Morgunblaðið - 13.01.2003, Blaðsíða 32
32 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
DV
Sýnd kl. 5.45.
Yfir 55.000 áhorfendur
Sýnd kl. 8 og 10.05. B.i. 12.
H.K. DV
GH. VikanSK RadíóX
SV. MBL
GH. Kvimyndir.com
Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.10.
Robert DeNiro, Billy Crystal
og LisaKudrow(Friends)
eru mætt aftur
í frábæru
framhaldi
af hinni
geysi
vinsælu
gamanmynd
Analyze
This.
Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
H.TH útv. Saga.
HL MBL Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6. ísl tal.
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
DV
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 16.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 10.
ÁLFABAKKI
/ / /
ÁLFABAKKI AKUREYRI
Sýnd kl.4, 6, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 8.
/ /
/ /
!
"#$
% &#'(()
*+
,! - !!. # !/ 0'#
# ! 12# !
3
45!! % 3
45!! %
,66( 1 78
3
45!! % " '2 3.!#
,2
9# # !/ 1
: ''! ; <
=
' '/(
=>
-/! -#(
-
!
,/''#$ <'
,.# 2#
?
"
. 1##(
,
" ! 1
,! ! 9!!'
# (
, 8
, 8
, 8
, (
)@
, (
)@
, 8
, (
)@
, 8
, 8
# (
= (:'
, (
)@
, (
)@
, 8
, 8
, (
)@
, 8
, (
)@
, 8
,@' '! (
3# . / 8 (! : '
+>A '
, 8
# '
< 2
MARGIR unnendur Hringadróttins-
sögu hafa ugglaust velt því mjög fyrir
sér hvort lengri útgáfa eigi eftir að
koma út af Tveggja
turna tali á mynd-
diski líkt og Föru-
neyti hringsins.
Svarið er að svo mun
vera. Peter Jackson
leikstjóri myndanna
lýsti því yfir í viðtali
á dögunum og sagði
sérstaka mynd-
diskaútgáfu, sem
kemur út í nóvember, verða góðum
hálftíma lengri en sú útgáfa sem nú er
sýnd í bíó. „Þar á meðal eru nokkur
mögnuð atriði. Eitt er með Káti, Pípin
og Trjáskeggi, nokkur með Gollri sem
voru mjög nærri því að enda í aðal-
útgáfunni.“ Bardagaatriðin eiga þar
að auki eftir að verða ítarlegri og um
leið afdráttarlausari. „Við klipptum
atriðin til fyrir bíóútgáfuna svo mynd-
in félli innan ramma PG-13 aldurstak-
marksins (bönnuð börnum yngri en
13 ára). En atriðin sem við tókum
voru mun grófari, hausar og útlimir
fjúka og blóðið streymir. Þetta eru at-
riði sem við tókum út fyrir bíóútgáf-
una en verður aftur bætt inn fyrir
mynddisksútgáfuna, enda verður R
stimpill á henni (bönnuð börnum
yngri en 17 ára nema í viðurvist full-
orðinna).“ Biðin hefst núna.
Turnarnir lengj-
ast á mynddiski
Hausar munu
fjúka á mynd-
diskaútgáfu
Turnanna.
ÞRIÐJA myndin í röð hinna
geysivinsælu gamanmynda um
Austin Powers hefur verið sölu-
hæsti mynddiskurinn síðustu
tvær vikurnar. Þarf það vart að
koma á óvart því myndböndin um
njósnarann illtennta hafa selst
óvenjuvel enda eru myndirnar
þess eðlis að þeir sem á annað
borð kunna að meta þær geta
horft á þær aftur og aftur.
Menn í svörtu, önnur mynd,
seldist næstmest síðustu vikuna
en þar fer vönduð útgáfa smekk-
full af aukaefni.
Sjónvarpsþættirnir um Vinina
hafa gengið vel á mynddiskum og
koma þrisvar við sögu á lista vik-
unnar, enda njóta þættirnir því-
líkra vinsælda að margir unnend-
ur þeirra eru ekki í rónni fyrr en
þeir hafa eignast þá alla.
Svo er athyglisvert mjög að sjá
þrjá íslenska mynddiska á listan-
um, Sódómu Reykjavík, Með allt
á hreinu, og Engla alheimsins, en
allar eiga þær líka sameiginlegt
að vera meðal þeirra íslensku
mynda sem mesta aðsókn hafa
fengið í bíó.
Reuters
Austin Powers og Foxxy Cleopatra þurfa að glíma við óþokka frá Niðurlöndum í Goldmember.
