Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 4
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEIR nokkrir tugir Íslendinga sem
verið hafa að störfum í pílagrímaflugi
á vegum Atlanta í Miðausturlöndum
eru langflestir farnir þaðan eða eru
rétt í þann mund að fara þaðan.
„Það eru allir farnir eða að fara
burt því seinna tímabili pílagríma-
flugsins, þegar flogið er með fólk
heim frá Sádi-Arabíu, lauk 15. mars,“
segir Erling Aspelund hjá Atlanta.
„Vélarnar eru allar að tínast til Evr-
ópu, utan tveggja sem fara til Kína í
stórskoðun. Mannskapurinn okkar
er því nánast allur farinn burt af
svæðinu.“
Erling segir að Al Barca hafi ætlað
að klára að flytja farangur frá Jedda
til Nígeríu á mánudag eða í dag,
þriðjudag. Það séu síðustu flugin.
„Það eina sem var eftir var yfirvigtin
hjá Nígeríubúunum því þeir hömstr-
uðu allt sem þeir gátu keypt í Sádi-
Arabíu. Þannig að það er ein 747 vél
bara í að flytja farangur og raunar
búin að vera að því undanfarna
daga.“
Aðspurður segir Erling að hjá Atl-
anta séu menn fegnir því að þessu
flugi sé lokið og að starfsmenn séu
komnir burt. „En við þóttumst alltaf
vita að stríðið myndi ekki hefjast fyrr
en pílagrímaflugið væri búið því stríð
á þeim tíma hefði skapað ægilegt um-
rót í múslimaheiminum.“
Hafþór Hafsteinsson forstjóri Atl-
anta sagði áætlanir um það hvernig
flugfélagið myndi bregðast við stríði
hafa verið tilbúnar hjá félaginu fyrir
þó nokkru. „Við höfum vitað það all-
an tímann að það myndi ekki gerast
neitt fyrr en pílagrímaflugið væri bú-
ið því það hefði sett allt í bál og brand
af trúarástæðum.“
Gætu þurft að breyta
einni flugleið
Hafþór sagði að breytingar gætu
þó orðið á fraktflugi flugfélagsins.
„Við erum með fraktverkefni þar
sem við fljúgum frá Kúala Lúmpúr
til Amsterdam og Frankfúrt í gegn-
um Dúbaí sem er við Persaflóa. Ef
það kemur til stríðs verður flugleið-
inni breytt þannig að við fljúgum
norðar og í gegnum Nýju-Delhí á
Indlandi í staðinn og förum þar með
norður fyrir átakasvæðin,“ sagði
Hafþór.
Atlanta flýgur víða um heim, t.d.
um Suður-Ameríku, Bandaríkin,
Karíbahaf og Evrópu og taldi Hafþór
stríðið ekki hafa stórvægileg áhrif á
flug félagsins þar. „Ef stríðið dregst
hins vegar á langinn inn í sumarið
hefur það áhrif á allt leiguflug til sól-
arlanda, til dæmis niður við Miðjarð-
arhaf og Egyptaland. Það er þá
miklu stærra mál fyrir flugheiminn í
Evrópu. Svo hefur þetta strax áhrif í
Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn
munu hætta að ferðast um leið og
stríðið brestur á svo það verður
áreiðanlega mjög hart í ári fyrir
mörg flugfélög.“
Hafþór sagði óvissuna um stríðið
hafa verið mörgum erfiða. „Óvissan
er búin að halda eldsneytisverðinu
uppi. Eldsneytisverð hefur ekki ver-
ið hærra síðan í Persaflóastríðinu
1991. Það er búið að vera að byggjast
upp út af þessari óvissu,“ sagði Haf-
þór. Hann sagði allsherjarverkfall í
Venesúela einnig hafa áhrif vegna ol-
íuframleiðslunnar. „Markaðurinn
segir okkur að um leið og ákvörðun
um ákveðinn dag sem stríðið hefst
liggur fyrir þá komi eldsneytisverð
til með að lækka um einn fjórða. All-
ar bókanir og slíkt eru í frystingu því
fólk vill ekki bóka sumarfríið fyrr en
það veit hvað muni gerast. Því losar
ákvörðun um ákveðna stíflu.“
Starfsfólk Atlanta farið
burt af ófriðarsvæðinu
Ljósmynd/Róbert Ágústsson
Pílagrímaflugi Atlanta til og frá Sádi-Arabíu er lokið. Flestallir starfsmenn félagsins eru farnir frá svæðinu.
EKKI liggur nákvæmlega fyrir
hversu margir Íslendingar eru
staddir í nágrenni við hugsanleg
átakasvæði í Miðausturlöndum. Ís-
lenska utanríkisráðuneytið vinnur
nú að því að taka saman lista yfir Ís-
lendinga á svæðinu en að sögn Önnu
Katrínar Vilhjálmsdóttur, sendi-
ráðsritara í utanríkisráðuneytinu, er
listinn alls ekki orðinn tæmandi og
verður það ekki fyrr en
utanríkisráðuneytinu hafa borist
upplýsingar frá fólki sjálfu eða ætt-
ingjum þess. Þegar litið sé fram hjá
íslensku starfsfólki Atlanta geti ver-
ið nokkrir tugir Íslendinga á svæð-
inu en þeir geti líka verið mun færri.
