Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 15 Eignarhlutur Straums í Íslandsbanka er um 4,5% í dag. Árið 2001 var eitt versta ár í sögu verðbréfa- markaðarins eins og áður hefur verið fjallað um og því var það talið ákveðið afrek að ná inn nýju hlutafé sem nam 2,8 milljörðum króna að sölu- virði, sem sýndi ákveðna tiltrú fjárfestanna á Straumi og þeim verkefnum sem stjórnendur félagsins vildu ráðast í. Á aðalfundi Hlutabréfasjóðsins hf. 15. mars 2001 var samþykkt að breyta nafni sjóðsins í Fjárfestingarfélagið Straum hf. og um leið var ákveðið að fækka stjórnarmönnum úr fimm í þrjá og varamönnum úr tveimur í einn. Í stjórn voru kjörnir þeir Ari Edwald, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, formað- ur, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Jón Halldórsson og varamaður í stjórn var kjörinn Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum. Það er lykilatriði hvað varðar vendingar í málefnum Straums á liðnu ári að huga að því þegar Straumur ákveður að selja Búnaðar- bankanum eigin bréf, samtals 143,5 milljónir að nafnvirði, eða 5,12% hlut. Þórður Már Jóhannesson, framkvæmda- stjóri Straums, hafði í janúar fyrir réttu ári samband við Sólon Sigurðsson, annan tveggja bankastjóra Búnaðarbankans, og bauð bankan- um að kaupa bréf sem Straumur átti í sjálfum sér. Þórður Már lýsti fyrir Sóloni hugmyndum stjórnenda Straums um að breikka grunninn að félaginu og fá annan banka inn í eigendahópinn, auk Íslandsbanka. Sóloni leist mætavel á hug- myndina og í bankanum var talið að svona fjár- festing gæti skilað Búnaðarbankanum auknum viðskiptum í gegnum þau félög og fyrirtæki sem Straumur ætti eignarhluti í. Hugmyndin var síðan til skoðunar innan Búnaðarbankans um nokkurt skeið og hinn 10. maí í vor varð nið- urstaðan sú að Búnaðarbankinn keypti af Straumi 5,12% í félaginu. Búnaðarbankinn hélt síðan áfram í vor að kaupa bréf í Straumi á markaði, án þess að þau kaup vektu í raun athygli nokkurs manns. Þótt Orca-hópurinn, sem samanstóð einungis af Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má þegar vora tók á liðnu ári, hefði misst atkvæðisréttinn í banka- ráði Íslandsbanka, eins og greint var frá í ann- arri grein, hélt hann samt sem áður áfram að kaupa bréf í Straumi m.a. í gegnum Fjárfar, fjárfestingarfélag í eigu Jóns Ásgeirs, föður hans, Jóhannesar, og fleiri fjárfesta og í gegn- um eignarhaldsfélagið Kaldbak (KEA á 47% í Kaldbak, Samherji á 18% og Lífeyrissjóður Norðurlands á 18%). Léku á Jón Ásgeir og Þorstein Má Þeir voru samtals komnir með 21,79% eign- arhlut í Straumi síðastliðið vor, en það var skömmu eftir það sem ríkjandi meirihluti í bankaráði Íslandsbanka og fleiri vöknuðu upp við vondan draum og áttuðu sig á því, að Jón Ás- geir og félagar gætu verið að ná völdum í Straumi og þar með yfirráðum yfir 8,5 milljarða sjóðum félagsins og fleiri milljörðum að auki sem félagið hafði burði til þess að skuldsetja sig fyrir. Menn velktust ekki í nokkrum vafa um að þeir félagar, Jón Ásgeir og Þorsteinn Már, voru enn með það í huga að ná völdum í Íslandsbanka og að þeir myndu ekki skirrast neins í þeim efn- um og úr því sem komið var, þá voru Straumur og þeir sjóðir sem hann hafði yfir að ráða síðasti kostur þeirra til að ná markmiði sínu. Í vor sem leið hófst ný orrusta, og nú um stjórnarsæti í Straumi, sem jafnframt var bar- áttan um meirihlutavöld í félaginu. Aðalfundur Straums á liðnu ári var haldinn 9. apríl sl. Fyrir þann fund voru einhverjir banka- ráðsmenn og stjórnendur Íslandsbanka komnir með gallbragð í munninn og höfðu vissa sann- færingu um það, að Jón Ásgeir og félagar hefðu ákveðið að næsta skrefið í tilraunum þeirra til þess að ná tangarhaldi á Íslandsbanka væri að ná undirtökunum í Straumi, sem þeir og félög þeim tengd voru orðin svo stórir hluthafar í. Í Íslandsbanka var