Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 26
UMRÆÐAN 26 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ þinglok skaut upp hvassri umræðu vegna stjórnarfrumvarps landbúnaðarráðherra sem leggur til nauðsynlegar lagabreytingar vegna ESB-tilskipunar nr. 91/67/ EBE sem íslensk stjórnvöld hafa dregið að innleiða. Mikils misskiln- ings hefur gætt í túlkun markmiða frumvarpsins, ekki síst sökum stóryrtra forkólfa stangveiðimanna sem hafa lagt sig alla fram við að snúa út úr og sá tortryggni. For- maður „Verndarsjóðs villtra laxa- stofna“ er samur við sig og gerir afar ómaklega árás í garð landbún- aðarráðherra í grein sinni í Mbl 12. mars sl. Ef einhver á hrós skil- ið fyrir fölskvalausa alúð og trygg- lyndi í garð dýra, hvort heldur þau eru alin undir umsjá manna eða frjáls í sinni villtu náttúru, þá er það nefndur ráðherra. Ég á orðið bágt með að skilja hvaða öfl knýja áfram áðurnefnda forsvarsmenn, en gífuryrðin dæma sig sjálf. Með frumvarpinu er ráðherra eingöngu að sinna sínum embætt- isskyldum, trúr sinni samvisku og studdur heilshugar af þeim fag- aðilum sem að málaflokknum koma. Með undirritun EES-samn- ingsins skuldbundu íslensk stjórn- völd sig til að innleiða ofangreinda tilskipun í íslenskan rétt og átti hún að taka gildi í júlí 1994. Efndir láta því miður enn á sér standa. Íslandi átti að veita undanþágur, sem áttu svo að falla endanlega úr gildi 30. júní 2002, en þær hafa alla tíð verið gagnslausar sökum þess að tilskipunin hefur aldrei verið innleidd. Þá er það alrangt að ætl- unin hafi verið að hraða frumvarp- inu í gegnum þingið í „skjóli næt- ur“, hér er ekkert sem þolir ekki dagsljósið. Frumvarpið var tilbúið snemma vors 2002, en sökum sveitarstjórnarkosninga vannst ekki tími til kynningar. Það var svo fyrst kynnt í landbúnaðar- nefnd við upphaf haustþings en mætti þá strax óverðskuldaðri andstöðu einstakra þingmanna, enda ákveðnir aðilar búnir að „kippa í spotta“. Og hvað skyldi svo þessi hættu- lega tilskipun ganga út á? Titill hennar er svo hljóðandi: „Um skil- yrði á sviði dýraheilbrigðis vegna inn- og útflutnings eldisdýra, af- urða þeirra og flutningstækja“. Tilgangurinn er skýr, en þar segir: „…að hindra útbreiðslu smitsjúk- dóma hjá eldisdýrum í tengslum við inn- og útflutning lifandi eld- isdýra, eldisafurða og flutnings- tækja, sem geta borið með sér smit.“ Er hægt að tala skýrar? Það skal undirstrikað að innleiðing nefndrar tilskipunar hefur ekki í för með sér tilslökun á þeim ströngu sjúkdómavörnum sem ver- ið hafa í gildi og íslensk yfirvöld hafa áfram fulla heimild til að setja skilyrði um einangrun dýra í ákveðinn tíma með tilheyrandi sýnatökum og sótthreinsun frá- rennslis. Þá hafa yfirvöld ávallt unnið eftir þeirri reglu að einungis skuli flutt til landsins sótthreinsuð hrogn, í þau örfáu skipti sem heimild hefur verið gefin, eftir ná- kvæma skoðun og rannsóknir. Á þessu verður engin breyting og ég get fullyrt að aldrei verður heim- ilaður innflutningur á lifandi seið- um laxfiska. Innanlands þarf að flytja seiði á milli stöðva, oft í sér- útbúnum bátum, og þess vegna er nauðsynlegt að um þau mál gildi strangar leikreglur. Embætti yfirdýralæknis, í sam- vinnu við Tilraunastöðina á Keld- um, hefur unnið skipulega að sjúk- dómavörnum í fiskeldi á landsvísu allt frá árinu 1985. Reglubundnar sýnatökur eru framkvæmdar ár hvert og