Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 28

Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SÍÐUSTU árin hefur orðiðnokkur breyting á starfiRannsóknarnefndar flug-slysa, RNF, en lögum um starfsemi hennar var breytt árið 1996. Fyrir þann tíma var rannsókn á flugslysum og flugatvikum á hendi Rannsóknardeildar Flugmálastjórn- ar og Flugslysanefndar. Í dag heyrir RNF beint undir samgönguráð- herra og starfar óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæru- valdi og dómstólum. Rannsóknarnefnd flugslysa skipa Þormóður Þormóðsson rannsóknar- stjóri en hann hefur BS-gráðu í flug- rekstrar- og tæknistjórnun, Þorkell Ágústsson verkfræðingur er aðstoð- arrannsóknarstjóri, Kristján Guð- jónsson, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, Steinar Steinarsson, flug- stjóri hjá Flugleiðum, og Þorsteinn Þorsteinsson, sjálfstætt starfandi flugvélaverkfræðingur. Tveir þeir fyrstnefndu eru í fullu starfi hjá RNF og ráðnir ótímabundið en hinir nefndarmennirnir eru skipaðir til fjögurra ára í senn. Rennur skipun- artími þeirra út 30. júní á næsta ári. Þormóður hóf störf í febrúar 2001, fyrst sem starfsmaður nefndarinnar, og tók síðar við af Skúla Jóni Sigurð- arsyni, sem veitt hafði rannsóknar- nefndinni forstöðu um árabil. Þor- kell kom til starfa í byrjun síðasta árs. Auk þeirra starfar hjá nefndinni Hekla Sörensen fullrúi. Mikilvægt að fá allar upplýsingar Í samtali við Morgunblaðið segja þeir Þormóður og Þorkell að sjálf- stæði RNF sé grundvallaratriði. „,Rannsóknir okkar miða að því einu að koma í veg fyrir að flugatvik eða slys endurtaki sig og að auka öryggi í flugi. Þess vegna er það svo mikil- vægt að við fáum allar upplýsingar og að þeir sem koma við sögu í hverju máli séu fúsir til að greina frá öllu sem þeir vita varðandi málið. Þeir verða þá líka að treysta því að gögn nefndarinnar séu ekki notuð sem sönnunargögn í opinberum mál- um enda er tilgangur rannsókna okkar ekki að draga fram sök,“ segir Þormóður og leggur mikla áherslu á þetta grundvallaratriði. „Í kjölfar lagabreytingarinnar hefur síðan ver- ið skorið á tengslin við Flugmála- stjórn og það ásamt auknum fjárráð- um RNF hefur gert það að verkum að við teljum okkur nú starfa alveg sjálfstætt.“ Stefnumótun í kjölfar breytinga „Við teljum að RNF njóti almenns trausts í flugheiminum og við viljum viðhalda því trausti sem búið er að byggja upp gegnum árin,“ segir Þor- kell og nefnir að nokkru eftir að þeir Þormóður komu til starfa hafi verið ákveðið að ráðast í stefnumótunar- vinnu. Hana annaðist rannsóknar- nefndin en fulltrúi frá samgöngu- ráðuneyti kom að þeirri vinnu. Jafnframt kynntu menn sér starf- semi hliðstæðra nefnda í nokkrum nágrannalöndunum. RNF hefur að- setur í húsi Flugbjörgunarsveitar- innar í Reykjavík við Flugvallarveg og fær á næstunni viðbótarpláss þar, m.a. fyrir fundarherbergi. Þá er ver- ið að leita að aðstöðu fyrir geymslu á rannsóknargögnum, flugvélum eða hlutum úr þeim en slík gögn getur nefndin geymt meðan rannsókn stendur eða svo lengi sem henni þyk- ir ástæða til. Þeir Þormóður og Þorkell segja að fengist hafi nokkurt fjárframlag til að bæta