Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Hauksson, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, sagðist í samtali við
Morgunblaðið síðdegis í gær ekki
hafa fengið í hendur skýrslu Deloitte
& Touche um verðmæti Frjálsa fjár-
festingarbankans, en þar er komist
að þeirri niðurstöðu að SPRON hafi
keypt bankann á of háu verði. Þessi
skýrsla var samin að beiðni Búnað-
arbankans fyrir fimmmenningana
sem gerðu tilboð í stofnfé SPRON í
fyrrasumar og var sagt frá henni í
Morgunblaðinu í gær.
Guðmundur segist af þessum sök-
um ekki vera í aðstöðu til að dæma
um einstök atriði í matinu sjálfu. Þó
sé ljóst að ákveðnar forsendur mats-
ins séu mjög hæpnar. Þannig sé
verðbilið 2,2 til 4,8 milljarðar króna,
verðið sveiflist um 120%, og þar af
leiðandi sé ekki um
ýkja nákvæm vísindi að
ræða. Hann gefi því
ekki mikið fyrir skýrsl-
una eftir því sem hann
geti lesið út úr frétt
Morgunblaðsins um
hana.
Guðmundur segir að
SPRON hafi fram-
kvæmt útreikninga á
verðmæti Frjálsa fjár-
festingarbankans, bæði
þegar hann hafi verið
keyptur á sínum tíma,
sem var í lok september
í fyrra, og síðan hafi
verið fylgst með því
hver þróunin hafi verið. Hún hafi
verið með þeim hætti að hún styðji
fullkomlega það verð sem greitt hafi
verið fyrir bankann.
Guðmundur segir að
samkvæmt áætlaðri af-
komu fjármálafyrir-
tækjanna á síðasta ári
og markaðsvirði þeirra
í lok árs komi í ljós að
Frjálsi fjárfestingar-
bankinn sé arðbærari
en hinir bankarnir. Ef
rétt sé, sem fram komi
í skýrslu Deloitte &
Touche, að svona fjár-
málafyrirtæki skili
13,32% arðsemi, þá sé
Frjálsi fjárfestingar-
bankinn eina fjármála-
fyrirtækið sem sé ná-
lægt því að ná því.
Guðmundur segir að Pétur H.
Blöndal, einn fimmmenninganna,
hafi í samtali við Morgunblaðið í gær
reynt að gera það tortryggilegt að
Guðmundur gegndi trúnaðarstörf-
um bæði í SPRON og Kaupþingi, þar
sem Guðmundur er stjórnarformað-
ur, og sé þar af leiðandi beggja
vegna borðs. Þetta sé rangt, fullt til-
lit hafi verið tekið til þessa og hann
hafi sjálfur hvergi komið nálægt
samningum um viðskiptin með
Frjálsa fjárfestingarbankann. Fjár-
málaeftirlitið hafi fengið til sín öll
gögn eftir að því hafi verið gerð
grein fyrir kaupunum eins og beri að
gera vegna þess að sparisjóðurinn
hafi þurft að fá staðfestingu Fjár-
málaeftirlitsins á því að hann mætti
eiga ráðandi hlut í Frjálsa fjárfest-
ingarbankanum. Athugasemdalaus
staðfesting hafi fengist á því hjá
Fjármálaeftirlitinu.
Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri um verðmatsskýrslu Deloitte & Touche
Forsendur matsins hæpnar
Guðmundur Hauksson
SAMNINGSTÍMI Landsvirkjunar,
Fjarðaáls, sem er að fullu í eigu Alcoa,
og Alcoa er 40 ár en orkuverðið verð-
ur endurskoðað eftir tuttugu ár. Þetta
kom fram í máli Friðriks Sophusson-
ar, forstjóra Landsvirkjunar, á fundi
Verslunarráðs um virkjunarfram-
kvæmdir og álverssamninga í gær.
Hann segir að í samningum sé
harðræðisákvæði eins og í öðrum
samningum sem Landsvirkjun hefur
staðið að. Alcoa ábyrgist greiðslu á
85% af orkunni í 40 ár algjörlega óháð
því hvort fyrirtækið nýtir orkuna eða
ekki. Það er takmarkaður framsals-
réttur á rafmagnssamningnum þann-
ig að ef Alcoa selur verksmiðjuna þá
kemur Landsvirkjun að því máli.
Samningurinn lýtur íslenskum lögum
og gerðardómur verður í Stokkhólmi
og það þarf að vera samráð á rekstr-
artímanum eins og eðlilegt er. Það er
takmarkaður ráðstöfunarréttur
Fjarðaáls á samningsbundnu raf-
magni þannig að ef þeir nýta ekki raf-
magnið þá er ekki sjálfsagt að þeir
geti selt það öðrum nema síður sé,“ að
sögn Friðriks.
