Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 28
SUÐURNES 28 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTU loðnunni á þessari vertíð var landað í Grindavík í gær. Vilhelm Þorsteinsson EA lagði upp hjá verk- smiðju Samherja hf. í gærmorgun og eftir hádegið kom Þorsteinn EA einnig til hafnar. Byrjað var að vinna úr hráefninu í gær. Vilhelm Þorsteinsson kom með 2.500 tonn og var verið að landa úr honum fram á nótt. Þá átti að hefjast vinna við löndun úr Þorsteini sem kom með um 2.000 tonn. Bæði skipin eru í eigu Samherja hf. eins og verk- smiðjan í Grindavík. Óskar Ævarsson, rekstrarstjóri Samherja, var himinlifandi að fá loðnu svona snemma árs. „Það er ekki á hverju ári sem við fáum fyrsta skammtinn svona snemma,“ segir hann. Þessir fyrstu farmar til verk- smiðjunnar í Grindavík eru um það bil viku fyrr á ferðinni en fyrst hefur verið áður. Á síðasta ári kom fyrsta hráefnið til verksmiðjunnar 14. jan- úar og á sama degi árið 2000. Óskar segir að þar við bætist að veiðarnar virðist byrja af heldur meiri krafti en oft áður og var heldur bjartsýnn á framhaldið. 30 tíma sigling til Grindavíkur Skipin fengu loðnuna austur af Vopnafjarðargrunni. Vilhelm veiddi sinn afla í botnvörpu en sum skipin voru með nót. Af miðunum er 30 klukkutíma sigling til Grindavíkur. Mikill öldugangur var í innsigling- unni til Grindavíkurhafnar þegar Vilhelm Þorsteinsson kom þangað. Vegna þess og erfiðra skilyrða fyrir svo stór skip til að athafna sig í höfn- inni beið skipið útifyrir í um tvo tíma og sigldi síðan inn til hafnar á háflóð- inu. Þorsteinn EA kom eftir hádegið og sigldi beint inn. En hann þurfti að bíða við aðra bryggju fram á nótt því ekki var búist við að löndun úr Vil- helm Þorsteinssyni lyki fyrr en um miðja nótt. Aflinn sem Vilhelm kom með er fyrsta loðnan sem berst á land á Suð- urnesjum á vertíðinni. Ekki er von á loðnu til Sandgerðis fyrr en síðar í mánuðinum. Bræðsla hafin hjá fiskimjölsverksmiðju Samherja Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni við verksmiðju Samherja. Tvö skip fyrsta daginn Grindavík EIGENDUR íbúðarhússins við Ara- gerði í Vogum reikna með því að óska eftir því að hreppsnefnd endurskoði synjun á leyfi fyrir því að setja upp myndbandaleigu í bílgeymslu húss- ins. Oddviti hreppsins segir afstöðu meirihluta hreppsnefndar óbreytta. Félagsmálaráðuneytið telur að staðfesting hreppsnefndar á fundar- gerð skipulags- og byggingarnefndar, þar sem leyfi fyrir myndbandaleig- unni var hafnað, sé í andstöðu við samþykkt um stjórn og fundarsköp hreppsins og sveitarstjórnarlög. Rök- in eru einkum þau að fundur skipu- lagsnefndarinnar var haldinn kvöldið fyrir hreppsnefndarfundinn og að fundargerð hans fylgdi ekki fundar- boði. Rétt er að taka fram og leiðrétta að ráðuneytið ógilti ekki ákvörðun hreppsnefndar, eins og það var orðað í fyrirsögn fréttar blaðsins um málið í gær, heldur telur ráðuneytið að af- greiðsla hreppsnefndar geti ekki falið í sér endanlega niðurstöðu málsins, óski aðili eftir að hreppsnefnd endur- skoði ákvörðunina. Í bókun sem meirihluti hrepps- nefndar lagði fram á fundi í fyrra- kvöld er á það bent að fundargerð- arinnar hafi verið getið í fundarboði og að hún myndi berast hreppsnefnd- armönnum á fyrirfram greindum tíma sem sé innan þeirra tímamarka sem þurfi fyrir aukafund. Það álit er látið í ljós að ráðuneytið telji að með strangri túlkun megi finna að formi afgreiðslunnar og muni málið verða tekið fyrir aftur, berist um það ósk frá málsaðilum. Jafnframt er það tekið fram að afstaða meirihluta hrepps- nefndar liggi fyrir í málinu og vísað í því efni til upphaflegrar staðfestingar hreppsnefndar á fundargerð skipu- lags- og byggingarnefndar. Hreppsnefnd fól sveitarstjóra að senda úrskurð ráðuneytisins til eig- enda myndbandaleigunnar. Myndbandaleigan