Morgunblaðið - 16.01.2003, Síða 22
LISTIR
22 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 25. janúar
Auglýsendur!
Laugardaginn 25. janúar fylgir Morgun-
blaðinu tímarit um heilbrigði og lífsstíl
í 55.000 eintökum. Í tímaritinu verður
fjallað um það sem viðkemur heil-
brigðu líferni og hraustum líkama.
Tímaritið er prentað á 60 g pappír og
skorið í stærðinni 26,5 x 39,8 sm.
Skilatími
Fullunnar auglýsingar
kl. 16.00 þriðjudaginn 21. janúar
Auglýsingar í vinnslu
kl. 16.00 mánudaginn 20. janúar
Hafðu samband við auglýsingadeild
Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða í
gegnum netfangið augl@mbl.is
Sólgult
Ívar Valgarðsson myndlistarmað-
ur hefur verið kenndur við ljóðræna
naumhyggju byggða á hugmyndal-
ist, en sú tegund listar er held ég al-
íslensk sérgrein. Hann hefur á und-
anförnum árum unnið fjölmörg verk
með íslenskri húsamálningu og
kennt verkin við heiti litanna. Þannig
er einnig um verkin sem sjá má í Ás-
mundarsal ASÍ, en þar er um að
ræða þrjú verk. Tvo málaða fern-
inga, annan gerðan með einni umferð
af Sólgulu frá Hörpu, hinn með
tveimur umferðum. Þriðja verkið er
svo myndbandsverk, Þurrktími, en
því er varpað á vegg þannig að
myndflöturinn er í svipaðri stærð og
hin verkin tvö. Eins og kemur fram í
titli sýnir myndbandið málninguna
þorna og er 50 mínútur að lengd.
Heiti litarins er án efa ástæða fyrir
vali Ívars á honum, ég get ímyndað
mér að hann hafi valið hann með til-
liti til myrkasta árstímans, til að
minna okkur á sumar og sól, eða
kannski alveg öfugt, til að leggja
áherslu á það hversu óralangt er
milli sólargeisla og verksmiðjufram-
leiddrar málningar, milli náttúru og
menningar?
Ívar hefur lagt áherslu á að verk
hans séu aðeins það sem við sjáum og
forðast það sem hann nefnir per-
sónulega tjáningu. Notkun hans á
rýminu miðast við að áhorfandinn og
verkin séu hluti af sama raunveru-
leikanum, verkin eru ekki sett á stall.
Það er því athyglisvert að sjá verk
Ívars, Þurrktíma, sem í raun brýtur
sig út úr þessum ramma. Myndband
hans er ekki hluti af okkar efnislega
raunveruleika, þótt kvikmynd sé eins
og breski kvikmyndagerðarmaður-
inn Derek Jarman orðaði það svo fal-
lega, samruni efnis og ljóss. Verk Ív-
ars, Þurrktími, minnir meira að
segja dálítið á mynd Jarmans, Blátt,
kvikmynd í fullri lengd sem sýnir að-
eins bláan lit. Myndbandsverk Ívars
felur í sér hugleiðsluþátt sem vegg-
málverkin gera ekki, það virkar eins
og gluggi – inn eða út, hinir óefn-
iskenndu eiginleikar þess skapa nýja
vídd í rýminu. Einn þáttur í verkinu
vinnur þó gegn þessu en það er nær-
vera áhorfandans sem birtist sem
skuggi á verkinu ef hann kemur ná-
lægt því og færir verkið um leið inn í
rýmið.
Verk Ívars má skilgreina sem inn-
setningar í anda naumhyggjustefn-
unnar, en það hvernig hann leitast
við að birta séríslenska liti tengist
þeim anga hugmyndalistarinnar sem
leit á listamanninn sem mannfræð-
ing (Joseph Kosuth) eða þjóðhátta-
fræðing (Hal Foster). Það má líka
líta á Ívar sem strangflatamálara, og
rekja rætur verka hans til dæmis aft-
ur til málara eins og Malevich. Eða
hugsa um Bauhaus og de Stijl með
tilliti til áherslu þeirra á samruna
myndlistar og arkitektúrs. Með ein-
földum verkum sínum kemur Ívar
Valgarðsson þannig inn á marga
þætti innan myndlistarinnar.
