Morgunblaðið - 13.01.2003, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 33
Roger Ebert
Kvikmyndir.is
HL MBL
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
Hún var flottasta pían í bænum
Sýnd kl. 5 Ísl. tal. / Sýnd kl. 6 og 9.15 enskt tal. / Sýnd kl. 5 Ísl. tal. Vit 468
1/2 Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. / Sýnd kl. 5, 7, 8, 9 og 11. / Sýnd kl. 10. / Sýnd kl. 8 .
/
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15 / 7, 9, 10.10 og 11.15. / Sýnd kl. 8 og 10.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 og 10.15. B. I. 16.
Robert DeNiro, BillyCrystalog
LisaKudrow(Friends) eru mætt
aftur í frábæru framhaldi af hinni
geysivinsælu gamanmynd
AnalyzeThis.
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK
ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI
Sýnd kl. 3.45 íslenskt tal. / Sýnd kl. 4, 5 og 6 íslenskt tal. / Sýnd kl. 6 íslenskt tal.
ÁLFABAKKI AKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI / KEFLAVÍK
Á laugardagskvöldið var haldin
sannkölluð dansveisla á Broadway á
vegum sjónvarpsþáttarins The Lick
sem sýndur er á MTV-sjónvarps-
stöðinni. Kynnir þáttarins og stjórn-
andi veislunnar var Trevor Nelson
sem hélt uppi fjörinu ásamt skífu-
þeytunum DJ Dodgeand og DJ Hani.
Fyrir hönd Íslands komu fram tví-
burasysturnar Brynja og Drífa sem
skipa hljómsveitina Real Flavaz og
síðan XXX Rottweilerhundar. Búið
var að lofa óvæntum gesti og var
hann hljómsveit sem kallar sig Des-
ert Eagle Disc og er frá Bretlandi.
Fæstir könnuðust við þessa hljóm-
sveit en það hafði engin áhrif á
mannskapinn og var henni vel fagn-
að. Eftir að hljómsveitirnar höfðu
lokið sér af tóku plötusnúðar völdin
og dansað var fram á rauða nótt.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Eins og hér sést var stemmningin góð á Broadway á laugardag.
Trevor Nelson sá um að halda uppi
fjörinu. Hann er jafnframt þáttar-
stjórnandi The Lick.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Real Flavaz-tvíburasysturnar voru flottar á sviðinu á laugardaginn.
The Lick-dansveisla á Broadway
SAMTÖKIN Bíó Reykjavík stóðu
fyrir kvikmyndamaraþoni í Loftkast-
alanum um helgina. Sýndar voru allar
myndir leikstjórans Stanley Kubrick
en hann hefur gert stórmyndir á borð
við A Clockwork Orange og The Shin-
ing.
Veislan hófst klukkan 22 á föstudag
og með sýningu þriggja stuttmynda
meistarans sem eru mjög sjaldan
sýndar. Í beinu framhaldi var sýnd
myndin Fear and Desire sem er
fyrsta mynd Kubrick í fullri lengd. Sú
mynd var týnd í marga áratugi sökum
þess að Kubrick lét brenna öll nær
eintök af myndinni vegna fullkomn-
unaráráttu sinnar. Maraþonið stóð yf-
ir í rúmar 33 klukkustundir og lauk
snemma morguns á sunnudag. Hætta
þurfti við nokkrar myndir sem sýna
átti vegna þess að ekki fékkst leyfi til
sýninga. Aðstandendur létu það þó
ekki á sig fá og hófst maraþonið á til-
settum tíma að viðstöddu fjölmenni.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Slakað á milli mynda. Fólk á öllum
aldri mætti á maraþonið í Loftkast-
alanum, margir með svefnpoka.
Kubrick í Loft-
kastalanum
BRESKA rokkstjarnan Pete
Townshend, gítarleikari The Who,
hefur játað að hafa greitt fyrir að-
gang að barnaklámi á Netinu en seg-
ir það hafa verið í þágu herferðar
gegn barnaklámi. Townshend harð-
neitar því að hann sé barnaníðingur.
Townshend segist hafa verið liðs-
maður herferðar gegn
barnaklámi á Netinu
sem hafi fjarað út.
Blaðið Daily Mail
skýrði frá því á laugar-
dag að bandarísk lög-
regla hefði í framhaldi
af því að hafa upprætt
hring sem seldi barna-
klám á Netinu afhent
breskri lögreglu lista
með 7.000 manns sem
orðið hefðu sér úti um
barnaklám á Netinu og
hlaðið myndum niður á
tölvur sínar. Þar á með-
al væri heimsþekktur
breskur tónlistarmaður.
Með nafnalistanum
fylgdu kreditkortanúmer tölvupóst-
föng og aðrar upplýsingar.
Townshend, sem er 57 ára og
kvæntur tveggja barna faðir sendi
frá sér yfirlýsingu í kjölfarið sem
birt var í heild sinni á fréttavef BBC
í gær. Í henni viðurkennir Towns-
hend að hafa einu sinni notað kred-
itkort til að greiða fyrir aðgang að
barnaklámi á Netinu. „Ég gerði það
eingöngu til að sjá hvað á henni væri.
Ég ræddi við lögmann eftir á og
greindi honum frá því sem ég sá.“
Townshend segist ennfremur hafa
gert grein fyrir þessum athugunum
á heimasíðu sinni á Netinu auk þess
sem hann hefði gert lögreglu viðvart.
„Mér finnst ég hafa verið beittur
kynferðislegu ofbeldi sem barn og ég
var að gera rannsóknir því tengdar.
Ég hef verið að rita ævisögu mína og
rannsóknin var í þágu bókargerðar-
innar,“ bætir hann við.
Í fréttum BBC í gær
var greint frá því að
athæfi Townshend
lýsti dómgreindarleysi
„í besta falli“ að mati
„The Internet Watch
Foundation,“ samtaka
sem berjast gegn út-
breiðslu barnakláms á
Netinu. Segja þau að
bæði yfirvöld og fjöldi
samtaka berjist gegn
barnaklámi. Það sé
ekki til stuðnings
þeirri baráttu að ein-
staklingar taki málin í
sínar hendur og brjóti
lög. Townsend telur
sig hins vegar hafa gert þetta í þágu
samtaka eins og IWF.
Breska lögreglan sinnir nú um-
fangsmestu rannsókn sinni á barna-
klám og barnaníði á Netinu, undir
heitinu „Aðgerðin málmgrýti.“ Til
þessa hafa um 1.300 manns verið
handtekin í tengslum við rannsókn-
ina, þar á meðal dómarar, lögfræð-
ingar, tannlæknar, læknar og að-
stoðarskólastjóri. Ennfremur hafa
50 breskir lögreglumenn flækst í
netið og átta þeirra þegar verið
ákærðir.
Townshend segist ekki
vera barnaníðingur
Pete Townshend