Morgunblaðið - 18.03.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 11
ÚTLENDINGASTOFNUN hefur
vísað þremur af fjórum Pólverjum,
sem í byrjun mars voru dæmdir
fyrir innbrot, úr landi og út af
Schengen-svæðinu og á laugardag
sá ríkislögreglustjóri til þess að
þeir færu til Póllands. Ekki hefur
verið úrskurðað í máli fjórða
mannsins, þess sem hlaut vægasta
dóminn, en hann er eftirlýstur í
heimalandi sínu fyrir nauðgun, inn-
brot og fleira. Er hann því enn hér
á landi.
Mennirnir voru dæmdir fyrir að
stela tveimur bifreiðum, innbrot í
Staðarsveit og tilraun til innbrots í
þjónustumiðstöðina Vegamót á
Snæfellsnesi 1. desember 2002.
Lögreglan í Borgarnesi hafði hend-
ur í hári þeirra en þrír köstuðu sér
út úr sendibifreið á flóttanum.
Einn mannanna hlaut 30 daga skil-
orðsbundið fangelsi, tveir fengu
sex mánaði og einn fimm mánaði.
Þegar mennirnir voru dæmdir
höfðu þeir að mestu eða öllu leyti
setið af sér refsinguna því þeir
höfðu verið í gæsluvarðhaldi frá
því þeir náðust.
Jóhann Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Útlendingastofn-
un, segir að stefnt sé að því að
kveða upp úrskurð í máli mannsins
í vikunni. Spurður um hvers vegna
mál mannsins taki lengri tíma en
hinna þriggja segir Jóhann að það
helgist m.a. af því að hann hlaut
vægari refsingu en hinir.
Smári Sigurðsson, yfirmaður al-
þjóðadeildar ríkislögreglustjóra,
segir að pólsk yfirvöld hafi ekki
óskað eftir framsali á manninum,
e.t.v. vegna þess að þau búist við
að honum verði vísað úr landi til
Póllands.
Þremur mönnum sem voru brotlegir við lög vísað úr landi
Sá eftirlýsti enn á landinu
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef-
ur með bréfi dagsettu 13. mars. sl.
úthlutað Framboði óháðra í Suður-
kjördæmi listabókstafnum T fyrir al-
þingiskosningarnr 10. maí nk. Krist-
ján Pálsson alþingismaður verður í
fyrsta sæti framboðslistans, en nöfn
annarra á listanum liggja ekki end-
anlega fyrir.
Framboð
óháðra fær lista-
bókstafinn T
RÍKISKAUP hafa auglýst útboð á
byggingu snjóflóðavarnargarða á
Siglufirði og Seyðisfirði fyrir hönd
Framkvæmdasýslu ríkisins, Seyðis-
fjarðarkaupstaðar og Siglufjarðar-
bæjar. Á heimasíðu Ríkiskaupa
kemur fram, að á Seyðisfirði sé gert
ráð fyrir að byggja tvo garða, 200
metra langan leiðigarð og 400 metra
þvergarð. Verði þeir um 20 metra
háir og liggja uppi á brún undir
Bjólfinum í Seyðisfirði en svæðið er í
um 650 metra hæð.
Á Siglufirði verða byggðir fimm
þvergarðar og einn leiðigarður.
Þvergarðarnir verða samtals um
1.700 metra langir. Á Siglufirði er
gert ráð fyrir að byggt verði í þrem-
ur áföngum. Fyrst verða nyrstu
garðarnir reistir og skal þeim lokið
sumarið 2004. Þá hefjast fram-
kvæmdir við upptakastoðvirki í
Gróuskarðshnjúki sem reyndar eru
ekki hluti af útboðsverkinu en loks
verður miðgarðurinn reistur fyrir
lok sumars 2005 en byggingu þess
syðsta á að vera lokið haustið 2006.
Vinna við
varnargarða
boðin út
Siglufjörður
og Seyðisfjörður
EKKERT amaði að þýskum hjónum
sem á þriðja tug björgunarsveitar-
manna svipaðist um eftir á hálendinu
norðan Mýrdalsjökuls en leitin hófst
þar sem hjónin höfðu ekki látið vita
af ferðum sínum eins og um var sam-
ið. Björgunarsveitarmenn komu að
tjaldi þeirra um fjóra kílómetra suð-
vestur af Landmannalaugum og
vöktu þau af værum svefni
Að sögn Jóns Hermannssonar,
svæðisstjóra Slysavarnafélagsins
Landsbjargar, var sími hjónanna bil-
aður og gátu þau því ekki hringt til
byggða. Hjónin gera ráð fyrir að
koma til byggða á laugardag en þau
hafa þá gengið um hálendið á snjó-
þrúgum í tæplega tvær vikur.
Bilaður sími hjá
þýskum hjónum
♦ ♦ ♦
SAMKEPPNISRÁÐ telur að al-
mennir þjónustuskilmálar fyrir sjó-
flutninga sem Samband íslenskra
kaupskipaútgerða (SÍK) gaf út brjóti
gegn samkeppnislögum en veitti
engu að síðar undanþágu frá ákvæð-
um laganna, gegn því að skilmálarnir
setji kaupskipaútgerðum engar tak-
markanir varðandi þjónustu eða
verð sem þær bjóða.
Samkeppnisráð tók málið til um-
fjöllunar eftir að erindi barst frá SÍK
um að til stæði að setja slíka skil-
mála. Sambandið taldi skilmálana
ekki hamla samkeppni en til vara var
óskað eftir undanþágu. Í erindinu
kom fram að SÍK hefði unnið að því
að setja saman drög að almennum
þjónustuskilmálum kaupskipa utan
sjálfs sjóflutningsins. Staðan væri sú
að engin lög eða reglur giltu um þá
þjónustu sem kaupskipaútgerðir
veita, þegar sjóflutningum sleppir.
Samkeppnisráð veitti undanþágu
gegn því að skilmálarnir settu engar
takmarkanir varðandi þjónustu og
verð. Þá er aðildarfélögum SÍK með
öllu óheimilt að miðla viðskiptaleg-
um upplýsingum sín á milli eða hafa
með sér hvers konar samvinnu um
verð eða aðra viðskiptaskilmála.
Veitir undanþágu
vegna þjónustu-
skilmála
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
UNNAR voru skemmdir á tveimur
bensíndælum við bensínstöð Olís á
Höfn í Hornafirði um helgina. Jafn-
framt var brotin rúða í fiskvinnslu-
húsi og tilraun gerð til innbrots.
Mikil unglingadrykkja var í bænum
að sögn lögreglunnar. Þá telur lög-
regla að gott veður hafi orðið til þess
að ungmennin voru útivið fram eftir
nóttu. Fylgdi því hávaði og fyrir-
gangur og bar bærinn merki
skemmtunarinnar um morguninn.
Bensíndælur
skemmdar á Höfn