Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 14
FRÉTTIR
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSHÓPUR sem fjallað hefur um bættar
samgöngur til Vestmannaeyja segir í skýrslu sinni
til samgönguráðherra að frumathuganir bendi til
að bygging ferjuaðstöðu á Bakkafjöru geti verið
bæði raunhæfur og fýsilegur kostur. Starfshóp-
urinn kannaði m.a. þrjá kosti til að stytta siglinga-
tíma ferju á milli Eyja og lands. Í niðurstöðu hóps-
ins þar sem fjallað er um byggingu ferjulægis á
Bakkafjöru segir:
„Verði af þessu má hugsa sér að ferja gangi frá
Vestmannaeyjum á tveggja klukkustunda fresti,
en siglingin milli lands og Eyja kemur til með að
taka um hálfa klukkustund. Starfshópurinn legg-
ur áherslu á að stjórnvöld stuðli að því að unnt
verði að gera þær rannsóknir sem nauðsynlegar
eru á næstu tveimur til þremur árum til að hægt
verði að skera úr um það til fullnustu hvort og með
hvaða hætti fýsilegt sé að byggja þetta mannvirki.
Geti orðið af ferjulægi á Bakkafjöru skal að því
stefnt að ferja verði farin að sigla milli Vest-
mannaeyja og Bakkafjöru á árunum 2007 til 2008.
Leggur starfshópurinn til að ekki verði ráðist í
stórfelldar fjárfestingar í samgöngumannvirkjum
eða samgöngutækjum fyrir Vestmannaeyjar fyrr
en niðurstaða liggur fyrir um möguleikann á að
reisa ferjuaðstöðu á Bakkafjöru því sú niðurstaða
mun verða afgerandi fyrir það hvernig samgöngu-
málum Eyjanna verður háttað í framtíðinni.“
Dýrt að auka
ganghraða Herjólfs
Einnig var fjallað um þann kost að gera Herjólf
hraðskreiðari með því að lengja hann og auka við
vélarafl. Athugun á þessum möguleika leiddi til
þeirrar niðurstöðu að mjög dýrt yrði að auka
ganghraða skipsins. Einnig var kannaður sá
möguleiki að láta smíða eða kaupa stærra og hrað-
skreiðara skip. „Ætla má að kostnaður við smíði
ferju er væri 90 til 100 m að lengd, með 20–22
hnúta ganghraða, gæti numið á bilinu 2,5 til 4
milljarðar króna eftir því hvernig skipið yrði búið
og hvar það yrði smíðað. Er þá miðað við að smíð-
að yrði hefðbundið skip,“ segir í skýrslunni.
Athugun á þeim kosti að nota svonefndar há-
hraðaferjur á milli lands og Eyja leiddi í ljós að svo
miklar takmarkanir yrðu á notkun háhraðaferja,
m.a. vegna strangra takmarka um ölduhæð fyrir
slík skip, að tómt mál væri að tala um að nota þær
á þessari siglingaleið. Þá leiddi athugun í ljós að
kostnaður við kaup og rekstur loftpúðaskips
myndi nema milljörðum kr. og notagildi þess yrði
auk þess takmarkað. Mælir starfshópurinn því
ekki með þeim kosti.
Styðja við rekstur
áætlunarflugs
Starfshópurinn telur rétt að kannað verði, þeg-
ar núverandi samningar um ríkisstyrkt sjúkra- og
áætlunarflug renna út, hvort unnt sé að styðja við
rekstur áætlunarflugs til Eyja í ljósi þess að Vest-
mannaeyjar eru ekki í þjóðvegasambandi. Á það
er einnig bent í skýrslunni að aðstaða á Bakka-
flugvelli sé ófullnægjandi og er lagt til að bætt
verði úr henni með því að koma upp nýrri flugstöð
með viðhlítandi aðstöðu fyrir farþega og umsjón-
armann vallarins.
