Morgunblaðið - 16.01.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 16.01.2003, Síða 30
MINNINGAR 30 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ingvar N. Páls-son fæddist á Lambastöðum í Mið- neshreppi 17. nóv- ember 1922. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. janúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Páll Einarsson sjó- maður og Þóra Sig- urðardóttir húsmóð- ir. Auk Ingvars voru börn þeirra: Kristín, Einar og Páll, og eru þau öll látin. Árið 1948 kvæntist Ingvar Steinunni H. Berndsen, f. 20. nóvember 1925, d. 5. janúar 2002. Börn þeirra eru Kristinn Páll, f. 1949, maki Ástríður Sig- valdadóttir; Elísabet, f. 1951, maki Sverrir Friðþjófsson; Þórir f. 1959, maki Hjör- dís Tómasdóttir og Steinunn Björg, f. 1964, maki Brynjar Einarsson. Ingvar starfaði hjá Heildverzlun Garðars Gíslasonar um árabil og síðar varð hann fram- kvæmdastjóri Líf- eyrissjóðs verzlun- armanna, einnig var hann um tíma ritari Ólympíu- nefndar Íslands og síðast hjá Bergvík ehf. Hann var virkur í fé- lagsstarfi fyrir íþróttahreyf- inguna bæði sem formaður Knattspyrnufélagsins Víkings og varaformaður KSÍ. Útför Ingvars var gerð í kyrr- þey að hans ósk. Elsku pabbi. Það er skrítið að hugsa til þess að það er rétt ár síðan ég skrifaði kveðjubréf til mömmu. Ég átti nú ekki von á því að þú færir svo fljótt pabbi minn, en þú varst orðinn svo veikur og varst hvíldinni fegnastur. Nú veit ég að þér líður vel og ert kominn til mömmu sem beið þín og þið voruð saman á nýárskvöld eins og þið hafið verið í nær 60 ár. En það koma margar minningar upp í hugann á svona stundu og á ég eftir að sakna alls þess sem við ætluðum að gera saman og ekki verða fleiri kaffihúsaferðir og bíl- túrar sem við dunduðum okkur við eftir að mamma dó. Það var svo mikið tómarúm hjá mér eftir að mamma dó og þá var gott að geta komið til þín eða tala við þig í síma. En ég á eftir að sakna þín svo mikið pabbi minn og að geta ekki leitað aðstoðar hjá þér, en þú varst alltaf boðinn og búinn að hjálpa og ráðleggja ef það var eitthvað sem lá mér á hjarta. Það var svo gott að leita til þín og tala við þig, þú hafð- ir alltaf tíma fyrir mann. Þú varst svo einstakur afi, þú hafðir svo mikinn áhuga á því sem barnabörnin voru að gera og fannst gaman að fylgjast með þeim. El- ísabet Inga og Ingvar Þór eiga eft- ir að sakna þín mikið, þú varst al- veg einstakur við Elísabetu Ingu og eru þau ógleymanleg árin sem við áttum saman eftir að Elísabet Inga fæddist en þá bjuggum við hjá ykkur mömmu og þið vilduð allt fyrir okkur gera. Ingvari Þór fannst alltaf svo gaman þegar þú sóttir hann í leik- skólann eftir að við fluttum heim frá Danmörku og voru það ekki ófá skiptin sem þú gerðir það, og þá var oft og iðulega farið í ísbúð á leiðinni heim og var hann nú ánægður með það. Það er margs að minnast, ég tala nú ekki um allar utanlandsferðirn- ar sem við fórum þegar ég var lítil og ferðirnar upp í sumarbústað, þér fannst svo gott að koma þangað og það var svo gaman að sjá hvað þú gast dundað þér við smíðar eða að dytta af bústaðnum, þú varst alltaf eitthvað að gera. En svo var alveg yndislegt að fá ykkur mömmu til okkar þegar við bjugg- um í Danmörku og áttum við góðan tíma þar saman. Ég gæti endalaust verið að rifja upp en ætla að láta staðar numið, ég á svo margar minningar sem ég geymi í mínu hjarta og ég veit að ég á eftir að rifja upp fyrir mig. Elsku pabbi ég vil fá að þakka fyrir allt sem þú hefur verið mér, það er ómetanlegt. Það er svo gott að vita að þið mamma eru orðin saman á ný og ég veit að ykkur líð- ur vel. Ég elska ykkur svo mikið og ég hugsa til ykkar. Þín dóttir Steinunn Björg. Ingvar, tengdafaðir minn, er lát- inn, réttu ári á eftir Steinunni Berndsen (Dídí), tengdamóður minni. Þau áttu samleið í meira en 55 ár og hann lýsti söknuði sínum og líðan vel þegar hann hélt upp á 80 ára afmælið sitt 17. nóv. sl., sagðist aldrei hafa hugsað um aldur sinn áður en Dídí lést. En eftir lát hennar fannst honum blasa við sér spegilmynd