Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 28
UMRÆÐAN
28 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
H
efðbundin valda-
kerfi í heiminum
voru sett saman af
körlum. Þau eiga
sér steinrunnar
stoðir sem ekki verða felldar á
einni nóttu. Jafnvel þótt konur
brjóti sér leið í hópum inn í
stjórnmál eða í stjórnir fyrir-
tækja, haggast valdakerfið lítt,
það var ekki reist á sandi. Konur
virðast því við fyrstu sýn einungis
hafa um eitt að velja: Að leigja sér
herbergi í valdapýramídanum.
Valdapýramídinn er rammgerð
smíð, líkt og sjöunda undur ver-
aldar; hver steinn er vandlega
lagður og verður ekki færður úr
stað nema með sameiginlegu
átaki. Samlík-
ing valdanna
við pýramíd-
anna í
Egyptalandi
er ekki til-
viljun. Þeir
hafa staðist mikla landskjálfta og
hrikalegar jarðhræringar.
Karlar meitluðu steinana í
valdapýramídann og fannst verk-
ið harla gott, því það er einhvern
veginn meira virði en sérhver ein-
staklingur. En hvert er þá val
kvenna gagnvart þessu kerfi?
Aldrei hafa fleiri konur setið á
Alþingi Íslendinga og frá 1999, og
aldrei svo margar setið sem ráð-
herrar; Sólveig Pétursdóttir, Val-
gerður Sverrisdóttir, Siv Frið-
leifsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir.
Tuttugu og þrjár konur eru nú á
þingi eða rúmlega þriðjungur
þingmanna.
Í kosningunum 1999 ríkti nokk-
ur bjartsýni í þjóðfélaginu og
virtust flokkarnir og kjósendur
reiðubúnir að velja konur til
starfa á þingi. Undanfarið hefur
himinninn yfir pýramídanum ver-
ið þungbúinn; atvinnuleysi meðal
ungs fólks vakið ugg og sam-
dráttur ríkt í efnahagslífnu. Einn-
ig er líkt og nýja kjördæmaskip-
anin geri körlum ærinn usla, sem
hefur m.a. birst í harðri baráttu
karla allra flokka um „öruggt“
sæti. Hjördís Hjartardóttir vara-
þingmaður VG á Norðurlandi
vestra skrifar t.d. í Morgunblaðið
14.12. sl. „Listarnir enda þannig
að það er best að byrja að leita
rétt ofan við miðju ef maður ætlar
að finna konu, hreinir karla-
hlunkalistar, að Samfylkingunni
undanskilinni.“
Valdapýramídinn hefur m.ö.o.
staðist innrás kvenna árið 1999,
og karlar sem berjast um sætin
láta nú skína í (víg)tennurnar.
Konur í stjórnmálum sem sjá að
þær verða að taka sér sæti ein-
hvers staðar í pýramídanum
missa oft áhugann og ákveða að
hætta þessu striti. Ef til vill er
það ástæðan fyrir því að þær
berjast oft ekki eins grimmt fyrir
öruggu sæti á lista og karlarnir,
og þeim finnst þetta einfaldlega
ekki þess virði.
Kvenréttindafélag Íslands gaf
út mjög athyglisverða bók fyrir
síðustu kosningar, sem heitir
Gegnum glerþakið – valda-
handbók fyrir konur, eftir sænsk-
ar blaðakonur. Þær tóku viðtöl
við hóp kvenna í stjórnmálum á
Norðurlöndunum og gerðu grein-
ingu á valdinu. Stöðu kvenna í
stjórnmálum er lýst svo: „Það er
glerþak yfir þeim og kviksyndi
undir þeim.“ (bls. 39.)
Þær segja alls ekki nóg að
fjölga konum í stjórnmálum ef
þær neyðast til að aðlagast kerf-
inu og styrkja það í sessi í stað
þess að breyta því. Jafnaðar-
mannaflokkurinn í Svíþjóð tók
það til bragðs á síðasta áratug að
búa til svokallaða fléttulista þann-
ig að kona og karl skipuðu ávallt
sæti á framboðslistum til skiptis.
Þetta var mikilvægt, en í ljós kom
að konurnar urðu fyrir von-
brigðum því árangurinn lét á sér
standa. Karlarnir reyndust ekki
reiðubúnir til að vinna á jafnrétt-
isgrundvelli og fundu stöðugt nýj-
ar leiðir til að sneiða hjá konunum
við mikilvægar ákvarðanir. Ætl-
ast var til að þær myndu aðlagast
vinnuaðferðum þeirra, en ekki að
þeir kæmu til móts við þær. Svo
sögðu þeir: „Þarna sjáið þið,
fjölgun kvenna í stjórnmálum
skiptir ekki máli.“ Valdapýramíd-
inn hrynur ekki nema bæði kynin
vilji í raun fjarlægja hornsteinana
og byggja aðra blandaða eða „tví-
kynjaða“ byggingu.
