Morgunblaðið - 16.01.2003, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 16.01.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2003  FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A UPPSÖGNIN KOM KEVIN GRANDBERG MJÖG Á ÓVART / C3 Óánægður með skipulagsleysi HM „STAÐAN er fullkomlega óþolandi, ég hef sjald- an eða aldrei lent í öðru eins,“ segir Morten Stig Christiansen, íþróttafréttastjóri dönsku sjón- varpsstöðvarinnar TV2 um þá staðreynd að ekki hefur enn verið raðað niður og tímasettir leikir í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknatt- leik. „Það er innan við vika í að mótið hefjist og við höfum aðeins tímasetningar á leikjum í riðla- keppninni,“ segir Christiansen, en stöð hans hef- ur sýningarrétt frá leikjum heimsmeistaramóts- ins í Danmörku. Christiansen segir stöðuna vera óþolandi því það verði að raða niður dagskrá stöðvarinnar og það sé útilokað að vera að hringla með hana fram á síðustu stundu. Þá sé staðan ekki síður óþolandi gagnvart auglýsend- um. „Ég er eiginlega orðlaus yfir þessu, þetta er hreinlega fyrir neðan allar hellur því þarna er á ferð heimsmeistarakeppni.“ ÓLAFUR Ingi Skúlason knatt- spyrnumaður sem er á mála hjá enska meistaraliðinu Arsenal, er kominn til Noregs þar sem hann er til reynslu hjá norska úrvalsdeild- arliðinu Sogndal. Ólafur Ingi verður við æfingar hjá Sogndal í vikutíma og er ráð- gert að hann spili með liðinu æf- ingaleik á móti Brann um næstu helgi. Sogndal hafnaði í fjórða neðsta sæti í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en liðið hefur rokk- að á milli úrvalsdeildarinnar og þeirrar fyrstu undanfarin ár. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist reiðubúinn að lána Ólaf Inga sem geti þannig öðlast reynslu með því að spila í aðalliði. Arsenal keypti Ólaf Inga frá Fylki árið 2001. Hann lék fyrst með unglingaliðinu og varð enskur meistari með því í fyrra, en færðist upp í varaliðið í haust og skoraði m.a. mark þess í 1:1 jafntefli á móti Watford í nóvember síðastliðnum. ÓVÆNT úrslit urðu í 2. umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis í fyrrinótt þegar Rússinn Jevgeni Kafelnikov, sigurvegari frá árinu 1999, tapaði fyrir lítt þekktum Finna, Jarkko Nieminen. Finninn vann tvö fyrstu settin 6:3 en þá hrökk Kafelnikov í gang og vann tvö næstu, 3:6 og 4:6. Flestir reiknuðu með því að þar með væri Finninn all- ur en svo reyndist ekki vera. Niem- inen vann síðasta settið, 6:1, og tryggði sér þar með sæti í 3. umferð- inni en þetta er í annað sinn sem hann tekur þátt í ástralska mótinu. Kafelnikov var í hópi þeirra tenn- isleikara sem taldir voru eiga mögu- leika á sigri á mótinu en hann varð eins og áður segir meistari 1999 og í öðru sæti árið eftir. Karlpeningurinn sem fylgist með mótinu varð fyrir áfalli þegar rúss- neska kynbomban Anna Kournikova var slegin út í 2. umferð. Kourni- kova, sem réð sér ekki fyrir kæti þegar henni tókst loks að komast áfram úr 1. umferðinni á stórmóti, steinlá fyrir Justine Henin-Har- denne, 6:0 og 6:1. Venus Williams, sem í öðru sæti á styrkleikalista mótsins á eftir Ser- enu, átti ekki í vandræðum með löndu sína, Ansley Cargill, og sigraði í tveimur settum, 6:3 og 6:0. Reuters Bandaríska stúlkan Venus Williams fagnar sigri á Ansley Car- gill í annarri umferð opna ástralska meistaramótsins í tennis. Lítt þekktur Finni stal senunni Grænlendingar hafa tilkynnt 16 manna landsliðsitt sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Portúgal