lasburða gamals manns. Ingvar og Dídí kenndu mér margt, þolinmóð, hjálpsöm og úr- ræðagóð og miklir vinir mínir. Heimilislífið í Rauðagerði 16 var mjög líflegt og skemmtilegt og hressandi að koma þangað, enda ekki laust við að heimilið væri oft eins og járnbrautarstöð. Ingvar hélt upp á 80 ára afmælið með glæsibrag og okkur ógleym- anlegt jólahlaðborð í Perlunni, kaffisamsæti og síðast en ekki síst Óperan um kvöldið, en hann hafði svo mikið yndi af tónlist. Nokkru síðar, rétt áður en hann lagðist inn á sjúkrahúsið, bauð hann barna- börnum til veislu. Minning er dýr- mæt sem þau geyma frá þessu kvöldi. Ingvar var náttúruunnandi, göngur og hjólaferðir um Reykja- vík þvera og endilanga voru honum nauðsynlegar og saknaði hann þeirra stunda þegar heilsan fór að bila, en þess í stað var eins og hann teygaði til sín fallegt og friðsælt út- sýni. Ingvar var mjög vel hagmæltur og hafa margar vísurnar fokið út í loftið sem við fjölskyldan eigum án efa eftir að njóta í framtíðinni. Hann tók veikindum sínum af ótrú- legri skynsemi og sýndi hve sterk- ur hann var. Hann átti kost á að verja síðustu dögum þessarar jarð- vistar á líknardeildinni í Kópavogi. Þangað fór hann sáttur og þakk- látur viku fyrir jól og átti yndislega daga þar sem hann naut samvista við frábært starfsfólk sem gerðu allt til að gera þennan tíma góðan og fallegan. Ingvar var elskaður og dáður af fjölskyldu sinni og vinum enda vinamargur. Hann var afskaplega hógvær, vildi ekkert umstang og þannig vildi hann verða kvaddur. Hann vissi að vistaskiptin yrðu góð, á móti honum tækju konurnar sem honum þótti vænst um svo og barnabarnið sem honum var svo kært og vinirnir hans sem hann átti svo langa ferð með í gegnum lífið. Ég þakka Ingvari samfylgdina, hún var stutt en mér og minni fjöl- skyldu afskaplega mikils virði. Ásta Sigvaldadóttir. Það er til fólk hér á meðal vor sem hægt er að kalla einstakt. Fólk sem ekki endilega lætur mikið yfir sér, tranar sér ekki fram, eða hefur hátt, heldur sem í krafti mann- gæzku sinnar, mildi og virðingar fyrir samferðamönnum sínum hefur þau áhrif að maður án umhugsunar lítur upp til þess og óskar að maður hefði aðeins brot af þessum mann- kostum. Svona maður var tengda- faðir minn, Ingvar N. Pálsson. Í þau rúm þrjátíu ár sem við áttum samleið hafði ég ætíð gleði af návist hans. Hann hafði svo skemmtilega blöndu af kímni og alvöru, og svo góða nálægð. Ósjaldan ræddum við um stjórn- mál og vorum ekki alltaf sammála, en yfirleitt þegar þeim samræðum var lokið var ég, án þess að átta mig á því, orðinn sammála honum. Ekki vegna þess að hann væri að leggja sig fram við það, heldur vegna rökfestu sinnar og mælsku og trúar á sinn málstað. Ingvar var mikill fagurkeri og hafði dálæti á fallegum söng og vel ortum ljóðum. Hann var ágætt skáld sjálfur og orti mörg falleg ljóð um menn og málefni líðandi stundar. Ingvar var einhver besti ræðu- maður sem ég hef kynnst og var alltaf tilhlökkunarefni þegar von var á ræðu frá honum. Hann bland- aði saman á snilldarhátt gamni og alvöru og talaði ætíð blaðlaust. Mér er minnisstætt er hann hélt ræðu í brúðkaupi, fyrir ekki mörgum ár- um, og ræddi um mildi hjónabands- ins og sagði frá því er hann og Dídí voru eitt sinn að fara í bæinn sam- an og er hann var kominn eitthvað áleiðis áttaði hann sig á því að hann hafði gleymt henni heima. Hann snéri heim aftur og þar stóð hún á tröppunum hin rólegasta og beið, og brosti. Já, Ingvar var einstakur maður og það voru forréttindi að fá að kynnast honum, og nú hefur hann kvatt þennan heim með sama virðuleika og reisn sem einkenndi hann alla tíð. Ég þakka fylgd og góðan félagsskap. Sverrir Friðþjófsson. Látinn er svili minn og góður vinur til margra ára, Ingvar N. Pálsson, eftir langa og stranga bar- áttu við illskeyttan sjúkdóm, sem að lokum lagði hann að velli. Mín fyrstu kynni af Ingvari og Dídí, eiginkonu hans, voru fyrir um 55 árum, er ég og Björg, eiginkona mín, kynntumst. Þá bjuggu þau að Öldugötu 54 en eftir stuttan stans þar