við ýmsum tækjum og búnaði. „Þá eigum við bæði við tölvu- búnað og annan skrifstofubúnað sem orðið var nauðsynlegt að endurnýja og ýmis fleiri verkfæri, búnað og tæki sem við notum við rannsókn- irnar en ýmis sérhæfð tæki leigjum við síðan eftir því sem þarf,“ segir Þormóður. Við rannsóknir getur þurft að greina og lesa úr ýmsum sérstökum atriðum t.d. varðandi málma eða önnur efni sem getur verið til að varpa ljósi á tiltekin atriði og hefur RNF í því skyni samið við Iðntækni- stofnun um að hafa aðgang að sér- fræðingum á ýmsum sviðum. Í þessu sambandi má einnig nefna in hefur samið við Flugbj sveitina um að koma ran mönnum á slysavettvang o öryggi þeirra þar. Rannsóknir flugslysa o eiga sér iðulega stað í sam slíkar nefndir í öðrum löndu Þormóður að á síðasta ári h aðstoðað rannsakendur e átta tilvikum sem íslenskar komu við sögu atvika erl nokkur minni háttar atvik lendar flugvélar á Íslandi s rannsakaði. Þormóður seg vægt að geta líka átt erlen sakendur að þegar viðamik til rannsóknar hjá RNF vegna höfum við samið við erlendar rannsóknarnefn bresku, dönsku og norsku o viðræðum við bandarísk göngurannsóknarnefndina, Þessir samningar ganga ú kvæma aðstoð og þrátt fyr aðstoð sé veitt án slíkra sam betur um hnútana búið m hafa þá formlega.“ Þorkell segir þá Þormóð Segja sjálfstæði Rannsóknarnefndar flugslysa Rannsóknir í þágu en ekki til að sak Frá vinstri: Þormóður Þormóðsson, Þorkell Ágústsson og Hekla Rannsóknarnefnd flugslysa skráði í fyrra 93 atvik í flugi ís- lenskra loftfara hér- lendis og erlendis og erlendra loftfara um íslenska lögsögu og ís- lenska flugstjórnar- svæðið. Jóhannes Tómasson ræddi við forráðamenn RNF. ÁKVEÐIN vinnubrögð eru viðhöfð þegar mál er tekið til formlegrar rannsóknar. Skipaður er rann- sóknarstjóri fyrir hvert mál sem stjórnar rannsókninni og skrifar rannsóknarskýrslu. Málin eru mis- jafnlega viðamikil og ólík eftir því hvort um atvik er að ræða eða slys þar sem flugvél hefur farist með hugsanlegum dauðsföllum. En hvernig gengur frumrann- sókn fyrir sig á slíkum vettvangi? Fyrsta atriðið segja þeir Þor- móður og Þorkell vera að bjarga fólki og tryggja öryggi. Eftir það hefjast rannsakendur handa og stjórnandi rannsóknar skipar mönnum til verka. Fyrst þarf að skoða vettvang og fara sér hægt við það enda segja þeir eitt mik- ilvægasta atriðið að gæta þess að spilla ekki gögnum. Einnig er ljós- myndað og myndbandstökuvél komið fyrir til að nema allt sem gert er á staðnum. Skráning á því sem ber fyrir augu er mikilvæg og gögn eru merkt áður en hreyft er við þeim. Jafnframt þarf að tryggja að fáanleg séu afrit af sam- skiptum flugvélar og flugumferð- arstjórnar og aðrar utanaðkom- andi upplýsingar. Menn reyna að gera sér grein fyrir hvernig flug- vélin hefur farið í jörðina, kanna stöðu allra stjórntækja, stýrisflata, vængbarða, mæla o.s.frv. Eftir vettvangsrannsókn er leit- að viðbótarupplýsinga með tölum við þá sem komu við eftir því sem unnt er, úr áð urnefndum gögnum af sam við flugvélina, hjá sjónarvo hugsanlega þeim sem kom að. Í þessu sambandi segja mikilvægt að t.d. björguna lögregla og slökkvilið hafi að þeir geti veitt