Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ F áar vísbendingar eru nú um að Banda- ríkjamenn og Bret- ar ráðist ekki á Írak. Öll mótmælin og dómsdagsspárnar hafa komið fyrir ekki. Þetta er dapurleg nið- urstaða á sorglegu máli. En umræðan – deilurnar – um málið hefur verið með dálítið skringilegum hætti, oft á tíðum, á Vesturlöndum, og stundum hefur manni virst sem stríðs- andstæðingarnir hafi verið búnir að gleyma því um hvað málið snerist, það er að segja um Írak. Um það, hvort írösk stjórnvöld hefðu yfir að ráða gereyðing- arvopnum sem hætta væri á að yrði beitt gegn saklausu fólki einhvers- staðar í heim- inum; um það, hvort eina leiðin til að tryggja að slíkt yrði ekki að veruleika væri að verða fyrri til, og afvopna Íraka með valdi. Og um hvort það sé betra fyrir Íraka að sitja áfram undir Sadd- am eða verða fyrir árás Vest- urlanda. Nei, hin meinta andstaða við stríð virtist oft vera í rauninni andstaða gegn Bandaríkjunum – því sem þau eru, standa fyrir og hafa gert, fremur en gegn því sem þau eru að gera nákvæm- lega núna – þ.e. að fara í stríð við Írak. Það, að fara í stríð, er hið skelfilegasta mál og hér skal því alls ekki mælt bót, en umræðan hefði átt að snúast um nákvæm- lega það. Umræðan hefði ekki átt að snúast um það hvort Bandaríkin séu orðin of öflug, áhrif þeirra séu vond og Banda- ríkjamenn alltof hrokafullir og geti sjálfum sér um kennt að allir séu á móti þeim. Þetta mál snýst um Írak, en ekki um Bandaríkin, nema ein- ungis það sem Bandaríkjamenn eru að gera núna. Ekki um meintan hroka þeirra. Ekki um meintar fyrri syndir þeirra. Að beita slíkum rökum gegn Banda- ríkjamönnum væri það sem í rökfræði heitir ad hominem, að ráðast á andstæðinginn persónu- lega, en ekki orð hans eða gjörð- ir. Ad hominem er yfirleitt talið einskonar rökvilla. Hvers vegna hefði verið æski- legt að tekist hefði að koma í veg fyrir að farin yrði herför á hend- ur Saddam Hussein? Þetta er nú eiginlega bjánaleg spurning, svo augljóst er svarið. Það er næst- um því allt á sig leggjandi til að forðast styrjaldir. En samt hefur þessari spurn- ingu verið svarað með öðrum hætti. Um daginn sagði í frétt, að franskur almenningur hefði verið hæstánægður með forsetann sinn, Jacques Chirac, er hann lofaði því að beita neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að tryggja að ályktunardrög Bandaríkjamanna, Breta og Spánverja um árás á Írak myndi ekki fást samþykkt. Og hvað var franski almenn- ingurinn svona ánægður með? Jú, að forsetinn skarpgreindi skyldi standa uppi í hárinu á Bandaríkjamönnum. Gleymdist ekki eitthvað þarna? Bandaríkjamenn eru fyrir löngu orðnir mjög fúlir út af því að Frakkar skuli ekki vilja vera með í því að lýsa stuðningi SÞ við stríðið, og það er einmitt það sem Frökkum finnst svo dæmi- gert fyrir þessa hrokafullu Bandaríkjamenn – þeir láta eins og allir skuli lúta þeirra vilja en hundar heita ella. Kannski er eitthvað til í þessu hjá Frökkunum, en það vill svo til að þeir eru kannski svolítið að kasta þarna grjóti úr glerhúsi. Ekki er langt síðan þessi sami Chirac hundskammaði nokkur verðandi Evrópusambandsríki fyrir að vera með uppsteyt og gera