byggðu þau sér hús í Laug- arásnum en síðan lá leiðin inn í Rauðagerði. Þar bjuggu þau lengst af eða í um það bil 40 ár. Vegna veikinda Dídíar urðu þau að flytja í hentugra húsnæði og fluttu þá á hjúkrunarheimilið Eir. Heilsu elsku mágkonu minnar hrakaði stöðugt en Ingvar hjúkraði konu sinni af einstakri ást og alúð, þó svo að hann sjálfur gengi ekki heill til skógar. Þann 5. janúar 2002 and- aðist hún og var því rétt ár á milli andláts þeirra. Heimili þeirra var einstaklega fallegt og þau hjónin höfðu einstakt lag á að láta fólki líða vel í návist sinni, hvort sem það var á heimili þeirra eða í sumarbústaðnum í Gjá- bakkalandi við Þingvallavatn. Það er margs að minnast þegar litið er yfir farinn veg og voru fjölskyldur okkar mjög samlyndar og nutum við ótal samverustunda með fjöl- skyldunni í Rauðagerði sem við þökkum fyrir og geymum þær dýr- mætu minningar í hjörtum okkar. Að loknu námi í Verzlunarskóla Ís- lands hóf hann störf hjá Heildversl- un Garðars Gíslasonar og um hríð dvaldist hann í Bandaríkjunum á vegum fyrirtækisins. Ingvar var mjög félagslyndur maður og um árabil spilaði hann fótbolta með meistaraflokki Víkings. Starfs- krafta hans naut víða og m.a. var hann í stjórnum VR og K.S.Í. og einnig sat hann í Ólympíunefnd Ís- lands. Hann lagði líka gjörva hönd á plóginn við uppbyggingu Bú- staðakirkju og var einnig í Frímúr- arareglunni. Á sínum tíma tóku nokkrir ungir menn sig til og geng- ust fyrir stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og var Ingvar meðal þeirra og veitti hann þeirri stofnun forstöðu til margra ára. Þetta eru ákaflega fátækleg orð um þennan góða dreng og megi minn- ing hans lifa. Börnum, barnabörnum og tengdabörnum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Benedikt. INGVAR N. PÁLSSON Kveðjuathöfn um ástkæra móður okkar og tengdamóður, ÞORGERÐI EINARSDÓTTUR frá Þórisholti, verður í Bústaðakirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.30. Útför hennar verður gerð frá Reyniskirkju laug- ardaginn 18. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar afbeðnir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög. Fyrir hönd annarra vandamanna, Borghildur Kjartansdóttir, Ólafur Jóhannesson, Einar Kjartansson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Sigurgeir Kjartansson, Kristinn Kjartansson, Guðrún Helgadóttir, Kjartan Kjartansson, Alda Ólafsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir, mágur og svili, BJARNI ÞRÖSTUR LÁRUSSON, Skien, Noregi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstu- daginn 17. janúar kl. 13.30. Halla Jörundardóttir, Lárus Bjarnason, Einar Bjarnason, Guðlaug Guðjónsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Þuríður Lárusdóttir, Ari Leifsson, Þórdís Lárusdóttir, Rúnar Lárusson, Erla Lárusdóttir, Jóhannes Lárusson, Guðrún Reynisdóttir, Sveinbjörn Lárusson Arnfríður Guðnadóttir, Hildur Jörundsdóttir, Stefán Þór Þórsson, Helga Jörundsdóttir, Kristján Guðmundsson, Einar Jörundsson, Guðríður Haraldsdóttir, Sveinn Jörundsson, Gro Helen Aalgaard. Elskuleg eiginkona mín og móðir okkar, GUÐBJÖRG JÚLÍUSDÓTTIR, andaðist á heimili sínu Linby 17, 27493, Skurup, Svíþjóð, laugardaginn 11. janúar. Jarðsett verður í Svíþjóð föstudaginn 24. janúar kl. 13.00. Einar Bogason, Alex, Bogi, Lára og aðrir aðstandendur. Sambýliskona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG LINDA EINARSDÓTTIR, Holtsgötu 20, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fimmtudaginn 9. janúar, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 17. janúar kl. 13.30. Sigurbjörn Sigfússon, Kristinn Sigursveinsson, Guðbjörg Torfadóttir, Hulda Íris Sigursveinsdóttir, Leifur Gauti Sigurðsson, Elsa María Sverrisdóttir, Gísli Birgir Gíslason, Arnar Sverrisson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR frá Vík í Mýrdal, lést í Holtsbúð, Garðabæ, mánudaginn 13. janúar. Holger P. Gíslason, Gísli Holgersson, Ida Christiansen, Sæmundur Holgersson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.