitina
sína, hún var stór hluti af tilveru hans
og ekkert stöðvaði hann í því að fara
þangað á hverju vori til að huga að
æðarkollunum sínum og sjá líf kvikna
að vori.
Elsku Jón afi, blessuð sé minning
þín.
Jónmundur Þór og Þórdís Ólöf.
Jón Benediktsson bóndi í Höfnum
á Skaga var fæddur og uppalinn á
fremsta bæ í Austurárdal í V-Hún.,
en fluttist rúmlega tvítugur á einn
nyrsta bæ í austursýslunni, hlunn-
indajörðina Hafnir. Eigur sínar reiddi
hann á einum klyfjahesti en reið öðr-
um. Síðan eru liðnir um sex áratugir.
Jón átti í vitund sinni mikla þekkingu
um þjóðleg fræði, ættir manna og
málefni. Hann kunni ógrynni af ljóð-
um og brá fyrir sig tilvitnunum í bibl-
íuna og fornsögurnar. Hann var
prýðilega hagmæltur, mundi vísur
sínar með ólíkindum, en skrifaði þær
ógjarnan og munu þær því fáar til-
tækar, sem og annar fróðleikur er
hann bjó yfir. Þrátt fyrir að Jón hafði
ekki notið annarrar menntunar en
stuttrar skólagöngu í Haukadal og á
Hvanneyri og valdi sér síðan búsetu í
afskekktri og fámennri sveit var hann
JÓN G.
BENEDIKTSSON