Austin Powers með gullið
ÞÓTT lítið hafi
borið á þessum
fyrrverandi
myndbandaleigu-
starfsmanni þá er
alls ekki svo langt
síðan allt hring-
snerist í kringum
Quentin Tarant-
ino, og um hann
var rætt sem bjargvætt kvikmynda-
listarinnar. En svo lét hann sig
hverfa, næstum sporlaust, og und-
anfarið fjögur ár höfum við lítið ann-
að haft upp úr krafsinu en misvís-
andi og -langsóttar getgátur um
hver verði hans næstu skref og þá í
hvaða átt þau verða. Nú loksins síðla
þessa árs kom það svo á daginn að
hann stefndi í austurátt því næsta
mynd hans Kill Bill, sem frumsýnd
verður í október á þessu ári, mun
gerast að stórum hluta í austurvegi
og vera einhvers konar óður til
gömlu kung-fu myndanna. Myndin
mun skarta fríðum hópi leikara en í
þeim helstu verða Uma Thurman,
David Carradine, Daryl Hannah og
Michael Madsen.
Það fer vel á að nú þegar Tarant-
ino er að vakna á ný til lífs að minnt
sé á snilli kauða og það rækilega.
Þannig hefur Miramax tekið sig til
og gefið út tvær síðustu myndir
hans, hinar margrómuðu Jackie
Brown og Pulp Fiction á mynddiski,
í sérstökum tveggja diska „safnara-
útgáfum“. Útgáfa þessi hefur vakið
verðskuldaða athygli fyrir vegleg-
heit og vandaðan frágang og hafa
báðar myndir sést á listum yfir fram-
bærilegust mynddiskaútgáfu síðasta
árs. Enda ekki nema von því auk
myndanna sjálfra – sem þarf vart að
mæra enn fremur en þegar hefur
verið gert – þá er aukaefnið nær
óþrjótandi og þar að auki með fróð-
legra móti. Svo er það náttúrlega allt
saman alveg ofursvalt og móðins rétt
eins og Tarantino og myndirnar
hans.
Auk upplýsandi heimildarmynda
eru það vafalítið klipptu atriðin sem
mesta forvitni vekja, þær senur sem
Tarantino lét flakka. Má þar nefna
mun lengra atriði með Vincent (John
Travolta) og dópsalanum (Eric
Stoltz), viðtal sem Mia (Uma Thur-
man) tekur upp við Vincent og varp-
ar skýrara ljósi það sem gerist
seinna í myndinni, atriði með Dick
Miller sem Monster Joe, rulla sem
alfarið var klippt út. Í Jackie Brown
er m.a. að finna auglýsinguna óborg-
anlegu Chicks With Guns í fullri
lengd en afgangsefnið á báðum út-
gáfum er vel yfir 30 mínútur að
lengd.
Þótt finna megi á diskunum viðtöl
við Tarantino um gerð myndanna þá
innihalda þeir ekki hinar hefð-
bundnu skýringar á hverju atriði
fyrir sig, eins og algengt er orðið. Í
staðinn er hægt að velja með mynd-
unum skýringartexta sem birtist á
meðan horft er á þær og gerir grein
fyrir öllu mögulegu og mismikilvægu
sem fyrir sjónir ber.
Um miðbik síðasta árs kom síðan
út 10 ára afmælisútgáfa af Reservoir
Dogs, sem kannski ekki hefur verið
látið eins vel með, en er þó samt fylli-
lega þess virði að bæta í safnið, þó að
ekki væri nema fyrir myndina sjálfa
sem hefur hvergi nærri tapað þýð-
ingu sinni.
Fyrst Tarantino er til umfjöllunar
er ekki úr vegi að geta þess að nýver-
ið kom einnig út safnaraútgáfa af
From Dusk Till Dawn, blóðslettu-
myndinni sem hann skrifaði og lék í á
móti George Clooney og vinur hans
Robert Rodriguez leikstýrði. Á þeim
myndiski er að finna allt þetta hefð-
bundna; heimildarmyndir, þ.á m.
eina um blóðslettumyndir almennt
og samband þeirra við Hollywood,
auk hellings af afgangssenum.
Með Jackie Brown blés Tarantino nýju lífi í feril gömlu götumynda-
leikkonunnar Pam Grier.
Tarantino-veisla á mynddiskum
Reyfarakaup
Skarphéðinn Guðmundsson
Safnaraútgáfur af Pulp Fiction,
Jackie Brown og From Dusk Till
Dawn eru komnar í verslanir.