umtalsvert gagnasafn sýnir svo ekki verður um villst hver staða fisksjúkdóma er hér á landi. Í stuttu máli er þessi staða einsdæmi á heimsvísu og fyrir það höfum við hlotið síaukna eftirtekt erlendis frá og útflutningur lax- ahrogna og lúðuseiða hefur vaxið hröfum skrefum undanfarin ár. Fiskeldisþjóðir leggja æ ríkari áherslu á eftirlit með smitsjúk- dómum í fiskum og krafan er sú að einungis sé verslað með efnivið sem er sannanlega laus við smit. Með þessa óskastöðu í farteskinu hafa fisksjúkdómayfirvöld sótt um viðbótartryggingu gagnvart þeim sjúkdómum sem við metum alvar- legasta, en tilskipunin gefur ein- mitt færi á slíku ef eftirlitið upp- fyllir ákvæði hennar. Tilgangur umsóknarinnar er að fá formlega viðurkenningu ESB þess efnis að íslensk yfirvöld sinni öflugu eft- irlitsstarfi og að landið sé sann- anlega laust við alvarlega smit- sjúkdóma. Slík trygging kveður á um sérstakar heimildir stjórnvalda til að verjast sjúkdómum með öfl- ugri hætti en ella og takmarka innflutning. Miðað við stöðu okkar í dag telja fulltrúar bæði ESB og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) ekki vandkvæði á að Ísland hljóti slíka tryggingu gagnvart þeim smitsjúkdómum sem tilskipunin gefur heimild til. Umsókn Íslands, sem send var til Brussel vorið 1999, er nú á lokastigi afgreiðslu en öðlast ekki gildi fyrr en eftir innleiðingu tilskipunar 91/67/EBE í íslenskan rétt. ESA hefur fylgst náið með framgangi mála og af því tilefni sent fjögur áminningarbréf á undanförnum mánuðum. Ísland er nú í erfiðri stöðu í þessu máli. Engin formleg viðurkenning á eft- irliti og sjúkdómastöðu fæst útgef- in, engin afgreiðsla á viðbótar- tryggingum, útflutningshagsmunir eru í húfi og yfir vofir málsókn ESA vegna samningsbrots á EES- samningnum. Þegar öllu er á botninn hvolft skal hvergi slakað á í öryggiskröf- um svo verja megi hið fágæta heil- brigðisástand, jafnt í fiskeldi sem hjá villtum laxastofnum, en dýr- mætt gæti reynst að öðlast form- legar viðurkenningar ESB á eft- irlitskerfi og stöðu heilbrigðis hér á landi. Innflutn- ingur smit- sjúkdóma?! Eftir Gísla Jónsson „Þegar öllu er á botninn hvolft skal hvergi slak- að á í örygg- iskröfum svo verja megi hið fágæta heilbrigðis- ástand, jafnt í fiskeldi sem hjá villtum laxa- stofnum.“ Höfundur er dýralæknir fisksjúkdóma hjá embætti yfirdýralæknis. FYRIR skömmu streymdu gjaf- irnar frá ríkisstjórnarflokkunum til þjóðarinnar. Þannig var reynt að kaupa kjósendur, einkum karla til lags við stjórnarflokkana. Kosn- ingafléttan misheppnaðist hins vegar vegna þess hversu vanhugs- uð hún var. Við fögnum hins vegar fjármununum sem koma sér vel. Synd að kosningar séu ekki nema á fjögurra ára fresti því vegagerð á að vera daglegt brauð, ekki bara í tilefni kosninga. Næsta stef sama kosningabrags hefst á orðunum úlfur, úlfur. Þar er reynt að hræða kjósendur til fylgis með því að spá fyrir um framtíðina, þ.e. úrslit kosninganna í vor, rangtúlka fortíðina (vinstri- stjórnir eru vondar því þær hafa aldrei enst út kjörtímabil) og vara síðan kjósendur við öllu saman með hræðsluáróðri. Er þetta ekki veruleikafirring á háu stigi? Í fyrsta lagi liggja úrslit kosning- anna í vor ekki fyrir. Í öðru lagi ákvarðast árangur vinstristjórna af ýmsu öðru en hversu lengi þær endast, þar á meðal þeim brýnu verkefnum sem þær þrátt fyrir allt hrinda í framkvæmd. Út frá hræðsluáróðri