Starfshópur um bættar samgöngur við Vestmannaeyjar skilar ráðherra skýrslu
Ferjulægi á Bakkafjöru
talið raunhæfur kostur
REGLUBUNDIN slátrun á eldis-
laxi Sæsilfurs í Mjóafirði hefst í
sumar í laxasláturhúsi Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað þar sem ráð-
gert er að slátra 20-40 tonnum á
hverjum virkum degi. Að sögn Jó-
hannesar Pálssonar, framkvæmda-
stjóra landvinnslu Síldarvinnslunn-
ar, er reiknað með því að slátra um
2.500 tonnum af eldislaxi á þessu
ári.
Fer laxinn jafnt heilfrystur og
flakaður á markað í Evrópu, einkum
til Ítalíu, Frakklands, Danmerkur
og Þýskalands, en þegar fram líða
stundir er stefnt að viðskiptum í
Bandaríkjunum með afurðirnar.
Jóhannes sýndi Morgunblaðs-
mönnum og fleira fjölmiðlafólki
húsakynni Síldarvinnslunnar sl.
föstudag en þar er öll aðstaða hin
fullkomnasta og til fyrirmyndar.
Laxasláturhúsið er hið fyrsta sinnar
tegundar á landinu og mjög full-
komið. Þó að reglubundin slátrun
eigi ekki að hefjast fyrr en í sumar
sagði Jóhannes að stefnt væri að
fyrstu eiginlegu slátruninni í næsta
mánuði. Búið er að prufukeyra vél-
arnar þannig að þær standa klárar,
með afkastagetu upp á 20 tonn á
átta tímum.
Álíka mikið og þorskurinn
Sæsilfur hóf laxeldi í Mjóafirði ár-
ið 2001 og áformar að framleiða 8
þúsund tonn árlega. Sem fyrr segir
verður 2.500 tonnum væntanlega
slátrað á árinu en til samanburðar
má geta þess að aflaheimildir Síld-
arvinnslunnar í þorski eru 2.600
tonn. Á næsta ári áformar Sæsilfur
að slátra 4.000 tonnum af eldislaxi.
Þá hefur Samherji fengið heimild
til að starfrækja laxeldisstöð í Reyð-
arfirði og er búist við að einhver
starfsemi hefjist þar í ár. Fram-
leiðslugeta þeirrar stöðvar verður
6.000 tonn á ári, miðað við full af-
köst. Þeim eldislaxi verður einnig
slátrað hjá Síldarvinnslunni.
Samanlögð framleiðslugeta lax-
eldisstöðva Sæsilfurs og Samherja
verður því um 14 þúsund tonn á ár-
unum 2006-2007 og að sögn Smára
Geirssonar, formanns bæjarráðs
Fjarðabyggðar, má tala um laxeldið
sem aðra stóriðju í sveitarfélaginu.
Reiknað er með að laxeldið skapi
120 ný störf, ekki bara við fram-
leiðslu og slátrun heldur einnig fóð-
urframleiðslu, umbúðapökkun og
þvott á eldispokum.
Laxeldi gæti orðið önnur stóriðja í Fjarðabyggð
Síldarvinnslan slátrar
2.500 tonnum á árinu
STELLA Steinþórsdóttir, fisk-
verkakona hjá Síldarvinnslunni í
Neskaupstað, stóð við flæðilínuna
og snyrti þorskflök er Morgun-
blaðsmenn voru þar á ferð. Fyrir
dyrum stóð handflökun á lítilræði
af laxi en Stella, sem hefur starfað
hjá fyrirtækinu frá árinu 1971,
sagðist vera ein af fáum starfs-
mönnum sem kynni að handflaka
fisk. „Þetta er að verða deyjandi
list,“ sagði Stella um leið og hún
sveiflaði til sín hverju þorskflak-
inu á fætur öðru og var eldsnögg
að snyrta.
