Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
KVÍSKERJASJÓÐURvar stofnaður í Öræfum ígær. Sjóðurinn er stofn-aður til heiðurs Kví-
skerjabræðrum, þeim Flosa, sem
nú er látinn, Hálfdáni, Helga og
Sigurði Björnssonum, fyrir framlag
þeirra til rannsókna og öflunar
þekkingar á náttúru og sögu Aust-
ur-Skaftafellssýslu. Tilgangur
sjóðsins er að stuðla að og styrkja
rannsóknir á náttúru- og menning-
arminjum í sýslunni. Stofnfé sjóðs-
ins er 25 milljónir króna og verður
fyrst veitt úr honum árið 2004.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra og Magnús Jóhannesson
ráðuneytisstjóri undirrituðu skipu-
lagsskrá sjóðsins við hátíðlega at-
höfn í Hótel Skaftafelli í Freysnesi
að viðstöddum Kvískerjabræðrum,
forystumönnum sveitarfélagsins,
sveitungum og fleirum. Gefið var frí
í skólum sveitarinnar frá hádegi í
gær í tilefni dagsins.
Hús verður að sjóði
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra ávarpaði samkomuna og
sagðist telja að með stofnun sjóðs-
ins væri stigið mjög merkilegt skref
fyrir þetta landsvæði. Verið væri að
heiðra starf bræðranna á Kvískerj-
um að náttúrufarsrannsóknum sem
þeir hafa unnið mjög ötullega að.
Umhverfisráðuneytið hefur lengi
unnið að þessu verkefni. Í desem-
ber 1997 lagði ríkisstjórnin fé til
byggingar rannsóknastöðvar á Kví-
skerjum. Frumkvæði að því var
m.a. komið frá Agli Jónssyni, fyrr-
verandi alþingismanni, á Seljavöll-
um. Skipuð var nefnd um hvernig
ætti að byggja og reka rannsókna-
stöðina. Nefndin skilaði tillögum en
aðstæður voru breyttar svo ástæða
þótti að endurskoða tillögurnar.
Þau Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra og Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra heimsóttu Kví-
skerjabræður í september síðast-
liðnum og varð þá að samkomulagi
að vænlegra yrði til eflingar rann-
sókna í sýslunni að stofna rann-
sóknasjóð en að byggja rannsókna-
aðstöðu.
Siv þakkaði Kvískerjabræðrum
góða samvinnu um lausn málsins og
einnig Erling Ólafssyni
skordýrafræðingi og
undirbúningsnefndinni,
þeim Sigurði Þráinssyni
formanni, Sigurlaugu
Gissurardóttur bónda í
Árbæ á Mýrum, Gísla
Sverri Árnasyni og Þóru Ellen Þór-
hallsdóttur prófessor. Einnig Hall-
dóri Ásgrímssyni og öðrum þing-
mönnum Austurlands sem veittu
málinu mikinn stuðning.
Siv sagðist vilja beita sér fyrir því
að áfram yrði veitt fé til sjóðsins á
fjárlögum. Eins þyrfti að vekja at-
hygli á sjóðnum til að fá gjafir frá
einstaklingum og fyrirtækjum.
„Þetta fé mun draga að annað fjár-
magn, því aðrir munu fjármagna
rannsóknir á móti framlagi sjóðs-
ins,“ sagði Siv. Hún sagði margt
áhugavert varðandi náttúrufars-
rannsóknir á svæðinu og nefndi sér-
staklega undirbúning að stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs. Þessi
stærsti þjóðgarður Evrópu muni
kalla á auknar rannsóknir og efla
allt mannlíf ekki síst sunnan jökuls.
Umhverfisráðherra kynnti síðan
stjórn sjóðsins. Sigurlaug Gissurar-
dóttir bóndi er formaður og auk
hennar sitja í stjórn Einar Svein-
björnsson, aðstoðarmaður um-
hverfisráðherra, og Albert Ey-
mundsson bæjarstjóri Horna-
fjarðar sem tilnefndur er af
menntamálaráðuneytinu.