Davíðs mætti álykta sem svo að því lengur sem núver- andi stjórn situr því betri verði hún. Er einhver sem trúir þessum áróðri? Gamalt máltæki segir hið gagnstæða, lengi getur vont versn- að. Því miður virðist það eiga við í tilviki núverandi ríkisstjórnar. Ég vil minna á að mikilvægasta skref- ið út úr óðaverðbólgu áttunda ára- tugarins var stigið af ríkisstjórn Alþýðuflokks og Framsóknar í samstarfi við verkalýðshreyf- inguna eftir áratuga óstjórn fyrri ríkisstjórna, þar á meðal ríkis- stjórna Sjálfstæðisflokksins. Ég er handviss um að kjósendur munu sjá í gegnum þennan áróður engu síður en tilefni kosningagjaf- anna nú nýverið. Það er aftur á móti áhyggjuefni að ef þetta stef kosningasálms Davíðs virkar ekki þá mun hann hugsanlega grípa til þess ráðs að berja kjósendur leift- ursnöggt í höfuðið. Þar með hefði Davíðskórinn sungið þrjú megin- stef foringjans, þ.e. að kaupa til lags, að hræða til fylgis og að berja til hlýðni. Reyndar hefur Davíð sjálfur farið í hlutverk píslarvotts- ins í fjölmiðlum að undanförnu og kunnað vel þeirri göngu sinni. Hvað næst, ágætu landsmenn? Hvenær og hvernig endar þessi grátbroslega, húmorslausa og mál- efnasnauða kosningakrossferð á hendur íslenskum kjósendum sem voga sér að draga lærdóm af verk- um ríkisstjórnar hans og hugsa sjálfstætt? Hvenær fer Davíð að ræða málefnin í stað þess að slá út í aðra sálma? Ég lýsi eftir upp- lýstri umræðu um áhrif skatta- legra breytinga á ólíka tekjuhópa og flutning fjármagns frá einum hópi til annars, svo bara eitthvað sé nefnt? Ágætu fjölmiðlar, látum ekki meðaltalsraus og geðvonsku fjármálaráðherrans hindra þetta verðuga verkefni rannsóknarblaða- mennskunnar. Sannleikurinn er sá að núver- andi ríkissjórn undir forystu sjálf- stæðisflokksins hefur framkvæmt mestu eignatilfærslu Íslandssög- unnar frá hinum almenna launa- manni til þeirra sem eiga eða ráða verðmætum þjóðarinnar, þ.e. auð- valdsins. Og það sem verra er, stjórnvöld geta ekki lengur gætt hagsmuna almennings og haft stjórn á atburðarásinni. Megin- ástæðan er leiðarljós núverandi stjórnvalda, nýfrjálshyggjan, sem leyfir ekki sjónarmið félagshyggj- unnar að nauðsynlegt sé að jafna leikinn með skýrum leikreglum. Er ekki mál að linni í vor? Fyrir hvern syngur Davíðs- kórinn? Eftir Hermann Óskarsson Höfundur er formaður kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. „Hvenær fer Davíð að ræða mál- efnin í stað þess að slá út í aðra sálma?“ TILEFNI þess að þetta grein- arkorn er ritað er það kosningamál sérframboðs Kristjáns Pálssonar að beita sér gegn því hvernig fjár- málaráðherra hagar lögskipuðu fyrirsvari sínu í þjóðlendumálum. Eins og þetta stefnumál er kynnt felur það í sér að dreginn er taum- ur þeirra, sem krefjast séreign- arréttar að landi, gegn hagsmunum þjóðarheildarinnar af því að eiga eitthvað af landinu, sem þjóðin býr í. Vaknar þá óneitanlega upp spurningin um hvað stjórnmál snú- ist. Þrígreining ríkisvalds Íslensk stjórnskipun gerir ráð fyrir þrígreiningu ríkisvalds. Lög- gjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Stjórnmálamennirnir, sem kosnir eru til þingsetu af þjóð- inni setja lög, sem framkvæmda- vald og dómsvald fara eftir og virða. Alþingi kýs samkvæmt sér- stökum lögum umboðsmann Al- þingis til þess að hafa eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og tryggja þannig rétt borgaranna. Þessi