Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 29

Morgunblaðið - 24.01.2003, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 29 TIMOOR Daghistani er kominn til Íslandsí sína fjórðu heimsókn en hann er sendi-herra Jórdaníu á Íslandi, með aðsetur íLundúnum. Hann hyggst m.a. eiga við- ræður við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á meðan á Íslandsdvölinni stendur en víst má telja að staðan í Mið-Austurlöndum komi þar til tals. Í samtali við Morgunblaðið segir Daghistani að leiðtogar arabaríkjanna hafi miklar áhyggjur af þeirri stöðu, sem upp er komin í Írak. „Söguleg tengsl okkar Jórdana við Íraka eru sterk, mikil viðskipti hafa verið milli landanna og við viljum auðvitað ógjarnan sjá mikið uppnám á austur- landamærum okkar.“ Segir sendiherrann að stjórnvöld í Jórdaníu vilji að áfram verði leitað að diplómatískri lausn á vopnadeilunni. „Við viljum að Sameinuðu þjóð- irnar vinni verk sitt áfram, skeri úr um það hvort til eru gereyðingarvopn í Írak eður ei, og svo sjáum við til. Við viljum ekki að það komi til hern- aðarátaka,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. Vopnaeftirlitsmenn fái tíma Sendiherrann tekur undir að George W. Bush Bandaríkjaforseti hafi talað mjög afdráttarlaust og að hann virðist staðráðinn í að ná sínu fram í þessu máli. „Það er rétt að menn hafa tekið stórt upp í sig og það vekur hjá okkur ugg. Engu að síð- ur er það von okkar að koma megi í veg fyrir stríð,“ segir Daghistani. Um leið bendir hann á að ekkert hafi enn komið fram sem sanni tilvist ger- eyðingarvopna í Írak. Því sé engin ástæða til að fara í stríð á þessari stundu. Telur hann ólíklegt að Saddam Hussein, forseti Íraks, taki í mál að afsala sér völdum og fara í út- legð. Fullyrt er að leiðtogar arabaríkjanna þrýsti nú mjög á Saddam að íhuga þennan kost en Dagh- istani kveðst enga vitneskju hafa, sem staðfesti að slíkar þreifingar hafi átt sér stað. „Það sem ég hins vegar veit er að við Jórdanir höfum hvatt írösk stjórnvöld til að sýna fullan samstarfsvilja. Að sama skapi höfum við reynt að sannfæra Bandaríkjamenn og Breta um að gefa vopnaeft- irlitsmönnum meiri tíma til að vinna verkið,“ segir hann. Mestu máli skiptir, að mati Daghistanis, að koma í veg fyrir stríð. „Við viljum ekki að meiri eymd verði færð yfir írösku þjóðina, hún hefur mátt þola nóg. Ef þetta felur í sér að hreinsa verði Írak af þeim vopnum, sem hugsanlega kunna að leynast þar, þá styðjum við það. Í kjölfarið þarf svo að hefja uppbyggingu í landinu á nýjan leik og gera Írak aftur að virkum meðlimi í samfélagi þjóðanna.“ Aðspurður um hlutverk Abdullahs Jórd- aníukonungs segir Daghistani að konungurinn sé í forystusveit þeirra, sem vilja finna friðsamlega lausn á vopnadeilunni. Hann sé í stöðugu sam- bandi við Bandaríkjamenn og Breta og aðra arabaleiðtoga. Abdullah sé þó ekki í beinum sam- skiptum við Saddam Hussein. „Þannig vinna Írak- ar ekki. Aðrir sjá um þau samskipti,“ segir sendi- herrann um þetta. Hann tekur undir að áhyggjur Jórdana víki m.a. að því hvað gerist eftir hugsanlegt stríð í Írak. Úti- lokað sé að vita fyrirfram hvað gerist; Írak geti hæglega liðast í sundur og slíkt sé auðvitað áhyggju- efni fyrir Jórdani, eins og aðrar þjóðir sem landamæri eigi að Írak. Talinu víkur að deilu Ísraela og Palestínumanna. Tekur sendiherrann undir að sú deila hafi lent á milli skips og bryggju á síðustu vikum, sökum vopnadeil- unnar við Írak. Daghistani segir að Jórdanir leggi þó engu minni áherslu á að finna lausn á þeirri deilu, en í því sambandi er rétt að nefna að mikill fjöldi Palest- ínumanna býr í Jórdaníu. Bendir hann á að Jórdanir horfi nú fram á hættu- ástand á tveimur stöðum, annað á vesturlandamær- unum, þ.e. á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, og