Morgunblaðið - 18.03.2003, Page 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 15
!
"#
$
%
&
'
() "
*
#
+
,
-
. & !"# $"
/0&11'/2&11
"
!
KAUPENDUR að 45,8% hlut ríkisins í Búnaðar-
bankanum ætla að reiða fram 60% af kaupverðinu,
7,14 milljarða króna og greiða þar með fyrir
27,48% hlutafjár í bankanum, í vikunni. Þeir nýta
sér því ekki 30 daga greiðslufrest frá birtingu nið-
urstaðna Fjármálaeftirlitsins, en það samþykkti
kaupin í gær.
Með því að greiða fyrir hlutinn í vikunni hljóta
kaupendurnir, eða S-hópurinn svokallaði, sem
samanstendur af Eglu hf., Eignarhaldsfélaginu
Samvinnutryggingum, Samvinnulífeyrissjóðnum
og Vátryggingafélagi Íslands, þau atkvæði sem
honum fylgja á aðalfundi bankans á laugardaginn.
Fyrsta verkefni að styrkja
starfsreglur bankans
Ólafur Ólafsson, talsmaður kaupendanna og
stjórnarformaður Eglu hf., segir að eitt af fyrstu
verkefnum fulltrúa hópsins í bankaráði Búnaðar-
banka verði að beita sér fyrir því að starfsreglur
bankans verði styrktar, með það fyrir augum að
takmarka hættu á hagsmunaárekstrum. „Þetta er
í samræmi við niðurstöður Fjármálaeftirlitsins,“
segir hann. Hann segir að í dag verði skilað inn til-
lögum að fulltrúum í bankaráði, en vill ekki tjá sig
um hvaða einstaklingar skipi þann lista.
Samkvæmt kaupsamningi S-hópsins við ís-
lenska ríkið, sem undirritaður var 16. janúar,
skulu 27,48% hlutafjár í bankanum afhent í kjölfar
undirritunar kaupsamnings, að fengnu samþykki
Fjármálaeftirlitsins. 18,32% skulu afhent eigi síð-
ar en 20. desember 2003.
Málefnalegar athugasemdir
Í fréttatilkynningu frá Eglu hf. segir að í nið-
urstöðu Fjármálaeftirlitsins komi fram málefna-
legar athugasemdir, sem kaupendahópurinn hafi
ákveðið að samþykkja fyrir sitt leyti. Meðal ann-
ars setur eftirlitið það skilyrði að kaupendur
skuldbindi sig til að tilkynna því með nægjanleg-
um fyrirvara um tímasetningu fullra aðilaskipta
að hinum seldu hlutum í bankanum. Einnig að all-
ur hinn keypti eignarhlutur verði falinn einu eign-
arhaldsfélagi, komi til þess að hinn virki eignar-
hlutur fari upp fyrir þriðjung af heildarhlutafé
bankans.
„Jafnframt skuldbinda hluthafar Eglu hf. sig til
þess að viðhalda a.m.k. 30% eiginfjárhlutfalli í fé-
laginu, sem og sinna viðvarandi upplýsingaskyldu
til Fjármálaeftirlitsins. Sama ákvæði gildir um
upplýsingaskyldu Eignarhaldsfélagsins Sam-
vinnutrygginga, en Vátryggingafélag Íslands hf.
og Samvinnulífeyrissjóðurinn sæta þegar eftirliti
Fjármálaeftirlits,“ segir í tilkynningunni frá Eglu.
Sáttir við athugasemdirnar
Ólafur segir að kaupendur séu sáttir við athuga-
semdir Fjármálaeftirlitsins. „Þær eru mjög al-
menns eðlis og faglegar. Þær snúa að því að
styrkja innri vinnureglur bankans og við munum
beita okkur fyrir því,“ segir hann. Ólafur segir að
ekkert í athugasemdunum komi hópnum á óvart
eða komi sér illa fyrir hann.
FME samþykkir kaup S-hópsins á 45,8% í Búnaðarbankanum
Meirihluti kaupverðs
reiddur fram í vikunni GREINING Íslandsbanka segir íMorgunkorni sínu í gær að líkur séu áþví að verðbólga fari yfir 2,5% verð-bólgumarkmið Seðlabankans í næsta
eða þar næsta mánuði.