„Við getum ekki svarað þessu með
öruggum hætti fyrr en við förum að
fá upplýsingar um þetta fólk, annað
hvort héðan eða erlendis frá,“ segir
Anna. Utanríkisráðuneytið hvetur
íslenska ríkisborgara, sem staddir
eru í Miðausturlöndum, til þess að
veita ráðuneytinu upplýsingar um
heimilisfang, símanúmer, fjölskyldu-
hagi og gefa jafnframt upp nafn og
símanúmer tengiliðs á Íslandi: post-
ur@utn.stjr.is.
Í sérstökum leiðbeiningum utan-
ríkisráðuneytisins til Íslendinga í
Miðausturlöndum segir að mögulegt
sé að framvinda mála leiði til þess að
erfitt verði að yfirgefa viðkomandi
svæði flugleiðis og er fólki því ráð-
lagt að bíða ekki um of með nauðsyn-
legan undirbúning. Sé fólk í óvissu
um öryggi sitt er því ráðlagt að yf-
irgefa svæðið sem fyrst.
Utanríkisráðuneytið hefur gert
ráðstafanir til þess að íslenskir rík-
isborgarar geti snúið sér til sendi-
ráða tiltekinna erlendra ríkja í Mið-
austurlöndum og mun viðkomandi
sendiráð eða ræðisskrifstofa veita
ráðleggingar um hvernig best er að
búa sig undir brottför af svæðinu.
„Sú staða getur komið upp að
fulltrúar vestrænna ríkja á tilteknu
svæði telji sameiginlegan brottflutn-
ing ríkisborgara sinna nauðsynleg-
an. Því er mikilvægt að íslenskir rík-
isborgarar séu í sambandi við
viðkomandi sendiráð eða ræðisskrif-
stofu. Þá getur svo farið að lofthelgi
tiltekinna ríkja Miðausturlanda
verði lokað og einungis mögulegt að
fara burt landleiðina. Því hafa nor-
ræn sendiráð á þessu svæði ráðlagt
ríkisborgurum sínum að tryggja sér
aðgang að bíl ásamt nægilegu elds-
neyti. Íslenskum ríkisborgurum er
jafnframt ráðlagt að tryggja sér
nokkurn gjaldeyri í ljósi þess óvissu-
ástands sem skapast hefur,“ segir í
leiðbeiningum ráðuneytisins.
Óvíst um fjölda Íslendinga
á hugsanlegu átakasvæði
„ÉG held að við séum öll undirbúin
undir að það verði stríð á næstu
þremur dögum,“ sagði Stefanía
Reinhardsdóttir
Khalifeh, aðal-
ræðismaður Ís-
lands í Jórdaníu í
samtali við Morg-
unblaðið.
„Við og aðrar
Norðurlanda-
þjóðir höfum ver-
ið í samstarfshópi
undir leiðsögn
breska sendiráðs-
ins en í honum
eru alls átta þjóðir. Sumar þjóðir
hafa mælt með að fólk fari frá land-
inu en við erum að bíða eftir því hvað
gerist í dag [í gær] og á morgun [í
dag] og fyrirmælum frá utanrík-
isráðuneytum landanna.“
Stefanía segir að menn fylgist
auðvitað grannt með öllum fréttum
en ekki sé hægt að segja að það sé
óhugur í fólki. „Það er engin paník
og við tökum þessu með jafn-
aðargeði. Við eigum engu að síður
von á að það verði einhvers konar út-
göngubann þann dag sem stríðið
hefst. Við í Jórdaníu fáum líka alla
okkar olíu frá Írak og ég eins og
fleiri hef verið hamstra svolítið til að
tryggja að við höfum olíu til kynd-
ingar og við erum alltaf með fullan
tank af bensíni á bílnum því innflutn-
ingurinn stöðvast væntanlega ef það
verður stríð. En ríkisstjórnin hér
hefur raunar lofað að útvega olíu
annars staðar frá,“ sagði Stefanía.
Aðspurð segir Stefanía að Jórd-
aníubúar taki öllu með ró enda sé
þetta fólk búið að upplifa mörg stríð.
„En fólk hefur hamstrað dálítið og
undirbúið það að þurfa að vera
heima í þrjá daga eða svo. Það er
eiginlega allt og sumt.“
Stefánía segist hafa gert eins ná-
kvæma skrá og hún hafi getað um
Íslendinga á svæðinu og komið
henni til utanríkisráðuneytisins.
Hluti af þeim upplýsingum hafi þó
verið úr þjóðskrá og geti verið hálf-
fyrndur og ónákvæmur og það séu
mörg spurningamerki á listanum.