mikilvæg lýsingar og hefur RNF í þv áætlað/haldið námskeið m um aðilum varðandi umga slysavettvangi. Þeir ítreka björgun fólk sé hins vegar forgangsatriði – annað kom farið. Stjórnandi rannsóknarin skrifar síðan drög að skýrs rædd er í nefndinni og þeg hefur verið samþykkt eru drög að lokaskýrslu sem se málsaðilum til umsagnar. E frest til athugasemda er sk síðan gefin út. Í þessu sambandi minna Þormóður og Þorkell á mi samvinnu við fjölmiðla. Se RNF vilja upplýsa um gang hverju sinni eins og hægt e slys og flugatvik séu hins v viðkvæm og oft ekki unnt a nema lágmarksupplýsinga rannsókn lýkur. RNF hefu þessa komið upp nýju vefs þess að efla miðlun upplýs almennings. Tilhögun rannsókn SÞ OG ÍRAK Viðræðum um Íraksdeiluna ávettvangi öryggisráðs Sam-einuðu þjóðanna lauk í gær án þess að samkomulag næðist um næstu skref. Bandaríkjamenn, Bret- ar og Spánverjar féllu að lokum frá því að leggja fram nýja ályktun þar sem Írökum yrði gefinn lokafrestur til að afvopnast, ella yrði það gert með valdi. Morgunblaðið hefur frá upphafi lagt áherslu á að Íraksdeilan yrði leidd til lykta á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Mikilvægt væri að þjóðir heims væru samstiga í þeim ákvörð- unum sem teknar yrðu vegna Íraks. Nú er ljóst að sú verður ekki raunin. Jeremy Greenstock, sendiherra Breta hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði ástæðu þess að málalyktir urðu með þessum hætti að Frakkar hefðu hótað að beita neitunarvaldi gegn öllum tillögum er fælu í sér ákveðin tímamörk og þar með væri ekki grundvöllur fyrir áframhald- andi samningaviðræðum. Það voru fyrst og fremst pólitískar ástæður að baki því að jafn rík áhersla var lögð á nýja ályktun SÞ, ekki síst af hálfu Breta. Þótt ávallt megi deila um túlkun alþjóðalaga er hægt að færa rök fyr- ir því að heimild til valdbeitingar í Írak liggi nú þegar fyrir. Á undanförnum þrettán árum hafa verið samþykktar á annan tug álykt- ana í öryggisráðinu sem Írakar hafa gerst brotlegir við. Þrjár þeirra gegna lykilhlutverki í þessu sam- bandi. Með ályktun 678, sem sam- þykkt var árið 1990, var valdbeiting heimiluð til að hrekja Íraksher frá Kúveit. Í kjölfar Persaflóastríðsins árið 1991 var samþykkt ný ályktun, númer 687, þar sem sett voru ströng skilyrði er Írökum var gert að upp- fylla í tengslum við vopnahlé. Meðal annars var þar kveðið á um að þeir yrðu að láta gjöreyðingarvopn sín af hendi. Þessar ályktanir eru enn í fullu gildi og Írakar hafa ekki enn uppfyllt þau skilyrði sem þeir gengu að árið 1991. Í nóvember á síðasta ári var sam- þykkt enn ein ályktun, númer 1441, þar sem Írökum var veittur loka- frestur til að afvopnast. Var tekið fram í ályktuninni að það myndi hafa „alvarlegar afleiðingar“ ef þetta tækifæri yrði ekki nýtt. Þar sem Írakar eru taldir brotlegir við þess- ar ályktanir er hægt að færa rök fyr- ir valdbeitingu með vísan til álykt- unar 678. Heimildin til valdbeit- ingar, sem í henni er að finna, féll aldrei úr gildi, heldur var einungis frestað með ályktun 687. Nokkur fordæmi eru fyrir því að ekki hafi verið talið nauðsynlegt að leita til öryggisráðsins áður en valdi hefur verið