„Verðbólgan hefur verið undir
verðbólgumarkmiði bankans frá því í
nóvember á síðastliðnu ári. Lægst fór
verðbólgan í janúar niður í 1,4%, en
nú stendur hún í 2,2%. Á milli mars
og apríl í fyrra hélst vísitala neyslu-
verðs óbreytt og einnig á milli apríl
og maí. Aðilar vinnumarkaðarins
lögðu þá mikið á sig til að halda vísi-
tölunni undir hinu rauða striki kjara-
samninga. Nú eru hins vegar líkur á
því að vísitala neysluverðs hækki um
0,2–0,3% á milli mars og apríl og um
0,1–0,2% milli apríl og maí.
Rætist þetta mun verðbólgan fara
yfir verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans á næstu tveimur mánuðum. Þrátt
fyrir að verðbólgan sé nú aðeins að
aukast væntir Greining ÍSB þess að
verðbólgan haldist áfram lág, bæði á
þessu og næsta ári,“ segir í Morg-
unkorni.
Spáð að verð-
bólga fari
yfir markmið
Seðlabanka
KÍTÓSAN, efni sem unnið er úr
rækjuskel á Siglufirði, er notað í
nýja gerð sáraumbúða sem fram-
leiddar eru fyrir bandaríska herinn.
Talið er að umbúðirnar, sem ætlað
er að stöðva miklar útvortis blæð-
ingar, eigi eftir að bjarga þúsund-
um mannslífa.
Primex ehf. á Siglufirði sérhæfir
sig í framleiðslu á kítíni og kítósani,
sem unnið er úr rækjuskel. Fyr-
irtækið hefur gert samning við
bandaríska fyrirtækið HemCon um
notkun kítósans í nýja gerð sára-
umbúða sem HemCon hefur þróað í
samstarfi við við bandaríska herinn,
sem býr sig nú af kappi fyrir átök
við Persaflóa.
Jóhannes Gíslason, rannsókna-
og þróunarstjóri Primex, segir að
HemCon noti kítósan í framleiðslu
sáraumbúða sem séu sérstaklega
hannaðar til að ráða við erfiðar
blæðingar. Hann segir að kítósan
sé jákvætt hlaðin fjölsykra og ná-
skyld mikilvægri fjölsykru í manns-
líkamanum.
„Geysileg viðurkenning“
„Mannslíkaminn hafnar þannig
ekki kítósaninu sem myndar blóð-
kökk í sári og stöðvar þannig blæð-
ingu með því að líma saman sárið.
Það hafa verið gerðar ýmsar til-
raunir í þessa veru en þetta mun í
fyrsta sinn sem þessi vara er sett á
markað. Það felst geysileg viður-
kenning í því að vara frá okkur
skuli vera sú fyrsta sinnar tegundar
sem er viðurkennd af heilbrigðis-
iðnaðinum,“ segir Jóhannes.
Tilraunir með noktun kítósans í
sáraumbúðir hófust fyrir aðeins
tæpum tveimur árum og hlutu þær
samþykki bandaríska matvæla- og
lyfjaeftirlitsins í nóvember sl. Jó-
hannes segir að HemCon hafi þróað
sáraumbúðirnar í samstarfi við
bandaríska herinn og það hafi
vissulega hjálpað til við að umbúð-
irnar fengu skjóta afgreiðslu og við-
urkenningu frá bandarískum yfir-
völdum.
Hann segir að kítósan hafi ótal
eiginleika og möguleikarnir til hag-
nýtingar því margir. Hinsvegar sé
efnið í sumum tilfellum of dýrt til að
hægt sé að nýta eiginleika þess. „Í
þessu tilfelli er verið að nýta ein-
staka eiginleika kítósans og önnur
efni með sömu eiginleika eru ekki
til. Við erum með fleiri járn í eld-
inum, enda stærsti framleiðandi
kítósans á Evrópumarkaði og höf-
um meðal annars tekið þátt í Evr-
ópuverkefni sem miðar að því að
nota kítósan til lækninga á bein-
brotum. Samstarfið við HemCon
hefur hinsvegar skilað okkur hvað
lengst inn á heilbrigðismarkaðinn.
