Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 18
Það var ekki eftir litlu að slægjast fyrir þá félaga í Orca, að stefna að því að ná undir- tökunum í Íslandsbanka, Tryggingamiðstöðinni og Straumi: Íslandsbanki er um 48 milljarða króna virði. Bótasjóðir Tryggingamiðstöðvarinnar eru á milli 13 og 14 milljarðar króna. Hlutabréfaeign Tryggingamiðstöðvarinnar er um 8 milljarðar króna. Straumur á 8,5 milljarða króna í eigin fé og getur skuldsett sig upp á nokkra millj- arða að auki, jafnvel sex til átta milljarða. Hjá Orca-hópnum var því um áform aldarinnar að ræða, þegar reynt var að ná und- irtökunum í þessum félögum og í öllum tilvikum voru þeir ótrúlega nálægt því að ná markmiði sínu. Þar sem öldin er bara nýhafin skyldi enginn fullyrða, að þótt Jóni Ás- geiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni hafi í þrígang mistekist að ná þeirri gífurlegu valdastöðu, sem þeir sóttust eftir, séu þeir hættir. Nú verður þetta bara miklu erfiðara fyrir þá, því menn vöknuðu upp við svo vonda drauma, þegar þeir loks tóku við sér og kveiktu á því sem var að gerast, að þeir verða glaðvakandi á verðinum, að minnsta kosti næstu misseri og ár. Með aðra hönd á 90 milljörðum Samningurinn Þetta er samningurinn sem Árni Tómasson, annar aðalbankastjóri Búnaðarbankans, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfaviðskipta Búnaðarbankans, gerðu við Jón Ásgeir og félaga um kauprétt Fjárfars á 12,5% hlut Búnaðarbankans í Straumi. þeir samþykktu að vera þöglir meðeigendur Ís- landsbanka að Straumi til næsta aðalfundar, eða að leyfa Íslandsbanka að kaupa sinn hlut í Straumi. Þeir töldu sig hafa samþykkt ákveðna hluti um ráðstöfun eigna Búnaðarbankans, sem þeim var einfaldlega ekki heimilt að gera, því Árni, ásamt Yngva Erni Kristinssyni, yfirmanni verðbréfasviðs Búnaðarbankans, hafði undirrit- að bindandi samning við Fjárfar um aðra hluti. Í huga þeirra Sólons Sigurðssonar og Magn- úsar Gunnarssonar var ljóst, að þeir hefðu aldr- ei haft neinar forsendur til þess að mæta á fundi með Íslandsbankamönnum nokkrum dögum áður hefðu þeir vitað af samningnum. Í kjölfar þessa hafði Árni Tómasson samband við Bjarna Ármannsson og spurðist fyrir um hvort Íslandsbanki vildi ekki bara kaupa bréf Fjárfars og þeirra aðila, sem samningurinn frá 19. júní tók til, í Straumi og bauðst til að hafa milligöngu um að bankinn keypti á gengi á bilinu 3,03–3,07 og var þeirri ósk ekki illa tekið í bankanum og bauðst bankinn til að kaupa bréf- in á genginu 3,05. Eftir nokkurt þóf lýsir Jón Ásgeir því yfir að hann vilji ekki selja nema á genginu 3,07. Ís- landsbanki gefur sig og segist munu kaupa á því gengi. En svo hættir Jón Ásgeir skyndilega við að selja um miðjan ágústmánuð og heldur enn til streitu kröfu sinni um hluthafafund í Straumi. Þær varnir sem Íslandsbanki átti í þessari baráttu um meirihlutann í Straumi þegar hér var komið sögu voru tvenns konar: Bankinn gat látið meirihluta stjórnar Straums ákveða að auka hlutafé Straums með hraði og selja viðbót- arhlutaféð vinveittum aðilum, eða hvatt Bún- aðarbankann til þess að beita 15 daga ákvæð- inu, sem tilgreint er í samningnum hér að framan og er svohljóðandi: „Viðskipti á grund- velli kaup- og söluréttar skulu fara fram innan fimmtán daga frá því að ósk um nýtingu þeirra berst.