Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 24

Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ B JÖRN G. Björnsson leik- myndateiknari er mörg- um kunnur. Í árdaga Sjónvarpsins starfaði hann þar að fagi sínu, en var ekki síður þekktur sem þriðj- ungur Savanna-tríósins. „Ég byrjaði á Sjónvarpinu sumarið ’66, þegar það var stofnað, var þar í tíu ár, dag og nótt. Það var rosalega spennandi tími. Þetta var lítill hópur starfs- manna sem afrekaði miklu. Á þessum áratug breyttist þetta úr hálfgerðri tilraunastöð sem sendi út tvö kvöld í viku í fullvaxna sjónvarpsstöð, og þegar ég hætti var leikmyndadeildin með um tuttugu starfsmenn.“ Eftir Sjónvarpið tók lausamennska við, þar sem Björn vann jöfnum höndum fyrir leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Ásamt Agli Eðvarðssyni rak hann fyrirtækið Hugmynd, sem bjó til hvers konar kynningarefni, myndbönd og auglýsingar og bar jafnvel ábyrgð á Gleðibankabúning- unum margfrægu. 1987 varð Björn yfirmaður dagskrárgerðar á Stöð 2, og var með þrjátíu, fjörtíu manns í vinnu við að framleiða efni. Þegar eigendaskipti urðu á stöðinni, 1991, hætti Björn störfum þar, þá búinn að starfa í tuttugu og fimm ár við hönn- un leikmynda og dagskrárgerð af ýmsum toga. „Og þá datt ég inn í þennan heim,“ segir hann um það sem við ætlum að ræða um hér – heim safna og sýningahalds. „Þetta var algjör tilviljun. Ég var að vinna með Saga-Film við undirbúning myndar um Jón Sigurðsson, og ráð- gjafi okkar við myndina var Guð- mundur Magnússon sagnfræðingur, sem var þjóðminjavörður á þessum tíma. Í samtölum okkar Guðmundar kom upp, að búið væri að loka sjó- minjasafni í Hafnarfirði. Þjóðminja- safnið hafði tekið við safninu, en það voru engir starfsmenn við það lengur. Ég sagði í einhverju bríaríi við Guð- mund: Ég skal taka að mér að rífa þetta upp.“ Úr varð að Birni og Jóni Allanssyni safna- og sagnfræðingi var falið að taka safnið að sér og blása í það lífi. Það gerðu þeir, og Björn starfaði við Sjóminjasafnið í nær tvö ár. Þar kynntist hann um leið heimi íslenskra safna og um leið sýningahönnun í tengslum við þau. „Ég kynntist ekki síst væntingum gesta og ferðamanna og hugsunarhætti þeirra sem koma og skoða safnasýningar. Ég fór í sagnfræði í Háskólanum í eitt ár til að kynna mér það fag nánar, enda hef ég mikinn áhuga á sögu, og var búinn að gera sextíu þætti fyrir Stöð 2 um menningarminjar og sögustaði, en þeir voru kallaðir Áfangar. Ég var dottinn í sagnfræðigrúsk, og starfið í Sjóminjasafninu opnaði fyrir mér nýjan heim sem ég hef verið í síðustu tíu, tólf árin.“ Njála, popptónlist og saltfiskur Í dag starfar Björn sjálfstætt við að koma upp söfnum og sýningum víðs vegar um landið, og kveðst fylgj- ast mjög vel með því sem er að gerast í þeim málaflokki. „Ég hef verið mjög heppinn með verkefni og sett upp margar stórar sýningar sem hafa skipt máli.“ Meðal sýninga Björns má nefna Fisk og fólk og Sjósókn og sjávarfang fyrir Sjóminjasafnið, Reykjavík við stýrið, samgöngusýningu í Geysi- shúsi 1994, og Leiðina til lýðveldis, sýningu sem sett var upp sama ár í samvinnu Þjóðminjasafns og Þjóð- skjalasafns. Minjasafn Mjólkursam- sölunnar var sett upp 1995 á 60 ára afmæli fyrirtækisins, og sama ár setti Björn upp sýningu um sögu Heklu- gosa í Landsveit. Fleiri fyrirtæki og stofnanir hafa fengið Björn til liðs við sig við að koma fagminjum á fram- færi við