Þetta er mjög stórt skref í rétta átt
og á vafalaust eftir að skila okkur
lengra inn á þennan markað.“
Geta bjargað þúsundum
mannslífa
Sáraumbúðirnar þykja bylting í
gerð slíkra umbúða, sem hafa nán-
ast ekkert þróast í marga áratugi. Í
grein í bandaríska dagblaðinu New
York Times fyrr í þessum mánuði
segir að kítósan-sáraumbúðirnar
geti bjargað þúsundum mannslífa,
enda sé blæðing helsta dánarorsök
hermanna á vígvellinum, þar sem
oft geti orðið löng bið eftir réttri
meðferð. Þá er talið að umbúðirnar
muni einnig nýtast almennum borg-
urum, enda megi árlega rekja um
70 milljónir heimsókna á bráðamót-
tökur bandarískra sjúkrahúsa til
útvortis blæðinga. Hafa læknar
þegar leitað eftir því að fá að nota
umbúðirnar, m.a. í áhættusömum
heilaskurðaðgerðum. Í greininni
kemur fram að bandaríski herinn
hafi þegar pantað 20 þúsund sára-
umbúðir sem framleiddar eru úr
kítósan.
Efni úr rækjuskel í
nýjar sáraumbúðir
AÐALFUNDUR Hraðfrystihúss
Eskifjarðar, sem haldinn var síðast-
liðinn föstudag, ákvað að nafn félags-
ins skyldi stytt í Eskja hf. Um leið
var kynnt nýtt merki félagsins.
Að sögn Elfars Aðalsteinssonar,
forstjóra Eskju, var ástæða nafn-
breytingarinnar þríþætt. ,,Í fyrsta
lagi var gamla nafnið erfitt í mark-
aðssetningu, sér í lagi gagnvart er-
lendum viðskiptavin-
um okkar. Í öðru lagi
var markaðsaðilum
orðið tamt að stytta
gamla nafnið í Hresk,
eða Hreski, og fór það
óneitanlega fyrir
brjóstið á mörgum. Í þriðja lagi er
rekstur félagsins orðinn mun fjöl-
þættari en gamla nafnið gaf til
kynna,“ sagði Elfar.
Öskjulaga laut
Spurður um tildrög nafnsins sagði
Elfar að nafnið mætti rekja til öskju-
laga lautar er fyrirfyndist í hlíðum
Eskifjarðarheiðar. ,,Eskifjörður hét
í árdaga Eskjufjörður og finnst okk-
ur þetta kennileiti tvinna vel saman
sögu bæjarins og félagsins. Nýja
merkið okkar stendur fyrir silfur
hafsins og er bein tilvísun í bæði
verðmæti náttúrunnar og þeirra af-
urða sem hún gefur af sér.“
Eskja hf. skilaði 1.010 milljóna
króna hagnaði á síðasta ári. Í máli
Magnúsar Bjarnasonar stjórnarfor-
manns kom fram að hagnaðurinn
væri sá mesti í sögu þess. Veiðar og
vinnsla uppsjávarfisks hafi gengið
með eindæmum vel á árinu og af-
urðaverð haldist hátt mestan hluta
ársins. Bolfiskveiðar og -vinnsla hafi
einnig gengið vel, en rækjuveiðum
og -vinnslu var hætt í lok árs vegna
viðvarandi tapreksturs.
Magnús hættir eftir 47 ára starf
Á fundinum lét Magnús af stjórn-
arformennsku og gekk úr stjórn fé-
lagsins og lauk þar með 47 ára starfi
fyrir félagið. ,,Miklar breytingar
hafa átt sér stað á þessum tíma og
nægir að nefna þær sem orðið hafa á
fjármálamarkaði, en áður fyrr þurft-
um við Aðalsteinn Jónsson oft að
bregða okkur í betri fötin og ganga
bónleiðina til Reykjavíkur,“ sagði
Magnús. Í fundarlok þakkaði for-
stjóri félagsins Magnúsi fyrir hans
ævistarf í þágu félagsins og klöpp-
uðu fundargestir honum lof í lófa.
