Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁTÖK UM STRAUM Hörð átök urðu um yfirráð í Fjár- festingarfélaginu Straumi að því er fram kemur í fjórðu og síðustu grein Agnesar Bragadóttur í greinaflokkn- um Baráttunni um Íslandsbanka. Býður óbreyttar greiðslur Ísland býður óbreyttar greiðslur til fátækari ríkja Evrópusambands- ins, ESB, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Viðræður EFTA- ríkjanna vegna stækkunar ESB hefj- ast í Brussel í dag. Mannskæð flugslys Nærri 100 manns fórust í gær í tveimur flugslysum. Í Tyrklandi týndu 74 lífi er farþegaflugvél brot- lenti á flugvelli í borginni Diyarbakir og 21 lét lífið er flugvél hrapaði í flug- taki í Norður-Karólínu í Bandaríkj- unum. Úrelt skip í höfnum Á annað hundrað úrelt skip liggja í höfnum landsins og valda þar veru- legum kostnaði auk þess sem af þeim stafara mengunarhætta. Áætlað er að það kosti rúman milljarð að farga þeim. Handtökur í Bretlandi Breska lögreglan hefur handtekið sjö manns, sem grunaðir eru um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk í landinu með eiturefninu rísíni. Er tveggja manna enn leitað. Markmiðið Aþena Markmiðið er að komast á Ólymp- íuleikana í Aþenu. Kemur það fram hjá Guðmundi Þ. Guðmundssyni, þjálfara handknattleikslandsliðsins, en til þess þurfa Íslendingar að verða í einu af sjö efstu sætunum á HM í Portúgal, sem hefst eftir 11 daga. Sölubókunum mest skilað Nokkru minna er um það nú en í fyrra, að bókum sé skilað í bóka- verslanir að loknum jólum, en eins og líklegt er, þá eru skilin mest á sölu- hæstu bókunum. Innlán takmörkuð Fjármálaeftirlitið hefur lagt til, að takmarkanir á verðbréfaeign lífeyr- issjóða hjá einum aðila nái einnig til innlána í bönkum og sparisjóðum. Er það mat eftirlitsins, að vissar teg- undir innlána geti talist til verðbréfa. PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F AUGLÝSINGAR ÚRELDING LÖGFRÆÐI Birta Vefauglýsingar er nýtt fyrirtæki sem er í eigu Magnúsar Orra Schram Úrelt og ónýt skip hrannast nú upp í höfn- um landsins með til- heyrandi kostnaði LOGOS lögmannsþjón- usta hefur ráðið dansk- an lögmann, Peter Mollerup til starfa FAGMENNSKA Í/4 REIÐULEYSI/6 DANSKUR/11 ALCOA, bandaríski álrisinn sem hyggst reisa álver í Reyðarfirði, tilkynnti í gær að tap síðasta ársfjórðungs 2002 næmi 223 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar til rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Það var mun meira en búist hafði verið við, en sala nam 410 milljörðum króna á tíma- bilinu, samanborið við 413 milljarða á fyrra ári. Tapið nam 27 sentum á hlut, samanbor- ið við 17 senta tap árið áður. Heildarsala á árinu var 20,26 milljarðar dollara, 1.641 milljarður króna, en árið áður var hún 22,5 milljarðar dollara, eða 1.822 milljarðar króna. Heildarhagnaður ársins nam 47 sentum á hlut, en árið áður nam hann 1,05 dollurum á hlut. Meðal aðgerða sem fyrirtækið hyggst grípa til vegna versnandi afkomu eru upp- sagnir, endurskipulagning og sala á ýmsum þáttum starfseminnar. „Endurskipulagn- ingin nær til starfsemi sem ekki hefur vax- ið, sérstaklega í Evrópu og Suður-Amer- íku,“ segir í yfirlýsingu frá Alcoa. Um 8.000 starfsmönnum verður sagt upp á árinu, á 70 stöðum, en fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir að hagræðingin skili árangri fyrr en á árinu 2004. Alls eru starfsmenn Alcoa 129.000. Í tilkynningu frá Alcoa er haft eftir Alain Belda, stjórnarformanni fyrirtækisins, að samdráttur í framleiðslu í heiminum hafi varað lengur en búist hafi verið við. „Nánar tiltekið hafa geirar á borð við flugiðnaðinn, markað fyrir gashverfla og fjarskiptamark- aðinn verið í lægð og neytt okkur til að auka sparnað í rekstri og endurskipulagningu. Þessar aðgerðir veita okkur aukið svigrúm til að grípa tækifæri til vaxtar í grunnstarf- semi félagsins.