Margir eygðu von um umbreyt-
ingu valdsins, eftir að formlegum
hindrunum fyrir starfi kvenna í
stjórnmálum var rutt úr vegi og
konum fjölgaði á þessum vett-
vangi. Gallinn var að óformlegar
og duldar hindranir fylltu jafn-
harðan í skarðið. Þær eru m.a.
eftirfarandi: 1. Konur eru ekki
teknar alvarlega (dæmi: karlar
hlusta ekki á tillögur kvenna). 2.
„Hlegið“ er að konum (niðurlægj-
andi orð notuð um þær; elskan
mín ...). 3. Farið er á bak við kon-
ur (karlar taka ákvarðanir fyrir
fundi eða boða konurnar ekki á
fundinn). 4. Konum er ekki hrós-
að (verða fyrir harðari gagnrýni
en karlar). 5. Alið á sektarkennd
kvenna (þær standi sig hvorki
heima né í vinnunni). Þannig við-
helst skipulag pýramídans, og
það fælir konur frá, því valdið var
hannað af körlum sem sinntu ekki
fjölskyldunni og virtu ekki einka-
lífið.
Konur virðast m.ö.o. ekki mega
ógna karlveldinu of mikið; ef þær
gera það verða þær fyrir óvæg-
inni gagnrýni og lúmskum árás-
um; útlit þeirra er undir smásjá,
persóna, móðurhlutverk, og ef
þær verða reiðar eru þær sagðar
á túr eða að eitthvað sé að heima
hjá þeim. Stefni einhver þeirra of
hátt upp í valdapýramídann telst
það jafnvel „afbrigðilegt“ mark-
mið í augum karla og kvenna sem
hafa komið sér fyrir í valdapýra-
mídanum og þekkja vistarverur
hans vel. Fall konunnar getur
þvíorðið hátt og sárt. Meginmálið
er að valdakarlar eru ekki nógu
viljugir til að takast á við verk-
efnið með konum: Að breyta kerf-
inu – ennþá virðast þeir fremur
vilja finna leiðir til að sneiða hjá
konum og málefnum sem þær
berjast næstum fyrir. Hættan er
sú að þær sem ekki vilja aðlagast
kerfinu, vilji heldur ekki fórna of
miklu fyrir „vonlausa“ baráttu og
dragi sig í hlé. Þess vegna mun
konum sennilega fækka aftur á
Alþingi Íslendinga í vor.
Konur og
stjórnmál I
Karlar meitluðu steinana í valdapýra-
mídann og fannst verkið harla gott. En
hvert er val kvenna gagnvart þessu
kerfi? Líkur eru á að færri konur sitji á
Alþingi eftir kosningar 2003 en nú.
VIÐHORF
Eftir Gunnar
Hersvein
guhe@mbl.is
Á HAUSTÞINGI Alþingis birtist
svar samgönguráðherra við fyrir-
spurn varaþingmanns Samfylking-
arinnar á Norðurlandi eystra um
mögulega styttingu þjóðvegarins
milli Akureyrar og Reykjavíkur. Í
svari við fyrirspurninni er bent á
þrjár einstakar framkvæmdir sem
myndu stytta þessa vegalengd um
alls 20 km með áætluðum kostnaði
um 2.800 milljónir króna. Um er að
ræða þverun Grunnafjarðar sem
kostar um 1.400 milljónir, stytting
1 km. Færsla hringvegar um
Blönduós sunnar, með Svínavatni
og yfir Blöndu nálægt Finnstungu.
Áætlaður kostnaður 900 milljónir,
stytting um 15 km. Loks færsla
hringvegar sunnan við Varmahlíð í
Skagafirði, áætlaður kostnaður um
500 milljónir, stytting vegalengdar
um 3,5 km.
Fyrir Alþingi liggur tillaga til
þingsályktunar um langtímaáætlun
í vegagerð til 12 ára. Engin þessara
framkvæmda er í þeirri tillögu og
ef litið er til fjölmargra aðkallandi
vegaframkvæmda í Norðvestur-
kjördæmi verður ekki séð að svo
verði.
Í þessu sambandi þarf að hafa
heildarsýn yfir fjölmargar nauðsyn-
legar framkvæmdir í kjördæminu.