Ekki var úr vegi að spyrja
Stellu álits á stærsta málinu á
Austfjörðum þessa dagana, ál-
verinu í Reyðarfirði, þar sem und-
irskrift var framundann daginn
eftir. Hún sagðist ekki vera á
mótinu álverinu sem slíku en hún
hafði áhyggjur af því að konur
nytu ekki þeirrar fjölgunar starfa
sem sögð væri að fylgdi álverinu.
Einnig hafði hún áhyggjur af
orkuöfluninni. Þar hefði mátt fara
aðrar leiðir.
„Eru álverin ekki að verða eins
og frystihúsin þar sem örfáar
hræður eru eftir og styðja á
takka? Ég vil fá upp á borðið ein-
hverjar nýjar hugmyndir um
orkuöflun, þar virðist ríkja algjör
hugmyndafátækt. Ég býst samt
við að flestir hér í Neskaupstað og
annars staðar í Fjarðabyggð bindi
vonir við að álverið bæti eitthvað
atvinnuástandið hérna,“ segir
Stella sem hefur lengið staðið í
framlínu verkalýðsmála í Norð-
firði og verið trúnaðarmaður
starfsmanna Síldarvinnslunnar.
Stella Steinþórsdóttir við flæðilínuna
Morgunblaðið/RAX
Stella Steinþórsdóttir við flæðilínuna hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað.
Handflökun deyjandi list
STEFNT er að undirritun
endanlegra samninga í dag
milli Landsvirkjunar og
Impregilo um gerð stíflu og
aðrennslisganga Kárahnjúka-
virkjunar. Beðið var með þá
undirskrift þar til samningar
við Alcoa voru frágengnir, en
þeir voru undirritaðir sl. laug-
ardag eins og fram hefur kom-
ið í blaðinu.
Ítalska verktakafyrirtækið
áformar að hefja framkvæmd-
ir af fullum þunga í næsta
mánuði en það hefur nú þegar
opnað skrifstofu í Reykjavík
og skrifstofa var einnig opnuð
á Egilsstöðum í síðustu viku,
sem er bráðabirgðahúsnæði
þar til að vinnubúðum hefur
verið komið upp við Kára-
hnjúka. Starfsmenn Impregilo
hafa að undanförnu verið við
mælingar á Kárahnjúkasvæð-
inu og ýmsan annan undirbún-
ing.
Samið í
dag við
Impregilo
Í TENGSLUM við undirritun ál-
samninganna á Reyðarfirði á laug-
ardag var skipst á nokkrum gjöf-
um. Fjarðabyggð gaf Alcoa
steinlistaverk, hannað af Pétri Erni
Hjaltasyni hjá Álfasteini, sem tákn-
ar strompana tvo við álverið með
áletruninni: Alcoa! Velkomið til
Fjarðabyggðar.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu um helgina tilkynnti for-
stjóri Alcoa, Alain Belda, að fyr-
irtækið ætlaði að gefa Fjarðabyggð
um 4.200 barrtré, þar af 2.007 tré
til gróðursetningar í ár og síðan
450 tré á hverju ári til ársins 2007
fyrir hvern starfsmann í álverinu.
Félag eldri borgara á Reyð-
arfirði gaf Alcoa íslenska fánann og
þá barst veglegur blómvöndur frá
kollegum í Straumsvík, þ.e. frá Al-
can á Íslandi, áður ÍSAL. Við mót-
töku Valgerðar Sverrisdóttur iðn-
aðarráðherra á Egilsstaðaflugvelli
síðdegis á laugardag, þegar fulltrú-
ar Alcoa voru kvaddir á leið þeirra
til Bandaríkjanna, gaf Lands-
virkjun þeim og Valgerði álstyttur
af heiðnu guðunum Óðni og Þór,
unnar sérstaklega af Hallsteini Sig-
urðssyni listamanni sem hefur sýnt
svipuð verk í Laxárvirkjun.
Morgunblaðið/RAX
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, færir Valgerði Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, álstyttu að gjöf í tilefni af undirskriftinni.
Guðmundur Bjarnason bæjarstjóri tekur við barrtré úr hendi Alain Belda.
Skipst á gjöfum
við undirskrift