Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ ótt þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Hreinn Loftsson og Þorsteinn Már Baldvinsson hafi orðið undir þegar Straumur seldi Lands- bankanum hlutabréf sín í Trygg- ingamiðstöðinni og þar með misst af tækifærinu til að ná undirtök- unum í TM voru þeir félagar síður en svo af baki dottnir og lögðu næst til atlögu við Fjárfesting- arfélagið Straum, sem þeir reyndu að yfirtaka, og gáfust ekki upp við þær tilraunir fyrr en í fulla hnefana í ágúst í sumar. Það var Bjarni Ármannsson sem fékk þá hugmynd að stofna sérstakt fjárfestingarfélag á grunni gamla Hlutabréfasjóðsins hf., eða öllu heldur umbreytingafélag, Fjárfestingarfélagið Straum, sem hefði sterka eiginfjárstöðu, þar sem hugsunin væri sú að félagið keypti í skráð- um og óskráðum félögum og ætti í þeim tíma- bundið og seldi svo, þegar verðið væri hagstætt. Straumur var svo stofnaður í ársbyrjun 2001 að undirlagi Bjarna Ármannssonar. Ástæða þess að hugmyndin féll í frjóan jarðveg var ekki síst sú, að talið var að rými væri á markaðnum hér á landi fyrir slíkt félag, en ekkert annað félag var í svipaðri starfsemi hér á landi. Síðan þetta var hafa tvö slík umbreytingafélög, Afl og Atorka, verið stofnuð. Umbreytingafélög Hugsunin á bak við umbreytingafélag eins og Straum er m.a. að kaupa fyrirtæki á lágu verði, umbreyta þeim og selja svo á háu verði. Það tíðkast líka í slíkum umbreytingafélögum að selja t.d. fasteignirnar sem félögin eru í, en halda eftir rekstri, eða selja reksturinn einnig. Þegar staðan er metin hagstæð fyrir sölu á nýjan leik eru fyrirtækin eða félögin ýmist seld í hlutum, einstakar rekstrareiningar eða að öllu leyti, allt eftir því hvað umbreytingafélagið met- ur hagkvæmast hverju sinni – þ.e.a.s. hag- kvæmast fyrir sig og sína fjárfestingu, ekki endilega hagkvæmast fyrir félagið sem á hugs- anlega að leysa upp og selja sem stykkjavöru. Bjarni kynnti hugmynd sína fljótlega fyrir þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Þorsteini Má Baldvinssyni og fékk fljótt stuðning þeirra, en þeir sáu meðal annars möguleika í því að eiga aðild að slíku fjárfestingarfélagi, sem gæti jafn- vel stutt þá í þeim fjárfestingum sem þeirra fyr- irtæki stóðu fyrir, auk þess sem þeir töldu að í höndum réttu mannanna gæti fjárfesting í fé- lagi eins og Straumi verið arðsöm, jafnvel mjög arðsöm. Þórður Már Jóhannesson hóf svo í ársbyrjun 2001 störf sem framkvæmdastjóri Straums, sem reyndar hét þá enn Hlutabréfasjóðurinn hf. Þórður var áður starfandi hjá Kaupþingi, rétt eins og Bjarni Ármannsson áður en hann var ráðinn bankastjóri FBA 1997, en það var einmitt Bjarni sem réð Þórð Má til Kaupþings, þar sem hann starfaði sem deildarstjóri inn- lendra hlutabréfa. Auk þess þekkjast þeir Þórð- ur Már og Bjarni frá því í bernsku, þeir eru báð- ir ofan af Skaga, Bjarni fimm árum eldri en Þórður Már. Bjarni réð miklu, sennilega öllu, um að Þórður var ráðinn. Hluthafar upphaflega um 7.700 Straumur er stofnaður á grundvelli Hluta- bréfasjóðsins hf., sem var um 4,3 milljarðar króna og um 7.700 hluthafar áttu um 40% í sjóðnum. Aðrir stórir hluthafar voru FBA Eignarhaldsfélag ehf., Fjárfestingarfélagið Straumur hf., Birgðir VÍB, Gísli Gestsson og Ís- landsbanki. Við stofnun var strax ákveðið að fara í útgáfu á nýju hlutafé, að upphæð einn milljarður að nafnvirði, en söluvirði var 2,8 milljarðar króna, þannig að félagið var með eigið fé upp á 7,1 milljarð króna að loknu hlutafjárútboðinu. Eftir útgáfu nýs hlutafjár um mitt ár 2001, nánar tiltekið 29. júní, voru 10 stærstu hlut- hafar í Straumi: Íslandsbanki með 20,11%, Fjárfar ehf. (félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Jóhannesar Jónssonar, Sævars Jónssonar og hóps fjárfesta) 10,17%, Eignarhaldsfélagið ISP ehf. (félag í eigu Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur, sam- býliskonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar) 3,57%, Kaldbakur hf. (eignarhaldsfélag í eigu KEA, Þorsteins Más Baldvinssonar, Lífeyrissjóðs Norðurlands og fleiri) 3,57%, Fjárfestingar- félagið Straumur hf. 2,99%, Dúkur hf. (í eigu Baugs) 2,70%, Saxhóll (í eigu Nóatúnsfjölskyld- unnar) 2,57% og Fjárfestingarfélagið Gaumur hf. (í eigu Jóhannesar Jónssonar, 20%, barna hans, Jóns Ásgeirs, 45%, og Kristínar, 10%, og móður þeirra, Ásu Ásgeirsdóttur, 20%) 2,52%. Yfir 60% félagsins eru í eigu 10 stærstu hlut- hafanna, eins og staða mála er í dag, og þeir sem verða stærstir í Straumi eftir að búið er að selja bréf félaga, sem tengjast þeim Jóni Ásgeiri og Þorsteini Má, eru Íslandsbanki, Straumur, Sjóvá-Almennar, Skeljungur og Saxhóll. Í dag er eigið fé félagsins um 8,5 milljarðar króna og hefur vaxið um 1,4 milljarða króna á einu og hálfu ári, þrátt fyrir 1,2 milljarða króna tap á árinu 2001, þannig að um er að ræða um- skipti upp á 2,6 milljarða króna. Lokaátökin stóðu um Straum ÞEGAR LÍÐA TÓK Á SUMARIÐ 2002 VORU JÓN ÁSGEIR JÓ- HANNESSON OG ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON ORÐNIR ÞESS FULLVISSIR AÐ ÞEIR OG VIÐSKIPTAFÉLAGAR ÞEIRRA VÆRU KOMNIR MEÐ RÁÐANDI EIGNARHLUT Í FJÁRFESTINGARFÉLAGINU STRAUMI. ÞEGAR UPPVÍST VARÐ AÐ ANNAR AÐALBANKASTJÓRI BÚNAÐARBANK- ANS, ÁRNI TÓMASSON, HAFÐI GERT LEYNISAMNING VIÐ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON UM SAMSTARF VARÐ SNARP- UR VIÐSKIPTAJARÐSKJÁLFTI Í ÍSLANDSBANKA, SEM LYKTAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ BÚNAÐARBANKINN EFNDI EKKI SAMNING SINN VIÐ JÓN ÁSGEIR. VIÐ SVO BÚIÐ ÁKVÁÐU ÞEIR JÓN ÁSGEIR OG ÞORSTEINN MÁR BALDVINSSON AÐ HÆTTA SLAGNUM OG ÞAR MEÐ LAUK Í RAUN ÞRIGGJA ÁRA BARÁTTU UM VÖLDIN Í ÍSLANDSBANKA. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Baráttan um Íslandsbanka Eftir Agnesi Bragadóttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.