Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Sigurður FriðrikJónsson fæddist
á Grund í Svarfaðar-
dal 12. október
1914. Hann lést á
elliheimilinu Grund í
Reykjavík 3. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jón Þor-
steinsson bóndi á
Fagranesi á Langa-
nesi en síðar á
Syðri-Grund í Svarf-
aðardal, f. 29. ágúst
1889, og Sigrún Sig-
urðardóttir hús-
freyja, f. í Tjarnargarðshorni í
Svarfaðardal 12. júní 1891. Systk-
ini Sigurðar eru Þorsteinn, f. 20.
júní 1916, d. 2. júní 1993, Kristinn
Karl, f. 22. febrúar 1918, Anna
Jónína, f. 20. janúar 1920, Þor-
björg Friðrikka, f. 13. september
1921, Sigríður Dagmar, f. 6. des-
ember 1922, d. 5. maí 1983, og
Júlía, f. 29. maí 1924.
Hinn 17. október 1942 kvæntist
Sigurður Magnhildi Sigurðardótt-
ur, f. í Efstadal í Laugardal 4.
desember 1922, en þau slitu sam-
vistum 1971. Foreldrar hennar
voru hjónin frá Efstadal Sigurður
son, f. 18. febrúar 1950. Börn
hennar eru Jóhann Pétur, Snorri,
Birkir og Hlynur. 5) Jón bygging-
artæknifræðingur, f. 8. desember
1957, kvæntur Jónínu Arnardótt-
ur ljósmóður. Börn þeirra eru
Heiða Rún og Ásta María. Börn
hans eru Karen og Daði Rúnar. 6)
Hilmar Steinar, viðskiptafræðing-
ur og framkvæmdastjóri, búsettur
á Seltjarnarnesi, f. 1. apríl 1963,
kvæntur Þórdísi Sigurðardóttur
flugumferðarstjóra, f. 20. nóvem-
ber 1965. Börn þeirra eru Guð-
björg, Jóhannes og Hildur Sif.
Sigurður ólst upp í foreldrahús-
um en lauk vélstjóraprófi á Ak-
ureyri 1932 og búfræðiprófi frá
Hólum í Hjaltadal 1938. Hann
flutti til Reykjavíkur 1941 og
vann meðal annars hjá breska
hernámsliðinu þar til hann hóf
nám við lögregluskólann í
Reykjavík og lauk því 1942. Hann
starfaði sem lögregluþjónn í
Reykjavík frá 1. febrúar 1942,
flokksstjóri frá 1. ágúst 1964 og
lauk störfum þann 1. febrúar
1985. Sigurður starfaði eftir það í
nokkur ár sem vaktmaður í
Stjórnarráðinu. Sigurður dvaldi á
elliheimilinu Grund í nokkur ár
þar sem hann undi hag sínum
ágætlega. Hann tók þátt í ýmsu
félagsstarfi á Grund, t.d. kórsöng
o.fl.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Sigurðsson, f. 14. jan-
úar 1879, d. 17. mars
1946, og Jórunn Ás-
mundsdóttir, f. 5.
október 1880, d. 11.
júní 1970. Sigurður
og Magnhildur eiga
sex börn: 1) Júlíus
pípulagningameistari,
búsettur í Kópavogi,
f. 5. febrúar 1943,
kvæntur Jóhönnu
Elly Sigurðardóttur
verslunarmanni, f. 24.
júlí 1943. Börn þeirra
eru Ásgeir, Hildur,
Júlíus og Davíð. 2)
Sigurður verkfræðingur, búsettur
í Garðabæ, f. 16. mars 1945,
kvæntur Guðríði Einarsdóttur
lyfsala, f. 2. nóvember 1948. Börn
þeirra eru Svala Rún, Elísabet og
Egill Ragnar. 3) Jórunn, SOS
assistent hjúkrunarfræðingur, f.
