Morgunblaðið - 16.01.2003, Síða 31
Ástkær bróðir okkar og frændi,
KARL GEORG GUÐMUNDSSON
frá Svarthamri,
verður jarðsunginn frá Súðavíkurkirkju laugar-
daginn 18. janúar kl. 14.00.
Stella Guðmundsdóttir,
Andrea Guðmundsdóttir, Kristinn Jónsson,
Ingimar Guðmundsson,
Aðalheiður Guðmundsdóttir, Róbert Sigurjónsson,
Ásta Guðmundsdóttir,
Viktoría Guðmundsdóttir
og frændsystkin.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 31
✝ Kristjana Gunn-arsdóttir fæddist
í Reykjavík 30. apríl
1938. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi við
Hringbraut 6. jan-
úar. Foreldar Krist-
jönu voru Gunnar
Leó Þorsteinsson,
málarameistari frá
Ólafsvík, f. 31.7.
1907, d. 7.7. 1989,
og Guðmunda
Sveinsdóttir, hús-
móðir frá Hafnar-
firði, f. 5.12. 1908, d.
7.8. 1996.
Kristjana giftist 2.8. 1957 Guð-
mundi Sigurðssyni leigubíl-
stjóra, f. 28.5. 1929, d. 9.9. 1990.
Börn Kristjönu og Guðmundar
Sigurðssonar eru: 1) Örn Leó
Guðmundsson, f. 25.6. 1956,
starfar við sölu- og markaðsmál,
kvæntur Elísabetu M. Þorsteins-
dóttur hjúkrunarfræðingi og
eiga þau tvær dæt-
ur, Rakel Kristjönu
og Leu Margréti. 2)
Guðmundur Leó
Guðmundsson, f.
7.5. 1959, húsasmið-
ur, sambýliskona
hans er Milla Gunn-
arsdóttir, fulltrúi á
skrifstofu, og börn
þeirra eru Gunnar
Jökull Guðmunds-
son og Silja Jenný
Guðmundsdóttir, af
fyrra hjónabandi á
hann tvær dætur,
þær Lindu Karen
og Evu Maren Guðmundsdætur.
3) Geir Leó Guðmundsson, f.
24.12. 1968, sölumaður, börn
hans eru Eðvarð Leó og Líney
Lea. Seinni maður Kristjönu er
Guðmundur G. Pétursson öku-
kennari, f. 12.8. 1925.
Útför Kristjönu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Elsku mamma, í dag kveðjum við
þig og göngum með þér hinsta spöl-
inn. Það er með miklum söknuði að
við setjum hér á blað hugsanir okkar
við ótímabært andlát þitt. Við rifjum
upp góða tíma þegar við bræðurnir
vorum litlir drengir.
Við fórum á sumrin suður í Hafnir
að Kalmanstjörn til dvalar yfir helgi
eða lengur. Þá var pabbi með í för
með vindilinn sinn og góða skapið.
Þetta voru skemmtilegir tímar sem
við áttum með ykkur. Það er einnig
mjög minnisvert þegar við fluttum af
Njálsgötunni upp í Hraunbæ, þú
varst svo glöð að komast úr litlu
íbúðinni í þessa fínu íbúð í Árbænum.
Föðurhúsin í Kjósinni voru alltaf
mjög ofarlega í huga þínum enda
voru foreldrar þínir búsettir þar.
Þær voru ófáar ferðirnar sem þú og
pabbi fóruð með okkur strákana í
heimsókn til afa og ömmu á Tind-
stöðum.
Á þessum tíma varst þú byrjuð að
finna til veikinda sem áttu eftir að
aukast og verða þér erfið til æviloka.
En þú barst þig alltaf vel og við mun-
um alltaf dást að styrk þínum. Þú
áttir svo marga góða eiginleika og
hæfileika sem við fengum að njóta.
Allt sem þú bjóst til var fallegt og
voru jólaskreytingarnar þínar sann-
kölluð listaverk.
Það má segja að við bræðurnir
vorum þínar ær og kýr. Ef einhver
okkar kom ekki eða hringdi nánast
daglega þá varst þú orðin óróleg og
með áhyggjur hvort ekki væri allt í
lagi hjá okkur. Svo þegar ömmu-
börnin fóru að fæðast tóku þau við.
