Morgunblaðið - 18.03.2003, Síða 27

Morgunblaðið - 18.03.2003, Síða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 27 FYRIR skömmu var viðtal við spænskan lögfræðing í helgarblaði ABC á Spáni þar sem hún sagði frá starfi sínu. Það felst í því að fara út í skemmtigarðinn Casa del Campo í Madrid á hverjum degi og bjóða vændiskonum sem þar starfa hjálp við að losna úr vítahring vændis og til að losna undan kvölurum sínum, hórkörlum og melludólgum. Vænd- iskonurnar eru flestar útlendingar og vilja komast aftur heim til sín. Þær héldu margar að þær hefðu ver- ið ráðnar til að starfa á hóteli á Spáni, en það var öðru nær. Með hverju árinu sem líður fækkar inn- fæddum vændiskonum á Spáni og í þeirra stað nýta melludólgar sér neyð kvenna frá Rómönsku Amer- íku, Afríku og Austur-Evrópu. Sum- ar vændiskonurnar fá ekki einu sinni lök til að sofa við, heldur er þeim út- hlutað pappír úr rúllum eins og not- aður er á læknastofum. Komið er fram við þær sem skepnur en ekki manneskjur. Viðtalið vakti athygli mína vegna þess að lögfræðingurinn sagði að við- skiptavinir vændisins hefðu ger- breyst undanfarin ár. Áður fyrr voru viðskiptavinir vændis á Spáni ungir þurfandi karlar sem máttu ekki lifa kynlífi fyrr en í helgri hjónasæng vegna þess að þröngsýnt þjóðfélag leyfði ekki annað. Í dag geta ólofaðir karlmenn (með lágmarkskynþokka) lifað kynlífi á jafnréttisgrundvelli kæri þeir sig um það. Þannig ætti grundvöllur fyrir vændi að vera brostinn. Sú er greinilega ekki raun- in. Lögfræðingurinn sagði vert að skoða þá sem keyptu vændi. Hún sagði að sífellt væri algengara að alls kyns öfuguggar keyptu sér þjónustu vændiskvenna og með skelfilegum afleiðingum. Ber vændiskonum í Casa de Campo saman um að mun oftar séu þær beðnar um að stunda afbrigðilegt kynlíf en áður og þær verða æ oftar fyrir líkamsmeiðing- um. Viljum við sjá þessa þróun á Ís- landi? Fyrir tíu árum hefði ekki hvarflað að okkur að þurfa að setja lög um vændi, enda trúðum við því að það væri ekki til staðar á Íslandi. Yfir þjóðina hefur klámvæðingin síð- an fengið að flæða svo til hömlulaust og við sem mótmælum þykjum for- pokuð og allt er gert til að gera þá sem ekki samþykkja klámið tor- tryggilega. Vegna þess að vændis- væðing á Íslandi var ekki viður- kennd hefur gengið erfiðlega að sporna við henni og hafa viðbrögð yf- irvalda verið með eindæmum hæg- fara. Almenningur verður sjálfur að sjá til þess að vernda börnin sín með- al annars með því að kaupa ekki DV með öllu því klámi sem fyllir smá- auglýsingarnar. Það sem fær mig til að lyfta penna er að nú síðast var tillaga Kolbrúnar Halldórsdóttur, alþingiskonu Vinstri grænna, um að banna kaup á vændi kolfelld á Alþingi. Ef marka má at- kvæðagreiðslu í þingsal finnst ein- ungis níu þingmönnum saknæmt að kaupa vændi. Ég leyfi mér þó að efast um að sú sé raunin heldur hafi pólitískir flokkadrættir enn einu sinni komið í veg fyrir að unnið sé að almannaheill. Andstaða við vændis- væðingu er ekki spurning um það hvort við erum hægri eða vinstri sinnuð heldur hvort við viljum vera siðmenntuð eða ekki. Erlendis hefur það sýnt sig að því losaralegri sem löggjöf um vændi er, því óhugnan- legra verður mansalið og niðurlæg- ing vændiskvennanna. Reglurnar eru eins og í barnauppeldi, ef allt er leyft eru engin bönd. Alltaf er reynt að sveigja þann lagaramma sem settur er og því þrengri sem hann er varðandi vændi, því betra. Frelsi í kynlífi er nefnilega eitt og vændi annað. Að kaupa vændi er