Nákvæmir vísindamenn
Nokkrir tóku til máls á fundin-
um. Albert Eymundsson sagði
þetta mikinn hátíðisdag, ekki að-
eins fyrir Skaftfellinga heldur
miklu fleiri. Hann rifjaði upp sögu
sem tengist bræðrunum á Kvískerj-
um:
„Fyrir nokkrum árum sagði mér
kunningi minn, sem stundaði nám í
London, að hann hefði lesið langt
viðtal við þekktan vísindamann í
Englandi um hans störf. Vísinda-
maðurinn var spurður hver væri
merkilegasta þekking sem hann
hefði aflað sér í sínum störfum.
Hann svaraði að það hafi verið í
gegnum bréfaskriftir við bónda á
afskekktum bæ á Íslandi.“ Albert
sagði þessa sögu lýsa starfi þeirra
Kvískerjabræðra og hæversku í
hnotskurn. Þeir sem þekktu til
starfa þeirra bræðra vissu hve ná-
kvæmir og miklir vís-
indamenn þeir væru.
Albert þakkaði um-
hverfisráðherra, Kví-
skerjabræðrum og öðr-
um sem komu að
stofnun sjóðsins og
sagði: „Ég held að það séu fáir
Skaftfellingar sem við erum al-
mennt jafn stolt af og Kvískerja-
bræður.“
Ragnar Frank Kristjánsson,
þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, sagði
stofndag Kvískerjasjóðs mikinn há-
tíðisdag öllum sem unna
fræði og söguminjum. Ha
það forréttindi að hafa K
bræður í næsta nágrenni.
Pálína Þorsteinsdóttir
stjóri í Hofgarði, sagði s
hafa notið góðs af þekki
skerjabræðra á margan h
það ekki síst við um skólan
hafi bræðurnir ætíð verið r
ir að leggja lið. „Svo leng
munum hefur þetta heim
uppspretta mikillar þekkin
ar fjölbreyttum sviðum,“ s
ína og afhenti þeim bræðru
Sigurlaug Gissurardót
maður sjóðsstjórnar, fagna
Kvískerjasjóður væri nú s
Óskaði hún þess að sjóðu
eftir að bera menn leng
framtíðina í náttúrufr
sögulegu og menningarle
Aðspurð sagðist Sigurlaug
um að mörg verkefni biðu
„Mér kemur fyrst í hug jök
þekking fólksins. Að baki
Vatnajökull sem hlýtur a
miklar rannsóknir og kveik
hjá mörgum,“ sagði Sigurl
sagðist óttast að mikill f
muni fara forgörðum með e
slóðinni, ef ekki tekst að s
og varðveita. Taldi hún það
mjög brýnt, sumt mætti g
gera en ekki að safna þess
ingu.
Eiginlega hissa á heið
Sigurður Björnsson þak
ir hönd bræðranna á Kví
umhverfisráðherra og öðr
unnið hafa að lausn málsins
hann eiginlega vera hissa
menn, eins og hann sem
menntunar naut nema í ba
skuli vera heiðraðir fyrir
störf.
