Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 26

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 26
UMRÆÐAN 26 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Útsala Mörkinni 3, 108 Reykjavík sími 588 0640 Opið: mán.-fös. 11-18, lau. 11-15 15-60% afsláttur HINN 1. júlí sl. tók Alþjóðasaka- máladómstóllinn (International Crim- inal Court, ICC) formlega til starfa. Dómstólnum er ætlað að rannsaka og ákæra einstaklinga sem taldir eru hafa gerst sekir um glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð eða stríðsglæpi. 139 ríki hafa skrifað undir sáttmála dómstóls- ins og 87 þeirra nú þegar staðfest hann. Þess má geta að Ísland var tíunda ríkið til þess að staðfesta sáttmálann. Stofn- un ICC á sér áratugalangan aðdrag- anda. En með henni myndaðist loksins skýr pólitískur vilji á alþjóðlegum vett- vangi til þess að binda enda á refsileysi einstaklinga þegar um er að ræða stór- kostlega glæpi eins og glæpi gegn mannkyni, þjóðarmorð og stríðsglæpi. Kröfugerð Bandaríkjastjórnar Bandaríkjastjórn hefur að undan- förnu þrýst á ríki um gerð tvíhliða samninga sem veita bandarískum rík- isborgurum undanþágu frá framsals- kröfu dómstólsins og m.a. sent erind- reka um allan heim til þess að reyna að ná samningum við sem flest lönd. Af þessu tilefni hafa spunnist miklar deil- ur á milli Bandaríkjastjórnar og ann- arra ríkja, aðallega Evrópusambands- landa og Kanada, vegna kröfu hennar um undanþágu fyrir bandaríska þegna frá lögsögu dómstólsins. Í tvíhliða samningum fara bandarísk yfirvöld fram á það við önnur lönd að þau muni hvorki framselja grunaða bandaríska þegna til dómstólsins, né rétta yfir þeim í eigin landi. Óhætt er að fullyrða að með kröfugerð sinni grafi Bush-stjórnin undan starfi og lög- mæti dómstólsins. Hún hefur nú þegar gert samninga við á annan tug landa – þar á meðal eru Ísrael, Afganistan, Austur-Tímor, Tadsjíkistan og Úsbek- istan – en sum þeirra hafa ekki einu sinni undirritað sáttmálann um dóm- stólinn. ESB gefur eftir … Í september sl. náðist samkomulag innan ESB um að koma til móts við kröfur Bamdaríkjastjórnar með því að samþykkja að aðildarríki gætu samið um afnám framsalskröfunnar en þá að- eins ef hermenn og diplómatar eiga í hlut. Um þetta voru samdar leiðbein- andi reglur fyrir aðildarríkin. Ákvörð- un ESB hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum um allan heim en viðbrögð Bandaríkjastjórnar voru að segjast mundu hunsa sam- þykkt ESB, með öðrum orðum halda fast í sínar fyrri kröfur. … og Halldór í humátt á eftir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra virðist ekki ætla að standa í lapp- irnar gegn kröfum Bandaríkjastjórnar. Hann útilokar ekki gerð tvíhliða samn- ings við Bandaríkin. Í svari við fyrir- spurn undirritaðrar á Alþingi á dög- unum kom fram að í júlí sl. afhentu fulltrúar Bandaríkjastjórnar íslensk- um stjórnvöldum drög að tvíhliða samningi vegna framsalskröfu ICC og að óformlegir fundir hafi átt sér stað á milli landanna tveggja. Utanríkisráð- herra sagði rétt að leita diplómatískra leiða, eins og hann orðaði það, til þess að koma til móts við kröfur Bandaríkj- anna. Þetta mál hefur ekki farið hátt en það breytir því ekki að utanríkisráð- herra þarf að svara þeirri grundvall- arspurningu hvort pólitískir hagsmun- ir Bandaríkjastjórnar heima fyrir, sem kalla á refsileysi bandarískra þegna, vegi þyngra en réttlátur, sanngjarn og skilvirkur dómstóll sem er til þess bær að taka á stríðsglæpum, fjöldamorðum og glæpum gegn mannkyni, hvar sem þeir eru framdir og án tillits til þess hvaðan þeir koma sem gerast sekir um slíka glæpi. Að standa í lappirnar gagnvart stríðsglæpum Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur „Utanrík- isráðherra þarf að svara því hvort hags- munir Bandaríkjanna vegi þyngra en réttlátur, sanngjarn og skilvirkur dómstóll.“ Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar. NÝ tegund stjórnmála virðist hafa skotið upp kollinum undanfarin ár. Nú er ekki lengur í tísku að trúa á málstað og fara í framhaldi út í stjórnmál til að vinna þeim málstað fylgi. Nútímalegir stjórnmálamenn gefa fyrst kost á sér til ákveðinna embætta og finna sér svo málstað. Þetta sást best á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar tilkynnt var að hún yrði forsætisráðherraefni Sam- fylkingarinnar. Þegar hún var spurð hvaða málefni hún stæði fyrir kom svarið um hæl: Jú, ég þarf bara að fara heim og kynna mér það. Það hefur svo komið á daginn, að rétt eftir að kannanir sýna meiri- hlutafylgi við Kárahnjúkavirkjun reynist hinn nýi leiðtogi Samfylking- arinnar sammála þeim meirihluta. Kannski ekki að furða þegar vara- formaður Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir í sjónvarpi að Samfylk- ingin ætli að gera kannanir til að finna út hvað fólk vilji og síðan búa til stefnu í framhaldinu. Sem minnir á fleyg orð Jims Hackers, forsætisráð- herra, úr þáttunum Já, ráðherra, um að hann væri leiðtogi fólksins og myndi elta það hvert á land sem er. MBA-próf fremur en hugsjón? Þetta er umhugsunarefni. Eru stjórnmál að þróast í þá átt að fólk eigi að kjósa sér framkvæmdastjóra? Mun þurfa MBA-próf í stjórnun í framtíðinni til að stjórna Íslandi hf? Eiga stjórnmálaflokkar að hafa sömu markið en rífast einungis um útfærsluleiðir og þá einstaklinga sem eigi að fá að sitja í stjórn? Eru hugsjónir barnalegt hjal óþroskaðs fólks? Er nú svo komið að náttúru- vernd og heimsfriður séu orð sem einkum heyrast úr munni fegurðar- drottninga? Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur ekki viljað leyfa fegurð- ardrottningunum að sitja einum að málefnunum. Við teljum að stjórn- mál snúist um að koma hugsjónum í verk. Og hugsjónir okkar eru meðal annars þær að fórna ekki einum stærstu ósnortnu víðernum Evrópu fyrir skjótfenginn gróða. Æskilegra sé að veðja ekki öllu sínu á einn stór- iðjuhest en deila áhættunni á smærri og umhverfisvænni iðnað. En það er ekki eina mál flokksins. Við trúum því einnig að samfélags- vandamál á borð við fíkniefnaneyslu verði ekki leyst með harðari refsing- um og auknu eftirliti heldur breyttu samfélagi. Við höfnum eftirlits- og refsingasamfélagi. Glæpir eru sam- félagsmein sem hægt er að lækna og hefur stundum tekist að lækna og jöfnuður er besta lækningin. Stað- reyndin er hins vegar sú að í sam- félagi okkar eru fátæktargildrur þannig að ef fólk lendir í vitlausum rúllustiga getur það ekki annað en færst neðar. Höldum stefnu Við trúum því að friður sé æski- legt heimsástand og að hann fáist ekki með auknum framlögum til vopna og hernaðarbandalaga heldur með jafnari skiptingu auðsins. Þess vegna viljum við ekki taka þátt í því að allur auður heimsins safnist á vestrænar hendur á meðan þjóðir þriðja heims landanna svelta heilu hungri, stráfalla úr sjúkdómum á borð við alnæmi og eiga aldrei mögu- leika á að njóta sömu tækifæra og iðnvæddar þjóðir. Þær hafa líka lent í vitlausum rúllustiga. Mestu máli skiptir að undanfarin fjögur ár hefur Vinstri hreyfingin –Grænt framboð staðið við hugsjónir sínar og ekki látið reka á reiðanum undan pólitískum vindum. Við vorum ekki á móti Kárahnjúkavirkjun af því að hún væri óvinsæl heldur vegna þess að við vildum að náttúran fengi að lifa óáreitt. Eins höfum við staðið við okkar stefnu í sjávarút- vegsmálum og í utanríkismálum. Kosningamálin frá 1999 eru ekki gleymd hjá okkur. Við trúum því að á endanum skili það mestum árangri að halda fast í hugsjónir sínar. Það ætlum við að gera. Eru hugsjónir tískufyrirbæri? Eftir Katrínu Jakobsdóttur „Eru stjórn- mál að þróast í þá átt að fólk eigi að kjósa sér framkvæmda- stjóra?“ Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. ÉG HEF verið sökuð um landráð, voðaverk og svik við komandi kyn- slóðir. Sagt er að ég sé ein af þeim sem krossfesta og nauðga. Allt vegna þess að ég greiddi atkvæði með því í borgarstjórn að Reykjavík- urborg gengist í ábyrgðir vegna lána til byggingar Kárahnjúkavirkjunar. Þeir sem hlynntir eru framkvæmd- unum taka flestir fram að þeir virði sjónarmið þeirra sem eru þeim and- víg. Mótmælendur nota hins vegar stór og tilfinningaþrungin orð og virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeir eru að ráðast á einstaklinga. Ég ætla ekki að falla í sömu gryfju og persónugera jarðskjálftana á Suðurlandi, gosið í Vestmannaeyjum eða snjóflóðin í Súðavík og á Flat- eyri. Náttúran á okkar litlu eyju nyrst í Atlandshafi er oft á tíðum óblíð en okkur hefur tekist að gera hana byggilega. Við getum hins veg- ar ekki látið staðar numið enda ber- um við ábyrgð á komandi kynslóðum og afkomu þeirra. Samkvæmt mati Landsvirkjunar sem staðfest hefur verið af virtum hagfræðingum er áætluð arðsemi á eigið fé vegna framkvæmdanna 11% og hverfandi lítil hætta er á að ábyrgðir falli á eigendur. Sérfræð- ingar segja þjóðhagslega hag- kvæmni mikla og draga muni úr at- vinnuleysi. Þegar saman fer einstætt tækifæri til að framleiða í stórum stíl hreina orku og stóraukin tækifæri með þjóðgarða og vistvæna ferða- mennsku á Austurlandi lít ég svo á að gríðarlegir atvinnuhagsmunir vegi þyngra en þurrlendi uppi í óbyggðum. Ég mótmæli því að vera kölluð föðurlandssvikari fyrir þá sök eina að ég met manninn meira en óbyggðirnar. Ég er ekki landráðamaður Eftir Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. „Ég met manninn meira en óbyggð- irnar.“ NÚ ER álagningu fasteignagjalda víðast hvar lokið og bregður sumum í brún. Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2003 ákvað meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn að hækka fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði úr 0,32% af heild- arfasteignamati í 0,36%. Bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu hins vegar til óbreytt gjald. Samfylk- ingin felldi þessa tillögu og þannig snerist hið mikla kosningaloforð þeirra um lægri fasteignagjöld upp í andhverfu sína. Tekist var einnig á um holræsa- gjald en Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á að það yrði óbreytt en Sam- fylkingin ákvað hins vegar lækkun. Sú ráðstöfun rýrir tekjur Fráveitunn- ar um rúmar 40 milljónir króna en hún þarf að takast á við gríðarleg verkefni á næstu misserum og er lækkun því óraunhæf. Samfylkingin lagði til að viðmiðun- artekjur ellilífeyrisþega og öryrkja til lækkunar á fasteignaskatti af eigin íbúð yrðu hækkaðar milli ára um 5%. Sjálfstæðisflokkurinn taldi ekki nóg að gert og lagði því til að hækka við- miðunartekjur um 10%. Svo brá við að Samfylkingin samþykkti þessa breytingartillögu. Hins vegar kom berlega fram við afgreiðslu annarra liða á fjárhagsáætlun bæjarins að Samfylkingin í Hafnarfirði leitaði ým- issa leiða til aukinna tekna m.a. með nýjum álögum á eldri borgara auk þess að minnka framlag til fé- lagsstarfs þeirra. Hækkað var gjald fyrir heimaþjónustu og mötuneyti eldri borgara og lækkað framlag bæj- arins til sumarorlofs aldraðra. Þetta voru jóla- og áramótakveðjur Samfylkingarinnar til eldri borgara í Hafnarfirði. Sumir talsmenn þess flokks fara mikinn og nöldra, m.a. yfir tímamótasamkomulagi Landssam- bands eldri borgara og ríkisstjórnar- innar, enda þeim greinilega ekki að skapi að sátt náðist um aðgerðir í líf- eyrismálum og þjónustu við aldraða. Væri þeim nær að horfa gagnrýnum augum á hvað flokkur þeirra er að gera hér í bæjarfélaginu bæði gagn- vart eldri borgurum og ungum for- eldrum með börn í leikskóla. Leik- skólagjöld voru nefnilega hækkuð um áramótin um tæp 12% og finnur ungt fólk sem er að byrja sinn búskap svo sannarlega fyrir því. Eldri borgarar og öryrkjar. – Hug- ið að rétti ykkar til lækkunar eða nið- urfellingar á fasteignagjaldi og hol- ræsagjaldi. Meginreglurnar eru birtar á heimasíðu Hafnarfjarðarbæj- ar og væntanlega annarra sveitarfé- laga, en sjálfsögð þjónusta væri að auglýsa þessar reglur í fjölmiðlum. Fasteignagjöld – eldri borgarar og öryrkjar Eftir Almar Grímsson Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. „Samfylk- ingin í Hafn- arfirði leit- aði ýmissa leiða til auk- inna tekna m.a. með nýjum álögum á eldri borgara auk þess að minnka framlag til fé- lagsstarfs þeirra.“ Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is flísar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.