Morgunblaðið - 16.01.2003, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 11
Snarlækkað verð – 100% lán!
Kynntu þér alla þá fyrsta flokks bíla sem þér bjóðast á einstökum kjörum
– 100% lán – í aðeins fjóra daga. Komdu svo til okkar og kláraðu dæmið.
Mundu að fyrstur kemur, fyrstur fær!
Snarlækkað
verð!
Fimmtudag .............................. kl. 9–19
Föstudag ................................. kl. 9–19
Laugardag ............................. kl. 10–16
Sunnudag.............................. kl. 12–16
Umboðsaðilar:
Reykjanesbær • Selfoss • Reyðarfjörður • Akureyri • Borgarnes
Kynntu þér 100% lán á notuðum
bíl frá Bílaþingi HEKLU.
100% lán
Við höfum opið lengur næstu fjóra daga:
A
B
X
/
S
ÍA
9
0
3
0
0
4
2
Gott á bilathing.is
Laugavegi 170–174 • Sími 590 5000 • www.bilathing.is • bilathing@hekla.is
GUÐNI Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins, segir að ef
Framsóknarflokkurinn fái hastar-
lega útreið í kosningunum í vor og
tapi fjórum til sex þingmönnum,
verði hann að víkja af vellinum.
Framsóknarflokkur með 10% fylgi
sé ekki þátttakandi í ríkisstjórn.
Hann segir Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur ekki vera forsætisráð-
herraefni Framsóknarflokksins.
„Við getum haldið ró okkar“
Guðni segir fylgiskannanir að
undanförnu segja það eitt að Fram-
sóknarflokkurinn sé núna í svipaðri
stöðu og hann var 1999 og Samfylk-
ingin sé einnig í sams konar stöðu og
árið 1999. „Skoðanakannanir eru
ekki að segja mikið enda neita 30–
35% þjóðarinnar að gefa upp hvaða
flokk þeir ætla að kjósa. Þar sem ég
fer um og hitti fólk finn ég að Fram-
sóknarflokkurinn á allsterka stöðu í
komandi kosningum,“ segir Guðni og
bendir m.a. á að Framsóknarflokk-
urinn sé núna að landa sínu erfiðasta
verkefni í ríkisstjórninni, byggingu
Kárahnjúkavirkjunar og samning-
um um álver, sem hafi mikil áhrif á
lífskjör Íslendinga á næstu árum.
„Þessi staða segir mér að við get-
um haldið ró okkar. Við þurfum auð-
vitað að vinna úr okkar málum.
Framsóknarflokkurinn er annað for-
ystuaflið í þessu þjóðfélagi. Hitt er
Sjálfstæðisflokkurinn. Stundum eru
þessir flokkar andstæðingar en við
erum andstæðan við
Sjálfstæðisflokkinn,
þótt við vinnum með
honum og tökum
höndum saman með
honum um erfið verk-
efni. Þessir flokkar
virða hvor annan. Ég
trúi því að þegar fólk
fer að gera upp sinn
hug eigi Framsókn-
arflokkurinn væn-
lega stöðu í kosning-
unum.“
Guðni gagnrýnir
harðlega atburði síð-
ustu vikna í pólitík-
inni, sem tröllriðið hafi öllum fjöl-
miðlum, þar sem Ingibjörg Sólrún
Gísladóttur hafi verið stillt upp sem
forsætisráðherraefni. „Ég spyr; for-
sætiráðherraefni fyrir hvern? Hún
getur verið það fyrir Samfylkinguna,
en hún er ekki forsætisráðherraefni
Framsóknarflokksins. Hverjir ætla
að gera hana að forsætisráðherra ef
Framsóknarflokkurinn og Vinstri-
grænir fara illa út úr kosningunum?“
– Ertu að útiloka stjórnarsamstarf
undir forystu Ingibjargar Sólrúnar?
„Framsóknarflokkurinn gengur
eins og vant er á sínum málefna-
grunni til kosninga en ef Framsókn-
arflokkurinn fer að tapa helmingi at-
kvæða og fjórum, fimm eða sex
þingmönnum, þá hefur honum verið
hafnað. Það yrði mjög merkileg nið-
urstaða ef Framsóknarflokknum er
hafnað eftir að hafa farið
með atvinnumálin und-
anfarin átta ár í ríkis-
stjórn og miðað við stöðu
þjóðfélagsins. Ríkis-
stjórnarflokkarnir hafa
samhentir sveigt framhjá
öllum vandamálum og
ráðið að mestu við öll
óveðurský sem hafa kom-
ið upp á himininn og bætt
lífskjör Íslendinga.