“ I Ð N A Ð U R Alcoa tapaði 18 milljörðum á síðasta fjórðungi Segir upp 8.000 manns og end- urskipuleggur rekstur GREININGADEILDIR bankanna spá því að hagnaður fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni muni aukast um 218% milli áranna 2001 og 2002, eða úr tæpum 12 milljörðum króna í tæpa 38 milljarða króna. Þessi rúmlega þref- öldun hagnaðarins nemur tæpum 26 milljörð- um í krónum talið, en skiptist misjafnt niður á fyrirtækin 15 sem eru í Úrvalsvísitölunni. Öll- um er þeim þó spáð auknum hagnaði, fyrir ut- an tryggingafélögin tvö, Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðina. Samkvæmt meðalspá greiningadeildanna lækkar hagnaður þeirra nokkuð milli ára, eða um 9%. Ástæður þessa eru minni fjármunatekjur og meiri tjón, og dugar söluhagnaður ekki til að vega þetta upp. Mest breyting til batnaðar er hjá sam- göngufyrirtækjunum tveimur, Flugleiðum og Eimskipafélaginu. Bættur árangur Flugleiða samkvæmt milliuppgjörum kom nokkuð á óvart á árinu, en mikil endurskipulagning varð hjá félaginu. Samanburður Eimskipa- félagsins milli ára er erfiður vegna samruna við stór sjávarútvegsfyrirtæki og breytingar á færslu hlutabréfaeignar dótturfélagsins Burð- aráss. Þar við bætist að samanburður milli ára er almennt erfiður hjá félögunum 15 vegna þess að gengishækkun krónunnar á árinu hafði jákvæð áhrif á fjármagnsliði rekstrarins. Samkvæmt spánum er aukning hagnaðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, minni en þegar litið er til hagnaðar eftir skatta, eða 47%. Skýrist þetta meðal annars af fyrrgreindum áhrifum fjármagnsliða. Aukn- ing hagnaðar fyrir afskriftir skýrist meðal annars af því að sum félög hafa stækkað vegna sameiningar. Má í því sambandi nefna Bakka- vör, Pharmaco og Eimskipafélagið. Hagnaður fyrir afskriftir dróst samkvæmt spánum saman hjá fjórum af þeim níu fyr- irtækjum í Úrvalsvísitölunni sem þessi stærð á við um. Eitt þessara fyrirtækja er Samherji, en framlegð sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði á árinu vegna hækkunar gengis krónunnar. Þá er því einnig spáð að framlegð olíufélaganna tveggja, Kers og Skeljungs, lækki milli ára, sem að hluta til skýrist af því að þau tóku þátt í að verja rauða strikið í maí í fyrra. Loks er að meðaltali spáð lækkun framlegðar hjá Baugi, en mikill munur er að vísu á þessum spám og óvissan um framlegð Baugs er samkvæmt því töluverð. Þreföldun hagnaðar Spáð er rúmlega þreföldun hagnaðar fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni milli áranna 2001 og 2002. Gengishagnaður er stór hluti skýringarinnar og framlegð eykst mun minna.                               !      "      # $   % &  %&'()* +,   %&    -,  +    .                     )    !  " ) / ) +       )    !  " ) / ) +   (                                                        (                                         0112 3-4* 0112                                                                                                   5 6  7&'  8+(  ( ,& +      Miðopna: Reiðuleysi í höfnunum 2003  FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BOÐIÐ UPP Á ÓVISSUFERÐ Í PORTÚGAL / C2 DÓMSTÓLL Knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, úrskurðaði í gær Lee Bowyer, Leeds, í sex leikja bann í keppni á vegum UEFA. Bannið fær Bowyer fyrir að traðka á Gerardo, leikmanni Malaga, í leik liðanna á Elland Road 