Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 25
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 25 SETRI‹ útsala! Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • Sími: 550-4150 EFTIR að það spurðist að ég hefði léð máls á því að taka sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík hafa margir spurt: hvað ert þú, gamall og gegn sjálfstæðismaður að fara í framboð fyrir Samfylkinguna? Að verulegu leyti má finna skýr- inguna í greinum Agnesar Braga- dóttur, sem birtust í Morgunblaðinu, fyrr í þessum mánuði. Í hnotskurn er því lýst hvernig fámennur hópur manna er að sölsa undir sig hags- muni, fyrirtæki og banka. Þar er reynt að brjótast til valda í krafti peninga. Sumir þessara manna eru að ráðstafa fé, sem þeir sjálfir hafa unnið til, en aðrir í krafti fjármuna sem eru í eigu annarra. Síðastur en ekki minnstur er sá hópurinn sem hefur komist yfir auð og eignir í skjóli þeirra forréttinda sem þeir hafa not- ið. Þar á ég einkum við sægreifana sem fengu stóran hlut þjóðarauðsins afhentan ókeypis frá stjórnvöldum. Með öðrum orðum: peningarnir hafa tekið völdin. Ekki stjórnmálaflokkar. Ekki kjörnir fulltrúar, ekki samtök fólksins. Ekki hinn almenni borgari. Fyrir sum okkar var þetta löngu ljóst en fyrir hinn stóra fjölda fólks voru greinar Agnesar algjör opinber- un. Almenningur fékk greinagóða lýs- ingu á því hvernig tekist er á um hans eigin hagsmuni, hans eigið líf, bak við luktar dyr. Þetta er veröld út af fyrir sig. Og auðmenn út af fyrir sig. Á meðan þessu vindur fram eykst fátækt í landinu og tómlæti gagnvart þeim sem minna mega sín. Stór gjá hefur myndast á milli fjármagnsins og fólksins. Öll er þessi þróun í nafni frjáls- hyggjunnar sem líkt hefur verið við lögmál frumskógarins. Sá sterki lifir af. Hinir deyja. Viljum við svona þjóðfélag? Vild- um við að sameign þjóðarinnar, óveiddur fiskurinn í sjónum, væri af- hentur ókeypis til örfárra einstak- linga sem síðan mala gull í krafti gjafakvótans? Er þetta hugsjónin um einstaklingsfrelsið í framkvæmd? Þjónusta við sérhagsmunina? Viljum við að dýrkun auðhyggjunnar leiði til stórfelldrar misskiptingar? Eða hvert er frelsi einstaklingsins, laun- þegans, lífeyrisþegans eða hins al- menna manns, sem verður að sitja og standa samkvæmt duttlungum þeirra ríku sem ráða? Frelsið breytist í fjötra – Fjötra mammons Um hvað er slegist nema um eign- aryfirráð, hagsmuni, valdastöður, sem teygja sig í allar áttir og verða áður en yfir lýkur voldugustu öflin í samfélaginu, voldugri en flokkarnir, voldugri en lýðræðið? Allt í krafti fjármagnsins og forréttindanna. Svo sorglegt sem það er hefur minn gamli flokkur átt sinn þátt í þessari þróun og enda þótt ég telji mig góðan og gegnan sjálfstæðis- mann þá er ég, bæði pólitískt og til- finningalega, mótfallinn þeirri hugs- un (eða því hugsunarleysi) að velferð hins breiða fjölda eigi að ráðast af lögmálum markaðarins, að félagslegt réttlæti sé fyrir borð borið, að frelsi einstaklingsins sé það eitt að græða. Að því leyti á ég samleið með frjálslyndum jafnaðarmannaflokki. Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðis- flokksins gagnvart handhöfum gjafa- kvótans brýtur hins vegar í bága við þá grundvallarhugsjón að hafa al- mannahagsmuni að leiðarljósi. Á þetta hef ég margsinnis bent og var- að við. En ætíð fyrir daufum eyrum og nú er langlundargeð mitt á þrot- um. Ég treysti mér ekki til að verð- launa þann annars ágæta flokk með atkvæði mínu. Ég kyssi ekki vöndinn. Skyldur sérhvers hugsandi manns einskorðast ekki við hollustu gagn- vart flokki um aldur og ævi. Hann hefur skyldur gagnvart sannfæringu sinni, réttlætistilfinningu og sam- visku. Til þess eru kosningar. Til þess höfum við þann dýrmæta lýðræðis- lega rétt að hafa skoðun og láta hana kom fram á kjörseðlinum í stað þess að kjósa alltaf eins, af gömlum vana. Ég er sem sagt að hrista af mér viðjar vanans og hugsunarlausrar hollustu og svara kalli samvisku minnar. Vonandi verð ég ekki einn um það. Ég kyssi ekki vöndinn Eftir Ellert B. Schram „Við höfum þann dýr- mæta lýð- ræðislega rétt að hafa skoðun.