Morgunblaðið - 16.01.2003, Síða 29
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 29
✝ Bogi Ólafssonfæddist á Hofs-
stöðum í Álftanes-
hreppi í Mýrasýslu 2.
nóvember 1910 en
fluttist út í Hjörsey á
Mýrum fjögurra ára
gamall. Hann lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 1. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar Boga voru Ólafur
Sigurðsson, bóndi í
Hjörsey í Hraun-
hreppi í Mýrasýslu, f.
29. des. 1870, d. 24.
júní 1937, og kona hans Þórdís
Bogadóttir, f. 13. okt. 1884, d. 26.
júlí 1972, frá Kárastöðum. Systkini
Boga eru: 1) Margrét Ó. Thorla-
cius, f. 8. apríl 1909, og 2) Jón Sam-
úel, f. 25. nóv. 1914, d. 5. mars
1926.
Bogi kvæntist 16. febrúar 1935
Sigurbjörgu (Stellu) Sigurjónsdótt-
ur, f. 27. des. 1910, d. 24. júní 1971,
dóttur Sigurjóns, skipstjóra í
Brekkuhúsi í Vestmannaeyjum, f.
6. mars 1889, d. 8. júní 1959, og
konu hans Kristínar Óladóttur, f.
17. mars 1889, d. 1. sept. 1975.
Bjuggu þau hjón allan sinn búskap
og á es. Heklu frá Reykjavík 1932–
1933. Bogi var síðan 2. og 1. stýri-
maður á es. Kötlu (I) 1934–1945, að
frátöldum nokkrum dögum á ms.
Laxfossi og nokkrum vikum, sem
hann var 2. stýrimaður á es. Súð-
inni á árinu 1945. Hann var skip-
stjóri á es. Kötlu (I) í forföllum
skipstjórans þar í 15 mánuði sam-
anlagt. Bogi var síðan verkfæra-
og birgðavörður hjá vélsmiðjunni
Jötni í Reykjavík og vann svo við
trésmíðar og fór stöku ferðir sem
leiðsögumaður skipa út á stöndina
þar til í apríl 1947.
Hinn 1. maí 1947 var Bogi ráðinn
skipstjóri á ms. Vatnajökul (I),
fyrsta skip Hf. Jökla í Reykjavík,
sem þá var í smíðum í Lidingö í Sví-
þjóð. Hafði Bogi eftirlit með smíði
skipsins og var síðan með Vatna-
jökul þar til í des. 1961. Þá var
hann með ms. Langjökul til 1965 og
var síðan skipstjóri á ýmsum skip-
um og ennfremur um tíma hafn-
sögumaður við Reykjavíkurhöfn. Á
árinu 1969 stofnaði Bogi ásamt
fleirum skipafélagið Víkur hf. og
var skipstjóri á skipi þess, ms. Eld-
vík. Árið 1976 stofnaði hann ásamt
fleirum útgerðarfélagið Pólaskip
hf. á Hvammstanga og var skip-
stjóri á skipi félagsins, ms. Mávi,
frá 1976–1981 en Bogi lét þá af
störfum vegna aldurs eftir hálfrar
aldar farsæla sjómennsku.
Útför Boga fer fram frá Laug-
arneskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
í Reykjavík. Börn
Boga og Stellu eru Jón
Örn, f. 7. apríl 1933,
maki Hólmfríður Jens-
dóttir, d. 11. jan. 2000,
barn Bogi, f. 4. apríl
1958, maki Laufey
Oddsdóttir. Börn
þeirra eru Fríða, Odd-
ur, Jón Örn, Axel og
Björk. Uppeldisbörn:
1) Guðrún Kristín
Antonsdóttir, f. 27.
okt. 1945, dóttir Ant-
ons Jónssonar og Að-
alheiðar Sigurjóns-
dóttur (systur Stellu).
Börn hennar Freyr og Aðalheiður
Stella. 2) Sigurbjörg A. Jónsdóttir,
f. 3. okt. 1953, dóttir sonar þeirra
hjóna og Halldóru Helgadóttur,
maki Marteinn Svanberg Karlsson.
