Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 43 heimsborgari í öllu dagfari og háttum og eftirsóttur viðmælandi sökum lit- ríkrar orðræðu og látbragðs. Á gleði- stundum gat hann aukið stemninguna með því að líkja eftir þeim er hann sagði frá í orðum og tónum enda hafði hann undravert raddsvið, allt frá yf- irrödd niður í dýpsta bassa. Kynni okkar Jóns í Höfnum voru lítil meðan við vorum bændur, en eftir að ég flutti til Blönduóss var það vani Jóns að koma til okkar hjóna er hann átti leið um, og var ávallt aufúsugest- ur. Að því kom svo þegar Jón færði aðsetur sitt til Blönduóss að kynni okkar urðu nánari. Laugardagskvöldið 30. nóvember s.l. var lítill hópur fólks gestir Jóns og sambýliskonu hans, Sigurlaugar Magnúsdóttur frá Vindheimum í Skagafirði, í nýrri og glæsilegri íbúð þeirra á sjöundu hæð á Skúlagötu 44 í Reykjavík. Tekið var lagið, Jón lék á als oddi og lýsti gleði sinni yfir að sjá vítt yfir og jafnaði við útsýnið heima í Höfnum. Ekki yrði á betra kosið um verustað og gestirnir hrifust af ham- ingju húsráðenda grunlausir um hvað í vændum var, en skammt reyndist til leiðarloka. Jón veiktist 19. desember og ævi hans var öll tíu dögum síðar. Svo skjótt skipaðist milli lífs og dauða, gleði og sárs saknaðar. Genginn er góður samferðamaður og náinn vinur. Ég votta Sigurlaugu, frænku minni, Birnu, dóttur Jóns, og öðrum ástvin- um hans samhug á kveðjustund. Grímur Gíslason. Látinn er Jón Benediktsson, bóndi í Höfnum á Skaga, eftir skamma sjúkrahúsvist. Með fráfalli hans er horfinn einn hinna öldnu og eftir- minnilegu búhölda í íslenskri bænda- stétt. Jón Benediktsson var fæddur á Aðalbóli í Miðfirði og ólst þar upp. Hann mun snemma hafa ákveðið að gerast bóndi enda lauk hann búfræði- námi vorið 1941. Aðalból í Miðfirði er landmikil heiðajörð langt frá sjó. Það átti hins vegar ekk i fyrir Jóni að liggja að taka við búskap á Aðalbóli því að frá unga aldri sá hann fyrir sér heillandi heim hlunnindajarða við sjávarsíðuna. Rúmlega tvítugur að aldri kaupir hann Hafnir á Skaga, kostamikla jörð við ysta haf með æð- arvarp, selveiði og reka, auk fjárbú- skapar. Þar með rættist draumur hans enda náði hann fljótt tökum á nýjum búskaparháttum. Á Höfnum bjó hann síðan samfleytt í þrjátíu ár. Eftir 1970 hafði hann vetursetu í Reykjavík og vann við dúnhreinsun, en dvaldi nyrðra á sumrin við hlunn- indabúskap. Jón varð fljótt þekktur í röðum hlunnindabænda og ávann sér hylli þeirra. Hann var einn af stofnendum Æðarræktarfélags Íslands árið 1969 og sat í stjórn þess í mörg ár. Hann var áhugasamur félagi og mun einn örfárra hafa náð því að sitja allflesta aðalfundi félagsins. Þegar lög voru sett um gæðamat á æðardúni gerðist hann dúnmatsmaður og gegndi því starfi til dauðadags. Um 1980 hófst mikið umbrotaskeið varðandi selveið- ar og óttuðust selveiðibændur að ver- ið væri að eyðileggja þessa gamal- grónu hlunnindagrein og brugðust til varnar og stofnuðu Samtök sela- bænda árið 1986. Jón var einn af helstu hvatamönnum þess að samtök- in voru stofnuð og var formaður þeirra fyrstu tíu árin. Á þeim tíma sönnuðu samtökin gildi sitt og hefð- bundnar selveiðar hófust að nýju. Undirritaður kynntist Jóni árið 1985 og átti við hann margháttað samstarf upp frá