að nýta sér neyð og fátækt manneskju sem getur ekki borið hönd yfir höfuð sér og er í vændi vegna þess að hún er neydd til þess. Klámvæðingin hef- ur alið á alls kyns afbrigðilegheitum og skilgreint þau sem hluta af „eðli- legu“ kynlífi karla. Er eðlilegt að heilbrigðir karlmenn nýti sér neyð annarrar manneskju? Er ekki með sömu rökum hægt að réttlæta þræla- hald og annað ofbeldi á minnimátt- ar? Nú skora ég á alþingismenn úr hvaða flokki sem þeir eru að banna auglýsingar á klámi í dagblöðum landsins (rétt eins og auglýsingar á tóbaki eru ekki leyfðar) og taka höndum saman um að koma með aðra tillögu á Alþingi þar sem kaup á vændi er skilgreint sem saknæmt og refsivert athæfi. Sá sem kaup- ir vændi fremur glæp Eftir Margréti Jónsdóttur „Frelsi í kyn- lífi er nefni- lega eitt og vændi annað.“ Höfundur er lektor í spænsku við Háskóla Íslands. MIKIÐ hefur verið rætt um áhrif peninga á þjóðfélagsumræðu að undanförnu. Furðufréttir for- sætisráðherra um að til hafi staðið að bjóða honum 300 milljónir fyrir vináttu hafa gefið umræðunni nýj- an byr. Þrálátt þras um eignarhald á Fréttablaðinu hafa líka bæst við þessa umræðu. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að það sé ekkert að marka Fréttablaðið á meðan menn viti ekki hver eigi það og þá um leið hver greiði starfsfólkinu launin. Á sama hátt hafa forsætisráð- herra og helstu málpípur hans s.s. Hannes Hólmsteinn lagst svo lágt að ásaka þá, sem ekki eru þeim þóknanlegir, um mútuþægni og að þeir gangi erinda einstakra fjár- málamanna. Fjármál stjórnmálaflokka Þessi umræða vekur menn til umhugsunar um fjármál stjórn- málaflokka. Hverjir styrkja flokk- ana? Það er vitað að stjórnmála- flokkar njóta stuðnings frá Alþingi. Það tel ég eðlilega ráð- stöfun því það kostar mikið að halda uppi starfsemi stjórnmála- flokks. Það er líka nauðsynlegt að þeir sem fara með almannavald séu ekki um of háðir fjárstuðningi einstakra fyrirtækja eða fjár- sterkra einstaklinga, sem e.t.v. vilja fá eitthvað fyrir greiðann. Lýðræðið er besta stjórnarform sem við þekkjum og við verðum að viðurkenna að það kostar peninga. Við eigum að stuðla að því að menn geti haldið pólitískum sjón- armiðum sínum á lofti án þess að verða háðir öðrum vegna fjár- stuðnings. Opinberar fjárreiður stjórnmálaflokka Eina leiðin til að vita hvort ákveðin fyrirtæki hafa greitt háar fjárhæðir til flokka er að þeir geri grein fyrir þeim stuðningi sem þeir njóta. Þá er hægt að ganga úr skugga um hvort einhver fyrirtæki hafa lagt óeðlilega mikið til þeirra. Þá sést hvort líklegt er að fyr- irtæki eigi hönk uppí bakið á þeim flokkum eða forystumönnum þeirra. Það er merkilegt að hér skuli flokkunum ekki enn vera skylt að tilgreina þá aðila sem fjármagna þá. A.m.k. þá sem greiða hæstu styrkina. Samfylkingin hefur það á stefnuskrá sinni að setja lög um opinberar fjárreiður stjórnmála- flokka. Það er undarlegt að á meðan forysta Sjálfstæðisflokksins veður áfram með dylgjur um fjármál annarra stjórnmálaafla þorir hún ekki að opna sitt bókhald. Þar er lítill áhugi á að uppvísa hverjir fjárhagslegir bakhjarlar flokksins eru. Efasemdir talsmanna Sjálf- stæðisflokksins um trúverðugleika Fréttablaðsins vegna óvissu um eignarhaldið verða hjákátlegar á meðan þeir geta ekki sjálfir upp- lýst hverjir eru helstu styrktarað- ilar flokksins. Davíð sagði um daginn að eng- inn gæti keypt Sjálfstæðisflokkinn. Hvers vegna er hann þá ekki til í að opna bókhald flokksins? Hver bannar honum að opna það? Eru það einhverjir fjársterkir stuðn- ingsaðilar? Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekkert til að upplýsa almenn- ing um sín fjármál verður ekki hægt að taka mark á talsmönnum þess flokks. Allra síst um fjármál annarra. Hver á hvað? Eftir Jóhann Geirdal Höfundur er oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ. „Samfylk- ingin hefur það á stefnuskrá sinni að setja lög um opinberar fjárreiður stjórnmála- flokka.“ BARÁTTUAÐFERÐ Samfylk- ingarinnar fyrir komandi alþingis- kosningar er eftirtektarverð. Dylgj- ur og gróusögur úr alræmdri Borgarnesræðu talsmanns flokksins hafa yfirgnæft alla stjórnmálaum- ræðu og þegar þessar sögur þykja ekki duga er farið rangt með skatta- mál og því haldið fram að skatta- lækkanir séu í raun skattahækkanir! Það sem talsmaður flokksins og aðrir forystumenn hans virðast ekki átta sig á er að með því að beita slíkum baráttuaðferðum eru þeir að afhjúpa málefnafátækt flokksins. Kjósend- um verður ljóst að forysta flokksins treystir sér ekki í eðlilegar umræður um stjórnmál, allra síst um störf rík- isstjórnarinnar. Rétt er að vekja at- hygli á nokkrum atriðum sem Sam- fylkingin vill greinilega draga athyglina frá með áróðri sínum. Hreinar skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um nær helming sem hlutfall af landsframleiðslu á síðustu átta ár- um, eða úr 34% í 18%. Ávinningurinn af niðurgreiðslu skulda kemur meðal annars fram í því að hrein vaxtagjöld ríkisins hafa lækkað úr 8 milljörðum króna árið 1998 í 2 milljarða króna í ár. Til viðbótar niðurgreiðslu skulda hafa yfir fimmtíu milljarðar króna verið greiddir inn í Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á undanförnum árum til að búa í haginn fyrir fram- tíðina. Tekjuskattur á einstaklinga hefur verið lækkaður á undanförnum árum og hefur hlutur ríkisins í stað- greiðslu einstaklinga ekki verið lægri frá því staðgreiðslukerfið var tekið upp fyrir 15 árum, en hann er nú 25,75%. Hinn hluti staðgreiðsl- unnar, útsvarið, hefur farið hækk- andi og rennur til sveitarfélaganna. Dregið hefur verið úr álögum á bif- reiðar og bensín á kjörtímabilinu og eignarskattur hefur verið lækkaður um meira en helming. Allt kemur þetta einstaklingum til góða enda er raunin sú að kaupmáttur hefur hækkað samfellt í níu ár, samanlagt um 33%. Þetta er ótrúleg bylting á lífsgæðum almennings, en kaup- máttur mælir hve mikið launþegar fá í eigin vasa eftir að hafa greitt skatta. Hér má bæta því við að sér- staklega ánægjulegt er að kjör þeirra lægst launuðu hafa batnað mest og hefur kaupmáttaraukning þeirra verið nær tvöfalt meiri en meðalaukningin. Þá má minna á að tekjuskattar á fyrirtæki hafa verið lækkaðir mark- visst á síðustu 12 árum og eru nú komnir niður í 18%. Þetta hefur orð- ið til þess að efla atvinnulífið sem er öllum til góðs. Loks má benda á að setning gegnsærra og skilvirkra reglna um starfsemi atvinnulífsins og einkavæðing ríkisfyrirtækja hef- ur stuðlað mjög að eflingu atvinnu- lífsins og umhverfi þess er nú allt annað en það var fyrir rúmum ára- tug. Þessum árangri og fjölmörgu öðru af sama tagi er nauðsynlegt að halda til haga nú þegar stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn vill láta kosning- arnar snúast um allt annað en mál- efni. Ómálefnaleg Samfylking Eftir Tinnu Traustadóttur Höfundur er lyfjafræðingur og ritari SUS. „… kaup- máttur hefur aukist sam- fellt í níu ár, samanlagt um 33%.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.