Börn þeirra Stella, Auður og Dóra.
Bogi lauk gagnfræðaprófi 1928
og farmannaprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1934.
Bogi fór fyrst á sjóinn 1928 sem
háseti á togarann Tryggva gamla
frá Reykjavík. Var því næst háseti
á línuveiðaranum es. Fjölni frá
Reykjavík 1929, es. Vestra frá Flat-
eyri 1930–1932, togaranum Þor-
geiri skorageir frá Viðey sama ár
Elsku pabbi minn. Umhyggja, ást
og hjartahlýja eru þau þrjú orð sem
koma ávallt upp í huga minn þegar
ég hugsa um þig, en þú varst alltaf
fyrstur manna til að mæta ef eitthvað
bjátaði á og ófáar eru ferðir þínar til
okkar í Miðtúnið í seinni tíð til að líta
eftir telpunum þínum. Það sem
styrkir mig í sorginni er að þú sért
núna í faðmi mömmu, sem þú þráðir
svo mikið, og ást ykkar mun fylgja
okkur og afabörnunum sem þú varst
svo stoltur af og þreyttist aldrei á að
dást að og aðstoða.
Fyrstu árin mín varst þú mikið
fjarverandi vegna vinnu þinnar á
sjónum, en við mamma fórum þó oft
með þér í siglingar og sigldum við
með þér um öll heimsins höf. Við
Gunna Stína systir biðum líka
spenntar eftir því að þú kæmir í höfn,
því þú komst alltaf með eitthvað fal-
legt handa okkur, og ekki má gleyma
öllum ávöxtunum, sem þá voru ekki
til í búðum hér heima. Þú lagðir
mikla áherslu á það, að við systur
menntuðum okkur og einnig að við
lærðum erlend tungumál. Þó við
værum ekki alltaf sáttar við að vera
sendar bæði til Þýskalands og Eng-
lands hefur þessi dýrmæta reynsla
komið okkur að góðum notum.
Mamma var kölluð alltof fljótt frá
okkur og var það mjög erfiður tími
fyrir okkur, en fljótlega eftir lát
hennar fór ég með þér í eftirminni-
lega ferð til Rússlands og þar kom
ennþá betur í ljós, pabbi minn, hvað
þú varst yndislegur faðir. Þú vildir
að við systur kynntumst dýrunum og
á okkar heimili voru alltaf hundar,
fuglar og fiskar, þótt mömmu fyndist
stundum nóg um. Pabba var í mun að
gleðja aðra og þá sérstaklega börn.
Það voru ófáar ferðirnar sem þú
fórst með Stellu, Katrínu, Auði og
Dóru á reiðnámskeið.
Ég man hvað þú varst stoltur og
ánægður þegar frumburðurinn okk-
ar Madda var skírð Stella, stjarnan
þín, í höfuðið á mömmu. Þú varst
stoð og stytta okkar Madda á uppeld-
isárum telpnanna og hvattir þær
áfram og varst stoltur af þeim. Þú
fórst alltaf í sund á hverjum morgni
sama hvaða höfn þú varst staddur í
og sama hvernig viðraði og lagðir
mikla áherslu á það að við kynnum að
synda. Góða heilsu áttir þú sundinu
og heilbrigðu líferni þínu að þakka.
Stella fór með þér á hverjum morgni
í nokkur ár í Sundhöllina og að lokum
var hún farin að æfa sund af kappi
með KR og þá varst þú líka ánægður
með telpuna þína. Þú hvattir þær all-
ar til að æfa fimleika og mættir með
þeim á margar æfingar og fylgdist
með hvernig þeim gekk. Ófáar voru
ferðir þínar og myndatökur af þeim
þegar þær voru að keppa í dansi. Já,
svona varst þú, elsku pabbi, alltaf að
hugsa um aðra og ekki varst þú að
draga til morguns það sem hægt var
að gera í dag. Þú varst ætíð tilbúinn
að hlusta og hjálpa til við að leysa
hlutina. Pabbi var ekki bara glæsi-
legur maður sem bar sig með mikilli
reisn heldur var hann líka hress, hlýr
og yndislegur í alla staði og alltaf svo
tilbúinn að gefa af sér.
Það er bara engin leið fyrir mig að
lýsa því hve mikið þú, elsku pabbi
minn, hefur kennt mér og gefið, og
ég vona að Guð gefi mér að ég muni
aldrei gleyma því meðan ég lifi.
Elsku pabbi minn, takk fyrir allt og
hvað ég, Maddi og telpurnar erum
heppin að hafa átt svona einstakan
pabba, tengdaföður og afa eins og
þig. Far nú í friði í faðm mömmu,
sofðu rótt, pabbi minn, og sjáumst
seinna.
Þín,
Sigurbjörg.
Elsku pabbi. Þú kvaddir okkur og
árið 2002 hægt hljótt eins og þér ein-
um var lagið árla morguns á nýárs-
dag síðastliðinn. Á gamlársdag stóð-
um við öll kringum rúmið þitt á
Landspítalanum við Hringbrautina.
Þú vissir af okkur og varst sáttur við
brottförina. Borgarbúar kvöddu
gamla árið með tilheyrandi gleðilát-
um, og ljósadýrðina bar við dökkan
himin gegnum gluggann. Við sögðum
fátt, en hugurinn dvaldi við ljúfar
minningarnar. Svo hvarfstu okkur
yfir í betri veröld.
Elsku pabbi, elsku afi. Hafðu þökk
fyrir samveruna. Hvíldu í friði.
Guðrún Kristín, Freyr
og Aðalheiður Stella.
Það var einn haustdag fyrir tæp-
um 50 árum að glæsileg hjón stóðu á
tröppunum heima hjá mér. Erindi
þeirra var að sjá Sigurbjörgu ný-
fædda dóttur mína, þetta voru Stella
og Bogi, sem nú eru bæði látin, Stella
hinn 24. júní 1971 og Bogi hinn 1. jan-
úar 2003.
Ég hef átt marga góða að um dag-
ana, bæði skylda og óskylda, en eng-
inn hefur reynst mér betur en þessi
góðu hjón. Seinna fór fyrrgreind
dóttir mín í fóstur til þeirra og það
má segja að þau hafi ekki heldur
sleppt hendi af mér síðan. Bogi var
sjómaður í rúm 50 ár, fyrst háseti,
síðan stýrimaður og skipstjóri. Hann
sigldi öll stríðsárin og allt fram til
ársins 1981. Hann minntist oft þess-
ara tíma og þeirra aðstæðna, sem
margt fólk vart gerir sér í hugarlund,
svo sem válynd veður og hættur á
stríðstímum. Ekki veit ég til að slys
hafi orðið á áhöfnum undir skipstjórn
hans.
Haustið 1971 flutti ég á heimili
Boga í Miðtúni 34 og hugsaði um
heimilið í þrjú ár. Seinna byggði Bogi
sér íbúð á Dalbraut og undi sér nokk-
uð vel þar. Bogi var ekki vanur að
kvarta undan hlutunum. Hann bauð
heldur aðstoð sína og gaf öðrum góð
ráð. Inn á stofnanir vildi hann ekki
fara, því þá var hann að taka rými frá
öðrum, sem þurftu frekar á því að
halda. Eftir að hann eltist og varð
lasnari, varð útivistin ekki mikil,
hann var þó þakklátur, ef hann fór
með í bílferð og komst á fjörukamb-
inn og gat horft út á sjóinn. Hann
þekkti sjóinn og sjólagið og naut þess
að horfa út á hafið. Fuglalífið var
honum einnig einstaklega kært. Vor-
boðarnir minntu hann á vorin í
Hjörsey, þar sem hann ólst upp.
Það er komið að leiðarlokum. Þú
varst hvíldinni feginn og starfsdag-
urinn orðinn langur. Mér finnst ég
vera betri manneskja að hafa þekkt
þig. Þökk fyrir alla þína umhyggju.
Guð blessi för þína til bjartari heima
og ástvina sem á undan eru farnir.
Blessuð sé minning þín.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stef.)
Halldóra Helgadóttir.