því. Hann var eft- irminnilegur maður, greindur, hag- mæltur, fjölfróður og allra manna skemmtilegastur. Hin létta og glað- væra lund Jóns auðveldaði honum að umgangast fólk og hann var hvar- vetna hrókur alls fagnaðar. Hlunnindabændur munu sakna hans úr hópnum. Aðstandendum hans færi ég samúðarkveðjur. Árni Snæbjörnsson. Jón Benediktsson, bóndi í Höfnum á Skaga, er látinn. Undirritaður er einn úr hópi fjölda bænda, víða um landið, sem eiga þar að sjá á bak góð- um dreng, félaga og heiðursmanni. Jón var upprunninn í Húnaþingi við hefðbundinn búskap á góðu búi, allfjarri sjó og sjávarháttum. Upp- kominn mun hann hafa kynnst af af- spurn búskaparháttum á frægu höf- uðbóli vestur við Breiðafjörð, margháttaðri hlunnindanýtingu þar og eyjagagni. Hjá honum vaknaði ásetningur um að verða bóndi á slíkri jörð ef hann ætti þess kost, og það tækifæri gafst síðar. Hann keypti jörðina Hafnir á utanverðum Skaga, þekkt góðbýli, með dúntekju og sel- veiði, auk annarra landkosta. Þarna bjó hann stóru búi með fjölskyldu sinni um langt skeið. Um miðjan aldur, þá orðinn ekkju- maður, breytti hann búskap sínum. Fór að starfa í Reykjavík að vetrinum en dvaldi í Höfnum vor og sumar við dúntekju, selveiðar og búfjárhald að einhverju leyti. Í Reykjavík stjórnaði hann dún- hreinsunarstöð SÍS á Kirkjusandi um langt skeið, en þar kunni hann vel til verka. Hann var sem sé einn af þeim fyrstu sem eignuðust og notuðu dún- hreinsunarvél Baldvins Jónssonar, sem leysti af hólmi gömlu handvirku aðferðina, sem var erfið og tímafrek. Jón var búinn að ná góðum tökum á þessari nýju aðferð heima hjá sér þegar hann hóf störf á Kirkjusandi. Hann var því réttur maður á réttum stað sem verkstjóri, þegar SÍS fór að annast dúnhreinsun og dúnflutning í auknum mæli, með mikilli vélvæðingu og allnokkru vinnuafli. Lokafrágang- ur dúnsins er tímafrek og nákvæm handavinna sem konur annast gjarn- an. Jón hafði haldgóða þekkingu á öll- um þessum þáttum og að auki glað- lega og vingjarnlega framkomu jafnt við starfsfólk sem viðskiptavini. Hann mun fljótt hafa orðið góðkunningi flestra dúnbænda á landinu. Á tíma- bili annaðist SÍS útflutning á stórum hluta af árlegum dúnfeng lands- manna og hreinsun hans að auki. Átti einnig stóran þátt í að skapa orðstír hans á heimsmarkaði sem einstæðrar afburðavöru, sem hátt verð fékkst fyrir. Jón mun hafa átt stóran hlut í niðurstöðu þeirra mála. Meðal annars mun hann hafa stuðlað að því að koma á dúnmati til að tryggja að ekki væri fluttur út annar æðardúnn en góður og vel hreinsaður. Hann var síðan skipaður dúnmats- maður, ásamt fleirum, og var það til dauðadags. Þá var hann og í hópi þeirra sem beittu sér fyrir stofnun Æðarræktarfélags Íslands og mun hafa verið í stjórn þess á tímabili. Góður félagsmaður alla tíð. Auk æðarvarpsins í Höfnum eru þar góð selalátur, þar sem landselur- inn kæpir á vorin. Seinni hluta júní- mánaðar eru kóparnir veiddir í net, en þá eru þeir að ljúka sínu mjólk- urskeiði, feitir og sællegir með falleg- an feld. Frá fornu fari og fram á okk- ar daga hafa þeir verið búbót og hlunnindi á fjölda jarða, þar sem hluti viðkomunnar var hirtur, líkt og gerist hjá búfénu. Áróður gegn selveiðum olli því á áttunda áratug síðustu aldar að lokað