Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 21
kvaddi tóku karlarnir þéttingsfast
um hrammana á honum. Konurnar
horfðu í augu hans. Hann átti at-
kvæði þeirra. Það fór ekki fram hjá
mér.
Tvö ein í bílnum á bakaleiðinni, oft
seint á kvöldin, sat hann þögull og
yrti ekki á mig. Hann svaraði ef ég
spurði, en ég vildi ekki trufla hann of
mikið. Var hann virkilega enn feim-
inn við mig? Kosninganóttin er
ógleymanleg. Gestir og gangandi
streymdu inn í húsið okkar við Sund-
stræti. Um það leyti sem sólin var að
brjóta sér leið inn í stofuna og
rækjubátarnir óðu hóstandi út fjörð-
inn lágu úrslitin fyrir. Hannibal
flaug inn á þing við annan mann. Það
er ekki að spyrja að Vestfirðingum,
þegar þeir taka sig til. Karvel, þessi
elska, fylgdi með í kaupbæti. Hann
náði vart andanum af spenningi
fyrstu mínúturnar. En ég man ekki
til þess, að Hannibal hafi sýnt nokk-
ur viðbrögð. Hann var hvorki glaður
né hryggur. Hann leyfði sér ekki
þann munað að brosa til okkar
hinna. Kannski var hann pínulítið
hræddur innst inni. Hvernig ætlaði
hann að launa þingsætið? Ég er ekki
viss um, að hann hafi haft hugmynd
um það á þessu augnabliki.
Aftur fór Hannibal í hefðbundna
vinstristjórn undir forystu Fram-
sóknar og með Alþýðubandalaginu,
sem hann hafði stofnað samtökin til
að gera upp við. Sú stjórn tórði að-
eins í þrjú ár. Hún fékk líka svipleg-
an endi eins og sú fyrri. Ég hitti
hann aldrei á þessum tíma.
Árið 1974 var hann kallaður vest-
ur til þess að taka við stjórn gagn-
fræðaskólans á Ísafirði. Þá fannst
mér hann orðinn gamall og þreyttur.
Kannski líka vonsvikinn. Elli kerling
var að ná tökum á honum. Mig lang-
aði til þess, að börnin mín kynntust
gömlu hjónunum, og bauð þeim oft
heim. Það voru stundum erfið kvöld,
því að ekki var margt sagt. Sólveig,
tengdamóðir mín, var þó alltaf létt
og kát, og átti gott með að halda uppi
samræðum.
Árið 1986 fagnaði Alþýðuflokkur-
inn sjötíu ára afmæli sínu. Í tilefni
þess tók ég viðtöl við Hannibal og
fleiri, sem höfðu komið við sögu
flokksins. Þessi viðtöl voru gefin út á
myndbandi á afmælisárinu. Mér er
það minnisstætt, að þegar kom að
því að segja frá formannstíð
Hannibals í Alþýðuflokknum brast
gamli maðurinn í grát. Auðvitað var
hann, þegar hér var komið sögu, far-
inn að kröftum, lasinn og veikburða.
En engu að síður með hýrri há, hafði
enn skýra hugsun og mundi allt. „Ég
var rekinn úr flokknum. Þeir út-
hýstu mér, fordæmdu mig.“ Tárin
streymdu, og hann barðist við að
láta ekki tilfinningarnar bera sig of-
urliði. Mig langaði líka til að gráta.
Var þetta svona sárt, jafnvel eftir
allan þennan tíma? Fyrir mér var
þetta opinberun. Eitt andartak hafði
ég fengið að skyggnast inn í sálar-
kima tengdaföður míns. Ég hafði séð
hann gefa sig tilfinningunum á vald,
gráta eins og barn. Mér þótti vænna
um hann fyrir vikið. Maðurinn, sem
hafði bara tekið ofan og síðan látið
sig hverfa, varð að víkja fyrir hinum,
sem þorði að tjá tilfinningar sínar í
stað þess að byrgja þær inni.
Skömmu seinna sagðist hann vera
þreyttur og vildi ekki tala lengur.
Þau fátæklegu orð, sem hér eru
fest á blað, eru svo sannarlega engin
tilraun til að kveða upp neinn
Salómonsdóm um stjórnmálamann-
inn Hannibal, feril hans eða árangur
í starfi. Þetta eru fáeinar svipmyndir
af persónulegum samskiptum okkar
frá seinni hluta æviskeiðs hans, eftir
að leiðir okkar lágu saman um hríð
fyrir hönd forlaganna. Kannski er
þetta tilraun til að komast nær
manninum sjálfum, sem hélt þó
flestum sínum nánustu svo fjarri.