hafði hafið starf- semi í íbúðarhúsinu við Aragerði áður en sótt var um leyfi fyrir henni í bíl- geymslu hússins. Eftir að synjað var um leyfið var henni breytt í mynd- bandaklúbb og starfrækt þannig um tíma. Halldór Ármannsson, annar eigandi leigunnar, segir nú að búið sé að loka afgreiðslunni og aðeins sinnt einstaka pöntunum. Hann reiknar með að sækja aftur um leyfi hjá hreppsnefnd, ekki sé hægt að líða það að meirihluti hreppsnefndar mismuni íbúunum með þeim hætti sem hann hafi gert og vísar í því efni til þess að leyfi hafi verið veitt fyrir rafverkstæði í öðru húsi við götuna á sama tíma og hans umsókn var hafnað. Jón Gunnarsson, oddviti Vatns- leysustrandarhrepps, segir að bygg- ingarnefnd hreppsins hafi synjað eig- endum myndbandaleigunnar um leyfið á sínum tíma eftir að áform eig- endanna voru kynnt nágrönnum. Sú ákvörðun hafi verið staðfest af meiri- hluta hreppsnefndar. Segir Jón að ekkert hafi komið fram sem breyti þeirri afstöðu. Telur hann að ef erind- ið verður lagt aftur fram fái það sömu afgreiðslu og fyrr nema því fylgi ný gögn sem breyti forsendum fyrri ákvörðunar. Ágreiningur um myndbandaleigu Afstaða meiri- hlutans óbreytt Vogar VERKTAKAR eru byrjaðir að und- irbúa vinnu við tvöföldun Reykja- nesbrautarinnar en framkvæmdir hefjast eftir að fyrsta skóflu- stungan hefur verið tekin en það er áformað næstkomandi laugardag. Jarðvinnuverktakarnir Háfell ehf. og Jarðvélar sf. og bygginga- félagið Eykt ehf. áttu lægsta tilboð í fyrsta áfanga tvöföldunar Reykja- nesbrautar. Auk lagningar nýs tveggja akgreina vegar við hlið hins gamla á rúmlega átta kíló- metra kafla frá Hvassahrauni um Afstapahraun og Kúagerði og upp á Strandarheiði verða byggð tvenn mislæg gatnamót, annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar við Vatnsleysustrandarveg. Búið er að koma upp vinnubúð- um við Kúagerði og í gær voru starfsmenn Háfells að grafa skurð til að geta lagt vatn og rafmagn úr búðunum að vinnustað við vegamót Vatnsleysustrandarvegar. Við verkið sem í heild er hið stærsta sem fyrirtækið fæst við var notað minnsta tæki fyrirtækisins, 3,5 tonna grafa. Fljótlega koma þó alvöru tæki á staðinn en það stærsta verður tæplega 70 tonn, að sögn starfsmanns á staðnum, eða um tuttugu sinnum stærra en graf- an sem sést á myndinni. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Grafinn skurður frá vinnubúðum að vegamótum Vatnsleysustrandarvegar. Minnsta tækið við stærsta verkið Reykjanesbraut SÖNGKEPPNI SamSuð verður haldin í kvöld á sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík. Keppnin hefst klukkan 19 en salurinn verður opn- aður kortéri fyrr. Auk keppninnar sjálfrar syngur Gígja Eyjólfsdóttir söngkona frá Grindavík, skemmtiatriði verða frá Truflaðri tilveru í Garðinum og óvæntur leynigestur kemur fram. Jón Marinó leikari verður kynnir og Rúnar Júlíusson er formaður dómnefndar. Meðal verðlauna eru hljóðverstímar hjá Geimsteini og inneign hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Söngkeppni SamSuð í kvöld Keflavík ÞETT fer ekki illa af stað, maður verður að vera bjartsýnn þótt byrj- unin sé ekki eins kröftug og í fyrra,“ sagði Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vil- helm Þorsteins- syni, eftir að löndun var hafin úr skipinu í Grindavík- urhöfn í gær. Hann vildi þó halda til haga öllum fyrirvörum, sagði að loðnan væri dyntótt eins og oft hefði sýnt sig. Skipið fékk aflann á þremur dög- um. Aflinn var jafn, að sögn Arn- gríms, en ekkert voðalega mikið undir, eins og hann orðaði það. Afl- inn minnkaði svo heldur í fyrrinótt. Arngrímur kvaðst ánægður með að veiðin skyldi byrja þetta snemma. Sagði að hráefnið væri gott og mun betra að sækja það á þessum tíma en til dæmis í mars- mánuði. Ekki mikið undir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.