hitt á austurlandamærunum að Írak. „Eins og staðan er núna blasir auðvitað við að for- gangsverkefni sé að koma í veg fyrir að til hern- aðarátaka komi í Írak. Það þýðir hins vegar ekki að hitt sé eitthvað minna stórmál. Aðstæður Palest- ínumanna eru óviðunandi, þeir hafa fallið í þúsundatali og þessu ofbeldi verður að linna. Auðvitað verður sjálfsmorðsárásum Palestínumanna líka að linna. Ísr- aelar verða hins vegar að hætta hernaði sínum gegn palestínskum borgurum. Þeir ráða nú í raun yfir öllu heimastjórnarsvæðinu, Palestínumenn eiga ekkert eftir.“ Sendiherrann rifjar upp að arabaþjóðirnar hafi í haust lagt fram tillögu til úrlausnar sem m.a. fól í sér að þær myndu viðurkenna Ísraelsríki. Þessi tillaga marki þáttaskil og nauðsynlegt sé að þrýsta málum áfram á grundvelli hennar. Því miður sé þó líklegt að yfirvofandi þingkosningar í Ísrael valdi því að það frestist enn um sinn að hefja alvöru friðarumleitanir. Í haust var bandarískur diplómat myrtur í Amman, höfuðborg Jórdaníu. Landið hefur því ekki farið var- hluta af þeirri öldu hryðjuverka, sem yfir heiminn hef- ur riðið undanfarin misseri. Daghistani leggur þó áherslu á að Jórdanía sé öruggt land og friðsamt. „Við gerum okkar besta til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Í því sambandi vil ég benda þér á að við handsömuðum ódæðismennina, sem stóðu fyrir þessu morði.“ Hryðjuverk hafa þó óneitanlega haft áhrif á Jórd- aníu, eins og nágrannaríkin. „Hryðjuverk hafa haft slæm áhrif á ferðamannaþjónustuna í landinu, en hún er okkur afar mikilvæg. Mun færri ferðamenn koma nú til landsins en áður. Dregið hefur úr fjárfestingum erlendra aðila, einmitt á sama tíma og við höfum verið að reyna að opna okkar hagkerfi.“ Svarið við starfsemi öfgakenndra múslima segir Daghistani felast í meiri menntun. Taka þurfi frum- kvæðið af róttæklingunum, blása til sóknar á erlend- um vettvangi sem innlendum, kenna fólki hvað kenn- ingar íslams feli í raun og veru í sér. Þær feli engan veginn í sér hatur á Vesturlandabúum eða réttlætingu á hryðjuverkum. Forsetaheimsókn fyrirhuguð Daghistani er kvæntur systurdóttur Husseins heit- ins Jórdaníukonungs og er æskuvinur núverandi kon- ungs, Abdullahs. Hann gerir þó lítið úr þessu, er að því er spurt. „Jú, ég vil gjarnan líta svo á að við séum vinir. Það er mér mikill heiður, að geta kallað hann vin minn,“ segir hann um tengsl sín við konunginn. Daghistani fer fögrum orðum um samband Jórdaníu og Íslands, en þessi góðu samskipti skýrist m.a. af því dálæti sem Hussein konungur fékk á Íslandi þau skipti er hann staldraði hér við. Jórdanir og Íslendingar eigi líka margt sameiginlegt og áhugi sé á því að auka heimsóknir fólks milli landanna. Þá geti Jórdanir lært ýmislegt af Íslendingum, t.a.m. á sviði hugbúnaðarmála. Fram kemur í máli sendiherrans að nú sé unnið að því að skipuleggja opinbera heimsókn forseta Íslands til Jórdaníu. „Samband ríkja okkar er tiltölulega nýtil- komið, en ég tel það styrkjast dag frá degi,“ segir Timoor Daghistani, sendiherra Jórdaníu á Íslandi. Morgunblaðið/Þorkell Timoor Daghistani, sendiherra Jórdaníu á Íslandi, ræðir m.a. við Halldór Ásgrímsson í ferð sinni til Íslands. Sendiherra Jórdaníu á Íslandi segir í samtali við Davíð Loga Sigurðsson að leiðtogar arabaríkjanna vilji allt til vinna til að koma í veg fyrir hernaðarátök í Írak. david@mbl.is „Íraska þjóðin hef- ur mátt þola nóg“ gs flug- ikilvæg minna ns sem ð stjórn lar ekki nu hefði ður sem aðflugið vinnu- skýrsl- vegna i lent í ngu eftir að tt við a. i flugs- verið í með á um er við ljósi á átt með di lýs- ar flug- loks ð hætta stöðuga f seint norsku ð hand- fsflugið gd sem n tekur lfvirkur er á nni í 15° um tíma ð sjálf- r úr frá- úr gjöf og still- Þotan hæð og Segir í hafi er ð búinn hraðinn r hann r 2.500 nu fram að auka ofrisi. su and- að stilla og flug- a í flug- t vinnu- stjórinn u fram. hæð og var orð- runum dýfu og fi vélar- ægð við nni upp. Flugmennirnir brugðust ekki við þessu. Sjálfvirka eldsneytisgjöfin minnkar gjöfina úr 98% í 45% og þotan stefnir 49° niður. Einnig segir að fram að þessu hafi flugmaðurinn virst hafa haldið að sér höndum og verið ringlaður. Nú hafi hann tekið til hendinni og spurt: „Hvað ertu að gera?