Morgunblaðið - 24.01.2003, Qupperneq 27
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 27
MBA-nám
• Öll kennsla fer fram á ensku.
• 11 mánaða almennt MBA-nám með áherslu
á stefnumótun, stjórnun og fjármál.
• Nemendur alls staðar að,
hámark 40 þátttakendur.
• Meðalaldur 32 ár og 7 ára starfsreynsla.
• „Hands-on“ ráðgjafarverkefni.
ERTU AÐ SPÁ Í ALÞJÓÐLEGT
MBA-nám haustið 2003?
Ef þú óskar eftir að komast að í MBA-námið sem hefst í byrjun ágúst
vinsamlegast hafðu samband við
BI Norwegian School of Management,
P.O. Box 9386 Grønland, N-0135 Oslo, Noregi.
Sími +47 22 57 62 00, eða mba@bi.no
Vefsíða: http://www.bi.no/mba
Kynningarfundur
á Radisson Hótel Sögu
mánudaginn 27. janúar kl. 18:00.
Eftir MBA kynninguna verður kynning á
tveggja ára alþjóðlegu Master of
Science in Business námi við sama skóla.
FRÉTTIR
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Góðir skór
Skóbúðin
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
ANNAÐ veifið er í fjölmiðlum
fjallað um geðlyfjanotkun Íslendinga
sem mun vera töluvert meiri en ann-
arra Norðurlandabúa. Þessum tíð-
indum fylgja oft spurningar og
vangaveltur um hvort við séum á
réttri braut. Formaður Geðlækna-
félags Íslands og starfsbræður hans
svara yfirleitt á þá leið að notkun
geðlyfja á Íslandi sé ekki meiri en
umfang vandans (Mbl. 25. maí 2002)
og ástæða þess að Íslendingar neyti
geðdeyfðarlyfja í meira magni en
aðrar þjóðir sé líklega sú að íslenskir
læknar séu færari í að greina þung-
lyndi en starfsbræður þeirra í ná-
grannalöndunum. Læknar þvingi
aldrei lyfjum í fólk sem kemur til
þeirra af fúsum og frjálsum vilja.
Síðan er ítrekað hversu alvarlegt
mál það sé þegar þunglyndi er van-
greint eða ómeðhöndlað, eins og það
sé hinn kosturinn.
Einhæfar lausnir
flókinna fyrirbæra
Vinsældir geðdeyfðarlyfja þurfa
ekki að koma á óvart. Það er óneit-
anlega aðlaðandi kostur að sigrast á
kvíða, depurð og vanmetakennd með
því einu að taka inn töflur. Hann er
auk þess í rökréttu samhengi við
ríkjandi viðhorf um að það sé eðlilegt
að lifa hratt og áhyggjulaust og kom-
ast hjá sorg og sút með öllum ráðum.
Kvíði, innibyrgð reiði og lágt sjálfs-
mat séu þegar öllu er á botninn
hvolft fylgifiskar sjúkdóms sem stafi
af boðefnatruflun í heilanum.
Þessi lýsing er stílfærð en sett
fram í þeim tilgangi að vekja fólk til
umhugsunar. Auðvitað þvinga
læknar ekki lyfjum ofan í fólk, en
þegar ekkert annað stendur til boða
þarf engan að undra að lyfin séu þeg-
in með þökkum. Markaðssetning
geðlyfja hefur tekist með þvílíkum
ágætum að fólk „veit“ núorðið að
prósak er jafnsjálfsagt við þunglyndi
og panodíl við höfuðverk og svo er að
skilja að það sé lykilatriði í andlegu
jafnvægi að hafa stjórn á efnaskipt-
um líkamans. Þá er því sjónarmiði
oft haldið á lofti að meðferð hjá sál-
greinum, sálfræðingum og öðrum
sjálfstætt starfandi meðferðaraðil-
um sé of dýr til að geta talist raun-
hæfur meðferðarkostur. Viðtalsmeð-
ferð er hins vegar ekki dýrari en svo
að fyrir aðeins fimmtung af þeim
1.300 milljónum króna sem áætlað
var að yrði eytt í geðdeyfðarlyf á ný-
liðnu ári (Mbl. 24. maí 2002) væri
hægt að greiða fyrir rúmlega 50 þús-
und meðferðarviðtöl.