Rólegt tímabil framundan
Jake Siewert, aðaltalsmaður Alcoa,
ræddi meðal annars um reynslu Alcoa
af samskiptum við íslenska aðila, bæði
stjórnvöld og aðra. Siewert sagði
reynsluna hér á landi afar góða. Ís-
lendingar hefðu haft frumkvæði og
unnið stærstan hluta af undirbúningi
álversframkvæmdanna. Hann sagði
hlutina ganga mun hraðar fyrir sig en
fyrirtækið ætti að venjast víðast hvar.
Þar að auki væri víða erfitt að afla
upplýsinga en hér á landi væru engin
leyndarmál.
Siewert sagði Alcoa hafa fundið
fyrir miklum áhuga og miklum vænt-
ingum hér á landi. Hann lagði þó
áherslu á að þótt hlutirnir hefðu
gengið hratt fyrir sig frá því fyrirtæk-
ið kom að málinu í apríl á síðasta ári
væri ekki komið að því að það færi að
ráða starfsmenn eða verktaka hér á
landi. Nú tæki við rólegt tímabil og
hönnunarvinna, en það væri fyrst árið
2005 og 2006 sem starfsemin hæfist af
krafti hér á landi.
Siewert kom einnig inn á þá gagn-
rýni sem verið hefði á þessar fram-
kvæmdir hér á landi. Hann sagði að
samkvæmt könnunum nytu þær
stuðnings um 2⁄3 hluta þjóðarinnar, en
að Alcoa vildi beita sér fyrir auknum
stuðningi og vinna andstæðinga yfir á
sitt band. Þótt sigur hefði unnist í
málinu vildi fyrirtækið koma vel fram
við þá sem biðu lægri hlut og eiga góð
samskipti við alla og leitast við að
sannfæra þá um að vel yrði að málum
staðið og að framkvæmdirnar ættu
rétt á sér.
Frestun opinberra framkvæmda
Bolli Þór Bollason frá fjármála-
ráðuneytinu sagði að ef kæmi til
þeirra álvers- og virkjunafram-
kvæmda sem fyrirhugaðar eru á
næstu árum yrði hið opinbera að beita
virkri hagstjórn til að stemma stigu
við þenslu. Helsta aðgerðin yrði frest-
un á opinberum framkvæmdum þar
til að niðursveiflu kæmi aftur. Hann
sagði að miðað við framreikning ráðu-
neytisins, sem þó væri rétt að gera
fyrirvara við vegna mikillar óvissu,
væri gert ráð fyrir að hagvöxtur færi
upp í 5–6% á árunum 2005–2006 en
eftir það kæmi niðursveifla. Bolli
sagði að tímasetning framkvæmda
eins og þessara gæti ekki verið betri.
Mikil eftirspurn yrði hins vegar eftir
vinnuafli og aukinn viðskiptahalli.
Fundur Verslunarráðs um virkjunarframkvæmdir og álverssamninga
Morgunblaðið/Kristinn
Jake Siewert, aðaltalsmaður Alcoa, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, stinga saman nefjum á fund-
inum í gær, en þeir voru frummælendur á fundinum. Lengst til hægri er Bogi Pálsson, formaður Verslunarráðs.
Ráðstöfunarréttur Fjarða-
áls bundinn skilyrðum
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, gerði málflutn-
ing umhverfissinna að umfjöll-
unarefni á fund Verslunarráðs.
„Ég geri mér grein fyrir því að
fólk mun berjast gegn þessari
virkjun og því raski sem hún mun
óneitanlega hafa í för með sér.
Við því er ekkert að segja, það
eru margir sem segja að það séu
meiri verðmæti að halda nátt-
úrunni eins og hún er. Við hin
höfum hins vegar haldið því fram
að við verðum að lifa í þessu
landi. Það sé ekki nóg að eiga
heima erlendis en eiga kost á því
að fljúga með álflugvélum til út-
landa og koma hingað heim þeg-
ar þeim sýnist. Segja síðan við
okkur að við eigum ekki að vera
að byggja úreltar verksmiðjur
sem framleiða það ál sem þeir
kjósa að ferðast í. Heldur kjósa
þeir að hafa allt eins og það var.
Þannig að við getum staðið í
sauðskinnsskónum og sýnt þeim
hvernig landið var, full af róm-
antískum tilfinningum sem fólk
hefur til lands og þjóðar.