litið þannig á að þeir Jón Ásgeir og Þorsteinn Már stefndu að því að ná tveimur stjórnarmönnum af þremur í Straumi, þ.e. Jóni Ásgeiri sjálfum og Magnúsi Kristins- syni frá Vestmannaeyjum, þannig að þeir Krist- ján Ragnarsson, bankaráðsformaður Íslands- banka, og Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, lögðust í svolítinn skotgrafa- hernað til þess að koma í veg fyrir yfirtöku þeirra félaga á Straumi. Hernaðaráætlun þeirra Kristjáns og Bjarna var með eftirfarandi hætti: Bankaráð Íslandsbanka hafði ákveðið á fundi sínum að Kristín Guðmundsdóttir, fyrr- verandi fjármálastjóri Granda, yrði fulltrúi bankans í stjórn Straums og kæmi inn í stjórn- ina í stað Bjarna Ármannssonar. En þeim Bjarna Ármannssyni og Kristjáni Ragnarssyni láðist hins vegar, að yfirveguðu og ásettu ráði, að upplýsa þá Jón Ásgeir og Þorstein Má um þá staðreynd að þeir ætluðu ekki að setja öll at- kvæðin sem bankinn hafði yfir að ráða á nafn Kristínar, heldur skiptu þeir atkvæðamagninu þannig að Ólafur B. Thors fékk hluta at- kvæðanna. Atkvæðamagn það, sem Íslands- banki hafði yfir að ráða, dugði fyrir rúmlega einum stjórnarmanni og því var hægt að dreifa atkvæðunum að hluta. Þau Kristín og Ólafur voru bæði kjörin í stjórn og mynduðu meiri- hluta og Ólafur varð formaður stjórnarinnar, en fulltrúi þeirra Jóns Ásgeirs og Þorsteins Más og raunar fleiri, Magnús Kristinsson, útgerð- armaður úr Vestmannaeyjum, féll. Þriðji mað- urinn í stjórn var kjörinn Jón Ásgeir. Af þessu urðu gríðarleg sárindi og hefur hvergi nærri gróið um heilt og afleiðingarnar sem þetta hafði áttu eftir að kosta Íslandsbanka sitt. Raunar mun þessi dulbúna varnaraðgerð bankaráðsformannsins einnig hafa kostað hann sitt hvað varðar stöðu hans sem formaður LÍÚ (Landssambands íslenskra útvegsmanna) því Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, töldu og telja að formaður þeirra eigin samtaka hafi með þessari ráðstöfun sinni komið í bakið á þeim – „Kristján Ragn- arsson! Þessi maður er í vinnu hjá mér“! sagði annar sægreifinn ævareiður eftir þennan fund. Að vísu er það ekki óumdeilt hvort rétt hafi verið að líta þannig á að þeir Jón Ásgeir og Þor- steinn Már hafi verið að sameinast um að ná meirihlutanum í Straumi á sitt vald, því Jón Ás- geir og félög honum tengd, sem áttu í Straumi, áttu atkvæðamagn sem dugði nákvæmlega fyr- ir einum stjórnarmanni. Kaldbakur átti miklu minni hlut eða 3,57% þannig að hann þurfti á samvinnu við aðra að halda til þess að ná inn stjórnarmanni. Það var reynt að finna leið sem menn gætu sæst á með þriðja stjórnarmanninn og m.a. ræddu þeir Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, sem þá var í stjórn Kers sem átti hlut í Straumi, og Eiríkur S. Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Kaldbaks, við Kristján Ragnars- son um það hvort menn gætu ekki sæst á að þriðji maðurinn í stjórn Straums væri Magnús Kristinsson, en því var alfarið hafnað af hálfu talsmanna Íslandsbanka, sem töldu það skyldu sína að sjá til þess að þriðji maðurinn í stjórn væri í raun og veru fulltrúi rúmlega sjö þúsund lítilla hluthafa í Straumi og þann mann töldu þeir Ólaf B. Thors vera. Reiði þeirra Jóns Ásgeirs, Þorsteins Más og Magnúsar var mikil, því ákveðið hafði verið í bankaráði Íslandsbanka að Kristín Guðmunds- dóttir yrði fulltrúi Íslandsbanka í stjórninni og töldu þeir að Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðsins, hefði brotið gróflega á banka- ráðinu með því að dreifa atkvæðunum eins og hann gerði og töldu að hann hefði virt starfs- reglur bankans að vettugi. Mun Kristján Ragn- arsson hafa fengið að heyra það óþvegið í kjöl- far fundarins. Hins vegar er á það bent af fulltrúum meirihlutans í bankaráðinu að í sam- þykkt bankaráðsins hafi hvergi verið sérstakt ákvæði um að öll atkvæðin, sem Íslandsbanki réði yfir, ættu að fara til