22 janúar 1951, búsett í Kaup-
mannahöfn, gift Sigurði K. Egg-
ertssyni húsasmíðameistara, f. 20.
febrúar 1949. Börn þeirra eru
Sigurmundur, Steinunn Hildur og
Sigurður Friðrik. 4) Sigrún hjúkr-
unarfræðingur, f. 22. mars 1955,
búsett í Bandaríkjunum, sambýlis-
maður hennar er Gísli Már Gísla-
Faðir minn Sigurður Friðrik Jóns-
son lést á elliheimilinu Grund hinn 3.
janúar sl. 88 ára gamall. Þrátt fyrir
að þessi hrausti maður hefði staðið
bærilega af sér allar þrautir ellinnar
fram til þessa varð hann smátt og
smátt að láta í minni pokann. Hann
bar sig vel og talaði gjarnan eins og
hann væri sjálfur ekki svona gamall
og sannaði mál sitt er hann dreif sig
síðastliðið sumar upp í flugvél eins
og hver annar unglingur og flaug til
Kaupmannahafnar til að heimsækja
Unu dóttur sína og fjölskyldu henn-
ar. Hann kom hress og kátur til baka
eftir góða ferð. Hann fæddist á
Grund í Svarfaðardal en ólst upp í
föðurhúsum meðal annars á Syðri-
Grund í Svarfaðardal, en þangað
flutti fjölskyldan þegar hann var 14
ára gamall. Fjölskyldan hafði þá
meðal annars búið á Blikalóni á
Sléttu, Þórshöfn á Langanesi, Akur-
eyri og nokkur ár á Fagranesi á
Langanesi en flutti þaðan þegar aðr-
ir ábúendur á Fagranesi brugðu búi
og fluttu brott.
Faðir minn undi hag sínum vel á
æskustöðvum sínum í Svarfaðardal.
Árið 1927 hafði fjölskyldan flutt að
Blakksgerði í Svarfaðardal en sú
jörð var við hliðina á Grund þar sem
Sigurður Halldórsson, móðurlangafi
minn, hafði búið. Í jarðskjálftanum
1934 eyðilögðust öll húsin í Blakks-
gerði en fjölskyldan byggði strax ný
hús rétt við hliðina neðan við veginn
og var nýja húsið kallað Syðri-
Grund.
Jón bóndi afi minn stundaði sjó-
mennsku með búinu þannig að þessi
stóra fjölskylda hefði nóg. Faðir
minn fylgdi fordæmi hans og tók vél-
stjórapróf fyrir mótorbáta 18 ára
gamall og stundaði sjómennsku með
sveitastörfunum eftir það. Hann réð
sig á ýmsa báta fyrir norðan en
vegna ungs aldurs þurfti hann jafnan
að fá undanþágu. Nokkrum árum
síðar fór hann í búfræðinám í Hóla-
skóla þar sem hann útskrifaðist 1938
með fyrstu einkunn sem búfræðing-
ur. Miklar minningar tengdust Hóla-
skóla og eignaðist faðir minn marga
góða félaga meðan á náminu stóð.
Fjöldi félaga hans við skólann skráði
þakkir sínar um góðar samveru-
stundir í bundnu og óbundnu máli í
sérstaka minningabók hjá föður mín-
um þegar skólagöngunni lauk 1938. Í
þessa minningabók skrifaði meðal
annars einn góður skólabróðir hans:
Vel þér gangi vinur minn
vina skaltu njóta,
alltaf vertu umvafinn
örmum fríðra snóta.
Guð þig leiði um gæfustig
góða líðan njóttu,
blíður drottinn blessi þig
bæði dag og nóttu.
Til Reykjavíkur kom hann 1941 og
hóf fyrst störf hjá Bretanum en gekk
stuttu síðar í lögregluna í Reykjavík
þar sem hann starfaði yfir 40 ár.
Mikil vinna var og urðu mikil um-
skipti hjá fólki eins og föður mínum
sem kom bláfátækt úr sveitum
landsins til að vinna sér inn peninga.
Sigurður kynntist móður minni
Magnhildi stuttu síðar og giftu þau
sig hinn 17. október 1942. Gífurlegur
húsnæðisskortur var í Reykjavík á
þessum tíma og bjuggu þau hjón á
nokkrum stöðum í bænum við mikil
þrengsli þar til þau eignuðust loks
íbúð á Snorrabraut 35. Þetta var ný
íbúð í íbúðablokk sem lögreglumenn
byggðu saman. Börnin, sem urðu alls
sex, komu eitt af öðru og fjölskyldan
stækkaði og 1954 var enn flutt í nýtt
og stærra húsnæði í Skaftahlíð 29
sem faðir minn byggði einnig í sam-
starfi við félaga sína í lögreglunni.