Ólíkur skilningur
Það er vaxandi tilhneiging til að
fella hvers kyns andlega erfiðleika
undir læknisfræðilegar sjúkdóms-
greiningar. Þannig er t.d. með
ástand sem sálgreinar og margir sál-
fræðingar kalla kreppu en læknar
greina sem þunglyndi og meðhöndla
með geðlyfjum. Fólk í kreppu getur
haft mörg einkenni þunglyndis, s.s.
kvíða, vanmáttarkennd, breytingar á
matarlyst, svefntruflanir og jafnvel
sjálfsvígshugsanir. Ástæða krepp-
unnar þarf ekki að liggja í augum
uppi en þegar grannt er skoðað
stendur fólk á einhvers konar tíma-
mótum. Gömul viðmið og viðhorf
gagnast ekki lengur, fólk er fullt efa-
semda um sjálft sig og finnst fram-
tíðin vonlaus. Lyf geta dregið úr
kvíðanum og auðveldað fólki að tak-
ast á við lífið en án frekari hjálpar
fær það ekki tækifæri til að setja
hluti í samhengi, öðlast skilning á
sjálfu sér og uppgötva nýjar leiðir.
Þess í stað situr fólk uppi með að
hafa „fengið þunglyndi“. Það er sér-
staklega alvarlegt þegar ungt fólk í
þroskakreppu er afgreitt með sjúk-
dómsgreiningu og lyfseðil í stað þess
að því sé hjálpað til að skilja innri
átök sem eru vissulega erfið og sárs-
aukafull en oft fullkomlega heilbrigð.
Viðhorf þurfa að breytast
Hvorki lyf né hátækni geta nokk-
urn tíma komið í staðinn fyrir skiln-
ing og stuðning annarrar mann-
eskju. Meðferðarvinna tekur tíma en
þar er síður við sjálfa aðferðina að
sakast en mannlegar takmarkanir.
Það er öllum mönnum eiginlegt að
halda í það sem þeir þekkja og streit-
ast gegn breytingum, hvað sem
skynsemin kann að segja þeim.
Geðslag mótast m.a. af ómeðvituðum
hugmyndum sem láta hvorki undan
raunsæi, góðum ásetningi né fortöl-
um. Öflugasta leiðin til að breyta
þeim er þolinmóð sjálfskoðun með
stuðningi óháðrar fagmanneskju.
Geðdeyfðarlyf geta stutt við slíka
vinnu og jafnvel verið nauðsynleg.
Þau henta þó ekki alltaf við þung-
lyndi, ekki frekar en að sýklalyf séu
alltaf viðeigandi við hita. Auk þess er
hætt við að leitin að „rétta“ lyfinu og
biðin eftir verkun þess ýti undir
hjálparleysi fólks og beini athyglinni
frá því sem máli skiptir; að leita
skilnings á hvernig leit þess eftir ör-
yggi og vellíðan umhverfist í kvíða
og óhamingju. Ég skora á lækna að
gangast fyrir sams konar endur-
skoðun á ávísun geðdeyfðarlyfja og
þeir gerðu fyrir nokkrum árum varð-
andi sýklalyf. Jafnframt hvet ég þá
til að skoða kenningar sálgreiningar
með opnum huga, sjálfum sér til
gagns og ánægju og sjúklingum til
hagsbóta.
Trúin á
töflurnar
Eftir Sæunni
Kjartansdóttur
Höfundur er sálgreinir.
„Hvorki lyf
né hátækni
geta nokk-
urn tíma
komið í
staðinn fyrir skilning og
stuðning annarrar
manneskju.“
Góðir skór
Skóbúðin
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.
FYRSTA brautskráning nemenda
frá Tækniháskóla Íslands eftir að ný
lög tóku gildi um starfsemi skólans
síðastliðið sumar, fer fram laugar-
daginn 25. janúar kl. 13 í Grafarvogs-
kirkju. Af þessu tilefni mun mennta-
málaráðherra, Tómas Ingi Olrich,
ávarpa nemendur og gesti.