var fyrir innflutning sel- skinna til Evrópu, og veiðar á land- selskópum lögðust að mestu niður. Útvegsmenn óttuðust þá offjölgun sela, sem bitna myndi á fiskveiðum, og upphófst hernaður til þess ætlaður að fækka selnum sem mest. Selabændur sættu sig illa við þær aðfarir og stofnuðu Samtök sela- bænda til viðnáms þeim aðförum. Á engan mun hallað þótt sagt sé að Jón hafi haft verulega forgöngu í því máli, enda kosinn fyrsti formaður félags- ins. Hann annaðist móttöku selskinna hjá SÍS, og mat þau, um árabil, þaul- vanur veiðum og skinnaverkun og gat leiðbeint bændum ef á þurfti að halda. Jón var höfðingi heim að sækja, hvort sem var á vinnustað á Kirkju- sandi, heima í Höfnum eða á heimili hans í Reykjavík. Hann var glaðsinna og skemmtinn þar og á fundum, kunni frá mörgu að segja í lausu máli og bundnu, og var vel hagmæltur sjálfur. En þrátt fyrir glaðværð og ungleg- an glæsibrag fram til hinstu stundar fór því fjarri að hann fengi ekki að kynnast sorgum og andstreymi um dagana. Hann var tvíkvæntur, en missti báðar konurnar, auk fleiri ást- vina. En glaður og reifur skyldi gumna hver … Jón er fallinn í valinn. Hver sinnir gjöfulum vitaðsgjafa við Norðurhaf að vori? Kemur maður í manns stað? Eftirlifandi ástvinum hans votta ég samúð mína. Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Svo verður og með þá sem þekktu Jón Benediktsson frá Höfnum á Skaga. Hans orðstír og mannkostir munu geymast meðal okkar, þótt hann hafi nú um hátíðarnar lagt upp í þá langferð sem bíður allra fyrr eða síðar. Jón í Höfnum fæddist í maí árið 1921og ólst upp á Aðalbóli í Miðfirði. Ungur maður hélt hann norður á Skaga og festi kaup á höfuðbólinu Höfnum í Skagahreppi þar sem hann tók til við að byggja upp jörðina og endurbæta á alla lund. Þar bjó hann rausnarbúi allt þar til hann afhenti það í hendur syni sínum 1969 og flutt- ist til Reykjavíkur. Örlögin höguðu því hins vegar þannig að Jón tók að nýju við búsforráðum í Höfnum fáein- um árum seinna, þó með breyttu fyr- irkomulagi, sumardvöl fyrir norðan en vetursetu í Reykjavík. Og þannig hefur það verið í áratugi að Jón hefur verið jafn sjálfsagður vorboði á Skaga og krían og lóan. Hafnir eru mikil hlunnindajörð og eyddi Jón sumrun- um við hirðingu æðarvarpsins, nýt- ingu reka og selveiðar bæði haust og vor, allt til dauðadags. Jón átti alla tíð töluvert af hrossum, prýðilegt kyn, sem að stofni til var frá Aðalbóli, en Jón var afar hesthneigður og lifði sig inn í spjall um hross og hesta- mennsku. Hafnabóndinn var ógleym- anlegur persónuleiki. Hann var heimsborgarinn sem þekkti alla og allir þekktu. Hann var gestgjafinn sem tók rausnarlega á móti komu- mönnum. Hann var sögu- og gleði- maðurinn sem fólk laðaðist að til að hlýða á. Hann var maður með stóra sál og stórt hjarta. En þótt minningin um fjörugar umræður og gamansemi fylgi Jóni fór sorgin ómjúkum hönd- um um hann. Fyrri eiginkonu sína, Elínborgu Björnsdóttur, missti hann 1971 og þeirri seinni, Kömmu Karl- sen, varð hann að sjá á eftir 1986. Enn eitt áfallið dundi yfir 1999 þegar son- ur hans Benedikt lést. Allir þessir ást- vinir dóu langt um aldur fram og fékk missirinn mikið á Jón, en bjartsýnin og glaðværðin ásamt dyggum stuðn- ingi aðstandenda og vina