Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 16

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 16
ERLENT 16 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ L EIÐTOGAR Frakklands og Þýzkalands ítrekuðu í gær þá afstöðu sína, að þeir myndu gera það sem í þeirra valdi stæði til að afstýra því að til stríðs komi í Írak. Voru þessar yfirlýsingar liður í viðbrögðum við ummælum sem Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lét falla í Washington í fyrradag um að evrópsku megin- landsveldin tvö væru „vandamál“ og megnið af þjóðum Evrópu væri ósam- mála þeim í þessu stóra máli. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzka- lands, sagði í ávarpi á fundi með frönskum og þýzkum námsmönnum í Berlín, að hann og Jacques Chirac Frakklandsforseti höfnuðu því að óhjákvæmilegt væri að beita hervaldi til lausnar Íraksdeildunni. „Við lítum báðir svo á, og franski forsetinn sagði þetta skýrum orðum í gær (miðvikudag), að það er aldrei hægt að fallast á það þegar fullyrt er að stríð sé óhjákvæmilegt,“ sagði Schröder, sitjandi næst við hliðina á Chirac á hátíðarfundi í tilefni af 40 ára afmæli vináttusamnings þýzka Sam- bandslýðveldisins og Frakklands. Á miðvikudag hafði Rumsfeld gert lítið úr þeirri afstöðu Þjóðverja og Frakka um að „allt beri að gera til að afstýra stríði“ við Írak. Fullyrti varn- armálaráðherrann, sem um nokkurra ára skeið var sendiherra Bandaríkj- anna í höfuðstöðvum Atlantshafs- bandalagsins, að flest Evrópuríki stæðu með Bandaríkjunum í baráttu þeirra fyrir afvopnun Saddams Huss- eins Íraksforseta. Embættismenn í bandaríska utan- ríkisráðuneytinu reyndu í gær að tak- marka skaðann sem ummæli Rums- felds stefndu í að valda samskipt- unum yfir Atlantshafið. Franska AFP-fréttastofan hefur eftir ónafngreindum háttsettum fulltrúum í utanríkisráðuneytinu í Washington, að ummæli Rumsfelds væru að vísu byggð á raunsæju mati á afstöðu Evrópumanna til hernaðar- íhlutunar í Írak, en þau hefðu skemmt fyrir viðleitni Bandaríkjastjórnar til að skapa samstöðu um slíka íhlutun, einkum og sér í lagi meðal NATO- ríkja. Jafnvel þótt fulltrúarnir viður- kenndu að þeir hafi orðið fyrir von- brigðum með þá hörðu andstöðu sem einkum Þjóðverjar og Frakkar sýndu við að hervaldi sé beitt í Írak, sögðu þeir að bandarísk stjórnvöld hefðu ekki gefið upp á bátinn vonina um að takast myndi að ná fram samstöðu í NATO um málið. Sóru fulltrúarnir að þeir myndu gera það sem þeir gætu til að bæta þann skaða sem ummæli Rumsfelds kynnu að hafa valdið. Segja að skaðann megi bæta „Við vissum alltaf að við gætum reitt okkur á að nærfærni Rumsfelds skilaði okkur áleiðis,“ sagði einn fulltrúinn í háðskum tón. „Hann gerði skyssu og nú verðum við að reyna að bæta fyrir hana,“ sagði hann. „Hvað sem hinum síður en svo hjálplegu ummælum Rumsfelds líður erum við enn í viðræðum við þá [þ.e. Þjóðverja og Frakka],“ sagði annar fulltrúi í ráðuneytinu. „Við trúum því að enn sé hægt að „lappa upp á gömlu Evrópu“.