“ og síðan kallað „pull up – pull up!“ (sem þýðir að beina eigi þot- unni upp). Báðir flugmennirnir hafi togað í stýrin og þotan sem þá hafi verið komin í 251 hnúts hraða hafi náð sér úr dýfunni yfir norðurenda flugbrautarinnar í 321 fets hæð. Þá hafi þyngdarálagið verið komið í 3,59 G. Við skýrslutöku hjá rann- sóknastofnuninni gaf flugstjórinn m.a. eftirfarandi lýsingu: „Ég tel að flugmaður minn hafi rækt starf sitt sem vakandi og sam- vinnufús áhafnarmeðlimur allt flug- ið en í aðfluginu urðum við báðir vegna óeðlilegs vinnuálags upp- teknir við að sinna smáatriðum í stað þess að horfa á heildarmynd- ina. Og þegar við fengum skyndi- lega hæðarskipunina frá flugstjórn- arkerfinu og við vorum báðir með hugann við fráhvarfsflugið urðum við ringlaðir og síðar við hið ótrú- lega bratta fall urðum við enn ringl- aðri.“ Eftir þetta klifrar vélin í 40° horni og eftir ýmiss konar hreyfingar á stjórntækjum staðnæmist þotan í stöðugri 4.000 feta hæð. Talað er um bratt klifur eða fall ef hornið er meira en 25° við klifur og meira en 10° niður á við. Þegar flugmennirnir höfðu náð tökum á vélinni tilkynntu þeir flug- umferðarstjórn um misheppnað að- flug og fengu upplýsingar um hvernig haga skyldi aðflugi á ný. Ekki var tilkynnt um atvikið eða óeðlilegt flug. Síðan ræddi flugstjór- inn við farþega og áhöfn og sagði að- flugið ekki hafa tekist. Farið yrði í aðflug að nýju og bjóst hann við lendingu 10 mínútum síðar. Þegar þotan var á lokastefnu hurfu upplýs- ingar á ný af skjá flugstjórans sem þá flaug þotunni. Fól hann þá flug- manni að stýra henni til lendingar. Skortur á samvinnu og stjórnun Í lokakaflanum um fráhvarfsflug- ið segir að samvinna flugmanna sér bráðnauðsynleg. Í þessu tilviki sé það skoðun stofnunarinnar að áhafnastjórnun hafi algerlega skort og vantað hafi algjörlega inngrip. Þegar ringulreiðin byrjaði var flug- stjórinn að handfljúga þotunni á móti stýringu sjálfvirku eldsneytis- gjafarinnar sem olli ákveðnum rugl- ingi hjá flugmönnunum. Megi skil- greina þetta sem sjálfvirkni-gildru. Þegar ný stilling sé sett í sjálfvirkni- búnaðinn til að ná æskilegum hraða þotunnar er sú skipun afturkölluð með annarri aðgerð og þá velur sjálfvirknikerfið hraðann sem þotan er á. Þetta hafi haft í för með sér aðra hegðun hennar en flugmenn- irnir ætluðu. Það hafi leitt til rugl- ings og trúlega verið þáttur í að valda atburðinum. „Það er skoðun stofnunarinnar að ekki sé viðunandi að hæfar flugáhafnir sem virðist hafa fengið viðeigandi þjálfun skuli missa stjórn á nútímaflugvél og valda atviki sem þessu.“ tu við Gardermoen nn hafi ureglum lug- úmu yn- hafi arfs- tt.  ,         (    - (!        &)     .    /0 , #  /  //1 1/, 5/ #       & #/  317 4  "  &  Í NORSKU skýrslunni er að finna eftirfar- andi samantekt úr lýsingu fyrstu flugfreyju og nokkurra farþega vélarinnar um atburð- inn: Hreyfingar vélarinnar leiddu til þess að vatn spýttist úr salernum og allir lausir munir fóru af stað. Töskur sem geymdar voru undir sætum losnuðu, dagblöð flugu úr hillum, tímarit og bækur úr sætisvösum, farsímar og gleraugu úr vösum. Munir, sem farþegar í sætum framan við vængsvæðið í vélinni áttu, lentu aftast. Sem betur fer voru allir með sætisbeltin spennt nema einn. Hann vissi ekki hvort hann hefði fest það eða hvort það hefði losnað. Hann var í losti. Farþegum fannst hreyfingar og kraftar vélarinnar í klifri og falli (jákvæður og neikvæður þrýst- ingur) harkalegar og óþægilegar. Fannst þeim meðferðin skelfileg, sumir öskruðu og aðrir fóru með bænir. Þá segir að svipaða sögu megi segja úr stjórnklefanum og um hann hafi pokar og pappírar dreifst. Þegar flugmennirnir óku vélinni á flughlað hafi þeir rætt atburðinn án þess að komast að því hvað hefði í raun gerst. Bækur og dagblöð flugu úr hillum ÞORMÓÐUR Þormóðsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd flugslysa segir að margir samverkandi þættir séu orsök flug- atviksins eins og norska skýrslan sýni. Ljóst megi vera að legið hafi við slysi. Meðal samverkandi þátta eru snöggar breytingar á aðflugsleiðinni, samstarf flug- manna og hæðarstilling í fráhvarfsflugi sem truflaði eðlilegan flugferil. Þormóður segir nefndina hafa átt nokkurn þátt í rannsókn flugatviksins, m.a. séð um meðhöndlun á gögnum um flugritann. Rann- sóknarmenn hittust á fundum bæði í Noregi og hérlendis og íslensku rannsóknarmenn- irnir áttu samstarf við starfsbræður í Kanada um úrvinnslu ákveðinna gagna. Þormóður segir slíkt samstarf jafnan mjög lærdómsríkt. Margir samverkandi þættir FJÓRAR tillögur í öryggisátt eru settar fram í norsku skýrslunni, einkum varðandi þjálfun og starfsaðferðir við ákveðnar aðstæður. Þrjár þeirra snúa að Flugleiðum og í einni er tilmælum einnig beint til allra flugrekenda. Einni tillögunni er beint til norskra flugmála- yfirvalda. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, segist í samtali við Morgunblaðið fagna því að lokaskýrslan skuli nú komin fram. Þar sé staðfest að starfsaðferðir félags- ins varðandi allan flugreksturinn séu í fullu samræmi við ítrustu kröfur sem gerðar eru í alþjóðlegum flugrekstri. Hann segir marga starfsmenn Flugleiða hafa veitt aðstoð við rannsóknina sem var algjörlega á forræði norsku rannsóknastofnunarinnar. Áhrif styttri aðflugsleiða metin 1. Aðilar í flugrekstri endurskoði starfs- aðferðir þegar hætta skal við aðflug. Flug- leiðir endurskoði þjálfun flugmanna við fráhvarfsflug eftir óstöðugt aðflug. 2. Flugleiðir íhugi áætlun til stuðnings starfs- fólki sem lendir í flugslysum eða flug- atvikum. 3. Flugleiðir meti notkun síritandi flugupp- lýsingakerfis til að fylgjast með framvindu flugs. 4. Flugmálastjórn Noregs meti áhrif þess að stytta aðflugsleiðir í blindflugi fyrir áhafn- ir sem hafi hugsanlega takmarkaða reynslu af flugi á Óslóar-svæðinu og áhrif þess á hæfi flugmanna til að hafa fulla stjórn á hreyfingum flugvélar og að ná stöðugu aðflugi. Tillögur komnar til framkvæmda Guðjón Arngrímsson segir að tillögum Norðmanna hafi þegar verið hrint í fram- kvæmd hluti þeirra kom fram í bráðabirgða- skýrslu norsku rannsóknastofnunarinnar í mars sl. Það eigi við tillögur um sérstaka þjálfun vegna fráhvarfsflugs og ýmsa þætti áhafnasamstarfs. „Auk þessara fjögurra megintillagna í ör- yggisátt koma fram í skýrslunni ábendingar til Flugleiða,“ segir m.a. í frétt frá Flug- leiðum. „Þessi atriði ná meðal annars til þjálf- unar í áhafnasamstarfi, framsetningu í hand- bókum á stefnu félagsins og upplýsingagjafar til farþega í kjölfar flugatvika. Flugleiðir taka fullt tillit til þessara athugasemda og er stöð- ugt unnið að úrbótum hvað þær varðar líkt og á ýmsum öðrum sviðum öryggismála og þjón- ustu. Í kjölfar atviksins við Ósló voru flug- stjóri og flugmaður vélarinnar leystir undan starfsskyldum um hríð og fóru síðan í gegn- um endurþjálfun. Að þeirri þjálfun lokinni hófu þeir störf sem flugmenn. Þjálfun og starfsreglur í endurskoðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.