Elsku afi. Það er sárt að sjá á eftir
þér og óvænt og einhvern veginn
ótímabært. Þótt Bogi afi hafi verið
kominn á 93. aldursár þá var hann
sjálfbjarga, alltaf skýr í hugsun alveg
til hinstu stundar. Síðustu vikurnar
átti hann hins vegar við erfið veikindi
að stríða sem ekki tókst að ráða bót
á.
Afi fæddist á Hofsstöðum á Mýr-
um en ólst upp í Hjörsey. Afi fór einu
sinni með okkur hjónin og börnin í
Hjörsey og sýndi okkur eyjuna þar
sem hann ólst upp. Einnig sýndi
hann okkur marga staði á eyjunni
sem honum voru kærir.
Ég hugsa til afa míns með miklu
þakklæti. Þegar ég var 12 ára bauð
hann mér að vinna á skipi sínu sem
hann var skipstjóri á. Ég sigldi með
honum í nokkur sumur og kenndi afi
mér alla helsu hnúta og splæsingar
og hefur sú verkkunnátta sem ég öðl-
aðist, verið mér ómetanleg síðan.
Síðan var farið út í siglingafræðina
og stjörnufræðina. Að loknum vinnu-
degi tefldum við mikið og vann afi
jafnan flestallar skákirnar. Við sigld-
um til marga landa og var lengsta
ferðin farin til Angóla. Ég gleymi því
aldrei hve afi var staðfastur og mikill
Íslendingur í sér alveg sama í hvaða
landi við vorum hverju sinni.
Afi hafði mikið sjúkdómsinnsæi og
stóðst það alltaf undantekningalaust
að ef honum fannst eitthvað vera að
þá reyndist það alltaf vera rétt.
Afi var alltaf mjög sjálfstæður og
kærði sig ekki um að vera öðrum
háður. Hann fann á sér í þetta sinn
og við öll fjöldskyldan sem vorum
samankomin, að komið var að hinstu
stundinni. Afi kvaddi alla, en þó virt-
ist hann vera að hressast en lést á
fyrsta sólarhring þessa árs.
Afi, nú ert þú lagður af stað í þína
hinstu sjóferð en kjölfar minning-
anna lifir áfram. Guð geymi þig og
varðveiti.
Þinn sonarsonur
Bogi.
Elsku afi okkar. Þegar við hugsum
til þín er margs að minnast. Sérstak-
lega hvað þú varst alltaf góður og
reyndir að styðja okkur í öllu sem við
gerðum. Hvort sem það voru áhuga-
mál, vinna eða skóli. Það var alltaf
hægt að leita til þín því þú hafðir ráð
við öllu.
Þegar við vorum yngri varst það
þú sem gættir okkar þegar mamma
og pabbi voru í vinnunni. Þú last fyrir
okkur, kenndir Stellu stafina og
ræddir við okkur um heima og
geima. Þú varst nefnilega alltaf tilbú-
inn að tala um allt sem okkur lá á
hjarta og þú skildir okkur svo vel. Þú
lagðir mikla áherslu á að allir í fjöl-
skyldunni lærðu að synda. Þar sem
þú varst skipstjóri var það í eðli þínu
að kenna fólki að bjarga sér. Við
lærðum allar að synda á unga aldri
og Stella fór með þér í sund á hverj-
um morgni í mörg ár. Upp frá því fór
hún að æfa sund og alltaf þegar hún
keppti varst þú aðal stuðningsmað-
urinn á bakkanum og hvattir hana
áfram. Þegar þú áttir leið í Miðtúnið
komstu alltaf færandi hendi, t.d.
komst þú með eitthvað úr bakaríinu,
pylsur eða eitthvert góðgæti. Þú
hafðir alltaf áhyggjur af því að við
fengjum ekki nóg að borða hjá
mömmu og værum ekki nógu vel
klæddar. Ef þú heyrðir af einhverju
sem okkur vantaði eða langaði í varst
þú yfirleitt kominn með það daginn
eftir. Þú hafðir mikinn áhuga á því að
við lærðum á píanó og páskana 1989
gafst þú okkur eitt slíkt og sagðir að
það væri í staðinn fyrir hefðbundu
páskaeggin. Stella og Auður lærðu
báðar á píanóið þér til mikillar gleði.