“ Rumsfeld „nefndi þennan kjarna- sannleik, að meðal nýrri aðildarríkja NATO er mikinn stuðning að finna, en gaf tilefni til þeirrar ályktunar að okkur stæði orðið á sama um sam- stöðu,“ tjáði fulltrúinn AFP. „Þetta er ekki satt,“ sagði hann. Ráðamenn í Austur-Evrópuríkjun- um sem ýmist eru nýgengin í NATO eða eru á leiðinni inn í bandalagið, áttu reyndar erfitt með að átta sig á þeim orðum Rumsfelds sem virtist beint til þeirra, þ.e. að þeir styddu stefnu Bandaríkjamanna öfugt við Þjóðverja og Frakka. Flestir létu þeir öllu heldur þá skoðun í ljósi í gær, að afstaða þeirra væri nær þeirra Chir- acs og Schröders en ráðamanna í Washington. Fulltrúar Frakklands, Þýzkalands, Belgíu og Lúxemborgar hafa farið fyrir hópi Evrópuríkja innan NATO sem hafa staðið fyrir því að tefja af- greiðslu bandalagsins á beiðni Banda- ríkjastjórnar um óbeina hernaðarað- stoð ef til hernaðaríhlutunar í Írak kemur; hafa þeir fyrrnefndu gert þetta með þeim rökum, að slíkur hernaðarundirbúningur væri ótíma- bær með tilliti til þess að vopnaeft- irlitssveit Sameinuðu þjóðanna væri enn í miðjum klíðum í þeim verkum sem henni var falið að sinna í Írak. En Frakkar – sem eru ein af fimm fastaþjóðum öryggisráðs SÞ – og Þjóðverjar – sem tóku sæti í ráðinu um áramótin og gegna formennsku í því nú í febrúar – hafa haft sig mest í frammi í gagnrýninni á stefnu Banda- ríkjastjórnar og valdið með því mest- um pirringi meðal áhrifamanna í Washington. Bretar í klemmu Að sögn stjórnmálaskýrenda veld- ur sá klofningur sem nú hefur verið að aukast milli evrópsku meginlands- veldanna og Bandaríkjanna einnig því að Bretar fjarlægist frekar evrópska bandamenn sína. Undir forystu Tony Blairs hafa Bretar eins og kunnugt er verið dyggastir evrópskra banda- manna Bandaríkjamanna í að fylgja stefnu þeirra gagnvart Írak. „Það verður ekki hlaupið að því að brúa þessa gjá milli ráðamanna í Lundún- um og bandamanna þeirra á evrópska meginlandinu,“ eftir því sem AFP hefur eftir William Wallace, prófessor við London School of Economics. „Brezka stjórnin er að reyna að miðla málum milli ríkisstjórna Evrópuland- anna og Bandaríkjanna, ... en það er býsna ljóst að Blair er ekki alls kostar sáttur við stefnu Bandaríkjamanna í Íraksmálinu,“ segir Wallace. Að hans sögn eru Bretar að reyna að öðlast áhrif meðal ráðamanna í Washington með því að lýsa opinberlega yfir stuðningi við stefnu Bandaríkja- manna með margvíslegum hætti, en gagnrýna hana óopinberlega. Hins vegar sé Blair í þeirri klemmu, að af- staða brezks almennings sé mun nær opinberri afstöðu Frakka og Þjóð- verja en Bandaríkjamanna. Nick Clegg, þingmaður brezkra frjálslyndra demókrata á Evrópu- þinginu, sagði í grein í dagblaðinu In- dependent í gær, að svo kunni að fara að Bretar „neyðist til að velja“ milli Evrópu og Bandaríkjanna, en það hafi einmitt verið einn helzti horn- steinn brezkrar utanríkisstefnu frá lokum síðari heimsstyrjaldar að forð- ast að lenda í þeirri aðstöðu. Reuters Liðsmenn breskrar hersveitar við æfingar í gær í Colchester en þeir verða sendir til Persaflóa. Þar munu þeir berjast gegn Írökum ef til stríðs kemur. Klofningurinn í Atlants- hafsbandalaginu eykst Ummæli Donalds Rumsfelds, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, um að gagnrýnin afstaða Frakka og Þjóðverja til hernaðar- íhlutunar í Írak væri gamaldags og að aðrar Evrópuþjóðir deildu henni ekki, hefur að sögn Auðuns Arnórssonar aukið klofning- inn milli stærstu bandamannanna í NATO. „ÞÝZKALAND hefur verið vandamál, og Frakkland hefur verið vandamál,“ sagði Don- ald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, í ávarpi á fundi með erlendum frétta- riturum í bandaríska pressu- klúbbnum (National Press Club) í Washington á mið- vikudagskvöld, og vísaði á bug þeirri afstöðu leiðtoga Frakk- lands og Þýzkalands að reyna beri allt til að forðast stríð í Írak. Og Rumsfeld hélt áfram: „En ef litið er til fjöldans alls af öðrum ríkjum í Evrópu, þá eru þau ekki á sama máli og Þýzkaland og Frakkland í þessu; þau fylgja Bandaríkj- unum.