„Hér í Jórdaníu eru fjórtán Íslend-
ingar og ég held að það séu þrír eða
fjórir Íslendingar í Kúvæt, svo eru
Íslendingar í Katar, Kairó í Egypta-
landi og Oman.“
Erum búin undir stríð
Aðalræðismaður Íslands í Jórdaníu segir fólk vera
byrjað að hamstra olíu og búa sig undir útgöngubann
Stefanía
Reinhardsdóttir
Khalifeh
DAGUR Ingvarsson, sem nýlega fór
sem sjálfboðaliði til Íraks á vegum
Friðar 2000 og alþjóðlegra samtaka
vegna verkefnis-
ins Human
Shield, fékk ekki
vegabréfsáritun
inn í landið er
hann hugðist
halda þangað
öðru sinni eftir
að hafa þurft að
fara óvænt til
Jórdaníu. Hann
er því kominn til
Danmerkur og fór þaðan til fisk-
veiða. Er hann væntanlegur til Ís-
lands síðar í vikunni.
Ástæða þess að hann fór til Jórd-
aníu var sú að hann þurfti að láta
gera við gervihnattasíma sinn, en
þegar hann hugðist snúa aftur til
Íraks var honum neitað um áritun
inn í landið eftir deilur sem spruttu
upp milli stofnunar í Íraks og sam-
taka sem starfa að verkefninu
Human Shield.
Að sögn Ástþórs Magnússonar
mun deilan hafa snúist um það hvar
meðlimir samtakanna ættu að
vinna, en þeir hafa það að mark-
miði að fyrirbyggja stríð í Írak með
veru sinni á samfélagslega mikil-
vægum stöðum, s.s. sjúkrahúsum
og skólum.
Allmargir Vesturlandabúar
héldu til Íraks á síðustu vikum til að
sýna samstöðu með þjóðinni.
Fékk ekki
vegabréfs-
áritun aftur
til Íraks
Dagur Ingvarsson
„ENN hafa ekki flóttabörn komið til
Íslands en það mun gerast og þá er
mikilvægt að vera undir það búinn,“
segir Brian Gorlic, svæðisfulltrúi
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna fyrir Norðurlöndin og
Eystrasaltsríkin. Hann ræddi um
vanda flóttabarna á árlegri ráð-
stefnu um hælisleitendur á vegum
Rauða kross Íslands, en ráðstefnan
var haldin í samvinnu við Flótta-
mannastofnun SÞ. Ráðstefnuna
sátu m.a. fulltrúar Barnaverndar-
stofu, Umboðsmanns barna, dóms-
málaráðuneytisins, lögreglunnar og
Útlendingastofnunar.
Að sögn Gorlics má skipta flótta-
börnum í þrjá meginflokka, þ.e.
börn sem flúið hafa heimkynni sín
eftir að hafa verið þvinguð til að
gegna herskyldu, börn á flótta und-
an þrældómi af ýmsu tagi, s.s. kyn-
lífsþrælkun eða vinnuþrælkun og
börn á flótta frá stríðshrjáðum lönd-
um og undan ofsóknum af ýmsu
tagi. Öll eiga flóttabörnin sameig-
inlegt að hafa orðið viðskila við for-
eldra sína.
Árlega leita 150 til 400 flóttabörn
hælis á hverju Norðurlandanna og
segir Gorlic að Svíþjóð hafi byggt
upp fyrirmyndarkerfi til að taka á
móti börnunum. Settar hafa verið á
stofn fjórar sérhæfðar móttökumið-
stöðvar fyrir börn þar sem þeim er
haldið aðgreindum frá öðrum hæl-
isleitendum. Lögð er áhersla á
skjóta afgreiðslu og sérhæfða fé-
lagsráðgjöf og fleira til að koma til
móts við þarfir barnanna.
Sérhæfða aðstöðu
fyrir börn vantar
„Flóttabörn án foreldrafylgdar
hafa enn ekki komið til Íslands en
mun koma að því e.t.v. ef til stríðs
kemur í Írak. Það er margt sem yf-
irvöld og ýmis samtök geta gert til
að búa sig undir komu þeirra, s.s. að
koma á fót aðstöðu til að taka á móti
þeim þar sem grundvallarþörfum
þeirra er sinnt. Það er mikilvægt að
þau fái skjóta afgreiðslu mála sinna.
Í undirbúningsskyni væri gott að ís-
lensk yfirvöld, í samvinnu við hlut-
aðeigandi samtök, skipulegðu sig í
þessa veru. Þótt margt sé vel gert
hér, virðist ekki vera gert sérstak-
lega ráð fyrir flóttabörnum í hæl-
isleit.“
Gorlic segir að búist megi við
einni milljón flóttamanna frá Írak ef
stríð brýst út. Líklegt sé að ein-
hverjir þeirra leiti hingað til lands,
þar á meðal flóttabörn sem orðið
hafa viðskila við foreldra sína.
Í fyrra leituðu um 60 þúsund
manns hælis á Norðurlöndunum,
þar af 6 þúsund í Danmörku og 33
þúsund í Svíþjóð. Til samanburðar
má nefna að 117 hælisleitendur
komu hingað til lands í fyrra.
Íslendingar búi
sig undir komu
flóttabarna
Morgunblaðið/Golli
Brian Gorlic, svæðisfulltrúi Flótta-
mannastofnunar SÞ.