Við því er ekkert að segja en
við hin sem ætlum okkur að búa
hérna vitum að við þurfum að lifa
við sömu lífsskilyrði og nágrann-
arnir. Til þess þurfum við að nota
okkar náttúruauðlindir, aðrar
auðlindir og þekkingu til þess að
gera landið lífvænlegt,“ sagði
Friðrik á fundi Verslunarráðs.
Gagnrýni
á um-
hverfis-
sinna
EKKERT hefur spurst til 31
árs konu sem lögreglan í
Reykjavík hefur lýst eftir frá
30. desember sl. Samkvæmt
farþegaskrám Flugleiða fór
hún til Danmerkur 29. desem-
ber en kom ekki til baka með
flugi sem hún átti bókað far
með. Óskað hefur verið eftir því
við dönsk lögregluyfirvöld að
þau lýsi eftir henni í dönskum
fjölmiðlum. Jónas Hallsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn í
Reykjavík segir að í gær hafi
átt að birtast auglýsing með
mynd í dagblaðinu B.T.
Ekkert
spurst til
31 árs
konu
LANDSBÓKASAFN Íslands, Há-
skólabókasafn, er með skilti við inn-
ganginn sem segir að aðgangur sé
bannaður þeim sem eru yngri en 18
ára. Í húsreglum bókasafnsins má
sjá staðfestingu þar á, en þar segir:
„Safnið er öllum opið, átján ára og
eldri,“ og jafnframt er tekið fram
að þeir sem yngri eru hafi aðgang í
fylgd með fullorðnum.
Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir,
landsbókavörður, sagði við Morg-
unblaðið í gær að bókasafnið hafi
neyðst til að setja upp þessar reglur
þar sem framhaldsskólanemar
trufluðu endurtekið háskólastúd-
enta sem læra þar fyrir próf.
„Ástæðan fyrir því að við þurftum
að takmarka aðgang er sá að safnið
er ekki nægjanlega stórt til að taka
við öllum framhalds- og grunn-
skólanemendum. Við erum að reyna
að halda þessu sem rannsókn-
arsafni og fyrir þá sem vilja vera í
friði,“ sagði Sigrún og bætti því við
að til stæði að gera skiltin þannig að
þau kæmu viðskiptavinum jákvæð-
ar fyrir sjónir.
„Við verðum fyrst og fremst að
passa upp á þá sem virkilega þurfa
á þjónustu okkar að halda,“ sagði
Sigrún. Hún sagði jafnframt að lág-
marksaldur hafi verið hækkaður í
fyrravetur þar sem hávaði á próf-
lestrartíma var óviðunandi ásamt
því að framhaldsskólanemar hafi
orðið uppvísir að hrekkjum. „Einn
dag hringdu vekjaraklukkur um
allt hús, annan dag var fugli sleppt
um húsið. Við vitum ekki hvað lá að
baki þessum hrekkjum, hvort verið
var að mótmæla einhverju. Þetta er
náttúrulega ólíðandi fyrir háskóla-
bókasafn,“ sagði Sigrún og tók
fram að nemendum yngri en 18 ára
sé ekki bannaður aðgangur sýni
þeir fram á að þeir hafi löggilt er-
indi á safnið. „Ef yngri nemendur
eru að vinna verkefni á vegum síns
skóla og eru með beiðni frá kennara
er þeim að sjálfsögðu ekki vísað frá.
Þetta var aðallega sett upp vegna
þeirrar reynslu sem við höfum af
framhaldsskólanemum, en hún er
afleit,“ sagði Sigrún og bætti við að
varúðarráðstafanir verði teknar í
gagnið í vor. „Ég býst við því að
neyðarvörn hjá okkur fyrir vorpróf
verði að við setjum verði í dyrnar
sem biðja um nafnskírteini nem-
enda,“ sagði Sigrún. Hún sagði tölu-
vert vera um að framhaldsskóla-
nemendur kæmu inn til að hlaða
farsíma sína og spjalla og væru þar
af leiðandi ekki velkomnir. „Þetta
eru bara litlir hópar sem skemma
fyrir heildinni. Það hefur aldrei
verið ætlunin að loka hér en þegar
framhaldsskólanemendur sitja hér
með skólabækur sínar við lestur og
teppa hér öll borð og háskólastúd-
entarnir fá ekkert pláss, þá verður
óhjákvæmilega núningur.“
Að sögn Sigrúnar leita börn á
grunnskólaaldri lítið til safnsins
nema þegar skipulagðir hópar
koma í heimsókn ásamt kennara
sínum og sagði Sigrún slíka hópa
velkomna.
Morgunblaðið/Kristinn
Þessi skilaboð blasa við gestum Þjóðarbókhlöðunnar.
Framhaldsskólanemar ekki
velkomnir í Þjóðarbókhlöðu