Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 21
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 21
BÆJARSTJÓRN Sandgerðis
hefur samþykkt tilboð A. Páls-
sonar í gatnagerð í tvær nýjar
götur í bænum, Bogabraut og
Lækjarmót. Þá samþykkti
bærinn einnig tilboð sama aðila
í endurbyggingu lagna og gang-
stétta í Austurgötu, Suðurgötu,
Túngötu, Hlíðargötu og Vallar-
götu. A. Pálsson átti lægsta til-
boð í bæði verkin, 9,3 milljónir
eða um 75,8% af kostnaðaráætl-
un við gatnagerðina og 5,9
milljónir, eða 74,1%, í endur-
byggingu lagna og gangstétta.
Einnig hefur bærinn sam-
þykkt tilboð í endurbyggingu
gangstétta og lagna frá Nesp-
rýði. Tilboðið hljóðar upp á um
42,8 milljónir króna eða um
72,3% af kostnaðaráætlun.
Tilboðum
A. Páls-
sonar og
Nesprýði
tekið
Sandgerði
Upprunalega myndin er á
langvegg Landsbankans, annarri
hæð, máluð 1924–25. Kjarval var
fenginn til mála myndina eftir
að nýtt Landsbankahús var reist
eftir húsbrunann mikla árið
1915.
Verkið þykir einstakt í sinni
röð og er með fyrstu stórvirkj-
um sem J.S. Kjarval málaði eftir
að hann kom heim úr námi.
LANDSBANKI Íslands afhenti
um liðna helgi Saltfisksetrinu í
Grindavík eftirmynd listaverks-
ins Saltfiskstöflun eftir Jóhannes
Sveinsson Kjarval í fullri stærð.
Útibú Landsbanka Íslands í
Grindavík var stofnað 14. mars
1963 og fór afhendingin fram á
40 ára afmæli útibúsins.
Björgólfur Guðmundsson frá Landsbankanka, Ólafur Örn Ólafsson bæj-
arstjóri og Halldór J. Kristjánsson bankastjóri skoða sýninguna.
Saltfisksetrið fær
verk eftir Kjarval
Grindavík
GATNARGERÐARGJÖLD í
Grindavík hækka um fjórðung 1. júlí
en ekki 1. júní eins og sagði í frétt
Morgunblaðsins fyrir helgina.
Að sögn Ólafs Arnar Ólafssonar
bæjarstjóra hafa gjöldin lengi verið
mun lægri en í nágrannasveitar-
félögunum. „Í Vallarhverfi, nýjasta
hverfinu sem við erum að byggja
upp, voru gatnagerðargjöldin um
55% af kostnaði við gerð hverfisins
þannig að við greiddum verulega
með þessu. En þannig á það auðvitað
ekki að vera og þess vegna var
ákveðið að hækka gjöldin. En það er
rétt að taka fram að jafnvel eftir
hækkunina fáum við ekki nema um
80% af kostnaðinum við gerð hverf-
anna.“
Vallarhverfi er að verða fullbyggt
en á undanförnum þremur árum hef-
ur verið úthlutað 137 lóðum til ný-
bygginga í bæjarfélaginu. Í febrúar
var úthlutað 14 lóðum fyrir um 38
íbúðir í Lautarhverfi.
Grindvíkingum
fjölgar jafnt og þétt
Aðspurður segist Ólafur ekki vita
til annars en fasteignamarkaðurinn í
Grindavík hafi verið nokkuð líflegur.
„Það hafa nánast öll hús selst og
nýju húsin sem hafa verið í byggingu
hafa yfirleitt selst nokkuð fljótt og
vel.“
Ólafur segir Grindvíkingum hafa
fjölgað um 1–2% á undanförnum ár-
um eða um 40–50 manns og þeir séu
nú tæplega 2.400 manns. „Atvinnu-
ástand hefur verið gott hér og er
raunar enn. Við höfum verið með 7–
20 manns á atvinnuleysisskrá að
undanförnu og núna eru líklega ekki
nema 10–12 á skrá sem verður að
teljast harla gott miðað við atvinnu-
ástandið í landinu almennt.“
Ólafur segir það algengt að fólk í
Grindavík sæki vinnu annað, t.d. á
Keflavíkurvöll, í Hafnarfjörð eða
Reykjavík enda ekki um langan veg
að fara „Ég veit reyndar af einum
sem vinnur úti í Svíþjóð en býr hérna
í Grindavík og flýgur á milli hálfs-
mánaðarlega.“
Gatnagerðargjöld hækka í sumar
Gatnagerðar-
gjöldin verða
80% af kostnaði
Grindavík
Morgunblaðið/RAX
Grindvíkingum hefur fjölgað um 1–2% á undanförnum árum.
REYKJANESBÆR hefur um
nokkurt skeið unnið að innleiðingu
á stefnu í málefnum innflytjenda.
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri
segir að þörf hafi verið á að marka
sér stefnu í þessum málaflokki um
nokkurt skeið. Hún segir að mark-
miðið sé að koma betur til móts við
flóttamenn, ekki síst á þeirra for-
sendum.
Hún bendir á að margir einstak-
lingar sem hingað komi hafi góða
menntun sem ekki nýtist alltaf sem
skyldi. „Þá myndum við vilja að
reynt yrði að huga betur að þessum
þætti þannig að það verði báðum til
góðs,“ segir hún.
Hún segir stefnt að því að koma
stefnu í málefnum innflytjenda í
gagnið sem fyrst, eða um leið og
bæjarstjórn hefur afgreitt málið.
Félagsmálayfirvöld hafa óskað eftir
því að fá að ráða verkefnisstjóra til
að fylgja stefnunni eftir. Hjördís
segir hins vegar að ekki liggi fyrir
hvort heimild fáist fyrir ráðning-
unni.
Unnið gegn fordómum
meðal bæjarstarfsmanna
Í greinargerð með kostnaðarmati
á innleiðingu innflytjendastefnu
sem lögð var fyrir bæjarráð í síð-
ustu viku segir að vinna skuli mark-
visst gegn fordómum meðal starfs-
manna bæjarins. Sérstaka áherslu
þurfi að leggja á fyrirbyggjandi
starf, fræðslu um fordóma og fjöl-
menningarlega kennslu innan upp-
eldisstofnana. Í þessu sambandi er
m.a. ráðgert að halda fræðslufundi
fyrir uppeldisstarfsmenn grunn- og
leikskóla og efna til ráðstefnu gegn
fordómum fyrir almenning.
Þá segir í greinargerðinni að lagt
skuli upp með að innflytjendur
þekki rétt sinn og skyldur og að all-
ar nauðsynlegar upplýsingar sem
þeir þurfi á að halda um réttindi og
skyldur verði aðgengilegar á einum
stað.
Í undirbúningi að
innleiða stefnu í
málefnum innflytjenda
Þekking
og mennt-
un innflytj-
enda nýtist
betur
Reykjanesbær