12. desember, þegar Leeds var slegið út úr Evrópukeppninni. Búist hafði verið við þriggja leikja banni en niðurstaðan eru sex leikir og hefur Bowyer frest fram á sunnudag til að áfrýja niðurstöðu dómsins. Búist er við að Bowyer fari til West Ham á næstu dögum. Leik- maðurinn er 26 ára gamall og á skrautlegan feril, bæði innan vallar og utan. Hann á einn landsleik að baki en Sven-Göran Eriksson hefur ekki sýnt honum áhuga. Eftir að hafa verið tvö tímabil hjá Charlton fór hann til Leeds árið 1996 og stóð sig vel sem miðjumað- ur og skoraði mikið af mörkum. En skapið var erfitt. Í febrúar fékk hann sex leikja bann fyrir að gefa Gary McAllister, Liverpool, oln- bogaskot og fyrir að blóta Jeff Win- ter dómara í leik á móti Arsenal. Í júlí 1996 fékk hann 4.500 punda sekt fyrir að lenda í slagsmálum á McDonalds í suðurhluta Lundúna. Hann og Jonathan Woodgate voru síðan ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í ruddalegri árás á 19 ára gamlan asískan námsmann í Leeds. Þeir voru sýknaðir. Bowyer var sektaður um 64.000 pund af Leeds og þegar hann neit- aði að greiða sektina var hann sett- ur á sölulista. Hann borgaði og var tekinn af sölulista en minnstu mun- aði að hann yrði seldur til Liver- pool í júlí fyrir 9 milljónir punda, en af því varð ekki þar sem Liver- pool og Bowyer náðu ekki sam- komulagi. Við fórum yfir okkar mál og mark-miðssetningu hópsins. Fyrsta skrefið er að við tryggjum okkur upp úr riðlinum á sem bestan hátt og í framhaldinu að við setjum stefnuna á að tryggja okkur að komast inn á Ólympíuleikana í Aþenu 2004,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við gerum okkur vel grein fyrir því að þetta eru háleit markmið og við erum meðvitaðir um að við verð- um að spila mjög vel og standa okkur framúrskarandi vel til að þetta ná- st,“ bætti Guðmundur við. Þess má að geta að aðeins fjórir eikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa tekið þátt í Ólympíuleikum. Guðmundur Hrafnkelsson var á leik- unum í Seoul í S-Kóreu 1984, og í Barcelona 1988 og þeir Patrekur Jó- hannesson, Gústaf Bjarnason og Sig- urður Bjarnason voru í Barcelona. 18 leikmenn til Danmerkur Landsliðið stendur í ströngu þessa dagana en í dag heldur liðið til Dan- merkur og leikur þar á fjögurra þjóða móti um helgina. Annað kvöld eika Íslendingar við Pólverja, gegn Dönum á laugardag og lokaleikurinn verður við Egypta á sunnudag. Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Con- versano Roland Valur Eradze, Val Birkir Ívar Guðmundss., Haukum Horna- og línumenn: Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Gústaf Bjarnason, Minden Einar Örn Jónsson, Mannsenheim Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Róbert Gunnarsson, Århus Róbert Sighvatsson, Wetzlar Útileikmenn: Gunnar Berg Viktorss., París SG Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real Heiðmar Felixson, Bidasoa Snorri Steinn Guðjónsson, Val Aron Kristjánsson, Haukum Sigurður Bjarnason, Wetzlar Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Dagur Sigurðsson, Wakunaga Leikmennirnir fjórir sem duttu úr úr hópnum voru Bjarki Sigurðsson, Val, Markús Máni Michalesson, Val Elvar Guðmundsson, Ajax í Dan- mörku, og Logi Geirsson, FH, sem varð að draga sig út vegna meiðsla. Guðmundur segir að 16–17 leikmenn verði svo valdir í endanlegan hóp fyrir HM og segist hann ekki vera búinn að ákveða hvort hann fari með tvo eða þrjá markverði. „Það má segja að mótið í Dan- mörku sé generalprufa fyrir HM. Við getum vonandi stillt okkar strengi saman í vörn og sókn og bætt þá hluti sem hafa ekki verið í lagi í síðustu leikjum,“ sagði Guðmundur, sem hefur áhyggjur af meiðslum leikmanna sinna – Dagur, Patrekur, Sigfús og Gústaf hafa allir verið frá vegna meiðsla. KOBE Bryant, körfuknattleiks- maðurinn snjalli hjá Los Angeles Lakers, fór á kostum í fyrrinótt og setti tvö ný met í deildinni í þriggja stiga skotum. Bryant skor- aði úr 12 slíkum þegar Lakers vann Seattle, 119:98, og hitti úr níu skotum í röð fyrir utan þriggja stiga línuna. Dennis Scott átti fyrra metið, ellefu þriggja stiga körfur. Bryant, sem hafði aldrei áður skorað meira en fimm þriggja stiga körfur í leik, skoraði 11 af þessum 12 í öðrum og þriðja leik- hluta. Hann hefur oft sagt að hann sé engin þriggja stiga skytta, en sú fullyrðing stenst varla lengur. Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem hefur unnið níu NBA-titla með Lakers og Chicago og þjálfaði Michael Jordan árum saman, kvaðst aldrei hafa séð aðra eins skotsýningu á ferli sínum. Bryant svaraði þegar hann var spurður hvort hann hefði einhvern tíma leikið betur: „Kannski einu sinni, þegar ég var 7 ára, á Ítalíu. Ég skoraði 63 stig á móti 14 ára strákum!“ Hann skoraði samtals 45 stig í leiknum, á 37 mínútum, og fór af velli, undir dynjandi lófa- taki 18 þúsund áhorfenda þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Brian Shaw, fyrrum bakvörður Lakers sem átti metið á árum áð- ur, 10 í leik, hristi höfuðið þegar fréttamenn ræddu við hann eftir leikinn. „Boltinn snerti ekki einu sinni körfuhringinn, hann fór allt- af beint í netið,“ sagði Shaw. Meisturum Lakers hefur gengið afspyrnuilla í vetur en virðast nú vera að braggast. Þetta var fjórði sigur þeirra í fimm leikjum, og hann var mikilvægur því Seattle er næst fyrir ofan þá á töflunni. Lakers er enn aðeins í 10. sæti á vesturströndinni en átta efstu komast í úrslit, og liðið í 8. sæti, Minnesota, er enn sex sigrum á undan. UTANDEILDARLIÐIÐ Farnborough Town hefur fengið grænt ljós frá enska knattspyrnu- sambandinu, FA, þess efnis að liðið leiki heima- leik sinn í fjórðu umferð ensku bikarkeppn- innar á heimavelli meistaraliðsins Arsenal, Highbury í Norður-London. Enska sambandið telur að öryggi þeirra 4.100 áhorfenda sem komast fyrir á heimavelli Farnborough Town sé ekki tryggt, leiki liðið gegn Arsenal á heimavelli. Sjónvarpsstöðin Sky Sports hafði boðið Farn- borough Town um 32 milljónir ísl. kr. fyrir sjónvarpsréttinn hefði liðið leikið á heimavelli gegn Arsenal, en þess í stað mun Sky sýna leik Gillingham gegn Leeds. Farnborough Town mun aftur á móti fá helming af andvirði miðasölu á Highbury, en þar er pláss fyrir 38.500 áhorfendur Farnborough leikur á Highbury Bowyer í sex leikja Evrópubann Reuters Kobe Bryant fór á kostum með Los Angeles Lakers. Kobe Bryant með sýningu Markmiðið að komast til Aþenu LANDSLIÐSHÓPURINN í handknattleik ásamt þjálfurum þess og aðstoðarmönnum fundaði á Hótel Loftleiðum í gær og þar setti hóp- urinn sér þau markmið að tryggja Íslandi sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Til þess að þetta markmið verði að veruleika þurfa Íslendingar að hafna í einu af sjö efstu sætunum á HM í Portú- gal sem hefst eftir 11 daga. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Umræðan 37/39 Erlent 20/23 Bílar 40 Höfuðborgin 24 Minningar 41/48 Akureyri 25 Bréf 52 Suðurnes 28 Kirkjustarf 53 Landið 29 Dagbók 54/55 Neytendur 30 Fólk 56/61 Listir 30,31/36 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * EFNAHAGSSKRIFSTOFA fjár- málaráðuneytisins gengur út frá því að raunvextir á langtímalánum hækki um 2% á aðalframkvæmda- tíma til ársins 2006 vegna álvers Alcoa í Reyðarfirði og stækkunar Norðuráls á Grundartanga. Á sama tíma gerir ráðuneytið ráð fyrir 10% samdrætti á fjárfesting- um hins opinbera en frá árinu 2007 til 2010 muni fjárfestingar aukast á ný og raunvextir lækka. Reiknað er með að hagvöxtur verði á fram- kvæmdatíma mestur 5–7% og verðbólga 5–8%. Matið var unnið að beiðni iðn- aðarráðuneytisins og fylgir með frumvarpi ráðherra vegna álvers Alcoa, sem lagt verður fram á komandi vorþingi. Álframleiðsla þrefaldist Í mati fjármálaráðuneytisins kemur m.a. fram að gangi áform um álversframkvæmdir eftir verði þær hinar mestu sem orðið hafa hér á landi. Álframleiðsla muni nær þrefaldast og heildarfjárfest- ing, ásamt virkjunum, til ársins 2010 nemi um 250 milljörðum króna. Árleg vinnuaflsnotkun er áætluð um 2 þúsund ársverk, eða ríflega 1,25% af heildarframboði vinnuafls yfir tímabilið 2004–2006. Á þessum árum yrði fjárfesting alls í hag- kerfinu um 55% meiri. Hagvöxtur gæti orðið 5–7% þegar hann yrði sem mestur og atvinnuleysi um eða innan við 1%. Reiknað með 2% hækkun raunvaxta til ársins 2006 Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Starfsmenn Arnarfells eru hér við bergstálið við munna aðkomuganga tvö að aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Frá vinstri Guðmundur Axel Grétarsson, Rafn Vilhjálmsson og Sigurbergur Konráðsson, einn eigenda Arnarfells. Aðkomugöngin munu ná um 2.700 m inn undir Fljótsdals- heiðina að mótum Kárahnjúkaganganna og ganga frá Jökulsá í Fljótsdal úr Ufsarlóni. Áhrif stóriðjuframkvæmda á þjóðarbúið  Stöðnun/10 sinni. Hann sjáist oft í skólanum og sé svo við útskrift nemenda. Býr til myndverk „Ég sérhæfði mig í hönnun. Það er til dæmis hönnun leikmynda, búninga og ljósa.“ Hún hefur verið að vinna við að hanna vídeóverk við tónlist. Myndskeiðunum er svo varpað á tjald á tónleikum og er hluti af sviðsmynd hljómsveit- arinnar. Þá blandar hún mynd- unum saman við tónlistina til bæta við upplifun áhorfandans. Sigrún býr í Brighton á Englandi og segir að verkefnavalið hafi ver- ið ágætt síðan hún lauk námi. Hún hafi þó hug á því að koma heim til Íslands ef tækifæri gefast hér. SIGRÚN Hrefna Lýðsdóttir út- skrifaðist síðasta sumar úr listahá- skóla í Bretlandi, Liverpool Insti- tute for Performing Arts, sem kenndur er við Bítilinn Paul McCartney. Að sögn Sigrúnar er hún fyrsti Íslendingurinn sem út- skrifast úr skólanum. Nokkrir hafa þó stundað nám þar áður. Hún segir að í skólanum sé kennt ýmislegt sem snýr að listum, menn- ingu og skemmtun. Hægt sé að velja ýmis svið eins og tónlist, dans, leiklist, hönnun og þjálfun í upp- setningu og umsjón verkefna. Paul McCartney er aðalstyrktar- aðili skólans. Sigrún segir að hann taki tónlistarnemana í sérstakan kennslutíma og miðli af reynslu Paul McCartney ræðir við Sigrúnu Hrefnu Lýðsdóttur á útskriftardaginn. Lærði hönnun í listahá- skóla Pauls McCartneys DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra fer um helgina til Japans í opinbera heimsókn en formleg heimsókn hefst 14. janúar og stendur í þrjá daga. Í heimsókn- inni mun Davíð m.a. eiga fund með Junichiro Ko- izumis, forsætis- ráðherra Japans. Davíð hittir einnig japanska þingmenn í heim- sókninni, en í Jap- an er starfandi þingmannanefnd sem sér um samskipti við Ísland. Nefndin kom til Íslands síðastliðið sumar og átti þá fund með Davíð Oddssyni. Davíð mun einnig hitta fleiri japanska stjórnmálaleiðtoga. Þá mun hann ræða við fulltrúa japanskra fyrir- tækja. Í undirbúningi hefur verið að stofna Íslenskt-japanskt verslunar- ráð í Japan og verður Davíð viðstadd- ur stofnfundinn og flytur ávarp. Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, sagði að í heimsókninni yrði sérstaklega rætt um samgöngumál og ferðaþjónustu. Davíð og samgönguráðherra Japans myndu ræða þessi mál á fundi. Við- ræður hafa staðið yfir um gerð loft- ferðasamnings milli Íslands og Jap- ans og sagði Ólafur að það mál yrði rætt við japönsk stjórnvöld. Enn fremur yrðu ræddar leiðir til að fjölga heimsóknum japanskra ferðamanna til Íslands. Japanir opnuðu sendiráð á Íslandi á síðasta ári og ekki er langt síðan Íslendingar opnuðu sendiráð í Tókýó. Árið 1999 kom fyrrverandi forsætisráðherra Japans, Keizo Obuchi, til Íslands en hann sat leið- togafund Norðurlandanna í Reykja- vík. Davíð Oddsson til Japans Davíð Oddsson HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 24 ára karlmann, Þór Sigurðsson, í 16 ára fangelsi fyrir að verða Braga Óskarssyni að bana á gangstétt við Víðimel aðfaranótt 18. febrúar sl. Í dómnum er árásin sögð tilefnislaus og sérlega hrottafengin. Svo virðist sem æði hafi runnið á hinn ákærða sem stafi líklega af fíkniefna- neyslu. Fyrir dómi sagðist Þór hafa verið í mikilli neyslu fíkniefna um margra vikna skeið áður en hann framdi morðið og kvaðst hafa verið undir verulegum áhrifum þeirra umrædda nótt. Kvaðst hann hafa verið á leið í innbrot á fyrrum vinnustað sinn, dekkjaverkstæði í vesturbæ Reykja- víkur, og þess vegna verið með slag- hamar, kjötexi og sveðju meðferðis. Á Víðimel hefði hann rekist á Braga og misst verkfærin. Þegar hann var að tína þau til aftur hefði Bragi sagt eitt- hvað við sig sem hann mundi ekki hvað var en við það hefði hann orðið illur og ráðist að Braga. Sagðist hann nánast ekki muna annað en hann hefði slegið hann einu sinni. Fram kemur í dómnum að réttarmeina- fræðingur fann um 20 áverka á hinum látna, 11 sem samsvöruðu því að vera veitt með slaghamri og 8–9 eftir bit- vopn. Kvaðst hann ekki muna eftir að hafa veitt Braga þessa áverka og ekki gert sér grein fyrir að hann hefði ban- að honum fyrr en daginn eftir þegar hann sá fréttir í sjónvarpi. Hann aftók að hafa ráðist á Braga til að ræna hann og neitaði að hafa komið aftur á staðinn og fært hann úr stað eða dregið úlpuna yfir höfuð hans. Um þetta kvaðst hann vera viss. Hræðilegar afleiðingar fíkniefnaneyslu Geðlæknir sem kannaði geðheil- brigði Þórs mat hann sakhæfan, taldi hann ekki eiga við geðsjúkdóma að stríða eða persónuleikabresti. Hann væri búinn ágætum gáfum og mörg- um góðum hæfileikum en hefði ungur byrjað að drekka áfengi og fyrir tveimur árum ánetjast fíkniefnum. Það væri e.t.v. óvanalegt við hans mál að hann hefði neytt fíkniefna í tiltölu- lega stuttan tíma. Hér væri því um að ræða hræðilegar afleiðingar mikillar fíkniefnaneyslu. Taldi geðlæknirinn ólíklegt að Þór myndi fremja viðlíka glæp væri hann ekki undir áhrifum fíkniefna. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að hinn ákærði beri sjálfur fulla ábyrgð á því að hafa verið undir áhrifum vímu- efna og taldi hann ekki eiga sér nein- ar málsbætur. Var hann því dæmdur í 16 ára fangelsi og til að greiða móður hins látna eina milljón í miskabætur auk útfararkostnaðar. Héraðsdómararnir Hjördís Há- konardóttir dómsformaður, Guðjón St. Marteinsson og Helgi I. Jónsson kváðu upp dóminn. Sigríður J. Frið- jónsdóttir saksóknari flutti málið f.h. ríkissaksóknara. Skipaður verjandi var Björn L. Bergsson hrl. en Helga Leifsdóttir var skipuð réttargæslu- maður móður hins látna. 24 ára karlmaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp við Víðimel Atlagan tilefnis- laus og sérlega hrottafengin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.