Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTU munaði að flutninga- skipið Sun Trader, sem skráð er á Möltu, ræki upp í grjótgarð við höfn- ina í Bolungarvík rétt fyrir hádegi í gær. Reimar Vilmundarson, skipstjóri á rækjubátnum Sædísi frá Bolung- arvík, segir að þegar minnstu mun- aði hafi skipið átt fjóra eða fimm metra eftir í grjótgarðinn. „Ég sá að eitthvað var að fara úr- skeiðis og ákvað að fara niður á bryggu og horfa á. Hafnarverðirnir kölluðu þá í mig til aðstoðar. Ég sigldi inn á milli skips og grjótgarðs. Þar keyrði ég á skipið og ýtti því frá grjótgarðinum á meðan böndum var komið upp á bryggju,“ segir Reimar. Á meðan á þessu stóð hélt hann við skipið með því að keyra af fullu afli. „Skipið hefði getað skemmst tölu- vert ef það hefði farið í garðinn. Skrúfan var nálægt garðinum. Eins var ég tæpur að skemma ekki neitt hjá mér en það slapp.“ Reimar segir að það hafi tekið um 40 mínútur að koma skipinu þangað sem það átti að vera. Áður en hann stökk til hjálpar, ásamt háseta sínum og einum hafn- arverðinum, hafði lóðsbátur reynt að aðstoða skipið við að leggjast að bryggju. Ekki vildi betur til en að landfestingar flæktust í skrúfu lóðs- ins og var honum komið að landi til að losa úr skrúfunni. Á meðan rak skipið í frekar kyrru veðri hægt en örugglega upp í grjótgarðinn að sögn Reimars. Hann segir höfnina þrönga og hliðarskrúfa á flutningaskipinu hafi verið biluð. Einhver mistök hafi orð- ið sem leiddi til þessarar atburða- rásar. Upphaflega átti að henda end- um í land til að snúa skipinu í höfninni. Það hafi ekki gengið eftir. „Það gekk mjög fljótt að komast að þessu. Svo kom björgunarsveitin í Bolungarvík með gúmbát. Þrír menn, sem í honum voru, komu svo endum upp á bryggjuna. Eftir það gekk mjög vel að koma skipinu á sinn stað.“ Reimar segir að smá kul hafi ýtt á skipið en það hefði farið verr ef vind- urinn hefði verið sterkari. „Þá held ég að ekki hefði verið ráðið við neitt.“ Byrjað var að lesta skipið í gær- kvöldi, en það er hér á landi til að sækja 1.700 tonn af lýsi hjá loðnu- verksmiðjunni Gná. Lögreglan í Bolungarvík tók skýrslu af málsaðilum og er málið enn í rannsókn. Ekki er talið að skemmdir á eignum hafi orðið. Einn- ig mættu fulltrúar Siglingamála- stofnunar til að skoða vettvang. Skipstjórinn á Sædísi brást skjótt við yfirvofandi hættu Flutningaskipið átti fimm metra eftir í grjótgarðinn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Skipið var aðeins 4–5 metra frá grjótgarðinum í Bolungarvíkurhöfn þegar tókst að ná tökum á því. Í GÆR var undirritaður orkusamn- ingur á milli Alcan á Íslandi og Landsvirkjunar um kaup og sölu á raforku til álversins í Straumsvík sem jafngildir 30 MW afli. Sú orka jafngildir nokkurn veginn árlegri raforkunotkun á öllum Suð- urnesjum. „Ástæðan fyrir því að við gerum þennan raforkusamning er bættur rekstrarárangur hjá okkur,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Ís- landi, í tilefni undirritunarinnar. „Þessi samningur tryggir okkur orku og staðfestir kaupverð.