hjálpuðu honum þegar mest á reyndi. Síðustu árum ævinnar eyddi Jón með unnustu sinni Sigurlaugu Magn- úsdóttur og var gleðilegt að sjá hve vel þau náðu saman. Hjá þeim sem þetta skrifar átti Jón í Höfnum sérstakan sess. Í hugann kemur vordagur fyrir 25 árum þegar tíu ára piltur falast eftir veturgömlum fola frá Höfnum, og gleðin þegar Jón eftir stríðnislegar undanfærslur gaf mér minn fyrsta hest og ekki þann síðasta. Og það voru Jón og Kamma sem lánuðu mér Góða-Grána í fyrstu göngurnar. Og það var Jón sem gaf okkur hjónunum svo gott veganesti á brúðkaupsdaginn með fallegri tölu sem lét engan ósnortinn. Svona mætti lengi telja. Samgangurinn á milli Hrauns og Hafna var mikill. Í 12 ár stunduðu þeir Jón og pabbi vorkópa- veiðina saman og hin síðari ár fékk Jón aðstöðu heima á Hrauni til að hreinsa æðardúninn og ganga frá til sölu. Það voru því oft líflegar umræð- ur í skúrnum eða við eldhúsborðið á Hrauni, þar sem pabbi sér nú á eftir enn einum félaganum yfir móðuna miklu. Fyrir hönd foreldra minna, okkar bræðranna og fjölskyldna vil ég þakka Jóni langvarandi vináttu og mannbætandi kynni. Slíkt eru for- réttindi. Efirlifandi dóttur, fósturdóttur og öðrum aðstandendum sendum við samúðarkveðjur. Gunnar Rögnvaldsson. Lokað verður í fyrirtæki okkar í dag, milli kl. 13 og 16, vegna jarðarfarar ÁRNA GESTSSONAR. Vélaver hf., Lágmúla 7. Ástkær móðir okkar, ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR frá Þórisholti, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 7. janúar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Borghildur Kjartansdóttir, Einar Kjartansson, Sigurgeir Kjartansson, Kristinn Kjartansson, Kjartan Kjartansson. Faðir okkar, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, GUÐNI SIGVALDASON, lést í Svíþjóð miðvikudaginn 8. janúar. Gísli Guðnason, Soffía Pálmadóttir, Erla Guðnadóttir, Sigurrós Heiða Guðnadóttir, Bjarni Óskarsson, Elsa Guðnadóttir, Erla Gunnarsdóttir, Sigvaldi Búi Bessason, Jón Magngeirsson, Margrét Snorradóttir, Gunnar Sigvaldason, Aðalheiður Sigurðardóttir, Ástríður Sigvaldadóttir, Kristinn Páll Ingvarsson, Þórarinn Sigvaldason, Jóhanna Jóhannesdóttir, Kristinn Sigvaldason, Guðrún Jóhannesdóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÓLI A. GUÐLAUGSSON Lindasíðu 4, Akureyri, lést þriðjudaginn 7. janúar á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 14. janúar kl. 13.30. Sólveig Jónsdóttir, Alda Aradóttir, Birgir Óli Sveinsson, Sólveig Stefánsdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, Íris Ragna Stefánsdóttir og fjölskyldur þeirra. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, GUÐRÚN B. GUÐMUNDSDÓTTIR JONES, St. Louis, Bandaríkjunum, lést á heimili sínu sunnudaginn 5. janúar. Gunnar Þ. Birgisson, Hrönn Sigurgeirsdóttir, Haukur Birgisson, Guðmunda Rannveig Birgisdóttir, Stefán Guðmundsson, Birgir Rafn Birgisson, Elísabeth Birgisson, barnabörn, Gunnþór Guðmundsson, Anna Skaftadóttir, Elínrós Guðmundsdóttir, Guðlaugur Guðjónsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Aaron J. Thompson, Erlendur Guðmundsson, Novita Herianty, Andrea Vikarsdóttir, Óskar Ævarsson.  Fleiri minningargreinar um Jón G. Benediktsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.