Í tillögunni um langtímaáætlun eru
ýmsar aðkallandi vegaframkvæmd-
ir í Norðvesturkjördæmi. Eitt mik-
ilvægasta verkefni í samgöngu-
málum kjördæmisins er að tengja
byggðarlög á Vestfjörðum með
uppbyggðum vegum og bundnu
slitlagi við hringveginn, enda er
eitt markmið vegaáætlana að
tengja þéttbýlisstaði með bundnu
slitlagi við hringveginn. Það er
óviðunandi fyrir Vestfirðinga og í
reynd landsmenn alla að sam-
kvæmt fyrirliggjandi tillögu um
langtímaáætlun í vegagerð verður
ekki lokið við að tengja þéttbýlis-
staðina á Vestfjörðum hringvegin-
um með bundnu slitlagi á áætl-
unartímabilinu. Þetta verða menn
að hafa í huga þegar rætt er um
hugmyndir um styttingu vega-
lengda, ekki síst um styttingu vega
sem nú þegar eru með bundnu slit-
lagi. Við hljótum að líta á það sem
forgangsverkefni að koma bílaum-
ferð til og frá mörgum þéttbýlis-
stöðum upp úr drullu og holum og
á uppbyggða vegi með bundnu slit-
lagi. Það er einfaldlega lágmarks-
krafa á nýhafinni öld.
Stytting hringvegarins við
Blönduós og Varmahlíð eru verk-
efni sem ekki er líklegt að verði á
vegaáætlun í næstu framtíð. Hins
vegar hefur umræðan um þau vald-
ið aðilum á þessum svæðum
áhyggjum og varðar áform um upp-
byggingu ferðaþjónustu. Lega leið-
arinnar um Blönduós skiptir miklu
fyrir atvinnustarfsemi og mannlíf á
staðnum og hefur umræðan komið
illa við marga þar. Í því felast
byggðasjónarmið og þau hljóta að
vega mjög þungt í þessari umræðu.
Að öllu samandregnu er ljóst að
ef á annað borð kemur til í framtíð-
inni að þessar tilgreindu fram-
kvæmdir við styttingu hringvegar-
ins komist á umræðustig, þá er
langt í land að þær komist til fram-
kvæmda. Áður en til þess kemur er
forgangsverkefni að ljúka þeim
verkefnum sem nú þegar liggja fyr-
ir og gefin hafa verið fyrirheit um.
Til dæmis að umferð til og frá þétt-
býlisstöðum á Vestfjörðum, Snæ-
fellsnesi og Dölum komist um upp-
byggða vegi með bundnu slitlagi og
tengist þannig megin vegakerfi
landsins á sama hátt og á við um
flesta aðra staði á landinu. Einnig
má nefna breikkun brúa og fjöl-
margar aðrar aðkallandi fram-
kvæmdir sem fólk hefur nú þegar
beðið eftir í fjöldamörg ár.
Um styttingu
hringvegarins
Eftir Magnús
Stefánsson
„Í tillögunni
um lang-
tímaáætlun
eru ýmsar
aðkallandi
vegaframkvæmdir í
Norðvesturkjördæmi.“
Höfundur er alþingismaður
Framsóknarflokks.
TENGSL okkar við hin hulda
heim eiga sér djúpar rætur í menn-
ingarsögulegu tilliti hjá okkur Ís-
lendingum, allt frá tímum landnáms.
Vættir landsins buðu Ingólf og hinar
manneskjurnar sem settust hér að
velkomnar og gagnkvæm virðing var
á milli okkar heima. Við höfum virt
þessi tengsl við vætti og huldufólk þó
svo að finna megi að þau séu að
rofna. Ég kem frá fjölskyldu sem
ekki aðeins trúir á tilvist huldufólks,
við vitum að þau eru til. Þessar stór-
kostlegu verur hafa bæði sýnt og
minnt á sig og við höfum alltaf borið
virðingu fyrir heimi þeirra, þó svo að
við skiljum hann ekki til hlítar.
Ástæðan að ég er að festa þessar
hugrenningar á blað eru þau regin-
mistök og stórslys sem verið er að
reyna að hrinda í framkvæmd við
Kárahnjúka. Ég bjó um stund í
Fljótsdalnum og þvældist oft á tíðum
inn í Norðurdal. Fjallalengja sú sem
á að bora í 5 jarðgöng er með merk-
ari fjöllum sem ég hef hitt. Það er
ekki endilega eins stórbrotið af feg-
urð og Herðubreið eða önnur fræg
fjöll, en í þessu fjalli býr vættur sem
er engu minni en sumir okkar frægu
vætta eins og tildæmis Bárður sem
býr í Snæfellsjökli. Ég eyddi mörg-
um stundum í að horfa á þetta fjall
og fann einhver tengsl sem ég get
ekki lýst með orðum. Ég veit það að
uppi í þessu fjalli er eldgamall skóg-
ur sem lítur út fyrir að vera hríslur
en þegar maður gengur upp fjallið er
þar stórkostlegur skógur sem minn-
ir mann á ævintýri og lífríkið þar,
smáblóm og gróður engu líkt. Ég
fann sterklega fyrir nálægð huldu-
fólks þegar ég var á þessu rölti mínu
um Fljótsdalinn. Mér var sagt frá
því seinna að stærsta byggð huldu-
fólks á Íslandi væri á þessu svæði.