Þessi upprifjun minnir mig á, að
pólitíkin er harður húsbóndi. Rétt-
irðu henni litla fingurinn gleypir hún
þig alla. „Það sem þitt þrek hefur
grætt – það hefur viðkvæmnin
misst.“ Umdeildur stjórnmálamaður
í fremstu röð, sem á í löngu og tví-
sýnu stríði, verður að koma sér upp
skráp, hörðum skráp, til þess að lifa
af. Og hann verður að færa sínar
fórnir möglunarlaust. Sú hamingja,
sem flestir leita að, og sumir finna í
faðmi fjölskyldu og vina, getur
reynst utan seilingar, sem og sann-
girni í dómum og velvild samferða-
manna. Góðir stjórnmálamenn eru
oftast nær dauðir stjórnmálamenn.
Það leyndist held ég engum, sem
kynntist Hannibal, að hann var at-
gervismaður. Hann var einhver um-
deildasti stjórnmálamaður á sinni tíð
og löngum borinn þungum sökum af
andstæðingum sínum. Samt held ég,
að enginn hafi efast um, að það sem
knúði hann til dáða var einlæg rétt-
lætiskennd og vilji til að verða þeim
að liði, sem stóðu höllum fæti í lífs-
baráttunni á erfiðum tímum. Hann
var einlægur jafnaðarmaður allt sitt
líf, „allt hitt voru bara gárur á yf-
irborðinu“ – eins og hann sagði sjálf-
ur. Hjartað var gott, sem undir sló.
Svo er annarra að dæma.
Helsinki,
Bryndís Schram.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 21
Ástkær eiginmaður minn,
ÓLAFUR BERGMANN ELÍMUNDARSON
frá Hellissandi,
til heimilis í Stóragerði 7,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur sunnudaginn 5. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudag-
inn 14. janúar kl. 13.30.
Fyrir mína hönd, systkina og annarra vandamanna,
Viktoría Daníelsdóttir.
✝ Gunnar Stur-laugsson Fjeld-
sted fæddist í
Reykjavík 18. febr-
úar 1930. Hann and-
aðist á Sjúkrahúsi
Akraness 6. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru hjónin
Sturlaugur Lárusson
Fjeldsted og Sigríður
Jóna Gunnlaugsdótt-
ir.
Gunnar kvæntist
Guðbjörgu Erlends-
dóttur 1978. Þau slitu
samvistum. Börn
Gunnars eru: Þráinn, f. 4.12. 1950;
Eygló, f. 20.2. 1952;
Grétar, f. 5.3. 1970.
Gunnar fór ungur
til móðurafa og
ömmu sinnar að
Stúfholti í Holtum,
þeirra Sigurlaugar
og Gunlaugs.
Gunnar stundaði
mest sjómennsku og
þá sem kokkur á
fiskiskipum og far-
skipum en síðari ár í
landi.
Útför Gunnars
verður gerð frá
Borgarneskirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Gunni afi, við munum
geyma minningu þína vel. Takk fyr-
ir tímann sem við áttum saman.
Máni og Húni Hilmarssynir.
Elsku Gunni. Nú ertu farinn á
betri stað. Við vorum búin að búa
okkur vel undir för þína en samt er
erfitt að kveðja þig að eilífu. Við eig-
um svo margar góðar minningar um
þig og þú munt alltaf lifa í huga okk-
ar þar til við hittumst á ný.
Elsku Gunni, megi guð geyma þig
í ljósinu og hlýjunni og við kveðjum
þig á þessari sorgarstundu.
Óli, Björk og Hugi.
Kæri vinur, það sem er nú einu
sinni þannig þegar maður sest niður
svo stuttu eftir að þú ert farinn er
erfitt að setja niður á blað kveðjuorð
til þín, það er erfitt að sætta sig við
að sjá þig ekki hlæjandi með stríðn-
isglampa í augunum og segja sögur
á þinn hátt sem ekki er öðrum gefið.
Það eru margar minningarnar sem
við eigum hér á Langárfossi. Þú
hafðir yndi af öllum dýrum þó hest-
arnir hafi ávallt verið þitt mesta
áhugamál og margan gæðinginn
hafir þú átt og sýndir þú okkur oft
hve óhræddur þú varst í nálægð
þeirra.
Nú finn ég angan löngu bleikra blóma,
borgina hrundu sé við himin ljóma,
og heyri aftur fagra, forna hljóma,
finn um mig yl úr brjósti þínu streyma.
Ég man þig enn og mun þér aldrei
gleyma.
Minning þín opnar gamla töfraheima.
Blessað sé nafn þitt bæði á himni og
jörðu.
Brosin þín mig að betri manni gjörðu.
Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði
veldur.
Þú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa
og eldur.
(Davíð Stef.)
Kæri Gunni, við þökkum þér fyrir
allt á liðnum árum. Þökkum þér
hversu duglegur þú varst í veikind-
um þínum og starfsfólki E-deildar
sjúkrahúss Akraness fyrir sérstaka
umönnun.
Hilmar og fjölskylda,
Langárfossi.
Margir gráta bliknuð blóm.
Beygja sorgir flesta.
Án þess nokkur heyri hljóm,
hjartans strengir bresta.
Valta fleyið vaggar sér
votum hafs á bárum.
Einatt mæna eftir þér
augun, stokkin tárum.
Enginn getur meinað mér
minning þína að geyma.