“ Höfundur er fyrrv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í SÍÐASTA greinarkorni var rifjuð upp stefna ríkisstjórnarinnar í öndverðu að sala ríkisbankanna skyldi vera dreifð. Um þá stefnu virtist vera fullt samkomulag allra sem létu sig málið varða. Röksemdirnar fyrir dreifðri eignaraðild að íslenzku ríkisbönk- unum eru afar einfaldar og aug- ljósar: Bankarnir eru slíkir risar í hinu íslenzka fjármálakerfi að full- komin glæframennska verður að telja að fá þá í hendur einum eða örfáum aðilum. Um víða veröld finnast engin fjármálafyrirtæki sem, vegna stærðar sinnar og um- svifa í einu og sama þjóðfélagi, nálgast þessi íslenzku fyrirtæki, bankana tvo. Þetta er hollt að rifja upp við lestur greina Agnesar blaðamanns, þar sem hún lýsir af nákvæmni að- för tveggja stórfursta í tilraunum þeirra til að sölsa undir sig Íslands- banka. Í þeim greinum má einnig kynnast tilraunum stórfiskanna fjögurra í Orca-hópnum til að ná undir sig Framkvæmdabanka at- vinnulífsins. Hér og nú er rétt að vitna í aðal- málgagn ríkisstjórnarflokkanna, Morgunblaðið, sem segir svo í for- ystugrein hinn 14. ágúst 1999: ,,Nú segja sumir: er nokkuð að því, að hópur athafnamanna eignist ráðandi hlut í FBA? Á móti má spyrja: eftir að hin nýja viðskipta- blokk, sem gengur undir nafninu Orca SA, hefur eignazt 28% í FBA, hvernig mundi þjóðinni hugnast sú þróun að t.d. Burðarás hf., eign- arhaldsfélag Eimskipafélagsins, eignaðist ráðandi hlut í Lands- banka Íslands við einkavæðingu hans og að t.d. Sambandsfyrirtæk- in gömlu eignuðust ráðandi hlut í Búnaðarbanka Íslands? Eftir við- skiptin nú með hlutabréf sparisjóð- anna væri alls ekki hægt að útiloka slíka þróun, ef ekkert yrði að gert og raunar væri mjög líklegt að mál mundu skipast á þennan veg. Þetta er sá vandi, sem ríkis- stjórnin stendur frammi fyrir. Ef þjóðin horfðist í augu við að þrjár viðskiptablokkir hefðu skipt banka- kerfinu upp á milli sín með þessum hætti má ganga út frá því sem vísu, að allur almenningur mundi telja það fráleita niðurstöðu á einkavæð- ingaráformum ríkisstjórnarinnar. Af þessum sökum er alveg ljóst, að lagasetning, sem tryggir dreifða eignaraðild að bönkum er forsenda þess, að ríkisstjórnin geti hrundið stefnumálum sínum varðandi rík- isbankana í framkvæmd.“ Forspáir menn, Morgunblaðs- menn. Og hvernig fór þegar til kast- anna kom? Ríkisstjórnin yfirgaf stefnu sína um dreifða eignaraðild að ríkis- bönkunum og fór nokkurn veginn að eins og Morgunblaðið taldi 14. ágúst 1999 fjærst öllu viti og ódæmum næst: Í stað Burðaráss hf. var ,,Bruggmeisturum ehf.“ seldur ráðandi hlutur í Landsbank- anum en ,,Sambandsfélögin gömlu“ eignuðust Búnaðarbankann! En – hvernig mun ,,allur almenningur“ bregðast við? Lítum að lokum á falsrök við- skiptaráðherra Framsóknar, þegar ríkisstjórnin hvarf frá dreifðri sölu bankanna. Lómatjarnarfrúin full- yrti að þýðingarlaust væri að setja lög um dreifða eignaraðild bank- anna. Þau myndu ekki halda. Nokkrum vikum síðar flutti hún frumvarp og fékk samþykkt um dreifða eignaraðild að sparisjóðum! Segi menn svo að framsóknar- mennskan lifi ekki góðu lífi í ís- lenzkum stjórnmálum, enda situr hún nú sæl til borðs með nýfrjáls- hyggju Sjálfstæðisflokksins. Nýja Ísland II. Eftir Sverri Hermannsson „Segi menn svo að fram- sóknar- mennskan lifi ekki góðu lífi í íslenzkum stjórnmálum, enda situr hún nú sæl til borðs með nýfrjálshyggju Sjálfstæðisflokksins.“ Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.