“ Þegar álverið í Straumsvík var stækkað árið 1997 var gert ráð fyr- ir að framleiðslugetan yrði 162 þús- und tonn á ári. Með auknum stöð- ugleika í kerrekstri, straumhækkunum í kerskálum og breyttum áherslum við stjórnun fyrirtækisins hefur framleiðslan vaxið umfram áætlanir. Á þessu ári er markmiðið að framleiða rúm 176 þúsund tonn. „Við náum að fram- leiða meira í sömu kerum,“ segir Rannveig. Orkusamningur, sem var undirritaður árið 1995 vegna stækkunarinnar, miðaði hins vegar við 162 þúsund tonna framleiðslu. Með undirritun samningsins í gær, sem gildi til langs tíma, styrkist rekstraröryggi ÍSAL með tryggri afhendingu raforku frá Lands- virkjun. Raforkuverð viðunandi Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir þennan samning mögulegan fyrir Lands- virkjun þar sem náðst hafi að halda uppi öflugu rekstraröryggi í raf- flutnings- og framleiðslukerfi fyr- irtækisins. Orkukaup ÍSAL séu nú bundin í föstum samningum og ekki háð magni umframorku hjá Lands- virkjun. „Þetta rafmagn hefur ver- ið til að undanförnu í okkar kerfi og þess vegna höfum við getað selt Alcan á Íslandi þetta. Það hefur hins vegar aldrei verið gerður samningur til langs tíma á þessu afli sem hér er verið að kaupa fyrr en núna.“ Aðspurður segir Friðrik að orku- verð miðist ekki við áður gerða samninga. „Orkuverðið er sam- kvæmt þessum samningi. Það er trúnaðarmál eins og orkuverð í öðrum samningum við álverið í Straumsvík.“ Rannveig segir verð- ið sem Alcan kaupir raforkuna á í þessum samningi viðunandi. Kanna mögulega stækkun Alcan á Íslandi hefur látið gera hagkvæmnisathugun vegna stækk- unar álversins og þá er um að ræða verulega stækkun á álverinu segir Friðrik. Jafnframt hafa þeir látið gera athugun á umhverfisáhrifum. „Þetta liggur fyrir og niðurstaðan er jákvæð. Það þýðir að fyrirtækið sem á álverið getur hvenær sem er undirbúið ákvörðun um stækkun. Við erum tilbúin að ræða það en auðvitað, eins og allir vita og hefur komið fram hjá viðsemjendum okk- ur í Straumsvík, þá er ekki hægt að gera alla hluti í einu. Hugsanlega gætu viðræðurnar hafist í fram- haldi af þeim framkvæmdum sem vonandi fara af stað innan tíðar,“ segir Friðrik. Rannveig segir að Alcan á Íslandi sé fyrst og fremst að kanna hvernig hægt sé að hækka strauminn í ker- unum til að auka framleiðsluna. „Síðan er verið að kanna möguleika á stækkun. Það er engin ákvörðun komin um það enn.“ Sú ákvörðun ræðst bæði af vilja stjórnvalda á Ís- landi og hvaða tækifæri Alcan hafi í öðrum löndum. „Alcan á kost á ódýrri orku og góðum aðstæðum í Kanada þar sem móðurfélagið er. Einnig er verið að skoða kosti í Kína og bera saman við önnur tæki- færi.“ Rannveig segir stjórnendur Alcan vera mjög sátta við rekstur álversins á Íslandi. Aðalforstjóri og helstu stjórnendur félagsins hafi komið hingað til lands í nóvember á síðasta ári og voru mjög ánægðir með árangur álversins í Straums- vík. Rannveig minnist þess ekki að Ís- lendingur hafi áður skrifað undir orkusamning við Landsvirkjun fyr- ir hönd álfyrirtækis og vonast til að þetta verði ekki heldur í síðasta sinn. Nýr orku- sölusamn- ingur gerð- ur við Alcan Morgunblaðið/Golli Sigurður Briem, Gunnar Gunnlaugsson, Friðrik Sophusson, Rannveig Rist og Bjarni Jónsson ræðast við að lokinni undirskrift. HÆSTIRÉTTUR komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum í gær, að íslenska ríkið væri bótaskylt vegna vinnuslyss sem skurðhjúkrunar- fræðingur varð fyrir í miðri skurð- aðgerð á skurðstofu á Landspít- alanum í febrúar árið 1996. Var ríkið dæmt til greiðslu 8,3 milljóna kr. í bætur. Skurðhjúkrunarfræð- ingurinn hrasaði um skammel í um- rætt sinn og slasaðist á fæti og hlaut við það 35% örorku. Hin slas- aða lést síðastliðið sumar og tók dánarbú hennar við aðild málsins. Hæstiréttur lagði til grundvallar að skammelið hefði færst aftur fyr- ir hjúkrunarfræðinginn án þess að hún yrði þess vör, í sömu mund og hún snéri sér við með verkfæra- bakka í fanginu. Aðdragandi slyss- ins og aðstæður á skurðstofunni væru hins vegar ekki að öllu leyti skýrar. Datt um skammel Fram kemur