Launin í lögreglunni voru lág og
varð fólkið að vinna myrkranna á
milli til að láta enda ná saman.
Mennirnir unnu mikið sjálfir að
byggingu húsa sinna og húsmæðurn-
ar saumuðu fötin heima á börnin og
allt var sparað til heimilisins. Með
ýtrustu sparsemi og mikilli nýtni gat
fjölskyldan komið upp mjög vænlegu
húsi yfir höfuðið þrátt fyrir hin
þröngu kjör Sigurðar í lögreglunni.
Faðir minn gerði sér sjaldan daga-
mun þar sem mest af tímanum fór í
að vinna. Hann gaf sér þó tíma til að
koma upp litlu sumarhúsi í Kópavogi
um 1950 þar sem ég og eldri bróðir
minn áttum góða daga við leik úti í
náttúrunni. Ég fór oft einn með föð-
ur mínum þegar hann var að vinna
við þetta sumarhús og var annað-
hvort farið á reiðhjóli frá Snorra-
braut 35 eða labbað á Miklatorg og
tekinn Hafnarfjarðarstrætó suður í
Kópavog og síðan gengið frá Hafn-
arfjarðarveginum suður Kársnesið.
Um þetta litla sumarhús eru mjög
góðar minningar um samverustund-
ir okkar fjölskyldunnar. Einstaka
sinnum var einnig farið með fjöl-
skylduna í smáferðir út úr bænum,
til dæmis í berjamó eða að heim-
sækja ættingja í sveitinni, og var
ferðinni þá yfirleitt heitið austur í
Laugardal þar sem voru æskustöðv-
ar móður minnar. Faðir minn og Sig-
urður bóndi voru ágætir mátar og
þótti föður mínum gott að komast í
sveitina þar sem hann gat rifjað upp
ýmislegt frá árum sínum í Svarfað-
ardalnum og bændaskólanum á Hól-
um í Hjaltadal. Það var ekki fyrr en
seinna sem ég áttaði mig á því hvað
hann varð innilega afslappaður í
sveitinni og sýndi öllum sveita-
umsvifunum mikinn áhuga. Þarna
átti hann greinilega heima. Ég man
sérstaklega eftir þegar hann tók
heljarmikinn heyvagn hjá Sigurði
bónda og lagfærði eitthvað eins og
hann hefði aldrei gert neitt annað.
Hann hafði einnig gaman af því að
veiða og fór einstaka rjúpnaveiði-
ferðir með félögum úr lögreglunni
auk þess sem ég og bróðir minn fór-
um einnig eitt sinn með honum.
Þetta voru góðir tímar til að spjalla
og gönguferðirnar voru afslappandi.
En lífið á mölinni virtust vera þau ör-
lög sem honum voru ætluð. Hann
saknaði lögreglustarfanna eftir að
hann fór á eftirlaun og fór oft að hitta
gamla kunningja og fá sér að borða
hjá lögreglunni.
Þegar hann var kominn á elliheim-
ilið Grund átti hann það til að ræða
um gamla tíma og voru frásagnirnar
þá yfirleitt um sjóferðir hans á vél-
bátum frá Dalvík eða Akureyri.