Þannig að ef Framsókn-
arflokkurinn fær hastar-
lega útreið í þeim kosn-
ingum sem eru fram
undan, þá verður hann
auðvitað að víkja af vellinum og fara í
naflaskoðun. Framsóknarflokkurinn
með 10% fylgi er ekki þátttakandi í
ríkisstjórn en með 18–22% fylgi er
Framsóknarflokkurinn í sinni stöðu í
ríkisstjórn og eitt af forystuöflum
þessa þjóðfélags,“ segir hann.
Hjartakóngur eða laufagosi?
Guðni segir atburði að undanförnu
innan Samfylkingarinnar ekki eiga
sér neina hliðstæðu í íslenskum
stjórnmálum. „Hjartakóngurinn,
eins og Össur Skarphéðinsson hefur
verið síðustu vikur og mánuði, er allt
í einu orðinn laufagosi eða þaðan af
verra í spilunum. Hann er ekki tals-
maður flokksins lengur. Það er búið
að tilnefna nýtt forsætisráð-
herraefni, sem situr á varamanna-
bekk úti í bæ.“
– Hefur þú þá ekki áhuga undir
þessum kringumstæðum að taka
þátt í myndun vinstri stjórnar?
,,Ég hef engan áhuga á því ef
Framsóknarflokkurinn fer illa út úr
kosningum að hann gangi haltur inn
í eitthvert samstarf. Framsóknar-
flokkurinn verður að vera sterkur í
næstu kosningum til þess að hann
geti myndað ríkisstjórn, hvort sem
það er framhald þessarar stjórnar
sem hann situr í eða í vinstri stjórn.
Það liggur fyrir að hafi verið mynd-
aðar ríkisstjórnir á Íslandi á vinstri
vængnum, þá hefur Framsóknar-
flokkurinn verið þar forystuafl.“
– Þér hugnast þá ekki stjórnar-
samstarf undir forystu Samfylking-
arinnar og með Ingibjörgu Sólrúnu í
embætti forsætisráðherra?
„Ingibjörg Sólrún var fram-
kvæmdastjóri fyrir sameignarfélag
Framsóknarflokksins, Vinstri
grænna og Samfylkingarinnar í
Reykjavík, sem heitir R-listi. Hún
lofaði þjóðinni og Reykvíkingum því
sérstaklega, bæði fyrir og eftir kosn-
ingar og síðast í haust, að hún yrði
borgarstjóri Reykvíkinga og fram-
kvæmdastjóri þessara stjórnmála-
flokka út kjörtímabilið sem borgar-
stjóri í Reykjavík. Hún hefur
brugðist því trausti. Ef hún og Sam-
fylkingin ganga fram til þess að nið-
urlægja Framsóknarflokkinn og
Vinstri græna þá sjá það allir að það
er ekkert samstarf á þessum bæj-
um,“ segir Guðni.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra gagnrýnir Samfylkinguna
Ingibjörg ekki forsætis-
ráðherraefni Framsóknar
Guðni Ágústsson
UM fjórðungur svarenda í
skoðanakönnun Fréttablaðs-
ins, eða 26%, segjist vilja sækja
um aðild að Evrópusamband-
inu. 46% eru andvíg aðild og
28% eru óákveðin í afstöðu
sinni.
Ef niðurstöður könnunarinn-
ar eru greindar á milli kynja
kemur í ljós að 28% karla vilja
að sótt verði um aðild að banda-
laginu en 51% er andvígt aðild-
arumsókn. 25% kvenna vilja
sækja um aðild og 35% eru á
móti.
Fram kom í könnuninni að
stuðningur við aðildarumsókn
er mestur á meðal kjósenda
Samfylkingarinnar. Ef teknir
eru þeir sem tóku afstöðu með
eða á móti aðildarumsókn, sem
er 70% úrtaksins, voru 36,4%
fylgjandi umsókn en 63,6%
andvíg. Úrtakið var 600 manns,
en könnunin fór fram á laug-
ardag.
Fjórðungur
vill sækja um
ESB-aðild
FJÓRTÁN árekstrar urðu í
Reykjavík í gær milli kl. 8 og
16:40, sem er óvenjumikið mið-
að við 11 árekstra að meðaltali
daglega í borginni. M.a. rákust
saman fólksbifreið og strætis-
vagn á Höfðabakka en engin
slys hlutust þó af og sömu sögu
var að segja um hina árekstr-
ana, þótt nokkurt eignatjón
hefði hlotist af þeim.
14 árekstrar
í borginni