Mér finnst mikilvægt að minna okk-
ur á að forfeður okkar gerðu alls
konar samninga við hinn hulda heim
og segir mér svo hugur að við séum
búin að þverbrjóta þessa samninga
en sjaldan höfum við gengið eins
nærri að rjúfa þessi tengsl og nú.
Ég hef ekki komið að Kárahnjúk-
um en dreymt um það í mörg ár.
Þetta er einn af þessum stöðum sem
ég hef bent fjölda vina minna frá öðr-
um löndum á að þeir verði að heim-
sækja. Við höfum oftast verið afar
stolt af sögu okkar og menningar-
legri arfleifð. Sú saga er tengd hin-
um hulda heimi. Það kann kannski
að hljóma sem að ég sé ekki alveg
með öllum mjalla að vera að tala um
huldufólk og vætti sem þau séu til,
en ég vil minna á að forfeður okkar
og -mæður sem við svo mjög virðum
áttu mun sterkari tengsl við þennan
hulda heim en ég og ekki þætti mér
ólíklegt að margur haugurinn með
beinum þeirra sé á stöðugri hreyf-
ingu, vegna þess að þeir snúa sér svo
oft við í gröfinni vegna skammsýni
og græðgihyggju samtímafólks
míns.
Það er alveg á hreinu að það að
byggja álver á Reyðarfirði mun ekki
leysa byggðarvandann svokallaða.
Kannski er það bara ágætt að sem
flestir flytji til Stór-Reykjavíkur.
Þetta er sú þróun sem átt hefur sér
stað um allan heim. Fólk sækist í
stórborgir út af miklu fleiri ástæðum
en betri atvinnu. Það er einfaldlegra
meira og betra framboð af öllu þar.
Unga fólkið mun ekki ílendast á
Austfjörðum vegna álvers. Það hefur
áhuga á að mennta sig og skemmta
sér. Ekki vinna í einhverju álveri.
Það er líka sorglegt til þess að hugsa
að Austfirðingum hefur verið haldið í
gíslingu gylliboða um einhverja
lausn með álveri. Á meðan hefur
þessi landshluti verið svo gott sem
lamaður og ferðamannaiðnaði þarna
eystra haldið í fjárhagslegu svelti.
Það er reyndar skringilegt ef við
leggjum mikla áherslu á að mennta
þjóð okkar að hafa svo ekkert betra
að bjóða æsku landsins úti á landi en
vinnu við álver.
Ég held að það væri bara ágætt ef
við myndum gera restina af Íslandi
að þjóðgarði og þeir sem nenna að
vera þarna í fásinninu eins og borg-
arbörnin núverandi og tilvonandi sjá
það, geta unnið sem þjóðgarðsverðir.
Þarna geta verið alls konar menn-
ingarsetur og hægt er að ná í þjóð-
argersemarnar til Reykjavíkur og
setja þær á sína upprunalegu staði
og þá höfum við lifandi þjóðmenn-
ingarsöfn úti um land allt. Það er
ekki hægt að lifa af því að vera bóndi
á Íslandi og brátt munum við hafa
veitt allan fiskinn úr sjónum eða
hann verður svo gegnsósa af meng-
un að hann er ekki ætur lengur.
Þannig að það væri hægt að hafa út-
gerðir við stærstu byggðarlögin eða
alfarið úti á sjó. Trillukarlar gætu
unnið við að bjóða útlendingum og
borgarbúum að prófa að veiða á línu
og fá miklu meiri peninga fyrir vikið
en þeir fá núna. Ég hef búið vítt og
breitt um landið og leyfi mér að full-
yrða að það er ekkert sem heldur í
ungt fólk að vera áfram úti á landi
nema þeir örfáu sem upplifa sterk
tengsl til landsins og það fólk væri
tilvalið sem þjóðgarðsverðir. Þetta
myndi að sjálfsögðu vekja heimsat-
hygli og við myndum fá fjölmarga
ferðamenn út á þetta og síðast en
ekki síst væri náttúru okkar og
tengsl við vætti og huldufólk borgið
um einhverja hríð.
Að endingu langar mig að benda
fólki á að kynna sér þær lausnir sem
fólk eins og Jakob Frímann Magn-
ússon og Kolbrún Halldórsdóttir
hafa verið að viðra og glugga í grein-
ar sem fjalla um Kárahnjúka og
virkjun þeirra á http://www.raddir.is
Gerum gjörvallt
Ísland að þjóðgarði!
Eftir Birgittu
Jónsdóttur
„Það er al-
veg á hreinu
að það að
byggja álver
á Reyðarfirði
mun ekki leysa byggð-
arvandann svokallaða.“
Höfundur er útgefandi og skáld.