ekki eins og Frakkar vildu að þau gerðu. Er nema von að maður hafi meinta greind þessa franska forseta í flimtingum? En svo hann njóti nú sann- mælis er rétt að taka fram að þau rök sem heyrst hafa frá hon- um í málinu eru helst á þá leið, að vopnaeftirlitsmenn SÞ fullyrði að hægt sé að afvopna Íraka á friðsamlegan hátt. Sé þetta rétt hjá eftirlitsmönnunum þýðir það að hægt væri að ná yfirlýstu markmiði Bandaríkjamanna – af- vopnun Íraka – án átaka. Þetta eru sterk rök hjá Chirac. Að vísu er málið örlítið flókn- ara því að Bandaríkjamenn vilja hrekja Saddam frá völdum þar eð þeir álíta hann hættulegan brjálæðing. Þess vegna væri frið- samleg afvopnun ekki nema hálf sagan. Ekki hefur heyrst neitt frá Chirac um þetta atriði. En hvað veldur því að skyn- samt fólk gleymir aðalatriðum og notfærir sér Íraksdeiluna til að koma höggi á Bandaríkjamenn? Svo spurningin sé nú orðuð að- eins meira blátt áfram: Af hverju eru menn svona foj útí Banda- ríkjamenn? Einn af fáum eindregnum bandamönnum Georges W. Bush Bandaríkjaforseta í Evrópu, spænski forsætisráðherrann Jose Maria Aznar, hefur kannski veitt nokkra innsýn í það í stuttu viðtali við Newsweek nú um síð- ustu helgi. Þar var Aznar meðal annars spurður hvort hann teldi vandann að hluta til sprottinn af því, að margir Evrópumenn litu á Bandaríkin sem einskonar fant sem böðlaðist áfram án tillits til annarra. Aznar svaraði: „Ef þú ert að spyrja hvort ímyndir skipti máli þá tel ég svo vera. Evrópa er haldin einskonar vitsmunalegu stórmennskubrjál- æði. Henni þykir ekki mikið koma til bandarískra forseta. Ef forsetinn er repúblíkani þykir enn minna varið í þá. Ef forset- inn er frá Texas og repúblíkani þykir jafnvel ennþá minna varið í þá.“ Þeim sem ræða þetta mál eins og það snúist um fantaskap og hroka Bandaríkjamanna hefur ekki bara orðið á ofangreind rök- villa. Þeir eru í rauninni líka að nota sér neyð Íraka til að koma höggi á Bandaríkin. Og það hef- ur aldrei þótt sérlega fallegt að nota fólk. Vondurík- in og Írak Þetta mál snýst um Írak, en ekki um Bandaríkin, nema einungis það sem Bandaríkjamenn eru að gera núna. Ekki um meintan hroka þeirra. Ekki um meintar fyrri syndir þeirra. VIÐHORF Eftir Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is ✝ Margrét Þor-björg Thors fæddist 16. janúar 1929 í Reykjavík. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 5. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors forsætisráðherra, f. 19. janúar 1892, d. 31. desember 1964, og Ingibjörg Indr- iðadóttir Thors, f. 21. ágúst 1894, d. 5. ágúst 1988. Auk Margrétar, sem var yngst systkina sinna, eignuðust Ingibjörg og Ólafur fjögur börn: Thor Jensen, f. 17. september 1916, d. 10. febrúar 1921, Mörtu, f. 28. mars 1918, d. 20. desember 1998, Thor, f. 31. mars 1922, d. 9. desember 1992, og Ingibjörgu, sem fædd er 15. febrúar 1924 og lifir nú ein systkina sinna. Margrét giftist 30. ágúst 1952 Þorsteini Elton Jónsson flug- manni, f. 19. október 1921, d. 30. desember 2001. Þau skildu 1965. Foreldrar hans voru Snæbjörn Jónsson bóksali, f. 1887, d. 1978, og Annie Florence Westcott Jóns- son, f. 1893, d. 1936. Margrét og Þorsteinn eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Jónsson, f. Margrét var lífsglöð og átti við- burðaríka ævi. Hún ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950, en hafði þá einnig varið tveimur árum við menntaskóla í Bandaríkjunum þar sem hún lauk Junior College-námi. Eftir stúd- entspróf nam hún frönsku í París en gerðist síðan flugfreyja hjá Flugfélagi Íslands. Þar kynntist hún Þorsteini eiginmanni sínum. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Leopoldville í Belgísku Kongó sumarið 1956, þar sem Þorsteinn starfaði sem flugmað- ur. Heim fluttu þau í hasti 1960 vegna yfirvofandi stjórnarbylt- ingar. Þrátt fyrir skilnaðinn 1965 hélst vinátta þeirra Þorsteins alla tíð. Eftir Afríkudvölina starfaði Margrét meðal annars sem leið- sögumaður hjá ferðaskrifstofunni Lönd og leiðir, einnig á tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins og sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Hún var um árabil upplýsinga- fulltrúi og bókasafnsvörður Menningarstofnunar Bandaríkj- anna í Reykjavík. Meðfram því stundaði hún nám við enskudeild Háskóla Íslands og lauk þaðan BA-prófi. Einnig var hún barna- kennari við Landakotsskóla einn vetur. Eftir að Margrét hætti störfum utan heimilis var hún virk í félagslífi og naut lífsins eins og hún gat meðan heilsan leyfði. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 27. desember 1952, d. 22. júní 1998, gift Páli Herbert Þormóðs- syni, f. 1. janúar 1951. Þeirra börn eru Indr- iði Viðar, Kjartan Thor, Anna Theresa og Ríkharður Hjalti. Sambýliskona Kjart- ans er Berglind Þyrí Guðmundsdóttir og eiga þau soninn Sæv- ar Thor. 2) Anna Flo- rence Jónsson, f. 2. mars 1954, gift Paul Masselter, f. 13. maí 1954, þau eiga soninn Michel Thor. Fyrri maður Önnu var Óttar Jóhannsson og eiga þau synina Ingvar Pétur og Ólaf Örn, en elsti sonur Önnu og Þorsteins Daníelssonar er Þorsteinn Elton Jónsson. Hann er kvæntur Maryse Wagner og eiga þau dótturina Chloé Fanny. 3) Margrét Þorbjörg Jónsson, f. 9. febrúar 1956, gift Aðalgeiri Arasyni f. 22. apríl 1957 og eiga þau þrjá syni, Pétur Ólaf, Ara Hálfdán og Þorstein Hjalta. 4) Ólafur Tryggvason, f. 13. júlí 1960, í sambúð með Auði Sigríði Kristinsdóttur f. 1. október 1962. Hann á tvo syni af fyrra hjóna- bandi, Kristján Rícharð og Daníel Tryggva, móðir þeirra er Soffía Alice Sigurðardóttir. Það er ekkert langt síðan ég kynntist henni Möbbu. Hún tók mér opnum örmum frá fyrstu stundu, svo hamingjusöm fyrir hönd sonar síns, að ég held að við höfum orðið fyr- irfram ástfangnar í gegnum hann. Sú væntumþykja jókst við kynnin og varð í raun meira en væntum, því fyrir mig hefur þetta orðið upplifun sem ég mun alltaf búa að. Svo gerð- umst við sambýliskonur og deildum söguheimi okkar í þetta tæpa ár sem við fengum að búa saman. Ég vand- ist því að svara því nafni sem hún valdi mér í hvert skipti. Ég hef reynt að greina hvort eitthvað mynstur væri á nöfnunum og er ekki frá því að ég hafi frekar verið Rósa þegar ég var að taka til, Hjördís í kringum mat og Sigrún svona almennt, en þó var það ekki algilt. Svo var ég líka Auður inn á milli. Mabba kenndi mér hvað orðabækur eru máttlausar, með frjórri hugsun sinni. Ég hef heyrt að á blaðamennskuárum henn- ar hafi hún verið á þeirri skoðun að kvenkynsblaðamaður ætti að kallast blaðra. Orðanotkun hennar var skemmtileg, hún svaf ekki bara eins og engill, heldur eins og tveir englar eða fleiri eftir atvikum. Þrátt fyrir stutt kynni, get ég ekki gert öllum góðu kostunum hennar skil í svona stuttri grein, því hún var stór persónuleiki. Eitt af því skil- virkasta í fari hennar var hvað hún var skemmtileg. Eftir að við gerð- umst sambýliskonur gerðist það ein- hver skipti að ég hitti fólk sem ekki þekkti hana og sagði með vorkunn- semi í röddinni við mig: „Ó, býrðu með tengdamömmu þinni?“. En ég gat vorkennt þeim til baka, því þeir höfðu ekki einu sinni hugmyndaflug til að átta sig á hvað ég var heppin. Ég bjó ekki bara með „tengda- mömmu“, ég bjó með stórskemmti- legri konu, víðförulli og fróðri, ákveðinni og einlægri. Hún var mikil lífsnautnakona, í öllum merkingum þess orðs; naut bæði lífsins og lífsins lystisemda. Einlægnin hennar var einstaklega skemmtileg í kringum góðan mat, því þá gat hún ekki setið á sér að gera Ohhoho af hrifningu og það var mikið af Ohhoho þegar hann Óli okkar kokkaði. Tillitssemi henn- ar var líka einstök. Nú síðast þegar við biðum eftir sjúkrabílnum í jan- úar, og hún átti erfitt með mál og all- ar hreyfingar vegna áfallsins sem hún var að ganga í gegnum, þá hætti hún ekki fyrr en hún hafði gert sig skiljanlega með að biðja mig um að hringja fyrir sig í dansarann og af- boða hann, svo hann færi ekki fýlu- ferð. Dansarinn hennar Möbbu er enn eitt dæmið um skemmtilega til- veru hennar. Ég og flestir aðrir hefð- um líklega slysast til að líta svo á að hann væri bara sjúkraþjálfari, sem kom tvisvar í viku eftir að hún slas- aðist í haust, en hún kaus að hafa þetta skemmtilegra. Ég er þakklát fyrir þann yndis- lega tíma sem ég fékk með henni. Þótt heilsu hennar væri farið að hraka, er ég kynntist henni, hafði hún samt mikið að gefa og virtist eiga nóg handa öllum. Ég þakka fyr- ir minn skammt. Ég mun alltaf njóta okkar kynna. Ég vona að þú skemmtir þér vel á nýjum slóðum, Mabba mín. Takk fyrir að vera svona yndisleg. Er ekki veröldin dásamleg? Auður Sigr. (ásamt Rósu, Hjördísi og Sigrúnu). Þau vináttubönd sem tengdu mig Möbbu tengdamóður minni fæ ég seint fullþökkuð. Ég kynntist henni fyrir 26 árum, gat verið eitthvert sumarfiðrildi ellegar verðandi tengdasonur en hús hennar stóð strax opið mér og öllum vinum mín- um. Mabba reyndist allskyld sumum þeirra. Það var því margt í fari henn- ar sem mér fannst fyrirfram kunn- uglegt. Hún fékk góðan skammt af þeim bestu eiginleikum sem einnig einkenna frændfólk hennar allt, var heil og traust og velviljuð, með mikla persónutöfra og kunni vel að gleðja geð annarra. Hverrar þjóðar sem nærstaddir voru, tungumál voru henni enginn þröskuldur í að tjá hressileika, orðheppni og snarpan húmor. Alvaran var auðfundin með- fram og einlæg guðsást og blessun- arorð hrein og bein. Henni, systk- inum hennar og móður er ég afar þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast og allt sem þau hafa gefið og gert fyrir fjölskyldu okkar Maggýj- ar. Minni fjölskyldu var Mabba sannarlega elsk, var umhugað um hagi foreldra minna og frændfólks og bar virðingu fyrir þeim. Hún var amma Mabba sona minna, og þegar átti að velja einum þeirra nafn vildi eldri bróðir hans að hann yrði skírður Emmi Mebbi. Sjálf unni hún orðaleikjum, einn jólapakkinn inni- hélt booze-áhöld, lítil sérrýglös. Og þvílík matargerðarlist og nöfnin eftir hennar höfði – Dálæti furstans frá Timbúktú, sem gat líka eins verið bara vöfflur úr grjónagraut. Lífið er ekki alltaf leikur, alvar- legur heilsumissir síðasta mánuðinn sýndi vanmátt okkar andspænis snúningi lífshjólsins. Ég man atvik fyrir nokkrum árum sem leið án orða, það var eins og Mabba sæi kusk á enninu á mér og fjarlægði það, en jafnskjótt hvarf höfuðverkur sem ég hélt að enginn vissi af. Sann- arlega var óskandi að geta endur- goldið þannig í veikindum hennar. En hún kvaddi í fullkomnum friði og ég samgleðst henni og þeim sem nú njóta félagsskapar hennar efra. Guð blessi þig alla daga Mabba mín. Aðalgeir Arason. Mabba móðursystir. Hvað dettur manni fyrst í hug? Engin spurning: ef Mabba var einhvers staðar, þá var gaman þar. Garanterað að hún héldi uppi fjöri með sinni óviðjafnanlegu orðheppni og húmor. Hún var full af óstýrlátum lífskrafti, sem sprengdi utan af sér alla ramma. Hún var eig- inlega nokkrum númerum of stór fyrir venjulegt samfélag. Það verður aldrei um hana sagt að hún hafi verið prúð eða pen. Nei, Mabba var stór í sniðum og hjartahlýjan þvílík að það þurfti ekkert að kynda nálægt henni. Lengi fannst mér eins og Mabba hefði fæðst á röngum stað. Sálin hefði sennilega verið póstmerkt til New Orleans, því hennar rétta ele- ment var jazzinn, marglitu Kreola- kjólarnir og besti matur í heimi í tonnatali. Maturinn hennar var æð- isgenginn, en alltaf allt of mikið af honum, því Mabba nennti ekki að elda ofan í fjóra, fjórtán var nær lagi hvort sem von var á þeim í matinn eða ekki. Alltaf pláss fyrir einn í við- bót, allar áætlanir sveigjanlegar, ef þær voru þá til. Hún Mabba jazzaði í gegnum lífið, og spilaði bara eftir eyranu. Allir sem þekktu hana eiga litríkar minningar. Sjálf man ég fyrst eftir henni þar sem hún stóð fyrir ofan mig í tröppunum á svölunum út í garð hjá afa og ömmu og var að reykja langa sígarettu með stæl. Í ljósbláum kjól og ótrúlega háhæluð- um korkskóm. Flottir fótleggir. Jafnvel ég, fimm ára, tók eftir því. Hún var svoldið fjarlæg og flott með hláturmildan náunga upp á arminn, sem ég hélt að væri sýslumaður af því að hann var með vínarbrauð á öxlunum. En þetta var auðvitað hann Steini flug, maðurinn hennar Möbbu og stóra ástin í lífi hennar alla tíð. Þótt þau hafi skilið fyrir – nú trúi ég ekki mínum eigin útreikningum – nærri 40 árum! þá slitnaði aldrei strengurinn á milli þeirra. Þau voru alltaf vinir og félagar og hún sá aldr- ei sólina fyrir honum. Enda var það ekkert hægt, því annar eins sjarmör var vandfundinn. Hann var hugrakk- ur, lítillátur og heillandi ævintýra- maður, en það lá ekki sérlega vel fyr- ir honum að eiga bara eina konu í einu, frekar en James Bond. En þetta vissu þær vel, Kata seinni kon- MARGRÉT ÞORBJÖRG THORS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.