Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 44

Morgunblaðið - 24.01.2003, Page 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „LEIKURINN gegn Þjóðverjum var okkur erfiður enda gegn einu sterkasta liði heims um þessar mundir,“ sagði Sören Hildebrand þjálfari Grænlendinga eftir leik- inn gegn Þjóðverjum, 20:34. „Ég tel að Þjóðverjar verði í barátt- unni um gullverðlaunin að þessu sinni. Við gáfum allt sem við átt- um í þennan leik og áttum ekkert eftir á varatankinum þegar líða tók á leikinn. Ég er stoltur af mínu liði og við stefnum á að leggja Katar og Ástralíu að velli í næstu leikjum. Markmiðið er að ná fjórða sætinu í B-riðli og kom- ast í milliriðlana.“ Heiner Brand var ekki ánægður með einbeitinguna hjá þýska liðinu. „Við erum búnir að ná fyrsta markmiði okkar sem var að vinna fyrstu þrjá leikina, en gegn Grænlend- ingum voru margir leikmenn ekki með hugann við efnið. Við verðum að vinna Portúgal ef við ætlum okkur að verða í efsta sæti B-riðilsins. Portúgal er með sterkt lið með reynda leikmenn á borð við Viktor Tchikoulaev og eru á heima- velli. Þannig að ekkert lið getur bókað sigur gegn þeim,“ sagði Brand. „Stefnum á fjórða sætið“ MATS Olsson, aðstoðarþjálfari landsliðs Portúgal, sagði að Portúgalar hefðu lagt mikið undir til þess að vinna Íslend- inga á heimavelli sínum. „Við höfðum eytt miklum tíma í að kortleggja íslenska liðið. Ekkert kom okkur á óvart í leiknum. Ólafur Stefánsson er „heilinn“ í leik íslenska liðsins, við reyndum að takmarka hans þátt í leiknum með því að taka hann úr umferð. Hinsvegar leysti íslenska liðið vel úr sínum málum á lokakafla leiksins, auk þess sem markvörð- urinn (Roland Eradze) varði á mikilvægum augnablikum. Við höfðum ákveðnar væntingar fyr- ir þennan leik og erum að sjálf- sögðu daprir eftir tapið. Þetta eru hinsvegar ekki endalokin fyrir okkur hvað keppnina varð- ar en við verðum að halda vel á spilunum í næstu tveimur leikj- um,“ sagði fyrrum landsliðs- markvörður Svía, Mats Olsson. „Ólafur er heilinn“ Segja má að vendipunktur leiks-ins hafi verið þegar Roland Val- ur Eradze varði vítakast Portúgal- anna þegar um 7 mínútur voru til leiksloka í stöðunni, 26:24, Portúgöl- um í vil en rétt áður hafði kollegi hans í marki Portúgala varið víta- kast Ólafs Stefánssonar. Markvarsla Eradze ásamt góðri innkomu Heið- mars Felixsonar stappaði stálinu í ís- lenska liðið. Heiðmar minnkaði mun- inn í 26:25 með glæislegu smuguskoti og á skömmum tíma fiskaði hann tvo leikmenn Portúgala útaf og fékk að auki vítakast. Guðjón Valur Sigurðsson jafnaði í 26:26 þeg- ar 4 mínútur lifðu leiks og Íslend- ingar létu ekki þar við sitja. Einar Örn Jónsson kom Íslendingum í for- ystu, 27:26 þegar þrjár og hálf mín- úta var eftir og það sem eftir lifði leiks var taugaspennan gríðarleg. Portúgalar jöfnuðu jafnharðan en þáttur Sigfúsar Sigurðssonar á loka- mínútum vó þungt. Hann kom ís- lenska liðinu í forystu, 28:27, og skoraði svo sigurmarkið eins og áður segir einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Rétt áður fékk Comes að fjúka útaf í 2 mín. og heimamenn því einum leikmanni færri það eftir var leiks. Það gekk mikið á síðustu mín- útu leiksins. Stórskyttan Resende skaut framhjá markinu þegar 50 sek. voru til leiksloka. Íslendingar hófu sókn sem lauk með því að dæmdur var ruðningur á Aron Kristjánsson þegar um 15 sekúndur voru eftir. Portúgalar náðu ekki finna glufu á íslensku vörninni og tíminn fjaraði út án þess að þeir næðu að ógna ís- lenska markinu. Íslensku leikmenn- irnir stigu stríðsdans á gólfinu þegar hinir slöku slóvensku dómarar flaut- uðu til leiksloka enda mikill áfangi að sigra Portúgala í leik sem fyrirfram var réttnefndur sem lykilleikur ís- lenska liðsins í riðlakeppninni. Íslensku leikmennirnir voru fljótir að þagga niður í portúgölsku áhorf- endunum með afar sterkum upp- hafskafla. Portúgalar gripu til þess ráðs að klippa Ólaf Stefánsson út úr sóknarleiknum en þessi leikaðferð þeirra dró ekki máttinn úr íslenska liðinu nema síður sé. Íslendingar komust í 6:2 og 7:3 þar sem horna- mennirnir Guðjón Valur og Einar Örn fóru mikinn. Portúgalarnir fengu dygga aðstoð frá slóvensku dómurunum eftir þennan góða leik- kafla íslenska liðsins. Patrekur og Ólafur voru reknir af velli fyrir litlar sakir og á örskömmum tíma jöfnuðu Portúgalar metin í 8:8, og komust í 10:8. Þjóðirnar skiptust á að hafa forystuna en Íslendingarurðu fyrir áfalli undir lok hálfleiksins þegar Ólafur var rekinn útaf öðru sinni. Það sama henti Patrek í upphafi síðari hálfleiks og við þetta þurfti Guðmundur að stokka upp í varn- arleiknum. Íslendingar náðu mjög góðum leikkafla eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Þeir skoruðu 5 mörk á móti einu og voru komnir í 22:19 þegar hálfleikurinn var rétt tæplega hálfnaður. Roland Eradze var drjúg- ur á þessum kafla og varði geysilega vel. Portúgalirnir neituðu að gefast upp og þegar 12 mínútur lifðu leiks hafði þeim tekist að jafna, 24:24. Lokakaflanum er áður lýst en í hon- um sýndi íslenska liðið mikla þraut- seigju og það tryggði sér sætan og mikilvægan sigur upp á framhaldið. Hornamennirnir Einar Örn og Guðjón áttu frábæran leik og voru bestu menn Íslendinga. Sigfús var dýrmætur í lokin og markvarsla Ro- lands Vals vó mjög þungt og skipti kannski sköpum eftir allt saman en hann leysti Guðmund Hrafnkelsson af hólmi þegar um 20 mín. voru liðn- ar af leiknum. Ólafur var í strangri gæslu en um leið og hann náði að rífa sig lausan var ekki að sökum að spyrja. Dagur og Patrekur náðu sér ekki alveg á strik, en uppúr stendur að vel samhent íslenskt lið með stórt hjarta stóð undir væntingum ís- lensku þjóðarinnar. Mikilvægur sigur í Viseu ÍSLENDINGAR fóru yfir afar erfiða hindrun á heimsmeistaramótinu í handknattleik þegar þeir lögðu heimamenn, 29:28, í æsispenn- andi viðureign í Viseu í Portúgal í gær. Með gríðarlegri baráttu á lokakafla leiksins tókst Íslendingum að snúa leiknum sér í vil. Portúgalar höfðu tveggja marka forskot þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka en íslenska liðið sýndi gífurlegan viljastyrk og mark Sigfúsar Sigurðssonar af línunni einni og hálfri mínútu fyrir leikslok reyndist sigurmark leiksins. Guðmundur sagði ennfremur aðhann þyrfti að tyggja gamla tuggu enn og aftur. „Við tökum að- eins einn leik fyrir í einu, þetta hefur verið sagt áður en þjónar sínum til- gangi. Fyrir hvern leik eru mismunandi markmið og áherslur í gangi. Nú tekur við und- irbúningur fyrir leikinn gegn Katar, þar má ekki slaka á og leikurinn gegn Þjóðverjum er ekki einu sinni til umræðu í okkar hópi.“ Um leik- inn sagði Guðmundur að byrjunin hefði lofað góðu, en í stöðunni 7:3 hafi hraðinn í sóknarleiknum verið of mikill. „Sóknirnar urðu of stutt- ar, það var óðagot á okkur og í kjöl- farið fóru menn að tínast útaf í vörninni. Þetta eru samverkandi þættir sem gera það að verkum að Portúgal náði að saxa á forskotið. Við náðum varla að standa vörnina þegar þetta var í hámarki í fyrri hálfleik. Ég mun leggja áherslu á þetta á æfingum og á fundum næstu daga, að menn fari sér hægar af og til þegar við náum forskoti. Loka- kafli leiksins var hinsvegar erfiður fyrir okkur sem vorum á vara- mannabekknum og leikmenn. Spennan var gríðarleg en sigurinn var þeim mun sætari.“ Setti okkur í vanda þegar Ólaf- ur var rekinn útaf í annað sinn Á varamannabekknum var í nógu að snúast fyrir Guðmund og Einar Þorvarðarson aðstoðarmann hans, skiptingarnar voru margar og á köflum var ástandið illskiljanlegt fyrir þá sem á horfðu. Guðmundur sagði að sú staða hefði komið upp vegna þess að Ólafur Stefánsson mátti ekki láta reka sig af velli í þriðja sinn í leiknum. „Það setti okkur í vanda að Ólafur fór tvisvar sinnum af velli í fyrri hálfleik. Við þurftum því að vera á tánum til þess að láta þetta rúlla áfram, ástandið á varamannabekkn- um var oft á tíðum ruglingslegt. Ólafur bættist því við þá sem skiptu útaf í vörn og sókn, á meðan við vor- um að prófa okkur áfram með sókn- arleikinn. Ég er afar ánægður með hvernig til tókst. Við notum 13 leik- menn og allir með tölu voru tilbúnir í slaginn þegar kallið kom. Þetta er atriði sem við rákum okkur á í Sví- þjóð, og nú sýnist mér að allir séu einbeittir þegar þeir koma inná., hvort sem það er í upphafi leiks eða þegar ein mínúta er eftir. Svona á það líka að vera, Roland Eradze varði vel á þeim 45 mínútum sem hann lék að þessu sinni og var ekki að sjá að hann væri taugaóstyrkur á útivelli gegn Portúgal.“ „Roland var búinn að segja okkur frá því að hann hefði leikið með landsliði Georgíu á útivelli gegn Portúgal. Hann hafði staðið sig vel í þeim leik og var viss um að geta endurtekið leikinn. Hann sagðist vera með sjálfstraustið í lagi því hann hafði gert þetta áður. Guð- mundur Hrafnkelsson fékk erfið skot á sig í upphafi leiksins og Roland sýndi það hversu öflugur hann er. Vítakastið sem hann varði í stöðunni 24:26 var vendipunktur í leiknum. Hann gerði það að verkum að við minnkuðum muninn í eitt mark og fengum sjálfstraustið á ný.“ Síðustu átta mínútur leiksins var Ólafur Stefánsson í hlutverki leik- stjórnanda og voru þá þrír örvhent- ir leikmenn inná á sama tíma. Guð- mundur sagði að um taktíska breytingu hefði verið að ræða sem hefði ekki oft sést hjá íslenska liðinu en hefði heppnast afar vel að þessu sinni. „Heiðmar Felixson skoraði mik- ilvægt mark, fiskaði vítakast og náði varnarmönnum þeirra útaf. Þessi uppstilling leysti úr ákveðnum vanda sem við vorum í á þessum tíma. Sigfús Sigurðsson var ekki áberandi í sóknarleik Íslands að þessu sinni og rétt áður en hann skoraði tvö mörk í röð á lokakafla leiksins íhugaði Guðmundur að láta hann aðeins leika varnarleikinn, en hætti síðan við. Þurfum að setja okkur í stellingar „Við gátum ekki skipt eins mörg- um útaf þar sem menn voru í vand- ræðum eftir að hafa verið reknir út- af í fyrri hálfleik. Sigfús fékk því að fara í sóknina og skoraði þessi mik- ilvægu mörk.“ Guðmundur bætti því við að ekki gæfist langur tími til þess að fagna þessum sigri. Katar væri sýnd veiði en ekki gefin. „Portúgal átti í vandræðum með Katar, þeir voru yfir lengi vel í leiknum og það var ekki fyrr en undir lokin sem Portúgal landaði tíu marka sigri, 31:21. Við þurfum ein- faldlega að setja okkur í stellingar gegn Katar. Það er ekkert annað á dagskránni hjá okkur en sigur í þeim leik,“ sagði Guðmundur. Gríðarleg spenna og sætur sigur „ALLIR eru tilbúnir þegar kallið kemur. Hver leikur fram að þessu krefst þess að við einblínum á mismunandi hluti, vissulega var þessi leikur gegn Portúgal allt öðruvísi en hinir tveir sem við höfum leikið fram að þessu. Einbeitingin var ávallt til staðar og nú þurfti að bæta við hraðanum, ákefðinni og leika gegn liði sem á góðum degi getur unnið öll lið í heiminum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir magnþrunginn spennuleik gegn Portúgal í Viseu í gærkvöldi. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Viseu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.