beitt. Árið 1999 hófu ríki Atlantshafsbandalagsins árásir á Serbíu vegna ofsókna Slobodans Milosevics og Serbíustjórnar á hendur Kosovobúum. Markmið þeirra aðgerða var að koma Milosev- ic frá völdum. Málið hafði verið til umræðu í öryggisráðinu en ljóst þótti að Rússar myndu beita neitun- arvaldi yrði tillaga borin upp í ráðinu. Því var fallið frá því að bera hana upp. Aðgerðirnar í Kosovo voru því ekki í umboði Sameinuðu þjóð- anna. Einnig má nefna þá ákvörðun ríkja í Vestur-Afríku, með Nígeríu í broddi fylkingar, að fara með her- afla inn í Sierra Leone til að stöðva borgarastríðið sem þar geisaði á síð- asta áratug. Þær aðgerðir hófust án afskipta Sameinuðu þjóðanna þótt þær hafi komið að málinu á síðari stigum. Þá fóru Frakkar fyrir nokkrum mánuðum með herlið inn í Fílabeins- ströndina til að stöðva átök stjórn- arhersins og uppreisnarmanna. Sú hernaðaraðgerð Frakka var fram- kvæmd án þess að um hana væru greidd atkvæði í öryggisráðinu. Þrátt fyrir þessi fordæmi hefur á síðastliðnum mánuðum verið lögð rík áhersla á að ná samstöðu innan öryggisráðsins. Þótt um tíma hafi verið talið að Bandaríkjastjórn myndi fara í stríð upp á eigin spýtur tók Bandaríkjastjórn ákvörðun síð- astliðið haust um að fara með málið í gegnum öryggisráðið. Það var skyn- samleg ákvörðun. Mjög skiptar skoðanir eru uppi í málinu og al- menningsálitið í mörgum ríkjum er mjög andsnúið hvers konar hernað- araðgerðum. Þá má ekki gleyma þeirri við- kvæmu stöðu, sem Bandaríkjamenn eru í. Hernaðarlegir yfirburðir þeirra yfir aðrar þjóðir heims eru svo gífurlegir um þessar mundir, að þeir geta í raun gert það sem þeim sýnist. Þess vegna, ekki síst, er mik- ilvægt að aðgerðir þeirra byggist á víðtækri samstöðu meðal þjóða heims. Það er slæmt að ekki náðist mála- miðlun í deilunni í öryggisráðinu og augljóst að Frakkar bera þar mikla ábyrgð. Ekki er hægt að sjá, að sú afstaða þeirra að beita neitunarvaldi hvað sem á gengur byggist á mál- efnalegum rökum. Um þetta mál hafa farið fram víð- tækar og lýðræðislegar umræður á Vesturlöndum. Sjálfsagt hefur eng- inn vestrænn stjórnmálaleiðtogi lagt fram jafn sterk rök gegn stríði og Robin Cook, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Breta, gerði í afsagnar- ræðu sinni í breska þinginu í gær- kvöldi er hann sagði af sér ráðherraembætti í ríkisstjórn Blair. Rök Bandaríkjastjórnar fyrir því að ráðast gegn einræðisherrum og kúgurum á borð við Saddam Hussein eru sterk en hin siðferðilegu álita- mál, sem leita á lýðræðisþjóðir við þessar aðstæður eru líka veigamikil. Þetta mál hefur veikt öryggisráðið og Sameinuðu þjóðirnar í heild. Það vekur einnig áleitnar spurningar um það kerfi að veita fimm útvöldum ríkjum neitunarvald í öllum málum. Skipan öryggisráðsins endurspeglar ákveðinn veruleika við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Sá veruleiki er ekki lengur til staðar. Heimurinn hefur breyst. Þær breytingar er ekki hægt að rekja til Íraksdeilunnar. Hún hefur hins vegar dregið þær rækilega fram í dagsljósið og gæti leitt til þess að stokkað yrði upp í hinu alþjóðlega stofnanakerfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.