Þó að þú værir sárlasin var alltaf það
fyrsta sem þú spurðir hvort ekki
væri allt í lagi með börnin. Og þú
vildir vita hvernig gengi, áhugi þinn
fyrir velferð barnanna var okkur svo
dýrmætur. Það er einhvern veginn
tómarúm í hjörtum okkar allra eftir
að þú ert farin, elsku mamma. Við
biðjum Guð að blessa Guðmund Pét-
ursson, sem var ekki bara eiginmað-
ur þinn heldur líka þinn besti vinur
og félagi.
Þið gátuð talað saman um heima
og geima og var hann þín stoð og
stytta í veikindum þínum allt þar til
yfir lauk. Fyrir það erum við þakk-
lát. Við söknum þín öll, elsku
mamma, og geymum minninguna
um þig í hjörtum okkar.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum
þar sem ég má næðis njóta.
(Úr 23. Davíðsálmi.)
Örn, Guðmundur, Geir og
fjölskyldur.
KRISTJANA
GUNNARSDÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is!
upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum.
gardur.is
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐBJÖRN ÞÓRHALLSSON,
Kirkjugötu 3,
Hofsósi,
verður jarðsunginn frá Hofsósskirkju laugar-
daginn 18. janúar kl. 14.00.
Svanhildur Guðjónsdóttir,
Ingi Friðbjörnsson, Rósa Eiríksdóttir,
Helga Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson,
Fanney Friðbjörnsdóttir, Árni J. Geirsson,
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Ingibjörg R. Friðbjörnsdóttir, Ingimar Jónsson,
Anna Lilja Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR HILDIMUNDARDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Stykkishólmi,
verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju
laugardaginn 18. janúar kl. 14.00.
Kristinn B. Gestsson, Ingveldur Sigurðardóttir,
Ingibjörg Gestsdóttir, Gísli Birgir Jónsson,
Þórhildur Halldórsdóttir,
Jónas Gestsson, Elín S. Ólafsdóttir,
Ólafía S. Gestsdóttir, Þórður Á. Þórðarson,
Hulda Gestsdóttir,
Brynja Gestsdóttir,
Ævar Gestsson, Alma Diego,
Júlíana K. Gestsdóttir, Hermann Bragason,
Hrafnhildur Gestsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
AÐALHEIÐUR ÁRNADÓTTIR,
Hjallabraut 5,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 13. janúar.
Jónhildur Guðmundsdóttir,
Guðmundur Helgi Önundarson, Íris Ósk Kristjánsdóttir,
Aðalheiður Rut Önundardóttir, Örvar Karlsson,
Sverrir Stefán Sigurjónsson
og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN ÞORLEIFSDÓTTIR,
Hátúni 7,
Keflavík,
er látin.
Ólafur Eyjólfsson, Bergþóra Jóhannsdóttir,
Geir Eyjólfsson, Sigríður Ingólfsdóttir,
Margrét Eyjólfsdóttir,
Daníel Eyjólfsson, Hugrún Eyjólfsdóttir,
Gunnar Eyjólfsson, Helga Hildur Snorradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg frænka mín og systir okkar,
LOVÍSA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR
frá Hlíðarenda, Ísafirði,
Frakkastíg 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 17. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á
Félag nýrnasjúkra, sími 561 9244.
Þorgerður Arnórsdóttir,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Ásta Jónsdóttir
og aðstandendur.
AFMÆLIS- og minningargrein-
um er hægt að skila í tölvupósti
(netfangið er minning@mbl.is,
svar er sent sjálfvirkt um leið og
grein hefur borist), á disklingi eða
í vélrituðu handriti. Ef greinin er
á disklingi þarf útprentun að
fylgja. Nauðsynlegt er að síma-
númer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir minningar-
greinar er 569 1115. Ekki er tekið
við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birt-
ist ein aðalgrein af hæfilegri
lengd á útfarardegi, en aðrar
greinar séu um 300 orð eða 1.500
slög (með bilum) en það eru um 50
línur í blaðinu (17 dálksentimetr-
ar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú erindi.
Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15
línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinum þarf að fylgja
formáli með upplýsingum um
hvar og hvenær sá sem fjallað er
um er fæddur, hvar og hvenær
dáinn, um foreldra hans, systkini,
maka og börn og loks hvaðan út-
förin verður gerð og klukkan
hvað. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í greinunum
sjálfum. Þar sem pláss er tak-
markað getur þurft að fresta birt-
ingu greina, enda þótt þær berist
innan hins tiltekna frests.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina