Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 2

Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚTLEGÐ EÐA STRÍÐ George W. Bush Bandaríkja- forseti setti Saddam Hussein Íraks- forseta úrslitakosti í ræðu, sem hann flutti í nótt, og sagði að hann yrði að fara í útlegð, ella hæfist stríð í Írak. Talsmaður Bush sagði að tilraunum til að leysa Íraksdeiluna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna væri lokið. Styðja Azoreyjayfirlýsingu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra lýsa yfir stuðningi við Azoreyjayfirlýsingu George W. Bush Bandaríkjaforseta, Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Maria Aznars, forsætisráð- herra Spánar. Atvinnuleysi í hámarki Atvinnuleysi mælist nú rúmlega 4% og hefur líklega náð hámarki að mati Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar. Hefur það ekki verið meira í sjö ár. Viðbúnaður Landspítala Landspítalinn er með ákveðinn viðbúnað vegna lungnabólgufarald- ursins, sem nú geisar í Suðaustur- Asíu en margt bendir til, að sjúk- dómurinn sé kominn til Evrópu. Komi hann upp hér verða sjúklingar settir í einangrun. Mikil kostnaðarhækkun Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða- kerfisins í heild var rúmur millj- arður króna 2001 og hafði þá hækk- að um þriðjung á tveimur árum. Hefur hann hækkað um 59% á fimm árum og 77% sé tekið tillit til skrif- stofu- og stjórnunarkostnaðar. Forseti í Ungverjalandi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er nú í sinni fyrstu opinberu heimsókn í Ungverjalandi. Átti hann fundi með forseta landsins og for- sætisráðherra og segir, að þeir hafi verið mjög gagnlegir. Um 6% aflans flutt út Alls voru flutt út 28.000 tonn af óunnum fiski frá Íslandi á síðasta fiskveiðiári eða tæplega 6% af heild- arbolfiskafla ársins. Mest var flutt út af karfa, 9.600 tonn, af þorski 5.700 tonn og af ýsu 4.300 tonn. Þriðjudagur 18. mars 2003 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað B Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Viðtal við Pétur Ármannsson 26 Frágangur lagnakerfis Húsvið Hrísateig Ráðstefna 18 Sagan rakin 40 Á LANDINU öllu hefur meðalald- ur mannvirkja hækkað um rúma fimm mánuði á hverju ári á tíma- bilinu 1994 til 2002 skv. athugun Fasteignamats ríkisins. Að sögn Snorra Gunnarssonar hagfræðings er öldrunin minnst á höfuðborgar- svæðinu. Þar hækkaði aldurinn að- eins um tæpa fjóra mánuði á ári. Meðalaldur mannvirkja á Reykja- nesi og Suðurlandi hækkaði um tæpa sex mánuði á ári á þessu tíma- bili, á Vesturlandi hækkaði hann um rúma sex mánuði, tæpa sjö mánuði á Norðurlandi-Eystra og rúma sjö á Austurlandi. Á Vest- fjörðum og Noðurlandi vestra hækkaði meðalaldur mannvirkj- anna um tæpa tíu mánuði á ári. Sterk sveifla á milli áranna 2000 og 2001 Telja má eðlilegt að gera ráð fyr- ir að mannvirkjamassinn eldist í þroskuðum samfélögum. Sum mannvirki eru einfaldlega sígild og munu standa um aldir. Erfiðara er að fullyrða hver sé eðlileg meðal- öldrun mannvirkjanna í heild. Það er því að sögn Snorra áhugavert að skoða hvernig öldrun mannvirkj- anna hefur verið að breytast á tímabilinu sem hér um ræðir. Jafnt og þétt hefur dregið úr öldrun mannvirkja á landinu í heild. Mest dró úr henni á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi en á síðarnefnda svæðinu kom sterk sveifla á milli áranna 2000 og 2001 þar sem með- alaldurinn beinlínis lækkaði. Í flest- um landshlutum hefur öldrunin gengið í sveiflum en þróunin þó verið í þá átt að hægt hefur á öldr- uninni. Á þessu eru þó undantekn- ingar. Bæði á Austurlandi og á Vestfjörðum hefur öldrunin farið vaxandi. Þessar upplýsingar eru byggðar á gögnum sem skráð eru í Landskrá fasteigna. Öldrun mannvirkja minnst áhöfuðborgarsvæðinu                                   !    " #$%  &'()  *                        ! " &'( #$%  + + + ++ + + +   +   & , )   -$ Góðar lausnir, vandaðar vörur Í dag þriðjudag og á morgun miðvikudag milli kl. 16 og 18 gefst þér kostur á að skoða eina af okkar glæsilegu íbúðum að Laugarnesvegi 87 (íbúð 404). Þar mun sölumaður okkar taka á móti þér og svara öllum þínum spurningum. Íbúðirnar að Laugarnesvegi 87 og 89 eru glæsilega hannaðar, 2ja, 3ja og 4ra herbergja, og allar með sérinngangi af yfirbyggðum svalagangi. Húsin eru með lyftu, einangruð að utan og klædd áli og harðviði og þarfnast því lágmarksviðhalds. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar 25. apríl nk. Komdu og skoðaðu glæsilega sýningaríbúð Góðir kostir: • Sér bílastæði í bílageymsluhúsi. • Þvottahús innan íbúðar. • Dyrasími tengdur myndavél í anddyri. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Ítarlegar upplýsingar um eignirnar eru á www.iav.is. Laugarnesvegur 87 og 89 • Möguleiki á sjónvarps-, síma- og nettengingum í öll herbergi. • Vandaðar innréttingar og hurðir. • Lögð er sérstök áhersla á góða hljóðeinangrun. Dæmi um 3ja herbergja íbúð Þvottur 3,2 fm Eldhús 14,3 fm Svalir 9,7 fm Baðh. 5,5 fm Svefnherb. 9,1 fm Svefnherb. 14 fm Húsa- hönnun                                                                  !"!#$! % " #$       &'( )*+ &'(  ) *+ ,      !  "# $%#! &''% -%.$/#$ %"/++% 01%23+ 456#0!+ (1+1/7+ !+ 8+ 23+ '%" 9+ "  :$+; % ":$+; $!+%.+  :$+; % ":$+;         (     (%<) "%"+$ +$ 1+=""+)>>>1+    ?" /@+AB * * * * ! ! !" !#, $%      )*    +& /@AB   $$- % & &' $' . ' $-. &#'// $%01 2 //01 20/ +B  3 !  4   ! # $'# $.#! &''% 8%"+#$! &" %""+   #  "     "                          #  #   Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 14/16 Viðhorf 32 Erlent 17/18 Minningar 32/37 Höfuðborgin 19 Dans 38 Akureyri 20 Bréf 40 Suðurnes 21 Dagbók 42/43 Landið 22 Íþróttir 44/47 Neytendur 23 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/52 Umræðan 26/27 Ljósvakar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * „VIÐ höfum upplýst flugfélögin og starfsfólk á Keflavíkurflugvelli um vandamál sem kynnu að koma upp og hvernig réttast sé að bregðast við þeim. Síðan er Landspítalinn með ákveðinn viðbúnað til að taka á móti sjúklingum í einangrunaraðstöðu,“ sagði Haraldur Briem sóttvarna- læknir um viðbrögð landlæknisemb- ættisins við viðvörun Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar vegna heilkennis alvarlegrar bráðrar lungnabólgu. Í gær vissi Haraldur um 450 manns sem höfðu greinst með sjúk- dóminn og af þeim höfðu átta látist sem sé innan við 2% dánartíðni. Þær tölur taki ugglaust breytingum. Hann segir ekki vitað hvað valdi þessum faraldri og ekki berast upp- lýsingar um meiriháttar útbreiðslu sjúkdómsins. Einkennin minna á inflúensu; hár hiti, þreyta, hósti, tíð- ur andardráttur eða andnauð. Þar sem einkennin séu almenn þarf að tengja sjúkling við sýkingarsvæði til þess að meðhöndla hann samkvæmt viðbúnaðaráætlun. Lungnabólgufaraldurinn geisar aðallega í Suðaustur-Asíu en hugs- anlega hafa sjúklingar greinst með einkenni í Evrópu og Kanada. Ferðalög ekki takmörkuð Haraldur segir engin tilmæli hafa verið gefin út í þá veru að takmarka ferðalög fólks. Flestir hafi smitast á spítölum þar sem nálægð við smit- bera sé mikil. Ekki sé mikið um hóp- sýkingar og því virðist þetta ekki vera bráðsmitandi. Hann segir flug- vélar ekki eins hættulegar og menn haldi hvað varðar smithættu þar sem loftræstikerfi þeirra séu þannig úr garði gerð að þau dreifi ekki smiti meðal farþega. Byggist það á loft- flæði um vélina, síum og loftskiptum meðan á flugi stendur. „Við fylgjumst með þróuninni og hvaða frekari tilmæli koma. Við er- um vakandi fyrir þessu og á við- bragðsstigi,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, segir flugfélagið vinna í samráði við landlæknisemb- ættið. „Við höfum fengið leiðsögn þaðan og sent leiðbeiningar til áhafna okkar hvernig bregðast ætti við yrði vart við einkenni sjúkdóms- ins.“ Lungnabólgufaraldur í Suðaustur-Asíu Landspítalinn með viðbúnað  Lungnabólgan/17 PILTURINN sem fannst látinn við Húsavíkurhöfða á sunnudag hét Haukur Böðvarsson, 16 ára, til heimilis í Baldursbrekku 6 á Húsavík ásamt foreldrum sínum og yngri bróður en eldri bróðir Hauks býr erlendis. Talið er að Haukur hafi látist af slysförum og fallið í sjó fram af klettum. Hann var nemandi við Fram- haldsskólann á Húsavík. Haukur Böðvarsson Lést af slysförum á Húsavík BANDARÍSKIR ferðamenn, par á þrítugsaldri, fund- ust í svonefndum Baldvinsskála neðarlega á Fimm- vörðuhálsi síðdegis í gær eftir stutta leit um 40 björgunarsveitarmanna af Suðurlandi. Ekkert amaði að fólkinu að öðru leyti en því að það var orðið kalt og matarlítið. Þau biðu björgunar í þrjá sólarhringa í skálanum þar sem þau rammvillt- ust í svartaþoku og treystu sér ekki til byggða af þeim sökum. Var parinu fylgt niður að Skógum af björgunarsveitarmönnum frá Vík í Mýrdal. Þaðan fylgdi lögreglan parinu áleiðis til Reykjavíkur í gær- kvöldi og síðan lá leiðin til Keflavíkur þar sem það ætlaði að gista í nótt. Leit hófst að fólkinu síðdegis í gær að beiðni lög- reglunnar á Hvolsvelli en bílaleigubíll þess fannst yf- irgefinn við tjaldstæðið við Skógá. Parið átti bókað flugfar úr landi á sunnudag en mætti ekki til flugs- ins. Að sögn Gils Jóhannssonar, lögregluvarðstjóra á Hvolsvelli, kom parið til Skóga sl. fimmtudag og gisti næstu nótt á tjaldstæðinu við Skógafoss. Á föstudeg- inum fóru þau í göngu upp með Skógá í blíðviðri og ætluðu á Fimmvörðuháls til að sjá Eyjafjalla- og Mýr- dalsjökul berum augum. Eftir því sem ofar dró versn- aði skyggnið og um kvöldið var komin svartaþoka. Gerðu hið eina rétta Gils segir að þau hafi komið fljótlega að Baldvins- skála en þurft að brjóta sér leið inn. Voru þau án fjarskiptabúnaðar og ákváðu að láta fyrir berast í skálanum. Gils segir þau hafa verið ágætlega útbúin að öðru leyti, með svefnpoka, góðan fatnað og ein- hverjar matarbirgðir. „Þau voru að verða matarlaus og tóku hraustlega til matar síns þegar björgunarsveitarmennirnir komu í skálann. Þau gerðu hið eina rétta með því að halda kyrru fyrir. Okkur var ekki farið að lítast á blikuna því svæðið þarna er erfitt yfirferðar og þekkt veðra- víti,“ segir Gils sem reiknar með því að bandaríska parið fari utan í dag. Bandarískt par villtist í svartaþoku á Fimmvörðuhálsi Biðu björgunar í þrjá sólarhringa Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Bandaríska parið er það kom niður að Skógum í gærkvöldi, Mark Christopher Dancigers og Ariana S. Falk. Ekk- ert amaði að þeim, utan þess að vera orðin köld og matarlítil. Þau stefna að því að fara af landi brott í dag. FLUGVÉLAELDSNEYTI kom til landsins á nýjan leik um helgina en í febrúar kom í ljós að mikið magn af slíku bensíni reyndist ekki upp- fylla lágmarksgæðakröfur um upp- gufunarþrýsting og var notkun hluta þess því bönnuð um tíma. Samúel Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjárfestinga- og áhættusviðs Olís, sagði að ekki stæði til að breyta því hvernig geymslu á eldsneytinu væri háttað. Hann sagði eldsneytið koma til landsins á 12–18 mánaða fresti, eða eftir eftirspurn. Lúðvík Björgvinsson, forstöðu- maður innlendrar sölu og tækni- þjónustu hjá Skeljungi, sagði að fyrirtækið hefði átt nóg af flugvéla- eldsneyti til að leysa allar brýnustu þarfir. Nýtt flug- vélaelds- neyti komið ♦ ♦ ♦ ARKITEKTAFÉLAG Íslands hef- ur óskað bréflega eftir því að ræða við borgaryfirvöld um framtíðar- skipulag Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Vill félagið að haldin verði alþjóðleg samkeppni um skipulag svæðisins í heild, þar sem framtíðarnotkun þess verði mótuð. Valdís Bjarnadóttir, formaður fé- lagsins, segir mikilvægt að heild- arsýn fyrir svæðið verði þróuð áður en farið verður út í að búta það nið- ur í litla hluta og skipuleggja einn af öðrum. „Við erum að fara fram á að haldin verði samkeppni um svæðið í heild. Hugmyndir okkar núna eru að það verði haldin al- þjóðleg samkeppni, það er gríðar- mikið mál að undirbúa hana og okk- ur finnst eðlilegt að það verði byrjað að ræða þetta og móta stefnu um hvernig borgin vilji standa þarna að skipulagi,“ sagði Valdís. Valdís segir að tímabært sé að ræða skipulag á svæðinu, á næstu árum verði hlutar af svæðinu skipu- lagðir og því sé eðlilegt að horfa fram á veginn. Ef gert verði of mik- ið af því að búta svæðið niður séu líkur á að ekki verði hægt að fá góða heildarsýn síðar. Vilja við- ræður um skipulag Vatnsmýrar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.