umboðsmaður er óháður þinginu í störfum sínum. Sömuleið- is eru dómstólar óháðir Alþingi í störfum sínum. Þjóðareign að landi og auðlindum Alþingi setti það í lög árið 1990, að nytjastofnar á Íslandsmiðum væru sameign íslensku þjóðarinn- ar. Í sömu lögum eru ákvæði um nýtingu þessarar sameignar, sem er hitamál í íslenskum stjórnmál- um. Árið 1998 samþykkti Alþingi svonefnd þjóðlendulög, en þar er mælt fyrir um þjóðareign að landi utan eignarlanda og heitir þetta land þjóðlenda. Hér er ekki um eiginlega ríkiseign að ræða, heldur sameign íslensku þjóðarinnar Til þess að ákvarða mörkin á milli eignarlanda og þjóðlendu mæltu þjóðlendulögin fyrir um skipun sér- stakrar nefndar, óbyggðanefndar. Þetta er ekki dómstóll, en sé úr- skurðum nefndarinnar ekki skotið til dómstóla innan sex mánaða frá birtingu þeirra, teljast þeir end- anlegir. Þannig má segja að óbyggðanefnd sé á ákveðinn hátt hluti af dómsvaldinu í landinu. Málsforræði Í einkamálum, sem rekin eru fyrir dómstólum, gildir sú regla, að aðilar geta gert kröfur sem ganga skemur, en réttur þeirra og þeir geta gert magrar sáttir. Þetta heit- ir málsforræðisregla. Aðilar eiga rétt á að ráðstafa sakarefni. Al- þingi ákvað aðra skipan á meðferð mála fyrir óbyggðanefnd og er nefndin þannig ekki bundin af kröf- um aðila. Þannig er tryggt að ekki verður misfarið með forræði fyrir þjóðlendur. Þetta hefur þingmönn- um þótt nauðsynlegt til þess að strax væru settar skorður við því að reynt væri að hafa pólitísk eða önnur áhrif á kröfugerð og þannig meðferð mála fyrir nefndinni. Kröfur um einkaeignarrétt Á svæðinu frá Hvalnesi til Þing- valla hafa borist kröfur um einka- eignarrétt, þannig að allt land er undir og ekki gert ráð fyrir þjóð- lendu, nema á jökli. Ég hef lengi furðað mig á því að enginn virðist gefa þessu gaum eða gera athuga- semdir. Í landinu eru mörg félög útivistarfólks, landlausra Íslend- inga og ekkert heyrist í þeim. Á þessu svæði eru t.d. undir ferða- mannastaðir eins og Lónsöræfi, Núpsstaðaskógur og Þórsmörk. Hvað verður um þessa staði, ef þeir verða ekki úrskurðaðir þjóð- lenda og aðilar eignast landið, sem ekki vilja átroðning á eignarland sitt? Þjóðlendukröfur Kröfur um þjóðlendur ná á þessu sama svæði í sumum tilvikum inn í þinglýst landamerki. Óhjákvæmi- legt hefur þótt að óbyggðanefnd færi yfir mörk jarða gagnvart óbyggðum, þar sem engan var við að semja, er landamerkjum var einhliða lýst inn til landsins fyrir 100 árum. Óbyggðanefnd hefur úr- skurðað hluta úr jörðinni Þingvelli samkvæmt þinglýstu landamerkja- bréfi þjóðlendu. Óbyggðanefnd hef- ur sömuleiðis úrskurðað Búrfell og Skeljafell þjóðlendu. Þetta land keypti Einar Benediktsson upphaf- lega af bændum í Gnúpverjahreppi og seldi það Títan h/f. Títan seldi það svo íslenska ríkinu, sem lagði það sem sinn eignarhlut í Lands- virkjun. Óbyggðanefnd taldi landið ekki hafa verið eign bændanna og samningar og afsöl síðar breyttu ekki þeirri niðurstöðu og í því sam- bandi réð þinglýsing eignarheimild- anna ekki úrslitum. Þar sem þjóð- lenda er ekki sama og ríkisland hafði þannig íslenska ríkið í raun ekki greitt sinn hlut í Landsvirkj- un. Þjóðlendur og stjórnmál Eftir Ólaf Sigurgeirsson „Þar sem þjóðlenda er ekki sama og ríkisland hafði þannig íslenska ríkið í raun ekki greitt sinn hlut í Landsvirkjun.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.