sem hefst í næstu viku, en Grænlend- ingar eru m.a. í riðli með Íslendingum og mætast þjóðirnar í keppninni næstkomandi þriðjudag. Sjö leikmenn grænlenska liðsins leika með dönskum félagsliðum, sjö með liðum í heimaland- inu, einn spilar í Noregi og einn með þýska ann- arrar deildarliðinu Gelnhausen, Hans Peter Motz- feldt, sem í eina tíð lék með FH-ingum. Landslið Grænlendinga er skipað eftirtöldum leikmönnum, landsleikir þeirra eru innan sviga; markverðir eru Ulrich Winther-Hansen, Heimdal í Noregi (46), Niels Davidsen, Nagdlunguak á Grænland (23), Ivik Ostermann, NuK á Grænlandi (8). Aðrir leikmenn: Rasmus Larsen, GOG í Dan- mörku (53), Jakob Larsen, GOG í Danmörku (47), Siverth Johansen, Ikast í Danmörku (17), Niels Poulsen, Ikast í Danmörku (24), Piitaraq Rosbach, HF Odense í Danmörku (17), Hans Knudsen, K-1933 á Grænlandi, (34), Ingo Hansen, HF Odense í Danmörku (19), Peter Sikemsen, HF Odense í Danmörku (46), Finn Nielsen, NuK á Grænlandi, (45), Carsten Olsen, SAK á Græn- landi, (43), Peter Frederik Olsen, Nagdlunguak á Grænlandi (27), Kim Hougaard, SAK á Grænlandi (42), Hans Peter Motzfeldt, Gelnhausen í Þýska- landi (49). Landsliðsþjálfari Grænlendinga er Daninn Sören Hildebrandt. Níu leika utan Grænlands ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu er í 61. sæti á nýjum styrk- leikalista Alþjóða knattspyrnu- sambandsins sem gefinn var út í gær. Íslendingar hafa fallið niður um þrjú sæti en þeir voru í 58. sæti í síðasta mánuði. Staðan á toppnum hefur lítið breyst og sex efstu þjóðirnar á list- anum eru þær sömu og fyrir mán- uði. Brasilía er í efsta sæti og á eftir koma Frakkland, Spánn, Þýska- land, Argentína og Holland. Tyrk- land fer upp um tvö sæti og er í sjö- unda sæti á listanum, England í áttunda, Mexíkó í níunda sæti og Bandaríkin í því tíunda. Danir eru í tólfta sæti og eru efst- ir af Norðurlandaþjóðunum, Svíar skipa 24. sæti, Norðmenn 25. sæti, Finnar 43. sæti og Færeyingar eru í 116. sæti. Afganistan, sem lék sinn fyrsta landsleik í 20 ár, skipar síðasta sæt- ið á styrkleikalistanum – er í 204. sæti. Ísland fellur um þrjú sæti SKÍÐASTÖKKVARAR frá Þýska- landi, Finnlandi, Póllandi, Japan og Noregi hafa hótað því að mæta ekki til leiks í næstu heimsbikarkeppnir þar sem þeir hafa enn ekki fengið að nota sams konar keppnisbúninga og landslið Austurríkis hefur notað í vetur. Búningur Austurríkismanna þykir einstakur hvað varðar loftafls- fræðilega hönnum og hefur skilað þeim sem hann nota miklum árangri. Búningurinn er hins vegar illfáan- legur og Austurríkismenn hafa ekki verið viljugir til þess að gefa upp „leyndarmálið“ á bak við hönnunina. Forsvarsmenn keppenda frá áður- nefndum þjóðum eru ekki sáttir við stöðu mála og hafa hótað því að að- eins keppendur frá Austurríki taki þátt í næstu keppnum. Í reglugerðum Alþjóðaskíðasam- bandsins, FIS, kveður hins vegar á um það að allir keppendur hafi sama rétt til þess að nota nýjasta búnaðinn hverju sinni. Næsta keppni fer fram um næstu helgi og hefur FIS verið tjáð að gera út um málið fyrir þann tíma, því annars verði fámennt í þeirri keppni. Skíða- stökkvarar í verkfall? Ólafur Ingi til reynslu hjá Sogndal PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B  VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F STÓRIÐJA AFLABRÖGÐ FISKVEIÐAR Sitt hefur sýnst hverjum í umræðunni um arð- semi væntanlegrar Kárahnjúkavirkjunar. Krókaaflamarksbátarnir hafa veitt vel það sem af er þessu fiskveiðiári, alls 15.509 tonn. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri á Vilhelm, hefur verið fengsæll á loðnunni nú í janúar. ÁHÖLD/6 AUKINN/8 STEFNUM/12 LÍFEYRISSJÓÐIR heimsins töpuðu 1.400 milljörðum Bandaríkjadala á síðasta ári, eða sem svarar til um 112.000 milljarða íslenskra króna, samkvæmt rannsókn ráð- gjafarfyrirtækisins Watson Wyatt. Í Fin- ancial Times kemur fram að sumir sjóðanna séu afar illa staddir vegna tapsins, sem staf- ar af verðlækkun á mörkuðum heimsins. Líf- eyrissjóðirnir hafa lækkað síðustu þrjú árin og samanlögð lækkun hefur numið jafnvirði um 216.000 milljarða króna. Lækkunin í fyrra var 11%, 7% árið 2001 og 3% árið 2000. Haft er eftir yfirmanni hjá Watson Wyatt að eignarýrnun sjóðanna á síðasta ári sé meiri en nokkru sinni fyrr. Þessi lækkun, ásamt auknum skuldbindingum sjóðanna, ylli því að skuldbindingar umfram eignir næmu nú 200.000 milljörðum króna. Þegar lífeyrissjóðirnir náðu hámarki árið 1999 voru eignir þeirra metnar á um 1.080.000 milljarða króna og höfðu þá tvö- faldast á sjö árum. Í lok síðasta árs voru um 864.000 milljarðar í lífeyrissjóðum heimsins. F J Á R M Á L Lífeyrissjóð- ir heimsins stórtapa BANDARÍSKA lágvöruverslunarkeðjan Kmart, sem fékk greiðslustöðvun fyrir ári, mun segja allt að 35 þúsund starfsmönnum upp á næstunni og loka 326 verslunum. Stjórnendur fyrirtækisins vilja með þessa reyna að koma í veg fyrir gjaldþrot þess. Greint var frá þessu á vefriti BBC í gær. BBC segir að hörð samkeppni frá keppi- nautunum Wal-Mart og Target hafi dregið úr möguleikum Kmart á að bæta rekstur- inn, og sumir greinendur á markaði telji að það muni ekki takast. Sala fyrirtækisins í desembermánuði síðastliðinum hafi verið 5,7% minni en í sama mánuði árið áður. Þá kemur fram hjá BBC að Kmart verði væntanlega tekið til rannsóknar vegna gruns um að stjórnendur hafi dregið sér milljónir Bandaríkjadala áður en sótt var um greiðslustöðvun. Í mars 2002 var 22 þúsund starfsmönnum Kmart sagt upp og 283 verslunum lokað. Kmart segir upp 35 þúsund starfsmönnum  HAGNAÐUR hjá stærstu fyr- irtækjum Kauphallar Íslands dregst saman um 35%–42% á milli áranna 2002 og 2003 samkvæmt spám greiningardeilda Búnaðar- bankans, Íslandsbanka og Kaup- þings um afkomu fyrirtækjanna þessi ár. Búnaðarbankinn spáir fyrir um afkomu 25 fyrirtækja og sam- kvæmt spám bankans verður hagnaður þeirra 44,6 milljarðar króna á síðasta ári en 27,7 millj- arðar króna á þessu ári, sem er 38% lækkun milli ára. Spá Íslandsbanka nær til 26 fyr- irtækja og samkvæmt henni minnkar hagnaður þeirra úr 45 milljörðum króna í 26 milljarða króna milli ára, eða um 42%. Í spá Kaupþings eru 23 fyrir- tæki og lækkar hagnaðurinn úr 42,8 milljörðum króna í 27,9 millj- arða króna milli ára, eða um 35%. Verðlagning markaðarins Þessi lækkun hagnaðar sem spáð er að verði milli ára stafar aðallega af töluverðum gengis- og sölu- hagnaði á síðasta ári. Þannig segir greiningardeild Búnaðarbankans að gengishagnaður fyrirtækjanna 25 í fyrra sé áætlaður um 14 millj- arðar króna, söluhagnaður Baugs vegna sölu á hlut í Arcadia hafi verið 8 milljarðar króna og sölu- hagnaður Landsbankans vegna sölu á hlut í Vátryggingafélagi Ís- lands hafi verið 1 milljarður króna. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að framlegð aukist úr 9,5% í 10,5% á milli ára og að hækkunin skýrist annars vegar af því að rekstrareiningar með háa framlegð, sem aðeins hafi gætt að hluta í fyrra, komi að fullu fram á þessu ári. Í því sambandi er bent á að Delta er komið inn í samstæðu Pharmaco og að sjávarútvegsstoð hefur orðið til innan Eimskipa- félagsins. Hins vegar skýrist hækkunin af því að vænst sé tals- verðs bata á milli ára eftir afar slæmt ár í fyrra og eru fyrirtækin Baugur og Marel nefnd í því sam- bandi. Þegar leiðrétt hafi verið fyrir þessum þáttum megi sjá að í nokkrum tilfellum sé gert ráð fyrir að framlegð versni eða standi í stað milli ára. Greiningardeild Búnaðarbank- ans telur að fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði séu almennt tiltölulega lágt verðlögð. Við matið á verðlagningu á markaðnum er reiknuð svokölluð innri ávöxtunar- krafa fyrirtækjanna og hún borin saman við fyrri ár og ávöxtunar- kröfu á skuldabréfamarkaði. Greining Íslandsbanka segir að almennt sé ekki að vænta veru- legrar hækkunar á verði hluta- bréfa í Kauphöllinni á næstu mán- uðum. Ávöxtun verði tæplega svipuð því sem var á síðasta ári, þegar Úrvalsvísitalan hækkaði um tæp 17%, og spáð er um 10% ávöxtun á íslenska hlutabréfa- markaðnum á árinu. Greining Íslandsbanka segir ennfremur að ólíkt því sem verið hafi í upphafi síðasta árs séu nú fá áberandi góð kauptækifæri á hlutabréfamarkaðnum. Þó beri að líta til þess að framundan sé nokk- urra ára samfellt hagvaxtarskeið ef af stóriðjuframkvæmdum verði og að reynslan sýni að slíkar að- stæður séu til þess fallnar að ýta undir verð hlutabréfa auk þess sem aðgangur að fjármagni til ým- iss konar útrásar- og umbreyting- arverkefna verði auðveldari. Hag- stæðari markaðsaðstæður gætu jafnvel haft í för með sér að ný fé- lög veltu fyrir sér skráningu í Kauphöll Íslands. Sameiningar í fjármálageira Fjármálafyrirtæki, bankar og tryggingafélög vega þyngst í Úr- valsvístölu Kauphallar Íslands. Greiningardeild Búnaðarbankans telur líklegt að ytra umhverfi bankanna verði stöðugt á þessu ári ólíkt því sem verið hafi undanfarin ár og að ekki sé óvarlegt að áætla að einhverjar breytingar verði í rekstri Landsbanka og Búnaðar- banka í kjölfar einkavæðingar þeirra. Greining Íslandsbanka tel- ur líklegt að viðskiptabankarnir muni skila ávöxtun umfram mark- aðinn, en það fari helst eftir þeirri stefnu sem framfylgt verði eftir einkavæðingu bankanna tveggja. Greiningardeild Kaupþings seg- ir að vegna einkavæðingarinnar megi búast við að landslagið í fjár- málageiranum verði nokkuð annað en verið hafi og að mikið sé rætt um hugsanlegar sameiningar inn- an hans. Hagnaður dregst saman um 35%–42% milli ára Skýringin á minni hagnaði er aðallega mikill gengis- og söluhagnaður á síðasta ári Morgunblaðið/Ómar Framlegð fyrirtækja mun aukast milli ára samkvæmt spá Íslandsbanka.  Miðopna: Áhöld um arðsemi og áhættu Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Erlent 14/16 Minningar 29/32 Höfuðborgin 17 Brids 33 Akureyri 18 Bréf 36 Suðurnes 19 Kirkjustarf 37 Landið 19 Dagbók 38/39 Neytendur 20 Fólk 40/45 Listir 21/22 Bíó 42/45 Umræðan 23/29 Ljósvakamiðlar 46 Forystugrein 24 Veður 47 * * * Verð á mann frá 19.800* kr. þegar bókað er á www.icelandair.is www.icelandair.is Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu Flugsæti á broslegu verði ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 19 89 0 01 /2 00 3 *Innifalið: Flug og flugvallarskattar FULLTRÚAR Landsvirkjunar og þrír hagfræð- ingar sátu fyrir svörum á fundi með öllum borg- arfulltrúum Reykjavíkur á fundi í Ráðhúsinu í gær. Rætt var um umhverfismál, arðsemi og ábyrgðir sem Reykjavíkurborg þarf að gangast undir. Á fundinum