“ Vísaði Rumsfeld í ræðunni til evrópsku meginlandsveld- anna tveggja sem „gömlu Evr- ópu“ og sagði stækkun Atl- antshafsbandalagsins á næstu árum myndu „færa þyngd- arpunktinn lengra í austur“. Reuters Donald Rumsfeld á blaða- mannafundi í Washington. „Gamla Evrópa“ GÍFURLEG öryggisgæsla er í Dav- os í Sviss en þar hófst árlegur fundur World Economic Forum (WEF) í gær. Ráðamenn ýmissa ríkja munu á fundinum ræða um efnahagsmál en hugsanleg hernaðarátök í Írak vofa þó yfir fundinum og þykir líklegt að þau mál verði þar rætt í þaula. Von er á Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til fundarins en hann mun á sunnudag flytja þar „mikil- væga“ ræðu, að sögn embættis- manna vestra. Meðal annarra pólitískra leiðtoga, sem mæta til Davos, má nefna Luiz Inacio Lula da Silva, nýjan forseta Brasilíu, en hann hefur reynt að beina sjónum umheimsins að nei- kvæðum áhrifum alþjóðavæðingar. Allt flug bannað Fundurinn stendur í sex daga en yfirskrift hans að þessu sinni er „Hvernig byggja á upp traust“; með vísan í þau fjármálahneyksli sem komið hafa upp undanfarin misseri. Rætt verður um hryðjuverka- hættuna, efnahagsleg áhrif hugsan- legs stríðs í Írak, siðferði í viðskipt- um og stöðu efnahagsmála almennt. Gert er ráð fyrir um 2.100 gestum, bæði stjórnmálamönnum og forystu- mönnum úr viðskiptalífinu, en í ör- yggisskyni hefur allt flug yfir Davos verið bannað þá daga sem fundurinn stendur. Hafa svissnesk stjórnvöld tilkynnt að þau muni skjóta niður hverja þá flugvél sem flýgur yfir svæðið í óleyfi. Mikil ör- yggisgæsla í Davos Davos. AFP. DÓMARI í Cambridge í Englandi svipti í vikunni sextuga konu, Barb- öru Byrne, ökuleyfinu í eitt ár fyrir hættulegan akstur en í bílnum henn- ar voru alls 27 hundar. Einnig verð- ur hún að greiða 125 pund í sekt. Lögreglan tók eftir því að Ren- ault Laguna-bíll vafraði glannalega eftir þjóðveginum en undir stýri sat Byrne, með sígarettu í hendinni, gosdós milli læranna og hund í kjölt- unni. Um allan bíl ólmuðust hinir hundarnir, fjórir í framsætinu og 22 í aftursætinu. Byrne skeytti lengi vel ekkert um lögregluna sem reyndi hvað eftir annað að stöðva bílinn. Konan sagð- ist hafa ætlað með fjórfættu vinina sína í gönguferð á ströndinni og neitaði því að hafa keyrt ógætilega. Ekkert er ókeypis EINKAREKIN dagheimili í Finn- landi ættu að borga fyrir notkun á tónlist sem leikin er af diskum fyrir börnin, að sögn samtaka einkarétt- arhafa, Teosto. Tillagan mætir mikilli andstöðu. „Maður er búinn að greiða einu sinni fyrir tónlistina þegar disk- urinn er keyptur, af hverju að borga tvisvar?“ segir Kristine Wahlström sem vinnur á einkareknu dagheimili. Teosto fengu í fyrra dómaraúr- skurð fyrir því að þau mættu krefja leigubílstjóra um 22 evrur (1.870 krónur) á ári fyrir tónlist sem þeir spila í bílnum í vinnunni. Flúði á nærbrókinni RÆNINGI komst á miðvikudag naumlega undan á nærbrókinni eft- ir að hafa rænt skartgripabúð með félaga sínum í London. Þeir hlupu inn í búðina, stukku yfir borðið og létu greipar sópa. Vegfarandi sem reyndi að stöðva mennina varð und- ir í slagsmálum við þá en lögreglan vonar nú að hægt verði að finna DNA-erfðaefni á skónum, öðrum sokknum eða buxunum sem annar ræninginn missti í atgangnum. „Við treystum því að einhverjir hafi tekið eftir þessum skringilegu félögum og biðjum fólk að láta okk- ur vita,“ sagði Andy Hart hjá Scot- land Yard. Dýravinur undir stýri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.