Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 18
ERLENT
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
PÄR Stenbäck, fyrrverandi utan-
ríkisráðherra Finnlands, er staddur
hér á landi og var kosningaskýr-
andi á kosningavöku finnska sendi-
ráðsins sl. sunnudagskvöld. Hann
segir að þótt Paavo Lipponen, leið-
togi jafnaðarmanna og forsætisráð-
herra, kunni að missa stjórnarfor-
ystuna til Anneli Jäätteenmäki,
leiðtoga Miðflokksins, verði áhrif
hans væntanlega mikil áfram, ekki
sízt á Evrópu- og utanríkisstefnu
Finnlands.
Í fráfarandi ríkisstjórn hafa jafn-
aðarmenn og hægrimenn (Samein-
ingarflokkurinn) verið stóru flokk-
arnir, en auk þeirra eiga
Vinstrabandalagið og Sænski þjóð-
arflokkurinn aðild að stjórninni.
Sameiningarflokkurinn tapaði
mestu í kosningunum, missti sex
þingsæti af 46. Jafnaðarmenn
bættu við sig tveimur þingmönnum
og hafa nú 53, en Miðflokkurinn
bætti við sig sjö og er með 55 þing-
menn. Sænska þjóðarflokknum
gekk illa, hann missti þrjú þingsæti
af sínum ellefu en Vinstrabandalag-
ið stóð nokkurn veginn í stað.
Samstjórn Miðflokks og
jafnaðarmanna líklegust
Stenbäck segir að langlíklegasta
stjórnarmunstrið sé samstjórn Mið-
flokksins og jafnaðarmanna, hugs-
anlega með þátttöku minni flokka.
„Báðir flokkarnir bættu við sig og
eru nánast jafnir. Það er ekki hægt
að segja að annar þeirra sé afger-
andi sigurvegari. Ég er sannfærður
um að samstjórn þeirra ætti miklu
fylgi að fagna hjá kjósendum,“ seg-
ir Stenbäck.
Hann segir því líklegast að Mið-
flokkurinn komi inn í ríkisstjórn í
stað Sameiningarflokksins. Hjá síð-
arnefnda flokknum standi leiðtoga-
skipti væntanlega fyrir dyrum í
kjölfar ósigursins og ólíklegt sé að
flokkurinn, sem tapaði kosningun-
um, verði áfram í stjórn, en sá, sem
mestu bætti við sig, utan stjórnar.
Stenbäck bendir á að Paavo
Lipponen hafi sagt að hann taki
ekki þátt í ríkisstjórn, þar sem
Anneli Jäätteenmäki verði for-
sætisráðherra, en í pólitík sé ekk-
ert ómögulegt og forsætisráð-
herrann kunni að finna sér leið út
úr þeim ógöngum, sem hann hafi
komið sér í með þeirri yfirlýsingu.
„Það eru tveir möguleikar. Ann-
ars vegar að Jäätteenmäki verði
forsætisráðherra, sem væri eftir
bókinni þar sem hún hefur tveimur
þingmönnum fleira, og Lipponen
eða einhver annar jafnaðarmaður
yrði varaforsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra eða eitthvað slíkt.
Hinn möguleikinn er að Jäätteen-
mäki telji það fórnandi til að ljúka
átta ára veru í stjórnarandstöðu að
láta Lipponen forsætisráð-
herraembættið eftir áfram. Hann
er vinsælasta forsætisráðherraefn-
ið; skoðanakannanir sýna að 40%
Finna vilja helzt hafa hann áfram í
embætti en tæplega 20% vilja
Jäätteenmäki, sem þar að auki hef-
ur minni reynslu. Jäättenmääki
væri þá komin í sterka stöðu til að
semja um önnur áhrifamikil ráð-
herraembætti, til dæmis utanríkis-
og fjármálaráðherrann.“
Stenbäck segir erfitt að segja til
um hvort miklar breytingar verði á
stjórnarstefnunni ef Miðflokkurinn
kemur í stað hægrimanna. Hann
bendir á að í síðasta stjórnarsátt-
mála hafi ekki verið mikið um
skýra stefnumörkun og finnskar
ríkisstjórnir taki yfirleitt á hverju
máli eins og það komi fyrir, án þess
að hugmyndafræði þvælist of mikið
fyrir fólki.
Hann bendir þó á að líklegt sé að
opinber afskipti aukist með stjórn-
arþátttöku Miðflokksins. Þannig
liggi stefna flokksins í atvinnumál-
um, sem eru eitt stærsta vanda-
málið í Finnlandi þessa dagana,
nær stefnu jafnaðarmanna, sem
vilja efla atvinnulífið með beinum
fjárframlögum, en stefnu hægri-
manna, sem leggja áherzlu á
skattalækkanir og lækkun gjalda á
atvinnurekendur. Miðflokkurinn sé
þó flokkur smáfyrirtækja og muni
sennilega vilja ívilna þeim með ein-
hverjum hætti.
Þá sé Miðflokkurinn jafnvel enn
hallari undir ríkislausnir í heil-
brigðismálum en jafnaðarmenn,
ekki sízt þar sem flokkurinn telji
einkarekstur heilbrigðisþjónustu,
sem hægrimenn styðja og jafnaðar-
menn einnig í einhverjum mæli,
ekki ganga upp í hinum dreifðu
byggðum þar sem flokkurinn á
mest fylgi.
Spurningin um aðild að Atlants-
hafsbandalaginu (NATO) var ekki
rædd mikið í kosningabaráttunni.