stuðnings Kristínu. Þessi afgreiðsla formanns bankaráðsins hleypti svo illu blóði í þá Jón Ásgeir og Þorstein Má að þeir ákváðu að hefja stórstríð um yfirráð- in í Straumi – stríð sem átti eftir að valda ákveðnum straumhvörfum, sennilega vegna þess að það var mest háð af tilfinningalegum hita og reiði af þeim Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má, en ekki yfirvegun og stríðskænsku. Búnaðarbankinn í lið með Jóni Ásgeiri Búnaðarbankinn og 12,5% eign hans í Straumi gegndi lykilhlutverki í því stríði, því Jón Ásgeir og félagar gerðu hinn 19. júní sl. skriflegan samning við Árna Tómasson, banka- stjóra Búnaðarbankans, og Yngva Örn Krist- insson, framkvæmdastjóra verðbréfaviðskipta Búnaðarbankans, um kauprétt Fjárfars ehf. á öllum bréfum Búnaðarbankans í Straumi og sölurétt Búnaðarbankans á bréfum sínum. Sá hlutur hefði ótvírætt fært Jóni Ásgeiri og fé- lögum ráðandi hlut í Straumi, ef samningurinn hefði verið efndur. Gerð þessa samnings var að- eins á vitorði örfárra manna. Samningurinn hefst á upptalningu þess hverjir gera með sér samninginn: Búnaðar- banki Íslands hf., hér eftir nefndur Búnaðar- bankinn, annars vegar og Fjárfar ehf., Sunda- görðum 2, Reykjavík, Eignarhaldsfélagið ISP ehf., Kaldbakur fjárfestingarfélag, Fjárfesting- arfélagið Krossanes, Saxhóll og Dúkur hins vegar, gera með sér eftirfarandi samning. „Búnaðarbankinn skal hafa sölurétt á öllum hlut sínum í Straumi, að nafnvirði 240.000.000 krónur til Fjárfars ehf. Greitt skal fyrir hina seldu hluti með hlutum í markaðsverðbréfum sem samkomulag næst um, eða reiðufé, hvort sem Búnaðarbankinn kýs. Miða skal við mark- aðsverðmæti félaganna þegar sölurétturinn er nýttur. Fjárfar ehf. skal jafnframt hafa kaup- rétt á hlut Búnaðarbanka Íslands hf. að nafn- virði 240.000.000 milljónir króna.“ Þetta er orðrétt tilvitnun í upphaf þess samnings sem þeir Árni Tómasson, bankastjóri Búnaðarbankans, og Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri verðbréfaviðskipta Bún- aðarbankans, skrifuðu undir fyrir hönd Búnaðarbankans, en Helgi Jóhannesson lög- maður fyrir hönd Fjárfars ehf., Ingibjörg S. Pálmadóttir fyrir hönd Eignarhaldsfélagsins ISP ehf., Eiríkur S. Jóhannesson fyrir hönd Kaldbaks og Krossaness, Jón Þ. Jónsson og Einar Jónsson fyrir hönd Saxhóls og Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson fyrir hönd Dúks. Til að byrja með hvíldi mikil leynd yfir þessari samningsgerð og engir, utan þau sem                               !"  #$ % &' $ % (  $ % $% % )*% #$ %  +' #$ % ,$ #$ %  -./   #    01% 2 0334 56  7  % 8$      2 (     #  $#         $ 2  $ % 9  $ 2 : / +' $ %       !"  #$ % $% % )*% #$ %  +' #$ % &' $ % ,$ #$ %  +' #   -./   "  $           !" #  ;   $ %   #  +#<  ; "  +;    $ %   +'  '= >40 $ 2   #  # ?   $#  $  " 40>         $ %   +'  '#  ?#  $$    # $  2     #    +' 4@% 2%    #  $#  '#  ?#  $$    # $ 2  % !  6 03% "    #  %        +'  '= " $ +' 2  $ %    #  ' #    6 '=;  " $  +' 2  % = '    4> % '  $#  ? 2 $# ;   '=   <  +   $$   %   : +'  ?<''   A< $ ?#   #  B #  "  #    +C 2   : +'%  #   ' 'A   $$   %  !           : +' $ % !"  #$ % $  % )* #$ %  +' #$ % !" #% %   $ % &' $ % ,$ #$ % !" #% % (  $ % 8# D   $ % E"+  #$ % 8F      #   !      "       # " ! # $  % #$ % !"  #$ % : +' /! $ % !" #% %   $ %  +' #$ % $  % )* #$ % : +% $ % $%% >33  #  G %   %%H &' $ % ,$ #$ % 8F      #   ! $      " #"  # "  : # $  % #$ % : +' $ % !" #% %   $ % "/ # $ % '# $ % ,$ #$ %  +% :  $ % F2 #< %   F2 #< % ! 6 : +' $ % 8F      #  !"  # 2 #   #  $#  $#   C    $= " #% )* #$ % # 2 #  ) + # 2 *"    +6 '   #  $#  +' # 2 #    B #  "     F2 #<   5    % % &' # 2 #  % ,$ # 2 #  5 A'<  (  # 2 #  $#   G03 H + $  #  GI> H   2 G43 H    ?#   #   G03 H% 8# D   # 2 #  : +'% E"+  # 2 #  B #  D $#  0 J I @ K L 1 43        
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.