Sýning Ívars er í boði Þórodds
Bjarnasonar sem er einn af okkar at-
hyglisverðari myndlistarmönnum af
yngri kynslóðinni. Verk hans eru ein-
föld og jafnan í samfélagslegu sam-
hengi. Í verkum sem unnin eru í sam-
hengi við umhverfið eða samfélagið
dregur listamaðurinn persónu sína í
hlé, hann skapar ekki verk sem er
miðpunkturinn heldur gerir um-
hverfið eða áhorfandann sjálfan að
miðpunkti. Verk Þórodds í ASÍ felst í
því að bjóða Ívari að sýna í stað þess
að sýna sjálfur. Sköpunarmöguleikar
myndlistarinnar eru margir – að
koma list annarra á framfæri er einn
þeirra. Á sama tíma vill hann vekja
athygli á því að myndlist er ævinlega
fjármögnuð, stórar sýningar fjár-
magnaðar, listamenn og listaverk
ganga kaupum og sölum. Þetta er
þekkt staðreynd en líklega nokkuð
sem á það til að gleymast.
Í arinstofu ASÍ má svo sjá verk
eftir fimm næfa listamenn úr safni
ASÍ og skapa þau skemmtilegt mót-
vægi við sýningar Þórodds og Ívars.
„Hugbirtingar“
Sýning Færeyinganna átta í Hafn-
arborg er á gjörólíkum nótum. Meiri-
hluti þessa hóps hefur sýnt áður hér-
lendis, bæði í höfuðborginni og á
landsbyggðinni, sumir áður í Hafn-
arborg, 2001. Þegar sýningin í Hafn-
arborg er skoðuð kemur aldur lista-
mannanna dálítið á óvart, verkin eru
flest unnin í anda listastefna sem
voru efst á baugi fyrir nokkrum ára-
tugum en listamennirnir eru milli
þrítugs og fimmtugs. Eyðun af Reyni
og Kári Svensson sýna óhlutbundin
málverk sem þó eiga fyrirmyndir
sínar í náttúrunni, litum hennar og
formum og í verkum þeirra skynjar
maður sterkt eyjalandslagið, hafið
og brimið en báðir eru færir málarar
á sínu sviði. Anker Mortensen er á
svipuðum slóðum í seríu sinni, Vind-
urin blæsur hvar sem hann vil. Astri
Luihn sýnir dúkristur þar sem svart
og hvítt eru yfirgnæfandi litir, verkin
vísa einnig sterkt til náttúrunnar.
Hansina Iversen sýnir óhlutbundin
málverk í afar sterkum litum, hún
sker sig frá hinum í því að vísa ekki
til náttúrunnar í myndum sínum.
Sigrun Gunnarsdóttir Niclasen mál-
ar fígúratíf verk, og myndröð hennar
af gömlu konunni og bókinni/Biblí-
unni er bæði sígild og nútímaleg og
gleymist ekki. Grafíkverk Hanni
Bjartalíð eru kraftmikil, sérstaklega
þau sem búa yfir fleiri en einni mynd,
og eru unnin í nokkrum lögum. Það
er svo Hans Pauli Olsen sem brýtur
upp tvívíða sýningu með höggmynd-
um, eftirmyndum af kvenlíkama í
fullri stærð unnar í gylltar glertrefj-
ar. Þessir færeysku listamenn eru
allir hæfir á sínu sviði og verkin ná að
mynda einhverja óskilgreinda heild
þó ólík séu, kannski er það sameig-
inlegur bakgrunnur listamannanna
sem skapar þá tilfinningu. Þrátt fyrir
að hér sé um ágæt verk að ræða kem-
ur þó á óvart hversu hefðbundin þau
eru. Það er vissulega ekki eftirsókn-
arvert að hlaupa í sífellu eftir nýjustu
stefnum og straumum – enda hef ég
aldrei hitt nokkurn listamann sem
eyðir tíma sínum og orku í slíkt – en
tæpast er frjórra að leita í stefnur
liðinna tíma sem hinn eina sannleika.
Tré á röngunni
Listamaðurinn á neðri hæð Hafn-
arborgar, Joan Backes, sækir beint í
náttúruna við gerð verka sinna. Hún
takmarkar sig ekki við einn miðil
heldur gengur til verks líkt og vís-
indamaður við rannsóknir og birtir
myndrænar niðurstöður sínar á fjöl-
breyttan hátt. Sýning hennar lætur
ekki mikið yfir sér en á henni koma
fram margir ólíkir þættir. Það er
áhugavert hvernig hún nálgast nátt-
úruna jafnt á vísindalegan sem ljóð-
rænan hátt, hlutlaust tekur hún afrit
af náttúrunni en gefur líka ímynd-
unarafli sínu lausan tauminn. Nátt-
úran er endalaus uppspretta vanga-
veltna um okkur sjálf, um krafta
lífsins og um það hvernig maðurinn
umgengst náttúruna. Joan er fær
málari og málverk hennar af trjá-
berki ná að verða bæði óhlutbundin
og raunsæ í senn. Lamíneruð lauf-
blöð tengja heimsálfur þar sem
þekkja má íslensk laufblöð innan um
önnur framandlegri um leið og nú-
tímatækni hjúpar þau og varðveitir á
næstum óhugnanlegan hátt líkt og
smurð lík. Joan Backes notfærir sér
nýja tækni og gamla jöfnum höndum
við útfærslu verka sinna, líkt og svo
margir listamenn í dag einskorðar
hún sig ekki við eitt tjáningarform
eða eina listastefnu heldur rannsak-
ar umhverfi sitt með opnum hug og
líflegu ímyndunarafli.
Það er áhugavert að sjá hvernig
þessar þrjár ólíku sýningar sækja til
náttúrunnar hver á sinn hátt. Í dag
er engin ein stefna sem öllu ræður,
listamenn njóta þessa frelsis sem ný
öld býður upp á. Vonandi gera áhorf-
endur, þeir sem á endanum skapa
myndlistina, gefa henni líf og tilgang,
varðveita hana í minninu, njóta henn-
ar og gera hana að hluta af lífi sínu,
það líka.
Birtingarmyndir náttúrunnar
Ívar Valgarðsson, Ein umferð Sólgult, Hörpumálning, Listasafn ASÍ.
MYNDLIST
Listasafn ASÍ við Freyjugötu
Hafnarborg
Listasafn ASÍ er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 14–18. Til 26. janúar.
Hafnarborg er opin alla daga nema þriðju-
daga frá kl. 11–17. Til 27. janúar.
BLÖNDUÐ TÆKNI, ÞÓRODDUR BJARNA-
SON OG ÍVAR VALGARÐSSON
FIMM ALÞÝÐULISTAMENN, MYNDIR ÚR
SAFNI ASÍ
BLÖNDUÐ TÆKNI, ÁTTA FÆREYSKIR
LISTAMENN
BLÖNDUÐ TÆKNI, JOAN BACKES
Ragna Sigurðardóttir
Hugbirtingar, Kári Svensson, Hafnarborg.
Verk Þórodds Bjarnasonar, Listasafni ASÍ.
EKKI hefur verið ákveðið hvenær
fimmta bókin í bókaflokknum um
galdrastrákinn Harry Potter verð-
ur gefin út á Íslandi en vonast er til
að það verði á þessu ári. Snæbjörn
Arngrímsson, útgáfustjóri bókaút-
gáfunnar Bjarts, segir það hins
vegar geta sett strik í reikninginn
að útgefendur geti ekki fengið
handrit bókarinnar, sem nefnist
Harry Potter og Fönixreglan, í
hendur fyrr en 21. júní vegna gíf-
urlegra öryggisráðstafana.
„Ég myndi treysta mér til að
gefa hana út í nóvember en við er-
um í samstarfi við aðra evrópska
útgefendur Harry Potters og ég
veit ekki hvað þeir treysta sér til
að vera fljótir að þessu,“ segir
hann. Þá segir hann að sameig-
inlegur útgáfudagur verði senni-
lega ákveðinn á fundi evrópsku út-
gefendanna í mars og í framhaldi
af því verði
ákveðið hvenær
bókin komi út
hér á landi.
„Ég veit að
það eru allir
mjög áhuga-
samir um að bók-
in komi út á
árinu enda er
það mikið hags-
munamál fyrir marga,“ segir hann.
Þá segist hann finna fyrir ótrúleg-
um þrýstingi frá lesendum sem
vilji fá bókina sem fyrst í hendur.
Snæbjörn segir að bókin verði
580 síður í íslenskri útgáfu, þar
sem hún verði í öðru broti en
breska og bandaríska útgáfan, og
því sé hugsanlegt að þýða hana á
fjórum mánuðum, sitji menn stíft
við. Það eigi hins vegar eftir að
koma í ljós hvort sú leið verði far-
in.
Breska útgáfu- og fjölmiðlafyr-
irtækið Bloomsbury tilkynnti í gær
að bókin kæmi út í Bretlandi,
Bandaríkjunum, Kanada og Ástr-
alíu 21. júní, en tæp þrjú ár eru lið-
in frá því breski rithöfundurinn
J.K. Rowling sendi frá sér fjórðu
bókina um Harry Potter.
Harry Potter og Fönixreglan
Óvíst með
útgáfudag
hér á landi
J.K. Rowling