Nokkrum sinnum kom það fyrir að
bátar sem hann átti að fara með fóru
án hans af einhverjum ástæðum en
síðan lentu þessir bátar í hrakning-
um eða sukku. Þetta var honum sér-
staklega minnisstætt og sagði hann
meðal annars frá einu þessara atvika
í viðtali við Heimilisblaðið á Grund
þar sem hann sagði einnig frá
reynslu sinni af jarðskjálftanum á
Dalvík 1934. Þetta sjóslys var sama
árið og jarðskjálftinn á Dalvík og
varð þegar danska skipið Dronning
Alexandrine sigldi niður bátinn
Brúna frá Akureyri. Í því slysi
drukknaði Júlíus frændi okkar og
minntist faðir minn oft á Júlíus í
gegnum lífið auk þess sem hann
hafði ætíð mynd af Júlíusi frænda
uppi á vegg. Þeir félagar á elliheim-
ilinu Grund héldu hópinn stundum er
ferðinni var heitið á söngæfingu og
létu vita með einföldum skilaboðum
ef einhver hafði ekki skilað sér. Ég
sá eitt sinn umslag hjá honum þar
sem einn félagi hans þar hafði skilið
eftir skilaboð til hans: „Ég er uppi að
syngja, Siggi.“ Þegar hann varð 85
ára var haldið kvöldverðarboð hjá
Hilmari bróður þar sem föður mín-
um og Þorbjörgu systur hans var
boðið til að gera sér smádagamun í
tilefni dagsins. Þar tók hann lagið
fyrir okkur og söng eins og Svarf-
dælingum einum er lagið. Ljóðið og
söngurinn lifðu því með honum eins
lengi og heilsan leyfði.
Minningin um góðar stundir lifir
og lífið sjálft er oft ekki annað en
minning um dásamlega tíma og sam-
verustundir við vini og vandamenn
sem falla til hér og þar. Megi Guð
fylgja þér til nýrra heima og hafðu
miklar þakkir fyrir allar samveru-
stundirnar.
Sigurður Sigurðsson.
SIGURÐUR FRIÐRIK
JÓNSSON
✝ Jóhanna GuðrúnDavíðsdóttir
fæddist á Patreks-
firði 3. september
1920. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 4. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Sesselja Sveins-
dóttir, f. 25.
september 1892, d.
11. maí 1985, og Dav-
íð Friðlaugsson, f.
20. ágúst 1885, d. 15.
júlí 1934. Bræður Jó-
hönnu eru: Kristján,
f. 1917, kona hans er Svanhildur
Björnsdóttir, og Sveinn, f. 1927,
kona hans er Guðrún Björnsdóttir.
Hinn 7. október 1942 kvæntist
Jóhanna Pétri Hafliða Ólafssyni
sjómanni, f. 10. febrúar 1920. Pét-
ur er ættaður frá Svefneyjum á
Breiðafirði. Jóhanna og Pétur
2.2) Jóhanna Ágústa, h.m. Jóhann
Tómasson, þeirra dætur Hulda
Hanna, Andrea og Thelma Lind.
3.2) Ásdís, h.m. Sigurbjörn Ófeigur
Hallgrímsson, þeirra synir Eiður
Aron, Theodór og Marteinn. 4.2)
Erla. 3) Hafliði, f. 22. júní 1945, d.
2. des. 1982, k.h. var Vigdís Sigurð-
ardóttir, þeirra dætur; 1.3) Jónína
Sigríður, h.m. Cody Hammond,
2.3) Berglind, h.m. Jón Freyr Eg-
ilsson. 4) Hugrún, f. 29. okt.1950,
h.m. Marteinn Geirsson, þeirra
börn; 1.4) Margrét, h.m. Brynjólfur
Hilmarsson og eiga þau dótturina
Rakel. 2.4.) Pétur Hafliði, k.h.
Unnur Anna Valdimarsdóttir. 3.4)
Íris Dögg. 5) Pétur Kúld, f. 28.
febrúar 1953, k.h. Anna S. Einars-
dóttir, þeirra dætur; 1.5.) Ásdís
Björk, h.m. Jóhann Þórarinsson og
eiga þau dótturina Fanneyju Lind.
2.5) Dagmar. 6) Ólína Björk, f. 13.
desember 1956, hennar synir; 1.6.)
Hafliði Þór, 2.6.) Davíð Ágúst, 3.6.)
Ólafur Alex.
Jóhanna bjó nú síðast á Hrafn-
istu í Reykjavík.
Útför Jóhönnu verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
eignuðust sex börn.
Þau eru: 1) Davíð, f.
14. sept. 1940, d. 24.
des. 1973, k.h. var
Hrefna Guðmunds-
dóttir, hún er látin,
þeirra synir: 1.1) Guð-
mundur Árni, k.h.
Gígja Harðardóttir og
eiga þau tvær dætur,
Hrefnu og Petru. Fyr-
ir átti Guðmundur
synina Davíð sem á
einn son, Ólaf Árna,
og Agnar Má. 2.1) Sig-
urður, k.h. Ingunn
Viðarsdóttir; börn
Pétur Hafliði, Davíð, Viðar og Silja
Sif. Einnig átti Davíð fósturdóttur,
Helgu Magnúsdóttur. 2) Hrefna, f.
2. okt. 1943, m.h. var Sveinjón
Björnsson. Þeirra börn eru: 1.2)
Hafþór, k.h. Elsa Jensdóttir, þeirra
dætur Tinna María og Alexandra,
einnig á Hafþór soninn Kristján.
Elsku besta amma mín. Þú varst
svo falleg kona, ekki bara að utan
heldur varstu líka með svo fallegt
hjarta og þú vildir hreinlega öllum
vel. Samt sem áður varstu ákveðin og
hreinskilnari manneskju held ég að
ég hafi bara aldrei kynnst.
Ég er svo þakklát fyrir allar þær
stundir sem ég hef átt með þér, þá
sérstaklega síðastliðna fimm mánuði
þar sem ég fékk að kynnast þér svo
vel, og sjá hvað þú varst rosalega
sterkur persónuleiki og alltaf jákvæð.
Ég hef lært svo margt af þér. Bæði
það sem þú kenndir mér meðvitað og
síðan einnig það sem þú kenndir mér
ómeðvitað og því mun ég aldrei
gleyma, enda tel ég að þú hafir kennt
mér að verða að betri manneskju.
Það er mjög sárt að hugsa til þess
að við eigum ekki eftir að hittast aftur
og spjalla saman og gera eitt af því
sem þér þótti svo kært, það er að
segja að hlusta á útvarpið og þá helst
á klassíska tónlist.
Elsku amma mín, ég sakna þín svo
sárt og það er svo tómlegt hérna án
þín, það hjálpar þó að vita að þér líður
vel og þú ert komin til Sellu ömmu og
hefur fengið að hitta drengina þína
aftur sem þú hefur saknað svo mikið,
þá Davíð og Hafliða.
Takk fyrir allt sem þú hefur gefið
mér, það er svo margt.
Elska þig svo mikið.
Sofðu rótt, þar til við hittumst á ný.
Þín
Íris Dögg.
Elsku Hanna amma, eins og við
barnabörnin kölluðum þig.
Núna ert þú hjá Sellu ömmu, Davíð
og Halla og ég veit að vel hefur verið
tekið á móti þér. En elsku amma,
þegar ég horfi til baka til þess þegar
ég var barn og unglingur var ég mikið
hjá þér og afa og á ég þér mikið að
þakka, minningar sem ég geymi í
hjarta mínu.
Guð geymi þig og varðveiti, elsku
amma mín.
Þinn
Hafþór.
Langamma mín var mjög góð
kona. Hún var góð við alla sem voru í
kringum hana og öllum leið vel hjá
henni. Ég sakna Hönnu ömmu minn-
ar mjög mikið og vildi að hún væri hjá
mér. Það er sorglegt að hún dó en ég
veit að henni líður vel, því hún er
núna hjá Guði. Ég held að hann passi
fólkið í Nangíala eins og í bókinni
Bróðir minn Ljónshjarta. Þegar
mamma og pabbi sögðu mér að
Hanna amma væri dáin um miðja
nótt sagði ég að hún hefði örugglega
vaknað í Kirsuberjadal í Nangíala
undir fallegu tré með blóm allt í
kringum sig og að þar væri hún búin
að hitta mömmu sína og pabba og
drengina sína sem dóu.
Rakel Brynjólfsdóttir.
JÓHANNA G.
DAVÍÐSDÓTTIR
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN E. KRISTJÁNSSON
kaupmaður,
Skólagerði 6,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu-
daginn 13. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en
þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjartavernd.
Hulda Klein Kristjánsson,
Sóphus Klein Jóhannsson, Áslaug Ingólfsdóttir,
Ottó R. Jóhannsson,
Elín M. Jóhannsdóttir, Bergrún Sigurðardóttir,
Brynja Jóhannsdóttir, Rúnar Gíslason,
Pálmey Jóhannsdóttir, Niels Krogh Andersen,
Hjördís Jóhannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.