almenning; þar má nefna Landhelgisgæsluna, Póst og síma, Slysavarnafélagaið, Menntaskólann í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Land- símans, Rafmagnsveituna og fleiri. Árið 1997 var sýningin Á Njáluslóð opnuð, en Björn setti hana upp í sam- vinnu við Jón Böðvarsson. Þetta verkefni átti eftir að vinda verulega upp á sig. Strax ári síðar var sú sýn- ing stækkuð, og flutt í Sögusetrið, og eftir enn annað ár, var Söguskálinn, samkomu- og fundarsalur í mið- aldastíl opnaður í tengslum við sýn- ingahaldið. Árið 2001 var enn bætt um betur við Sögusetrið, með nýjum sal um náttúru Suðurlands, auk þess sem Njáluslóðasýningin var end- urbætt. Og Björn vinnur enn að við- bótum við Sögusetrið. Í nóvember 1999 var opnuð margmiðlunarsýning hönnuð af Birni um jarðsögu, jarð- fræði og jarðhita í Eldborg, kynning- arhúsi Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. Bítlabærinn Keflavík var viðfangsefni hans á sýningu þar í bæ sem opnuð var 1998, en þar var jafn- framt settur á laggirnar vísir að poppminjasafni. Halldór Laxness, ís- lenskur rithöfundur, var nafnið á bókmenntakynningu sem Björn vann fyrir menntamálaráðuneyti, Lands- bókasafn og Bókmenntakynning- arsjóð, á ensku og þýsku, síðar á sænsku, frönsku og rússnesku til kynningar á skáldinu erlendis. Sýningar sem Björn hefur hannað, oft í samstarfi við sagnfræðinga eða minjasöfn, eru nú komnar vel á fimmta tuginn, og verkefnin af ólík- ustu gerð: popptónlist, kirkjumunir, samgöngur, bókmenntir, hesta- mennska, skipsströnd, hljóðfæri og handrit. Á síðasta ári setti hann upp Íþróttasýningu á Akranesi, Sam- göngusafn á Skógum, Saltfisksetur í Grindavík og ljósmyndasýninguna Reykjavík í hers höndum, um her- námsárin í höfuðborginni. Stundum er ekkert til að sýna „Njálusýningin var mjög stórt krefjandi verkefni. Þeir höfðu sam- band við mig fyrir austan og sögðust þurfa að gera eitthvað fyrir Njáls- sögu. Það tók mig árið að lesa söguna, lifa mig inn í hana og átta mig á ábyrgðinni sem fylgir því að takast á við þessa nánast helgu bók. Verkefnið var að koma upp ferðamannamiðstöð og sýningu, en engir sýningargripir til að sýna – bara sagan, og jú mynd- skreytingar sem menn höfðu gert í gegnum tíðina við bókina og ljós- myndir. Þarna varð því að skapa stemmningu með sviðsetningu og reyna að draga fram tíðaranda sög- unnar. Þetta tókst þannig að Sögu- setrið á Hvolsvelli er alltaf að stækka og bæta við sig og gestum fjölgar. Þar er nú Njálusýningin og í Suður- landssal eru ferðamöguleikar á suð- urlandi kynntir. Þar er kaupfélags- safn, sem starfsmenn Kaupfélaga Rangæinga og Árnesinga hafa staðið saman í að safna munum í. Það er safn sem margir hafa gaman af að sjá. Söguskálinn, í miðaldastíl, hefur verið mjög vinsæll, og ég er enn að vinna að endurbótum að Njálusýn- ingunni sjálfri.“ Björn segir að árið 2000 hafi verið mjög stórt, og mörg verkefni hafi þá litið dagsins ljós. „Það átti allt að gera á þessu ári. Þá hannaði ég sýninguna Lífið við sjóinn, fyrir Reykjavík Menningarborg 2000, sem fór til þriggja annarra landa, litlar sýningar í fundarstofur Þjóðmenningarhússins og stóra sýningu þar, Kristni í þús- und ár, sem er tiltölulega nýbúið að taka niður. Þetta var sýning á skjöl- um úr Þjóðskjalasafni sem varðveita þessa sögu, en hún var líka skreytt með leikmyndum, gínum og bún- ingum, þar sem reynt var að bregða upp myndum af atburðum og tímabil- um. Það er þetta sem ég hef mesta ánægju af að gera í sýningarhönn- uninni; gæða sýningarnar lífi með því að skapa þeim umhverfi og andrúms- loft, hvort sem þetta eru skjalasýn- ingar, ljósmyndasýningar eða eitt- hvað annað – þannig að fólk skynji betur aðstæður og tíðaranda. Ég vil að fólk upplifi eitthvað þegar það fer á sýningar og geti gleymt sér svolitla stund og horfið inn í þann heim sem á að ríkja.