„Það er svo með okk-
ur Austur-Skaftfellinga
að við höfum séð ýmis-
legt sem aðrir hafa ekki
séð. Við, sem ólumst
upp við Breiðamerkur-
sandinn og árnar sem
þar eru, skiljum kannski
flestir aðrir það sem þar va
ast. Því við sáum það geras
Sigurður nefndi rannsók
á leirburði í Jökulsárlóni. U
síðustu öld hafði hann und
um tæki sem hægt var að
Eftir undirritun skipulagsskrár sjóðsins var farið að Kvískerjum. F.v.: Sigurlaug Gissurardóttir, forma
Björnsson, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Hálfdán Björnsson og Albert Eymundsson bæjarstjó
Til eflingar ranns
í Austur-Skaftafe
Kvískerjasjóður var stofnaður til heið
bræðrunum á Kvískerjum í Öræfum í
Tilgangurinn er að efla rannsóknir á n
úru og sögu svæðisins. Guðni Einarsso
Ragnar Axelsson voru við stofnun sjóð
„Fáir Skaftfell-
ingar sem við
erum almennt
jafn stolt af“
TIL HEIÐURS ÍSLENSKRI
ALÞÝÐUMENNINGU
Kvískerjasjóður var stofnaður íÖræfum í gær til heiðursKvískerjabræðrum fyrir
framlag þeirra til rannsókna og öfl-
unar þekkingar á náttúru og sögu
Austur-Skaftafellssýslu. Sjóðnum er
ætlað að stuðla að og styrkja rann-
sóknir á náttúru- og menningarminj-
um í sýslunni, stofnfé hans er 25 millj-
ónir króna og verður fyrst veitt úr
honum árið 2004. Kvískerjabræður,
þeir Flosi, sem nú er látinn, Hálfdán,
Helgi og Sigurður Björnssynir, hafa
sett mikinn svip á mannlífið í Austur-
Skaftafellssýslu og unnið merkar
rannsóknir.
Haldið var upp á stofnun sjóðsins
með myndarbrag og var meðal annars
gefið frí í grunn- og leikskólum í til-
efni dagsins. Albert Eymundsson,
bæjarstjóri Hornafjarðar, sagði að
þetta hefði verið mikill hátíðisdagur,
ekki aðeins fyrir Skaftfellinga, heldur
miklu fleiri. Hann rifjaði upp sögu af
Kvískerjabræðrum, sem ber því vitni
að starf þeirra er síst vanmetið: „Fyr-
ir nokkrum árum sagði mér kunningi
minn, sem stundaði nám í London, að
hann hefði lesið langt viðtal við þekkt-
an vísindamann í Englandi um hans
störf. Vísindamaðurinn var spurður
hver væri merkilegasta þekking sem
hann hefði aflað sér í sínum störfum.
Hann svaraði að það hafi verið í gegn-
um bréfaskriftir við bónda á afskekkt-
um bæ á Íslandi.“ Á Íslandi hefur
menntun ekki alltaf staðið mönnum til
boða líkt og nú er, en íslensk alþýða
hefur hins vegar ekki látið það hindra
sig í að afla sér fróðleiks og þekkingar
og ötult starf Kvískerjabræðra er tal-
andi dæmi um það hvernig alþýðu-
menning getur dafnað og blómstrað.
Sjóðurinn á sér nokkurn aðdrag-
anda. Í desember 1997 lagði ríkis-
stjórnin fé til byggingar rannsóknar-
stöðvar á Kvískerjum, en eftir að
rannsóknastöðin Nýheimar var opnuð
á Höfn síðasta sumar með það að
markmiði að verða miðstöð þekking-
ar, náms, rannsókna og nýsköpunar
var niðurstaðan sú að vænlegra yrði
að stofna rannsóknasjóð en aðstöðu til
rannsókna.
Sigurður Björnsson sagði nokkur
orð fyrir hönd Kvískerjabræðra í gær.
Hann þakkaði heiðurinn og bætti við
að eiginlega væri hann hissa á því að
menn eins og hann, sem engrar
menntunar naut nema í barnaskóla,
skyldu heiðraðir fyrir vísindastörf.
„Það er svo með okkur Austur-Skaft-
fellinga að við höfum séð ýmislegt
sem aðrir hafa ekki séð,“ sagði Sig-
urður. „Við, sem ólumst upp við
Breiðamerkursandinn og árnar sem
þar eru, skiljum kannski betur en
flestir aðrir það sem þar var að ger-
ast. Því við sáum það gerast.“
Stofnun Kvískerjasjóðs er þarft
framtak og standa vonir til þess að
með honum verði efldar rannsóknir,
sem byggðar verði á og bæti við ötult
starf Kvískerjabræðra, sem með
framlagi sínu hafa sýnt að þekkingin
verður ekki aðeins til í lærðum setrum
vísinda og fræða heldur einnig í beinu
návígi við náttúruna.