voru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og nánir samstarfsmenn hans, Sigurður Ármann Snævarr borgarhagfræðingur auk hagfræðinganna Þorsteins Siglaugssonar og Þórólfs Matthíassonar. Strax að fundinum loknum hófst aukafundur borgarráðs þar sem beiðni Landsvirkjunar, um að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgðir vegna lána fyr- ir Kárahnjúkavirkjun, var vísað til borgarstjórn- arfundar sem hefst klukkan 14 í dag. Í gær gerði Steinunn Valdís Óskarsdóttir grein fyrir afstöðu sinni til ábyrgðarinnar. Þar með er afstaða allra borgarfulltrúanna ljós. Of mikil óvissa „Ég ætla mér ekki að samþykkja þetta,“ sagði Steinunn Valdís í samtali við Morgunblaðið í gær. „Ég er búin að fara mjög rækilega yfir þetta mál og sannfærðist í rauninni endanlega um þetta í dag [í gær] eftir fundinn með fulltrúum Landsvirkjunar og hagfræðingunum.“ Að hennar mati ríkir of mikil óvissa um margt varðandi arðsemi Kárahnjúka- virkjunar. Í svokallaðri eigendaskýrslu sé t.d. ekki lagt mat á líkurnar á að álverð lækki og að stofn- kostnaðurinn hækki. Telur Steinunn Valdís veru- legar líkur á að áætlanir um stofnkostnað standist ekki. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að um- fangsmiklar samgönguframkvæmdir í Noregi hafi að meðaltali farið um 33% fram úr áætlun. Í skýrsl- unni sé heldur ekki lagt mat á líkurnar á því að stofnkostnaður virkjunarinnar fari fram úr áætlun. Hún hafi auk þess áhyggjur af því að draga verði verulega úr opinberum framkvæmdum þegar framkvæmdir við virkjunina hefjast af fullum krafti. Óhjákvæmilega verði að slá á frest ákveðnum stórverkefnum í Reykjavík, t.d. Sunda- braut sem sé mikið hagsmunamál Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar. Aðspurð hvort umhverfissjón- armið hafi haft áhrif á afstöðu hennar segir Stein- unn Valdís: „Sem einstaklingur er ég í hjarta mínu á móti þessu út frá umhverfissjónarmiðum. En í borgarstjórninni á morgun tek ég ekki afstöðu til umhverfisþáttanna því Reykjavíkurborg er að ábyrgjast þetta sem eigandi. Ég er umhverfis- verndarsinni í hjarta mínu en það ræður ekki að öllu leyti för í þessu tilviki.“ Níu–fimm Steinunn varð síðust borgarfulltrúa til að gera opinbera afstöðu sína til ábyrgðanna. Liggur nú fyrir að níu borgarfulltrúar eru því fylgjandi að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgðir, þrír fulltrúar Reykjavíkurlistans og sex fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins. Andvígir eru fimm, fjórir fulltrúar R- listans auk fulltrúa F-lista. Einn borgarfulltrúi R- listans situr hjá. Ákvörðun um ábyrgðir tekin í borgarstjórn í dag Morgunblaðið/Kristinn Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi og Friðrik Sophusson forstjóri við upphaf fundar í gær. ARNAR Guðmundsson, skólastjóri Lögregluskóla ríkisins, staðfesti við Morgunblaðið í gærkvöldi, að skóla- vist nýnemans Svavars Vignissonar hefði verið afturkölluð vegna handar- brots, sem hann hlaut í handknattleik síðastliðinn föstudag. Arnar segir ekki um brottvikningu úr skólanum að ræða enda hafi Svavar ekki brotið af sér í námi á neinn hátt. Ákvörðun sín sé byggð á því að Svavar geti ekki tekið þátt í starfi skólans handarbrot- inn. Í umræddum leik braut Svavar þrjú handarbaksbein, fór úr lið á fjór- um fingrum og reif liðbönd í hand- arbaki. Þannig útleikinn getur hann ekki verið með í náminu að sögn Arn- ars, enda þurfa nemendur að leysa verkefni daglega sem krefjast góðs líkamlegs ástands. Meiðslin hafi