Í máli Elfars Aðalsteinssonar for-
stjóra kom fram að rekstur síðustu
tveggja ára væri nokkuð svipaður.
Arðsemi væri góð, veltufé frá rekstri
væri hátt og eiginfjárhlutfall félags-
ins styrktist óðum og væri nú tæp
33%. Hann sagði lokun rækjuvinnslu
Eskju hafa verið vonbrigði, en óhjá-
kvæmilega vegna erfiðra aðstæðna í
greininni. Á móti kæmi að félagið
ætti von á 1.357 þorskígildistonnum,
vegna kaupa á Hópi ehf. í Grindavík
og yrði það mikil
styrking fyrir bolfisk-
vinnslu þess.
Um framtíðarhorf-
ur sagði Elfar: „Það
er ljóst að íslenskur
sjávarútvegur hefur
byggst upp í heilbrigða og frjálsa at-
vinnugrein síðustu 20 árin. Reglu-
gerðarfargani hefur verið varpað
fyrir róða og greinin hefur notið þess
stöðugleika sem skapaður hefur ver-
ið. Fyrirtækin hafa opnast upp með
markaðsvæðingu greinarinnar og
hluthafar hafa margfaldast. Í árslok
2000 áttu um 19.000 manns beina
eignaraðild að íslenskum sjávarút-
vegsfyrirtækjum, í dag eru þeir
27.000, eða um 10% þjóðarinnar. Eru
þá ótaldir hinir fjölmörgu sjóðir og
fjárfestingarfélög sem Íslendingar
eiga óbeina eignaraðild að. Greinin
mun brátt inna af hendi auðlinda-
gjald og styrkja með því íslenska rík-
ið – þveröfugt við sjávarútveg ná-
grannaþjóða okkar, þar sem veiting
ríkisstyrkja er daglegt brauð. Því er
óskiljanlegur málflutningur þeirra
sem fórna vilja uppbyggingu síðustu
ára og gera fjöregg þjóðarinnar að
leiksoppi pólitísks valdabrölts,“
sagði Elfar í ræðu sinni.
Á fundinum kom fram að laun for-
stjóra hefðu numið 11.356 þúsund
krónum, en hann var 16. launahæsti
starfsmaður Eskju á árinu. Ákveðið
var að greiða 25% arð af nafnverði,
eða sem nemur um 11% af hagnaði.
Hresk verður
Eskja hf.
JAMES Hensel, fyrrum aðstoðar-
forstjóri Columbia Ventures, móð-
urfélags Norðuráls, er forstjóri
HemCon. Hensel
er í stjórn Norð-
uráls og leiddi
uppbyggingu ál-
vers fyrirtækis-
ins á Grundar-
tanga.
Hensel hætti
hjá Columbia
Ventures 1. mars
á síðasta ári og
hóf þá strax störf
fyrir HemCon. Spurður um verð-
mæti samnings HemCon við banda-
ríska herinn segir hann að fyrir-
tækið eigi óafgreiddar um tveggja
milljóna dollara pantanir.
Hensel segir að tæknin sem um
ræðir hafi verið þróuð í Portland í
Oregon, hjá Oregon Medical Laser
Center, sem er hluti af Providence
sjúkrahúsinu. „Þegar ég kom til
liðs við HemCon var fyrirtækið að-
eins skipað tveimur stofnendum
þess. Þeir unnu við tæknilega þró-
un, en réðu mig til að reka fyrir-
tækið og byggja það upp. Við
keyptum tæknina af sjúkrahúsinu,
fengum samþykki bandaríska lyfja-
eftirlitsins og byggðum upp verk-
smiðju í Portland,“ segir hann.
Starfsmenn eru nú 15 talsins og á
föstudaginn fór fyrsta sendingin af
stað til bandaríska hersins.
Forstjóri Hem-
Con í stjórn
Norðuráls
James Hensel