Aldrei hafa jafn margir nemendur
útskrifast frá skólanum sem nú en
þeir eru alls 182. Rekstrardeild er
fjölmennasta deild skólans og út-
skrifar 138 nemendur. Þar af eru 80
iðnrekstrarfræðingar og 58 sem
hljóta B.S. gráðu í viðskiptafræði.
Tæknideildir útskrifa samtals 37
nemendur, þar af 13 iðnfræðinga og
24 tæknifræðinga með B.S. gráðu.
Þess má geta að nú eru að útskrifast
fyrstu tölvu- og upplýsingatækni-
fræðingarnir frá Tækniháskólanum.
Auk þess er frumgreinadeild að
útskrifa 7 nemendur með raun-
greinadeildarpróf sem er ígildi stúd-
entsprófs af raungreinabraut, segir í
fréttatilkynningu.
Brautskráning frá
Tækniháskóla Íslands
GUÐNÝ Einarsdóttir organleikari
hlaut á dögunum styrk úr Minning-
arsjóði Karls J. Sighvatssonar.
Styrkurinn nemur 250.000 krónum
og er ætlaður til framhaldsnáms
Guðnýjar á tónlistarbrautinni.
Guðný hefur lokið námi bæði í org-
anleik og píanóleik. Guðný er
barnabarn Sigurbjörns Einarsson-
ar biskups en miklir tónlistarhæfi-
leikar einkenna ættina.
Minningarsjóður Karls J. Sig-
hvatssonar var stofnaður árið 1991
af vinum og velunnurum Karls, en
hann lést í bílslysi það ár. Karl
starfaði í mörg ár sem orgelleikari.
Sjóðurinn hefur úthlutað árleg-
um styrkjum síðan þá, einkum til
þeirra sem hyggja á framhaldsnám
erlendis í orgel- og hljómborðsleik.
Á annan tug styrkþega hefur hlotið
styrki úr sjóðnum til þessa. For-
maður sjóðsins er Haukur Guð-
laugsson söngmálastjóri.
Morgunblaðið/Golli
Guðný Einarsdóttir tekur við styrk úr hendi Hauks Guðlaugssonar. Hægra
megin við Hauk eru Sigrún Karlsdóttir og Sigurður Rúnar Jónsson.
Minningarsjóður Karls J. Sighvatssonar
Guðný
hlaut styrk
SKÍÐASVÆÐIÐ í Stafdal í
Seyðisfirði verður opnað í dag,
föstudaginn 24. janúar. Mikið hef-
ur snjóað á Seyðisfirði að undan-
förnu en þó meira niðri í bæ en í
fjöllum og eins og sjá má á mynd-
inni er lítið mál að gera snjóhús.
Skíðasvæðið verður opið alla daga
vikunar.
Æfingar hjá Skíðadeildum Hug-
ins á Seyðisfirði og Hattar á Egils-
stöðum hefjast um helgina
Skíðasvæðið í
Stafdal opnað í dag
UNGMENNAFÉLAG Íslands hef-
ur ráðið Jón Pétur Róbertsson til
starfa sem framkvæmdastjóra Ung-
lingalandsmóts UMFÍ sem haldið
verður í Ísafjarðarbæ um næstu
verslunarmannahelgi.
Jón Pétur er fæddur 14. janúar
1962 á Selfossi. Hann lauk námi í
íþrótta- og tómstundafræði frá
Lýðháskólanum í Gautaborg sumar-
ið 2002. Jón Pétur hefur búið og
starfað í Gautaborg frá 1990, fyrir
utan tvö ár, 1998 starfaði hann fyrir
Keflavík sem yfirþjálfari yngri
flokka félagsins og 1999 þjálfaði
hann 3. og 4. flokk karla KA ásamt
því að vera íþróttafulltrúi félagsins.
Árið 2000 tók hann að sér að þjálfa 2.
flokk og meistaraflokk karla hjá
sameiginlegu liði Huginn/Höttur
ásamt því að vera framkvæmdastjóri
liðsins.
Jón Pétur hefur menntað sig hjá
Knattspyrnusambandi Svíþjóðar og
hefur náð UEFA Basic og Advance
Level sem samsvarar E-stigi KSÍ,
segir í fréttatilkynningu frá Ung-
mannafélagi Íslands.
Fram-
kvæmdastjóri
unglinga-
landsmóts