upp- götvast fyrsta kennsludag skólans og hafi þá orðið ljóst að Svavar uppfyllti ekki skilyrði um líkamlegt ástand. Aðspurður sagði Arnar það ekki hafa komið til greina að Svavar færi í veik- indaleyfi, enda lögregluskólinn ólaun- aður skóli. Próf hæfust eftir fjóra mánuði og fyrirséð að Svavar yrði í gifsi svo vikum skipti. Því hafi ekki verið um annað að ræða en að aft- urkalla skólavistina. Svavar vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið leitaði eftir því við hann í gær. Skólavistin aft- urkölluð vegna handarbrots SKARFAR eru algengastir á lágum hólmum eða eyjum í Breiðafirði en þeir eru líka gjarnan við Faxaflóa og þessir undu sér vel á skeri við Hafnarfjörð í gær. Fyrir áhugamenn má geta þess að toppskarfur er nokkru minni og grennri en dílaskarfur en fullorðinn díla- skarfur í varpbúningi er með hvíta kverk og vanga. Morgunblaðið/Ómar Rólegir skarfar á skeri KJÚKLINGABÚIÐ Móar hf. fer fram á að greiðslustöðvun fyrirtækisins verði framlengd um þrjá mánuði. Beiðnin verður tekin fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í dag. Móar fengu upphaflega greiðslustöðvun 27. desember sl. og rennur hún út í dag. Kristinn Gylfi Jónsson, stjórnarformaður Móa, segir að samkvæmt venju sé greiðslustöðvun fyrst veitt til þriggja eða fjögurra vikna en síðan framlengd. Tímann eigi að nota til að ná nauðasamn- ingum við lánardrottna og afla nýs hlutafjár. Fyrirtækið skuldar rúm- lega 1,44 milljarða en bók- færðar eignir eru 1,09 millj- arðar. Vilja lengri greiðslu- stöðvun VIRKJUN MÓTMÆLT Fullt var út úr dyrum á borg- arafundi sem haldinn var í Borg- arleikhúsinu í Reykjavík í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Leggjum ekki landið undir – það tapa allir á Kára- hnjúkavirkjun“. Fyrr um daginn efndu virkjanaandstæðingar til mót- mælastöðu við Lagarfljótsbrú og einnig var mótmælt við Alþing- ishúsið í Reykjavík. Í dag tekur borgarstjórn Reykjavíkur ákvörðun um þær ábyrgðir sem Reykjavík- urborg þarf að gangast undir vegna lána fyrir Kárahnjúkavirkjun. Lyfin dýrari á Íslandi Verulegur munur er á lyfjaverði hér á landi og í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hefur hækkun lyfja- verðs og aukin notkun lyfja valdið 37% hækkun á lyfjakostnaði Lands- spítala – háskólasjúkrahúss en út- gjöld spítalans vegna lyfjakaupa voru um 2,3 milljarðar króna í fyrra. Borgaryfirvöld gagnrýnd Embætti borgarlögmanns segir að ekki hafi verið gætt lagaskilyrða við útgáfu byggingarleyfis fyrir fjöl- býlishúsið í Suðurhlíð 38. Embættið gagnrýnir umfjöllun borgaryf- irvalda um málið en þau veittu leyfi fyrir hærra húsi en samþykkt deili- skipulag heimilaði. Rússar vilja eldflaugavarnir Rússar hafa áhuga á að þróa eld- flaugavarnarkerfi eins og Banda- ríkjamenn. Sergei Ívanov, varn- armálaráðherra Rússlands, segir þó ljóst að verkefnið muni taka mið af efnahagsaðstæðum í landinu. Minni hagnaður Hagnaður hjá stærstu fyrirtækj- um Kauphallar Íslands dregst sam- an um 35%–42% á milli áranna 2002 og 2003 samkvæmt spám greining- ardeilda Búnaðarbanka, Íslands- banka og Kaupþings. Skýrist þetta aðallega af miklum gengis- og sölu- hagnaði á síðasta ári. Áhugi fyrir EXPO Davíð Oddsson forsætisráðherra segir áhuga fyrir hendi hjá íslensk- um stjórnvöldum að taka þátt í heimssýningunni EXPO 2005 en hún verður haldin í Japan. Það þyrfti þó helst að gerast í samvinnu við hin Norðurlöndin og eru viðræður nú í gangi um þetta efni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.