“ Þegar Magnús Gunnarsson fékk vitneskju um þann skriflega samning sem hafði verið gerður við Fjárfar og fleiri hinn 19. júní sl. átti hann fund með Árna Tómassyni, bankastjóra Búnaðarbankans, og sagði honum að bankinn ætti aðeins einn kost í stöðunni – að standa við gerðan samning. EN – Magnús Gunnarsson, orðlagður heið- ursmaður, er einnig afar reyndur og séður samningamaður. Honum var auðvitað kapps- mál að geta staðið við þau fyrirheit sem hann gaf þremenningunum í Íslandsbanka, en það hafði ekki síður þýðingu í hans augum, að Bún- aðarbankinn stæði við þá samninga sem hann hafði gert. Hann fyrirskipaði Árna Tómassyni, bankastjóra Búnaðarbankans, að standa við samninginn við Jón Ásgeir og félaga, í bókstaf- legum skilningi, þannig að viðskipti á grund- velli kaup- og söluréttar skyldu fara fram innan fimmtán daga frá því að ósk um nýtingu bærist, og miðað við ósk Jóns Ásgeirs um nýtingu kaupréttar, sem barst hinn 12. ágúst í fyrra, 12 dögum fyrir boðaðan hluthafafund 20. ágúst, eða þremur dögum of seint miðað við samnings- ákvæðið, gat Búnaðarbankinn neitað að af- henda bréf sín í Straumi til Jóns Ásgeirs fyrr en 23. ágúst! Búnaðarbankinn gat því í raun staðið við sinn hluta samningsins tæknilega séð, en svikið hann samt sem áður efnislega og ákveðið að viðskipt- in við Fjárfar og aðra samningsaðila færu ekki fram fyrr en 23. ágúst, þremur dögum eftir að boðaður hluthafafundur hefði verið haldinn, og þannig hefði Jón Ásgeir ekki verið kominn með tilskilinn eignarhlut á hluthafafundinum, sem dygði honum til þess að ná meirihlutanum í Straumi. Aðspurður af þeim, sem samið höfðu við Árna um kaupin fyrr um sumarið, eða tveimur mán- uðum áður, hverju þessir nýju viðskiptahættir sættu svaraði Árni á þann veg, að sá þrýstingur sem hann var beittur til þess að efna ekki samn- inginn hefði einfaldlega verið slíkur að ekki hefði verið hægt að standa gegn honum. Krafan um hluthafafund vopn Er ekki að orðlengja það að Jón Ásgeir reið- ist þessari niðurstöðu geysilega, en sér samt sem áður að hann hefur orðið undir, því þótt hann gæti í sjálfu sér fallið frá kröfunni um hlut- hafafund 20. ágúst og ákveðið síðar að óska á ný eftir hluthafafundi, þegar viðskiptin milli Fjár- fars og Búnaðarbankans hefðu farið fram, vissi hann þegar hér var komið sögu að þeir sem réðu meirihlutanum í Straumi ættu enn þann möguleika að láta meirihluta stjórnarinnar, þau Kristínu Guðmundsdóttur og Ólaf B. Thors, ákveða hlutafjáraukningu í Straumi og selja til vinveittra aðila. Hann taldi sig líka vita að þeim möguleika yrði beitt um leið og viðskipti Fjár- fars og Búnaðarbankans hefðu farið fram. Auk þess mun Jón Ásgeir hafa gert sér ljósa grein fyrir því, að óheppilegt gæti verið, fyrir viðskiptahagsmuni Baugs, að hann færi í stór- átök við Búnaðarbankann, því þannig gæti blas- að við, að Baugur og félög tengd honum ættu ekki í nokkurt hús að venda á Íslandi hvað varð- ar bankafyrirgreiðslu og lánsfjármögnun. Beitti Jón Ásgeir því kröfunni um hluthafa- fund í Straumi sem vopni til þess að knýja Ís- landsbanka til að sölutryggja öll bréf hans og Þorsteins Más í Íslandsbanka á genginu 5,175 og öll bréfin þeirra í Straumi á genginu 3,21, en áður hafði Jón Ásgeir reynt að fá stjórnendur Íslandsbanka til þess að skipta á bréfum við sig, þannig að hann fengi bréf Íslandsbanka í Straumi en bankinn fengi bréfin sem Jón Ás- geir átti í Íslandsbanka. Íslandsbanki hafði ekki áhuga á slíkum viðskiptum og hafnaði þeim hugmyndum Jóns Ásgeirs. Íslandsbanki féllst á að sölutryggja bréf þeirra félaga á þessu gengi og hinn 20. ágúst var undirritaður samningur í þá veru. Þegar búið var að skrifa undir afturkallaði Jón Ásgeir kröfu sína um hluthafafundinn, sem halda átti síðdegis sama dag. Ræddu við ráðherra Framsóknar Daginn fyrir áætlaðan hluthafafund, hinn 19. ágúst, hafði Eiríkur S. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, samband við Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra og greindi henni frá þeim samningi sem Búnaðarbankinn hafði gert við Jón Ásgeir og félaga um sölu á eigin bréfum til Fjárfars nákvæmlega tveimur mánuðum áður, hinn 19. júní. Eiríkur S. Jó- hannesson var eins og kunnugt er útibússtjóri Landsbankans á Akureyri áður en hann réðst til KEA. Hann mun hafa talið ófært að við- skiptaráðherra vissi ekki af þeim samningi sem aðalbankastjóri Búnaðarbankans hafði gert við Jón Ásgeir, hann sjálfan og fleiri og því greint henni frá innihaldi samningsins, um leið og hann upplýsti hana um fyrirmælin sem Árna Tómassyni höfðu verið gefin um með hvaða hætti hann skyldi „efna“ samninginn. Sama morgun og hluthafafundurinn átti að vera, hinn 20. ágúst, hafði Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Kaldbaks, sam- band við Halldór Ásgrímsson, formann Fram- sóknarflokksins og utanríkisráðherra, og var efnislega með samskonar málaleitan við hann og Eiríkur hafði verið með við viðskiptaráðherr- ann. Þetta mun hafa verið Valgerði Sverrisdóttur erfitt mál, því hún á mikið undir stuðningi manna eins og Þorsteins Más Baldvinssonar, Jóhannesar Geirs Sigurgeirssonar og Eiríks S. Jóhannessonar í eigin kjördæmi, en enga fyr- irskipun gaf ráðherrann um tafarlausa sölu á bréfunum til Jóns Ásgeirs, svo mikið er víst. Halldór Ásgrímsson vísaði erindi Jóhannesar Geirs frá sér, með þeim orðum einum að hann gæti ekki verið að hlutast til um viðskiptasamn- inga. Búnaðarbankinn nýtur ekki trausts Fyrir liggur að bréf Straums hefðu aldrei verið seld Búnaðarbankanum, ef ætlan Árna Tómassonar, bankastjóra Búnaðarbankans, um að selja Jóni Ásgeiri bréfin örfáum mánuðum síðar og gera honum þannig kleift að ráðast í óvinveitta yfirtöku á félaginu, hefði verið stjórn- endum Straums ljós. Sama máli gegndi með hinn kostinn, að Búnaðarbankinn í samvinnu við Jón Ásgeir og félaga næði undirtökunum í Straumi og sameinaði Straum Hlutabréfasjóði Búnaðarbankans – af skiljanlegum ástæðum voru stjórnendur og eigendur Íslandsbanka jafnlítið hrifnir af þeim möguleika og hinum fyrri. Það er jafnljóst að þótt Búnaðarbankinn eigi í dag 4,28% hlut í Straumi (Búnaðarbankinn seldi Íslandsbanka nýverið helmingshlut þess sem hann átti í Straumi, eða 4,28%) nýtur bank- inn ekki trausts eða velvilja meðal annarra eig- enda og stjórnenda Straums. Reiknuðu með stuðningi Kers Það er kannski að æra óstöðugan að greina frá enn einum þætti í þessum miklu viðskipta- átökum. Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra og varaformaður bankaráðs Íslandsbanka, er í talsverðu hlutverki á þessum lokaspretti í átök- unum um Straum, því hann fékk veður af því að 5,4% hlutur, sem Ker hf. átti í Straumi, væri fal- ur vegna þess að þegar Hesteyri hf. hafði fengið keyptan hlut Straums í Keri gerði stjórn Kers almenna samþykkt um að þá væri eðlilegt að selja hlutabréfin sem félagið átti í Straumi. Venjulega er stjórnarformanni falið að sjá um slíka sölu. Einar Sveinsson hafði samband við vin sinn Kristján Loftsson, stjórnarformann í Keri hf., falaðist eftir bréfunum og Kristján seldi Sjóvá-Almennum þessi 5,4% í Straumi, án þess að þeir Geir Magnússon og Jakob Bjarna- son hefðu hugmynd um það, en Jón Ásgeir og Þorsteinn Már höfðu sannarlega treyst á stuðn- ing Kers í baráttu sinni um völdin í Straumi. Það er kannski engin furða að Þorsteinn Már skuli hafa talið sig eiga vísan stuðning Kers í baráttunni um undirtökin í Straumi, því Sam- herji og tengd félög er langstærsti einstaki við- skiptavinur Kers og kaupir af félaginu um 15milljónir lítra af olíu á ári. Samherji er einnig beint og óbeint stærsti viðskiptavinur Samskipa sem annast alla gámaflutninga Samherja og tengdra félaga. Áður hafði Kristján Loftsson tryggt sér stuðning meirihluta stjórnar Kers fyrir sölunni, þeirra Ólafs Ólafssonar, Margeirs Daníelssonar og Þórðar Más Jóhannessonar. Það kann að hafa verið þessi sala sem að lokum réð úrslitum um það að Orca-hópurinn náði ekki yfirhendinni í Straumi. Í Morgunblaðinu 17. ágúst í sumar birtist frétt sem hófst svona: „Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. keyptu í gær hlutabréf að nafnverði 150.769.214 krónur í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf., sem svarar til 5,376% hlutar. Sjóvá- Almennar tryggingar áttu ekki hlutabréf í Straumi fyrir þessi viðskipti.“ Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson sjá á þessu stigi að leiknum er lok- ið, efnislega verður ekki staðið við samninginn sem Jón Ásgeir gerði við Árna Tómasson tæp- um tveimur mánuðum áður, þótt tæknilega sé bankanum stætt á því að segja að hann hafi staðið við samninginn, og nú liggur fyrir að þeir munu ekki njóta þess stuðnings sem þeir höfðu reiknað með að þeir fengju af hlutabréfum Kers í Straumi og það verður að samkomulagi á milli þeirra og Íslandsbanka, að þeir verði keyptir út úr bankanum og út úr Straumi. Þeir samþykktu að selja bankanum hluti sína þriðjudaginn 20. ágúst, sama dag og halda átti hluthafafundinn í Straumi. Tilkynning um ákvörðunina var gefin út viku síðar: „Íslandsbanki tryggir sölu á bréfum Orca-hópsins, 15,5%, eða þeirra sem þá mynd- uðu Orca-hópinn, Jón Ásgeir Jóhannesson, með 5,75% hlut og Þorsteinn Már Baldvinsson með 5,75% hlut, Einar Örn Jónsson með 4% hlut. Auk þeirra selja Sjöfn og Krossanes tæplega 4% hlut, Ingibjörg Pálmadóttir 1,3% hlut og Ovalla Trading 1,3% hlut. Samtals eru viðskipt- in sem Íslandsbanki gerir við ofangreinda 2.178 milljónir króna á nafnverði á genginu 5,175. Sömu aðilar áttu samtals 21,79% í Straumi og selja þeir Íslandsbanka þann hlut fyrir liðlega tvo milljarða króna.“ Hluturinn sem seldur var í Straumi, samtals 21,79%, var seldur á genginu 3,21, en aðeins ör- fáum dögum áður hafði Íslandsbanki verið reiðubúinn til þess að kaupa hlutinn fyrst á genginu 3,05 og skömmu síðar 3,07. Seljend- urnir fengu því metverð fyrir hlut sinn í Straumi og segjast vera ánægðir með það á hvaða gengi Íslandsbanki sölutryggði eign þeirra. Stríðinu lokið? Flestir telja að þarna hafi valdabaráttunni um Straum og þá auðvitað Íslandsbanka í raun og veru lokið og að Orca-hópurinn hafi end- anlega lotið í lægra haldi. Þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már játuðu sig sigraða hinn 20. ágúst í sumar með því að selja öll sín bréf í báðum fé- lögunum. Sú eitilharða og oft á tíðum hatramma bar- átta um völdin í þessum félögum, sem fjallað hefur verið um í greinunum sem hér hafa birst, hefur orðið til þess að í dag eru fylkingarnar í viðskiptalífinu mun sýnilegri og skarpari en þær hafa verið árum saman. Menn sem stjórna fyrirtækjum eins og Eimskip, TM, Sjóvá, Skelj- ungi, SH og Íslandsbanka eru ekkert feimnir við að viðurkenna mikið og náið samstarf og að þeir muni beita öllum tiltækum ráðum, sem þeir hafa hverju sinni, til þess að koma í veg fyrir óvinveittar yfirtökur á eigin félögum og fé- lögum þeim tengdum. Þeir sem hafa reynt að berjast til valda og áhrifa í óþökk þessara afla, Orca-hópurinn og aðilar honum tengdir, eru brenndir eftir þessa baráttu og segja það fullum fetum, að eini lær- dómurinn, sem þeir hafi dregið af baráttu und- anfarinna þriggja ára, sé sá, að þegar óæskileg- ir menn eða hópar, óæskilegir að mati ráðandi afla í stjórnmálum og viðskiptum, ætli sér stóra huti í íslensku viðskiptalífi helgi tilgangurinn meðalið í þeirri viðleitni að stöðva þá. Þá þurfi orð ekki að standa eða samningar að halda. Allt sé leyfilegt til þess að stöðva suma, sem sé harð- bannað, ósiðlegt og jafnvel ólöglegt gagnvart öðrum. Það ofurafl sem Orca-hópurinn beitti, einkum þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már og samstarfs- menn þeirra, við yfirtökutilraunir á Íslands- banka, Tryggingamiðstöðinni og Straumi var ógn sem bregðast þurfti við að mati þeirra sem reyndu að verjast yfirtökutilraununum. Þeir gerðu sér það ljóst, að aðeins með órofa sam- stöðu gætu þeir varist. Gamli Kolkrabbinn er því glaðvakandi á nýjan leik og engar vísbend- ingar um að hann muni sofna á verðinum í bráð. agnes@mbl.is 18 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.