í dóminum að engra samtímagagna njóti um atburðinn en slysið var fyrst tilkynnt Vinnu- eftirliti ríkisins alllöngu síðar, að öllum líkindum ekki fyrr en í maí 1997, en tilkynningin er ódagsett. Væri það í brýnni andstöðu við fyr- irmæli laga og stjórnvaldsreglna um tilkynningu vinnuslysa. Þá væru í málinu engin gögn um viðbrögð Vinnueftirlitsins. Þá hefði ekki farið fram rannsókn strax í kjölfar slyss- ins sem hefði getað skýrt málið nánar og tekið af þann vafa sem væri í því. Taldi Hæstiréttur að Landspítalinn yrði að bera hallann af því að ekki kom til slíkrar rann- sóknar. Væri því óhjákvæmilegt að leggja til grundvallar dómi, að um aðgæsluleysi einhvers eða ein- hverra starfsfélaga hjúkrunarfræð- ingsins hefði verið að ræða þegar skammelið lenti aftur fyrir fætur hennar. Bæri ríkið því bótaábyrgð í málinu. Með dómi Hæstaréttar var dóm- ur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 29. apríl staðfestur. Málið dæmdu hæstaréttardómararnir Guðrún Er- lendsdóttir, Garðar Gíslason, Har- aldur Henrysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Skarphéðinn Þórisson ríkislögmaður flutti málið fyrir hönd áfrýjanda, ríkisins, og Garðar Briem hrl. fyrir dánarbú hinnar látnu. Ríkið bóta- skylt vegna vinnuslyss á skurðstofu LEIT AÐ sjómanni á Seyðisfirði hefur enn engan árangur borið en hans hefur verið saknað frá því á mánudagskvöld. Á annan tug björgunarsveitarmanna leituðu á Seyðisfirði í gær en allt upp í 70 menn hafa tekið þátt í leitinni frá því hún hófst. Leitað var eftir strandlengjunni og inn í fjarðar- botninn í gær en ekki var hægt að koma við leit af sjó vegna veðurs. Snjókoma og bylur var á Seyð- isfirði í gær og leitinni því hætt undir kvöld. Í gærmorgun var kafað við bryggjurnar í bænum og er von á kafara frá Akureyri sem mun að- stoða við það starf í dag. Einnig verður leitað á bátum í birtingu. Leitinni verður einnig fram haldið á landi í dag en þá er von á liðsauka frá Akureyri, af Héraði og að sunnan. Að sögn Guðna Sigmundssonar hjá björgunarsveitinni á Seyðis- firði hafa engar áreiðanlegar vís- bendingar komið fram um ferðir mannsins frá því síðast spurðist til hans. Guðni segir ólíklegt að hann hafi yfirgefið Seyðisfjörð. Enginn ár- angur af leit í Seyðisfirði ÞRÍR nemendur við Brekku- bæjarskóla á Akranesi voru gripnir af starfsmönnum Ör- yggisþjónustu Vesturlands þegar þeir brutust inn í skólann um kl. hálftólf í fyrrakvöld. Nemendunum, sem eru 14 og 15 ára, hafði tekist að komast yfir lykil að skólanum. Vísbendingar bárust um fyr- irætlanir unglinganna, tveggja pilta og einnar stúlku, og því biðu starfsmenn öryggisþjón- ustunnar eftir þeim inni í skóla- byggingunni. Stúlkan og annar pilturinn voru gripin á staðnum en hinum piltinum tókst að komast undan á hlaupum með myndavél sem hann hafði stolið í skólanum. Lögregla hafði hendur í hári hans seinna um kvöldið og hefur myndavélinni verið komið til skila. Ekki er ljóst hvernig nemendunum tókst að komast yfir lykil að skólanum. Hrina skemmdarverka Ingvar Ingvarsson, aðstoð- arskólastjóri Brekkubæjar- skóla, segir að nemendunum hafi verið vísað heim í gær, í samráði við foreldra, og þau koma ekki í skólann í dag. Hann segir málið mjög alvar- legt og verði unnið í því áfram með fjölskyldum barnanna og félagsmálayfirvöldum. Hrina skemmdarverka á Brekkubæj- arskóla hófst í byrjun janúar og hafa m.a. margar rúður verið brotnar. Ingvar vonast til þess að skemmdarverkunum muni nú linna. Nemendur gripnir við innbrot í skóla ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.