HÆKKANDI LYFJAVERÐ
Tölur um hækkun lyfjaverðs, sembirtar eru Morgunblaðinu í gær
og dag, hljóta að verða til þess að fólk
staldri við. Fram kemur að árleg
hækkun svokallaðra S-merktra lyfja í
heildsölu hafi verið 12–14% á ári und-
anfarin ár, tvöföld til þreföld hækkun
miðað við almennt verðlag. Á síðasta
ári hafi þessi lyf, sem notuð eru á spít-
ölum, hækkað um 28% þrátt fyrir hag-
stæða gengisþróun. Þá eru í blaðinu í
dag dæmi um að lyfjameðferð sé
meira en fjórðungi dýrari hér á landi
en meðferð með sömu lyfjum annars
staðar á Norðurlöndum.
Halldór Árnason, formaður lyfja-
verðsnefndar, segir nefndina miða við
að lyf, sem undir hana heyra, séu 15%
dýrari hér en á Norðurlöndum. Sé
munurinn meiri, sendi nefndin lyfja-
fyrirtækinu bréf og fari fram á lækk-
un. Í blaðinu í dag kemur fram að árið
2000 hafi yfir 200 lyf verið lækkuð að
kröfu nefndarinnar og árið 2001 hafi
yfir 100 lyf verið lækkuð. Í þessum til-
vikum hafi innflytjendur ekki getað
rökstutt mikinn verðmun milli Ís-
lands og Norðurlanda.
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri lækninga á Landspít-
ala-háskólasjúkrahúsi, bendir á að ein
ástæða hækkunar á lyfjum sé fá-
keppni vegna sameiningar lyfjafyrir-
tækja. „Mörg þeirra lyfja, sem eru
sömu tegundar og hafa sömu grunn-
efnin, eru komin á eina hendi hjá sama
umboðsaðila hér á landi. Í þeim til-
vikum er um einokun að ræða en ekki
bara fákeppni,“ segir hann.
Hér er augljóslega á ferðinni alvar-
legt mál, sem full ástæða er til að
skoða, en forsvarsmenn LSH hafa
beint því til heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins að það skoði ræki-
lega þróun lyfjaverðs hér á landi og
ástæður mikillar hækkunar undanfar-
in þrjú ár. Um mikið hagsmunamál er
að ræða, bæði fyrir skattgreiðendur í
heild, sem í sameiningu bera stærstan
hluta lyfjakostnaðar, og fyrir einstak-
linga sem þurfa að kaupa mikið af lyfj-
um, en það eru oft þeir sem höllustum
fæti standa í samfélaginu.
Menn hljóta að spyrja hvort yfir-
leitt sé nokkur ástæða til að gera ráð
fyrir því að lyf séu dýrari hér en ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. Verður
ekki að gera ráð fyrir því að samein-
ing lyfjafyrirtækja hafi leitt af sér
sparnað og hagræðingu, sem ætti þá
að skila sér í lægra verði lyfja?
Í blaðinu í dag kemur fram að þrjú
fyrirtæki ráði nú að mestu innflutn-
ingi og dreifingu lyfja hér á landi.
Eins og alls staðar, þar sem fákeppni
ríkir á markaði, þarf virkt eftirlit að
vera til staðar. Eftirlit lyfjaverðs-
nefndar á árunum 2000 og 2001 hefur
augljóslega skilað einhverjum ár-
angri. Hins vegar má spyrja hvort
áframhaldandi hækkanir sýni ekki að
þörf sé á enn öflugra eftirliti.