Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 40

Morgunblaðið - 24.01.2003, Síða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GEÐSJÚKDÓMAR hafa verið tals- vert í þjóðmálaumræðunni að und- anförnu og er það vel. Við vitum að fordómar eru til og á því máli er ver- ið að reyna að taka og ekki vanþörf á því. Ég varð vitni að atburði um dag- inn sem ég vil að fleiri fái vitneskju um svo allir geti lært af því og orðið betri menn. Nú ætla ég að setja upp andstæð- ur sem mættust þennan dag. Annars vegar er ungur lögreglumaður (kona hefði e.t.v. brugðist öðruvísi við?) Hann er stór og stæðilegur, líkam- lega hraustur og sjálfsagt í frábærri þjálfun. Hann er í einkennisbúningi og á stórum og kraftmiklum bíl. Hann á lífið framundan (væntan- lega), frama í starfi, sem sagt ungur maður á uppleið. (En hann getur líka fengið geðsjúkdóm!) Hins vegar er ung kona, hún er geðveik, hún er ekki fær um að vinna fyrir sér og lifir allt öðruvísi lífi en við hin. Henni líð- ur hræðilega og finnst enginn skilja sig eða vilja neitt fyrir sig gera. Þrátt fyrir kuldann leggur hún á sig langa göngu til að hitta einhverja, sem vita að henni líður svo illa (skilja ekki, því þetta skilur enginn sem ekki hefur reynt á sjálfum sér) en er vísað frá. „Farðu heim og leggðu þig,“ er ráðleggingin. Hún leggst á grúfu í klakann og vegfarendur halda að hún hafi dottið í hálkunni og hringja í Neyðarlínuna. Þeir koma í hvelli og út snarast þessi stóri, stæðilegi, ungi maður. Hann er ótrúlega hranalegur og hreytir í hana leiðindum. Henni sárnar og okkur líka sem heyrðum. Hvar er lempnin, hvar er samúðin, hvar er lífsleiknin? Hefði kostað mikið að strjúka henni yfir bakið og segja: „ Já, ég veit það,“ eða: „Við finnum einhver ráð.“ Þarna er fár- veik manneskja sem á skilið samúð og skilning og ekki var mögulegt að skilja eftir þarna á klakanum. Hún hefði fengið samúð ef hún hefði verið með gat á höfðinu eða brákaðan eða brotinn útlim. En það sást ekkert nema örvænting. Það var komið fram við hana eins og afbrotamann, ef til vill veit ég ekki hve oft var búið að ná í hana og aka henni á sjúkrahús eða heim en þetta er veik manneskja og það á ekki að koma svona fram við veikt fólk. Það þurfa ungir lögreglumenn og konur að læra, vonandi eru þeir eldri orðnir lífsreyndari og betri þjónar okkar samborgaranna. SIGRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR, Hraunbæ 17, 110 Rvík. Hvað er kennt í Lögregluskólanum? Frá Sigríði Gunnarsdóttur: KÆRI landsmaður. Mig langar að eiga við þig nokkur orð. Við þurfum ekki endilega að vera sammála en hugleiddu þetta samt. Nú þegar fæðingarhátíð frelsarans er lokið og nýtt ár gengið í garð lang- ar mig að minna þig á að á eftir þess- ari hátíð kemur alltaf nýtt ár frels- arans. Ef ég þekki málið rétt fórstu í kirkju um jólin, í fyrsta skiptið á árinu 2002, góð frammistaða hjá þér, 100% mætingarskyldu náð á þínum mælikvarða. Þú skrópaðir jafnvel, ég veit ekki, hafðir of mikið að gera við að versla, elda, skreyta og vera glaður að þú bara komst ekki út. Það er kannski skiljanlegt, frelsarinn fæddist fyrir 2003 árum, dó fyrr 1970 árum svo þið hittust aldrei persónulega og því kannski engin ástæða fyrir þig að mæta í veisluna hans, í hans húsi, al- veg nóg að vera bara heima með sitt eigið „afmælispartí“. Svo ekki sé minnst á að opna allar gjafirnar eins og á þínu eigin afmæli. Þetta er nátt- úrulega frekar grimmt þegar maður hugsar út í þetta. Þetta er hátíð frels- arans, um það er ekki deilt, svo það er hálfasnalegt að hafa ekki mætt. Þetta er eins og að bjóða í afmælisveislu en enginn mætir, því allir ákveða að fagna því bara heima hjá sér með sinni fjölskyldu. Æ greyið þú, það kom enginn og þú sem hafðir svo mikið fram að færa. Frelsarinn hefur margt gott fram að færa, margt svo miklu betra held- ur en nokkra gjöf sem þú opnaðir um jólin. Miklu betra en 30" sjónvarpið og DVD-ið sem þú gafst sjálfum þér í jólagjöf og þarft að borga næstu 36 mánuðina með hátt í 20% vöxtum á VISA-kortinu þínu sem var klippt í gær. Nei, hann hefur sko engar skuldir að færa þér. Heldur orð sem getur haldið þér lifandi svo eilífðum skiptir. Orð sem geta gefið þér svo mörg heilræði að þú kemst aldrei yfir það að nýta þér þau öll. Getur verið að þú sért svo hræddur við allar regl- urnar sem frelsarinn setti að þess vegna þorðirðu ekki í afmælið hans? Eða ef þú mættir þá varstu svo upp- tekinn af því að líta á klukkuna að þú manst ekki neitt nema „En það bar til um þessar mu …“ og síðan bara„ … Amen“. Kæri vinur, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Þó að hann kalli sig Drottinn, Guð, Jesús eða hvað, þá ætlar hann ekkert að taka af þér sjónvarpið þitt eða gamla Skodann, hvað þá nýja DVD-ið þitt, NEI! Hann ætlar bara að leggja þér orð í munn til þess að þú, landi minn, getir lifað hamingjusamur og frjáls. Ég skora á þig að hugleiða þetta. Líta inn í orðaveislu í einhverri kirkju landsins. Ekki bara á jólum, eða til að horfa á ættmenni þín giftast, heldur líka fyrir þig. Hvernig væri að byrja með einu sinni í mánuði? Ég vildi óska að ég hefði tekið mark á þessum orðum á síðasta ári. Tökum okkur tak saman. Vertu með mér í þessu. Guð blessi þig! BIRKIR EGILSSON, Vesturvangi 48, Hafnarfirði. Hugvekja – andlegt átak Frá Birki Egilssyni:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.