Flokkarnir eru þó sammála um að
hún komi upp í tengslum við endur-
skoðun öryggismálastefnu landsins
á næsta ári. „Þetta verður ekki
mál, sem stjórnarmyndunarviðræð-
ur stranda á,“ segir Stenbäck.
„Menn munu komast að samkomu-
lagi um að halda málinu áfram
opnu og útiloka enga möguleika, en
ekki kveða á um að taka þurfi
ákvörðun í málinu. Afstaða Svíþjóð-
ar skiptir líka máli og ekkert bend-
ir til að Svíar snúi sér að ákvörðun
í NATO-málinu fyrr en þeir eru
búnir að afgreiða spurninguna um
aðild sína að evrópska myntbanda-
laginu. Það ríkir hins vegar sam-
staða um að ef til þess kemur, verði
Svíþjóð og Finnland að hafa sam-
flot inn í NATO.“
Stenbäck segir að í Evrópumál-
um sé ekki mikill munur á stefnu
flokkanna, en einstakir stjórnmála-
menn hafi mjög eindregna afstöðu,
ekki sízt Paavo Lipponen, sem hef-
ur lagt ofuráherzlu á þátttöku
Finnlands í kjarna Evrópusam-
starfsins og að styrkja yfirþjóð-
legar stofnanir ESB, sem muni
koma smáríkjum til góða. „Í hvaða
stöðu sem Lipponen verður, hvort
heldur hann verður forsætisráð-
herra, utanríkisráðherra, Evrópu-
málaráðherra eða eitthvað annað,
mun hann áfram hafa mikil áhrif.
Enginn stenzt honum snúning,“
segir Stenbäck.
Sænski þjóðarflokkurinn
í tilvistarkreppu
Stenbäck tilheyrir Sænska þjóð-
arflokknum og hefur áfram mikil
áhrif innan flokksins, þótt hann
hafi hætt beinni stjórnmálaþátt-
töku 1985. Hann er áhyggjufullur
yfir slæmu gengi sinna manna. „Ef
það væru pólitískar skýringar á
því, t.d. léleg forysta, slæm kosn-
ingabarátta eða eitthvað slíkt, væri
þetta einfaldara. En slíkar skýr-
ingar duga ekki. Þetta snýst um til-
vistargrundvöll flokksins,“ segir
hann.
Stenbäck bendir á að tunga og
sjálfsvitund virðist skipta minna
máli en áður, ekki sízt hjá ungu
fólki og þá helzt þeim tvítyngdu,
sem eigi bæði finnsku- og sænsku-
mælandi foreldra. „Við verðum að
takast á við þetta vandamál, koma
flokknum á nýjan grundvöll og
höfða til ungs fólks. Það er engin
lausn að draga sig t.d. út úr rík-
isstjórnarsamstarfinu.“
Áhrif Lipponens
verða áfram mikil
Pär Stenbäck, fyrrverandi utanríkisráðherra Finnlands, var kosn-
ingaskýrandi á kosningavöku finnska sendiráðsins í fyrrakvöld.
Ólafur Þ. Stephensen ræddi við hann um úrslit kosninganna.
Morgunblaðið/Kristinn
Pär Stenbäck, fyrrverandi utanríkisráðherra Finnlands, telur líkur á samstjórn Miðflokks og jafnaðarmanna.
olafur@mbl.is
SIGUR finnska Miðflokksins í þingkosningunum á
sunnudag gat vart verið naumari. Samkvæmt loka-
niðurstöðum atkvæðatalningar hlaut hann innan við
7.000 fleiri atkvæði en Jafnaðarmannaflokkurinn.
4,2 milljónir voru á kjörskrá og kjörsókn var um 70%.
Miðflokkurinn fékk 24,8% og 55 menn kjörna, af
þeim 200 sem sæti eiga á finnska þjóðþinginu. Það er
2,4% fylgisaukning miðað við niðurstöður kosning-
anna 1999. Jafnaðarmenn fengu 24,5% og 53 fulltrúa
kjörna. Það er 1,6% fylgisaukning frá því síðast.
Þetta þýðir að flokkarnir tveir hafa samanlagt starf-
hæfan meirihluta á þingi, 108 af 200.
Hægrimenn töpuðu 2,5% frá því 1999. Sameining-
arflokkurinn fékk nú 18,5% og missti sex þingmenn,
úr 46 í 40.
En þar sem borgaralegu flokkarnir – þ.e. Miðflokk-
urinn, hægrimenn (Sameiningarflokkurinn), kristi-
legir demókratar og Sænski þjóðarflokkurinn – hafa
samtals 110 þingsæti vilja sumir trúa því að nú sé lag
að mynda hægristjórn. Slík stjórn var við stjórnvölinn í
Finnlandi 1991–1995 (undir forystu Esko Aho, þáver-
andi leiðtoga Miðflokksins) og var það fyrsta „hrein-
borgaralega“ stjórnin í landinu í áratugi.
Umboðið til stjórnarmyndunar fær Jäätteenmäki
formlega í hendurnar eftir að hið nýkjörna þing
kemur fyrst saman í næstu viku. Hún yrði fyrsti
kvenforsætisráðherrann í sögu Finnlands.
AP
Anneli Jäätteenmäki, formaður Miðflokksins, fagnar kosningaúrslitunum ásamt Eero Lankia, framkvæmdastjóra flokksins (t.v.).
Mjög
naumur
sigur
Helsinki. AFP.