“ Á sýningunni Reykjavík í hers höndum var ekki eingöngu að finna afar skemmtilegar ljósmyndir frá hernámsárunum, heldur gat þar einnig að sjá hermann við sand- pokavígi, og muni allt frá ekta amer- ísku stríðsáratyggjói til muna sem hermenn sem hér dvöldu dunduðu sér við að búa til. Og tónlistin var auð- vitað ekta, og til þess fallin að ýta undir réttu stemmninguna. „Þarna gekk fólk svolítið inn í þennan tíma, hann umlukti það meðan ljósmynd- irnar voru skoðaðar.“ Sams konar vinna og í leikhúsinu Síðasta ár var reyndar mjög sér- stakt að sögn Björns, því þá voru opnuð hvorki meira né minna en þrjú söfn sem hann hafði lagt grunninn að. „Þetta var Íþróttasafnið á Akranesi með verðlaunagripum, ljósmyndum og munum sem segja íslenska íþróttasögu. Safnið er í Byggðasafn- inu, en húsnæðið er bara of lítið, því það safnaðist svo mikið af munum. Ég fór svo austur að Skógum og var þar með Þórði Tómassyni, sem er ne- stor íslenskra safnamanna, og þar fékk ég tækifæri til að búa til Sam- göngusafn í nýju stórhýsi. Þarna eru samgöngutæki allt frá hestaöld – reiðtygi, hestvagnar og fleira – og svo allt í gegnum vélvæðingu og rafvæð- ingar til bílaaldar. Ég er enn að bæta við þetta, og geri ekki ráð fyrir að verkefninu ljúki fyrr en 2004, þegar bíllinn á hundrað ára afmæli á Ís- landi. Þriðja stóra verkefnið var Salt- fisksetrið í Grindavík. Ef maður fengi fimm einingar í sagnfræði fyrir hverja sýningu sem maður setur upp og hvert viðfangs- efni sem maður þarf að setja sig inn í, væri maður löngu orðinn bæði doktor og prófessor!“ Björn segir það ein- mitt mikilvægasta atriðið að setja sig vel inn í hlutina, og þekkja viðfangs- efnið vel hverju sinni. Hann kveðst þó ekki nema í undantekningartilfellum skrifa sýningartextana sjálfur, um það sjá sagnfræðingar eða aðrir fræðimenn á vegum safnanna, sem jafnframt útvega þá muni og fróðleik sem sýna skal. „Ég verð engu að síð- Fyrir Kristnihátíðarsýninguna var gert líkan af Þingvöllum og búnir til litlir „fornkappar“ sem spranga þar um grundir frá búðum sínum, til vinstri, og að Lögréttu, til hægri. Saltfisksetrið í Grindavík opnað. Risastór ljósmynd af saltfiskvinnslu fyrri tíma kallast á við „salt- fiskstúlkuna“ í salnum. Lykt af saltfiski, sjó og tjöru undir mávagargi kórónar sköpunarverkið. Að gera söguna sýnilega Þennan forláta búðarskenk má sjá í Kaupfélagssafninu á Hvolsvelli. Morgunblaðið/Sverrir Björn G. Björnsson á sandpokavirki við hlið „dátans“ á ljósmyndasýning- unni Reykjavík í hers höndum. Björn hefur hannað á fimmta tug sýninga. Hvað eiga söfn og leikhús sameiginlegt? Jú, – að vilja sýna það sem í þeim býr. Björn G. Björnsson leikmyndateiknari hefur sagt skilið við leikhús og fjölmiðla í bili og starfar við að setja upp sýningar af ýmsu tagi. Bergþóra Jónsdóttir mælti sér mót við hann á einni slíkri og þar sagði Björn frá söguáhuga sínum og vinnu við sýningar sem spanna allt frá saltfiski til samgangna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.