Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 57
4.990
4.990
4.990
990
60% afsl.
3.990
990
ÚTSALAN
HEFST Í DAG
30-50% afsláttur
Kringlunni, s. 553 1718
Nýtt kortatímabilOpið til kl. 21
DIESEL gallabuxur 5.990
LEVIS gallabuxur 5.990
HENSON peysur 3.990
SPARKZ bolir 990
URBAN ullarkápur 6.990
X-18 skór 3.990
NIKE skór 4.990
ÚTSALA
HEFST Í DAG
SMA
SH
Allt að
50% afsl.
OSIRIS skór 4.990
ÉS skór 4.990
STUSSY skyrtur 4.990
FRESH JIVE peysur 50% afsl.
DICKIES buxur 3.990
XTRA.IS kápur 8.990
XTRA.IS peysur 3.990
BIRD HOUSE peysur 5.990
BRET
TAPLÖ
TUR 6
.990
Kringlunni, s. 553 1717
Nýtt kortatímabilOpið til kl. 21
fimmtudaga
BÚIST er við því að sjötta röð
bandarísku gamanþáttanna Beðmála
í borginni verði sú síðasta í röðinni.
Hugmyndafræðingar þáttanna,
þeirra á meðal framleiðandinn Darr-
en Star, tóku þessa ákvörðun.
Þættirnir hafa unnið til fjölda
Emmy-verðlauna en þeir snúast að
miklu leyti um ástalíf aðalsöguhetj-
unnar Carrie Bradshaw og þriggja
vinkvenna hennar, Miröndu, Sam-
önthu og Charlotte. Byrjað verður
að taka upp síðustu
þáttaröðina í mars
og verður síðasti
þátturinn sýndur í
Bandaríkjunum
snemma árs 2004.
Íslenskir aðdá-
endur þáttanna
þurfa ekki að ör-
vænta strax því hér
er verið að sýna fjórðu þáttaröðina
og því tvær heilar syrpur til góða.
Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO
ætlar að hafa 20 þætti í síðustu röð-
inni, sem er sjö þáttum meira en í
hefðbundinni þáttaröð. Fimmta
þáttaröðin er hins vegar styttri en
venjulega, eða átta þættir, vegna
óléttu aðalleikkonunnar, Söruh
Jessicu Parker. Þrátt fyrir boðaðan
endi er HBO meira en til í að fram-
leiða fleiri þætti og hefur sagt að
skaparar Beðmála í borginni megi
vel skipta um skoðun … Aðdáendur
rokkkóngsins Elvis Presley fögnuðu
68 ára afmælis hans í gær. Fór vel á
því að útgáfufyrirtæki hans, BMG,
tilkynnti þá að safnplatan Elvis: 30
#1, sem kom út síðla síðasta árs er
orðin söluhæsta plata rokkkóngsins
frá upphafi. Platan hefur nú selst í 9
milljónum eintaka og hefur þar með
með slegið út Elvis Christmas Alb-
um, sem hefur verið hans mest selda
plata fram að þessu. Er nýja sölu-
metið nokkuð merkilegt í því ljósi að
á meðan það tók jólaplötuna 40 ár að
slá met þá hefur safnplatan nýja gert
það á rúmum mánuði. Þess má svo
geta að … Fyrrum All Saint-
söngkonan Shazney Lewis er búin
að trúlofa sig. Unnustinn, Christian
Storm, bað hennar á jóladag. Hann
gaf henni jafnframt 50 rósir, eina fyr-
ir hvern mánuð, sem þau hafa eytt
saman. Christian, sem er 28 ára fyr-
irsæta og dansari, bað hennar á
sveitasetri parsins, fyrir framan fjöl-
skyldur þeirra beggja. Shazney er
27 ára og hefur haft í nógu að snúast
síðan All Saints hættu. Hún vakti
m.a. athygli fyrir leik sinn í verð-
launamyndinni
Bend It Like
Beckham … Leon-
ardo DiCaprio
mætti til frumsýn-
ingar á Gangs of
New York í Lond-
on á þriðjudag.
Galafrumsýningin
var haldin í Emp-
ire-kvikmyndahúsinu við Leicester
Square og mætti Daniel Day-Lewis
einnig til leiks. Um 2.000 aðdáendur
voru á staðnum þrátt fyrir frostið til
að heilsa hinum 28 ára gamla Leo,
sem leikur aðalhlutverk mynd-
arinnar undir leikstjórn Martins
Scorseses. DiCaprio, sem hefur
ferðast um Evrópu til að kynna
myndina, gaf sér tíma til að tala við
aðdáendur sína og segir móttökurn-
ar hafa verið ótrúlegar. „Þetta var
stærsti hópur fólks hingað til sem
beið okkar. Það voru ekki svona
margir í París eða Berlín,“ sagði
hann. Leikstjórinn og aðrar stjörnur
myndarinnar, Jim Broadbent og
Lucy Davenport, komu einnig til
frumsýningarinnar. „Hann er mikill
meistari, lifandi goðsögn. Þetta er
sagan hans, lífið í Little Italy áður
fyrir tíma hans,“ sagði Leo um
Scorsese. Broadbent lofaði hann
einnig: „Það var mjög gaman og mik-
il forréttindi að vinna með snillingi
eins og honum.“
FÓLK Ífréttum