Afi, þú varst víðförull maður og
hvattir okkur til að sækja nám er-
lendis, eins og þú hvattir Auði til að
fara til Englands og Þýskalands. Þú
vissir að upplifunin og reynslan væri
ógleymanleg. Það voru ófá skiptin
sem þú dróst upp stóru landabréfa-
bókina þína og staðsettir hlutina fyr-
ir okkur. Áhuginn leyndi sér ekki á
góðlegu andliti þínu.
Afi, þú varst alltaf svo hugulsamur
og vildir allt fyrir okkur gera. Þegar
Dóra var að bera út Dagblaðið mætt-
ir þú nánast á hverjum degi og
heimtaðir að fá að keyra hana með
blöðin, því þér fannst annað hvort
svo kalt úti eða pokinn of þungur fyr-
ir hana. Margar voru sumarbústaða-
ferðirnar og var þá sundið æft af
kappi og kepptuð þið Dóra oft og
vannst þú hana alltaf. Þú varst alltaf
til staðar og barst alltaf hag okkar
fyrir brjósti þér.
Elsku afi, það er erfitt að trúa því
að þú sért farinn frá okkur. Þú varst
orðinn mjög veikburða og þess vegna
vitum við að þér líður vel þar sem þú
ert núna hjá ömmu. Þín verður sárt
saknað og minningin um þig mun lifa
í hjörtum okkar.
Og nú er sól að hníga og gullnir glampar
loga,
svo glitri slær á tinda og spegilsléttan sæ.
Í fjarska synda svanir um sólargyllta
voga,
silfurtónar óma í kvöldsins létta blæ.
Og núna þegar haustar og hníga blóm og
falla,
þá heldur þú í norður og vegir skilja um
sinn.
Og ef ég gæti handsamað himinsins geisla
alla,
ég hnýtti úr þeim sveiga að skreyta veginn
þinn.
Og nú er leiðir skiljast og vetur sezt að
völdum,
þá verður þetta síðasta kveðjuóskin mín.
Að vorið eigi í hjarta þínu völd á dögum
köldum
og vefji sínu fegursta skarti sporin þín.
(Jón frá Ljárskógum.)
Saknaðarkveðjur,
Stella, Auður og Dóra.
Elsku Bogi minn. Ég minnist
þeirra stunda sem við áttum saman.
Þau skipti sem við sátum og ræddum
saman. Þú hafðir yndi af að rifja upp
liðna tíma og þú hafðir skoðanir á
þjóð- og heimsmálum. Oft ákveðnar
en engu að síður varstu umburðar-
lyndur. Ég minnist örlætis þíns og
hversu vel þér fórust öll verk úr
hendi. Hversu barngóður og mikill
dýravinur þú varst.
Nú er siglingu þinni á þessari jörð
lokið. Minningin um merkan mann
lifir. Megi guð fylgja þér á siglingu
þinni til næstu hafnar.
Og aldan há, sem ægis vindar róta
og undurhvítum skrýða tignarfald,
hún rísi blá og falli þér til fóta
og fegurð sína leggi þér á vald.
Og liljan hvít sinn ljósa blóma hneigi
og lúti þér í vorsins unaðssöng!
Og gakktu æ á grænum sumarvegi,
hans gleði sé þér bæði skær og löng.
(Benedikt Gröndal.)
Ásbjörn Unnar.
BOGI
ÓLAFSSON
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
OLGA GUÐRÚN ÞORBJARNARDÓTTIR,
Borgarbraut 65A
Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 18. janúar kl. 14.00.
Ásdís Kristjánsdóttir, Sævar Þórjónsson,
Gunnar Kristjánsson, Auðbjörg Pétursdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Bróðir okkar,
JÓN S. GUÐMUNDSSON,
Hringbraut 50,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu-
daginn 30. desember sl.
Útförin hefur farið fram.
Blessuð sé minning hans.
Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Kristjana V. Guðmundsdóttir,
Guðmundur R. Guðmundsson.