Morgunblaðið - 16.01.2003, Page 35
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
STARFSMENN Skeljungs fagna
því að 75 ár eru liðin frá því að
Hf.Shell á Íslandi, forveri Skelj-
ungs hf., var stofnað árið 1928. Á
afmælisdaginn bauð Skeljungur
starfsmönnum og mökum þeirra
til hátíðar í Borgarleikhúsinu þar
sem m.a. voru veittar starfsald-
ursviðurkenningar. Meðal þeirra
sem heiðraðir voru var Þórdís Sig-
tryggsdóttir sem starfað hefur hjá
Skeljungi í 45 ár. Á myndinni tek-
ur Þórdís við verðlaunum úr hendi
Kristinns Björnssonar forstjóra.
Í tilefni tímamótanna efnir
Skeljungur til sérstakrar afmæl-
isviku á Shell-stöðvunum dagana
14.–19. janúar þar sem við-
skiptavinum bjóðast margvísleg
afmælistilboð sem fela í sér af-
slætti frá venjulegu verði. Þeir
Fagna
75 ára af-
mæli Shell
sem kaupa eldsneyti taka þátt í
skafmiðahappdrætti þar sem 7.500
vinningar verða í boði, þar á með-
al veglegur ferðavinningur, segir í
fréttatilkynningu.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 35
Verð kr:
9.900.-
Skólavörðustíg 7, RVÍK,
Sími 551-58145% staðgreiðsluafsláttur
-Gæðavara!
Verð kr:
8.900.-
Verð kr:
7.900.- Verð kr:
6.200.-
Verð kr:
4.900.-
Verð kr:
7.300.-
Verð kr:
10.500.-
Verð kr:
11.500.-
Verð kr:
12.500.-
Snyrtitaska
BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 • FAX: 562 3025
E-MAIL: holt@holt.is • http://www.holt.is
F I S K I D A G A R
Verð aðeins: 2.600 kr.
Matreiðslumeistarar á Holtinu
töfra fram veislumáltíð úr íslensku sjávarfangi,
fersku hráefni sem á sér enga hliðstæðu að gæðum.
Þríréttaður sjávarmatseðill
Njótið þess besta sem íslensk náttúra
og íslensk matargerðarlist hafa að bjóða
- í hlýlegu umhverfi á Hótel Holti.
Borðapantanir í síma 552 5700.
SJÁVARFANG
Í HÁDEGINU
ÚT JANÚAR
Þorrablót Kvæðamannafélagsins
Iðunnar verður haldið í félagsheim-
ili Valsmanna að Hlíðarenda laug-
ardaginn 18. janúar kl. 20. Hagyrð-
ingar félagsins leiða saman hesta
sína og kvæðamenn kveða gömul
rímnalög, Hallgerður Gísladóttir
fjallar um matinn sem gestum verð-
ur boðið uppá. Steindór Andersen
kveður rímnalög við undirleik Mon-
iku Abendroth á írska hörpu. Heið-
ursgestur kvöldsins er Steingrímur
Hermannsson fyrrverandi forsætis-
ráðherra. Guðmundur Haukur leik-
ur fyrir dansi. Veislustjóri og kynnir
er Guðmundur Andri Thorsson. Þeir
sem áhuga hafa fyrir gamalli menn-
ingararfleifð eru boðnir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Slitgigtarnámskeið hjá Gigt-
arfélagi Íslands er að hefjast þar
sem áhersla er lögð á þætti sem
tengjast því að lifa með slitgigt. Um
er að ræða þrjú kvöld, einu sinni í
viku og byrjar námskeiðið þriðju-
daginn 21. janúar kl. 20 og er haldið í
húsnæði félagsins í Ármúla 5, ann-
arri hæð. Á námskeiðinu verður m.a.
fjallað um sjúkdóminn, einkenni
hans, meðferðarmöguleika og áhrif á
daglegt líf, mikilvægi þjálfunar,
slökun. Leiðbeinendur á námskeið-
inu verða Helgi Jónsson gigtarsér-
fræðingur, Erna Jóna Arnþórsdóttir
sjúkraþjálfari, Svala Björgvinsdóttir
félagsráðgjafi og Anna Ólöf Svein-
björnsdóttir iðjuþjálfi. Upplýsingar
og skráning á námskeiðið er á skrif-
stofu félagsins.
Á NÆSTUNNI
Norðurgröf á Kjalarnesi
Rangt var farið með bæjarnafn í
frétt af hrossaskít á jörð í grennd við
Leirvogsá í blaðinu í gær. Heitir
bærinn sem um ræðir Norðurgröf og
tilheyrir jörðin Kjalarnesi en ekki
Mosfellsbæ eins og staðhæft var í
fréttinni. Er beðist velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð í Norðausturkjördæmi opnar
fyrstu kosningaskrifstofu sína í
dag, fimmtudaginn 16. janúar, kl.
20 í Hafnarstræti 94 (Sporthúsinu)
á Akureyri. Af því tilefni verður
gestum boðið upp á veitingar og
létta dagskrá. Þingmennirnir Stein-
grímur J. Sigfússon og Þuríður
Backman verða viðstödd opnunina.
Einnig verður opnuð ljós-
myndasýningin ,,Landið sem hverf-
ur“ eftir þá Jóhann Ísberg og Frið-
þjóf Helgason. Sýningin stendur
yfir í þrjár vikur og verður opin
virka daga kl. 16–18 og um helgar
kl. 11–14.
Laugardaginn 18. janúar kl. 11
verður fyrsti laugardagsfundur VG
í Norðausturkjördæmi. Sigurbjörg
Árnadóttir, ráðgjafi og leið-
sögumaður, hefur framsögu og
kynnir græna ferðaþjónustu. Allir
velkomnir.
Landsþing Ungra jafnaðarmanna
verður haldið helgina 24.–26. jan-
úar nk. á Selfossi. Landsþing
Ungra jafnaðarmanna fer með
æðsta vald í málefnum ungliða-
hreyfingar Samfylkingarinnar og
hafa félagsmenn aðildarfélaga sam-
takanna rétt til að sitja lands-
þingið. Frekari upplýsingar um
landsþingið má nálgast á vefriti
Ungra jafnaðarmanna, politik.is.
STJÓRNMÁL
ALLAR götur frá því að Hafskip hf.
var lýst gjaldþrota árið 1985 hafa
fyrrverandi starfsmenn skipafélags-
ins sáluga komið saman í upphafi nýs
árs til að rifja upp gamlar minningar
frá dögum félagsins og fagna nýju
ári. Þrátt fyrir að árin séu orðin 18,
frá því að Hafskip hætti að sigla um
heimsins höf fyrir íslensku þjóðina,
þá halda fyrrverandi starfsmenn enn
hópinn.
Samkoman í ár verður haldin
föstudaginn 17. janúar n.k. í Geirsbúð
Naustsins og hefst klukkan 17:00.
Allir fyrrverandi starfsmenn Haf-
skips, til sjós og lands, eru hvattir til
að fjölmenna á árshófið.
Fyrrverandi
starfsfólk
Hafskips fagnar