Kring um höll, sem hrunin er,
hugann læt ég sveima.
Það er ótrúlega erfitt að kveðja
þig, elsku vinur, en þú ert ekki far-
inn þótt líkaminn fari. Ég veit að þú
ert hjá mér. En minningarnar
geymi ég alla mína ævi í hjarta
mínu.
Guð blessi þig.
Þín
Sjöfn Hilmarsdóttir.
Tendrast sól í sálu mér,
sút í burtu strýkur.
Ætíð mun ég þakklát þér,
þar til yfir lýkur.
Allar stundir okkar hér,
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér,
fyrir samveruna.
(Har. S. Mag.)
Kæri Gunnar. Það er alltaf erfitt
að horfa á eftir góðum vini. En
minningin hverfur aldrei úr hjarta
mínu og allt sem þú sagðir mér
geymi ég vel og hugsa mikið um.
Elsku Gunni, takk fyrir árin sem
ég fékk að þekkja þig, þú fékkst
mann alltaf til að brosa og lífsgleð-
ina vantaði ekki.
Ester Magnúsdóttir.
GUNNAR
STURLAUGSSON
FJELDSTED
Eiginmaður minn, faðir og afi,
JÓN GUNNARSSON,
lést á Landspítalanum föstudaginn 3. janúar.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Kristín Gunnlaug Friðriksdóttir,
Margrét Jónsdóttir
og barnabörn.
ALDARMINNING
Kveðja frá Inner-
wheel, Akureyri
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
GUÐBJÖRG
SIGURGEIRSDÓTTIR
✝ Guðbjörg Sigur-geirsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 7.
febrúar 1924. Hún
lést á Dvalarheim-
ilinu Hlíð á Akureyri
28. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Ak-
ureyrarkirkju 9. jan-
úar.
Þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Með þessu ljóði
kveðjum við Guðbjörgu
Sigurgeirsdóttur en
hún var einn af stofn-
endum Inner-wheel-
klúbbsins á Akureyri
sem stofnaður var 7.
október 1975.
Með henni er horfin
ein af þeim konum sem
mótuðu okkar fé-
lagsstarf. Hún var góður og dyggur
liðsmaður og alltaf gott að leita til
hennar í sambandi við þau störf sem
klúbburinn sinnti.
Við kveðjum elskulega vinkonu
okkar með söknuði og þökkum henni
vel unnin störf í þágu klúbbsins.
Aðstandendum öllum sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Guðbjargar
Sigurgeirsdóttur.
Inner-wheel-konur á Akureyri.
Kvæðiskorn þetta fannst í
fórum Sigríðar Valdemars-
dóttur, sem lést fyrir rúmu ári;
hafði verið skrifað aftan á síðu
úr sendibréfi, sem Hannibal
skrifaði móður sinni og systur,
er hann dvaldi við nám í
Johnstrup Statsseminarium á
árunum 1924–27. Erindin eru
augljóslega ort undir áhrifum
hins vinsæla kvæðis Blessuð
sértu sveitin mín og þótt þau
muni ekki sæta tíðindum í bók-
menntasögunni bera þau fagurt
vitni einlægu sonarþeli til móð-
ur og kærleik til systurinnar,
sem sér um að halda sambandi
yfir hafið, til hins unga sveins,
sem við fátækleg efni er að
reyna að brjótast áfram til
mennta. Einnig sýna þau aðra
hlið á hinum vígreifa pólitíska
bardagamanni, en þá sem flestir
þekktu, meðan hann stóð í orr-
ustunni miðri. Mér þótti því vel
til fundið að bjóða Morgun-
blaðinu erindi þessi lítil tvö til
birtingar á þessum degi.
Ólafur Hannibalsson.
Elskulega mamma mín
meinabót, þá klökk er lundin,
er að hugsa heim til þín,
hugraun öll og sorg þá dvín.
Þú ert stjarnan stærsta mín,
er stend ég hér í efa bundinn.
Elskulega mamma mín
mjer á jörðu kærsta hrundin.
Elsku Sigga systir mín
sannar þakkir alla daga.
Mörgu báru bréfin þín
boð að heiman út til mín.
Og þau hrestu eins og vín
alla þá er harmar naga.
Elsku Sigga systir mín
sannar þakkir alla daga.
Hanni.
Til móður og systur
AFMÆLIS- og minningar-
greinum er hægt að skila í tölvu-
pósti (netfangið er minn-
ing@mbl.is), á disklingi eða í
vélrituðu handriti. Ef greinin er
á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða send-
anda (vinnusími og heimasími)
fylgi með. Bréfsími er 569 1115.
Ekki er tekið við handskrifuðum
greinum. Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum. Minningargreinum þarf
að fylgja formáli með upplýsing-
um um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um er fæddur, hvar og
hvenær dáinn, um foreldra,
systkini, maka og börn og loks
hvaðan útförin verður gerð og
klukkan hvað. Þar sem pláss er
takmarkað getur þurft að fresta
birtingu greina, enda þótt þær
berist innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis- og
minningar-
greina