Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýja Glæsibæ, sími 533 6129 • Smáratorgi, sími 544 4031 Hafnarfirði, sími 565 0480 • Reykjanesbæ, sími 421 1501 Heiðrum minningu látinna Blómalagerinn • beint frá bóndanum ✝ Jónína Elín Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 18. mars 1912. Hún lést á Sóltúni hinn 7. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson bak- ari, f. 6. maí 1880, d. 13. febrúar 1932, og Nikolína Henriette Katrín Þorláksdóttir húsfreyja, f. 9. júní 1884, d. 14. nóvem- ber 1959. Systkyni Jónínu eru: Leifur, f. 30. maí 1910, d. 25. maí 1986, maki: Katrín Sigríður Hansen, f. 24. ágúst 1917, d. 6. júní 1977. Júlíana Þorlaug, f. 11. desember 1913, maki: Georg Pétur Aspelund, f. 15. febrúar 1915, d. 23. mars 1972. Guðni Þorláksson, f. 22. apríl 1915, d. 4. desember 1991, maki: Guðrún Áslaug Edvarðsdóttir, f. 21. maí 1921. Þorlákur, f. 22. janúar 1917, d. 21. október 1999, maki: Anna Sigurðardóttir, f. 29. júní 1921, d. 14. apríl 1996. Bryndís, f. 16. júlí 1920, maki: Páll Haraldur Pálsson, Jón Ævar, f. 9. ágúst 1940, maki: Ingibjörg Hákonardóttir, f. 3. september 1947 börn þeirra eru: Írís, Rakel og María Lea. Einnig á Jón Ævar Sigurlínu Guðnýju af fyrra hjónabandi og Rósbjörgu. 2) Snorri Sveinn, f. 1. desember 1941, maki: Unnur Pétursdóttir, f. 9. apríl 1943, börn þeirra eru: Sif og Kristján. 3) Gyða, f. 8. oktober 1943, maki: Sigurður Guðbjarts- son, f. 26. janúar 1939, börn þeirra eru: Sigurlína Guðrún, Þorgeir Jón, Gyða, Sigurður Marías og Ei- ríkur Þór. Jónína fæddist á Ísafirði en fluttist á Ólafsvík ásamt foreldrum sínum 1915 og bjó þar í eitt ár, þaðan fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur. Jónína fór ung að vinna og vann í mörg ár í Kjötbúð J.C. Klein. Þaðan lá leið hennar í húsmæðraskólann í Reykjavík á Sólvallagötu. Eftir húsmæðraskól- ann vann hún hjá Hvannbergs- bræðrum um nokkurt skeið. Árið 1947 fór Jónína til Danmerkur þar sem hún starfaði á Herragarði rétt utan við Kaupmannahöfn. Í lok árs 1948 fór Jónína sem ráðskona til sr. Þorgeirs Jónssonar á Eskifirði. Jónína flutti ásamt sr. Þorgeiri og börnum til Reykjavíkur 1960 og bjó þar alla tíð síðan. Útför Jónínu fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. f. 24. nóvember 1920. Karl Reynir, f. 29. júlí 1922, d. 20. mars 1948, maki: Sigríður Boga- dóttir, f. 25. nóvember 1925, d. 24. september 1978. Inga Lovísa, f. 29. september 1923, maki: Ámundi Reynir Gíslason, f. 6. júlí 1924. Ágúst Valur, f. 26. júní 1926, maki: Svava Berg Þorsteins- dóttir, f. 22. febrúar 1928. og Anna, f. 16. febrúar. 1928 maki: Björn Björnsson, f. 9. ágúst 1930. Hinn 5. júlí 1953 giftist Jónína Sr. Þorgeiri Jónssyni, presti og prófasti í S-Múlasýslu, f. 28. júní 1893, d. 14. janúar 1979. Hann var sonur hjónanna Jóns Jónssonar, bónda í Langhúsum Viðvíkur- hrepp, f. 25 ágúst 1847, d. 21. des- ember 1925, og Guðrúnar Stefáns- dóttur húsfreyju, f. 13. september 1853, d. 24. febrúrar 1923. Sr. Þor- geir missti fyrri konu sína frá þremur ungum börnum sem Jón- ína gekk í móðurstað þau eru: 1) Elsku langamma, nú ert þú farin til langafa sem við fengum aldrei að kynnast eins og við kynntumst þér. Alltaf áttir þú eitthvað góðgæti til að stinga í litla munna okkar og oft- ast fengum við líka nesti með okkur heim við lítinn fögnuð foreldra okk- ar. Enginn var eins gjafmildur á góðgætið og þú. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Kristín, Elías, Snæbjörn, Elín María, Jóhannes Magnús, Ísak Eyþór. Og vinir berast burt með tímans straumi segir Jónas Hallgrímsson í einu kvæða sinna. Við sem erum komin yfir miðjan aldur, finnum óþyrmilega fyrir því, að vinir hverfa frá okkur einn af öðrum og ætíð erum við óviðbúin. Söknuður gagntekur okkur og jafn- vel samviksubit yfir að hafa ekki nýtt tímann betur sem okkur gafst. Þannig varð mér við þegar mér var tilkynnt andlát Dídíar móðursystur minnar, að morgni 7. mars. Minningar úr æsku minni eru mér efst í huga þegar ég kveð Dídí frænku mína. Hún var svo sann- arlega fastur punktur í minni til- veru. Ég varð þess aðnjótandi að fá að dvelja sumarlangt á heimili hennar og fjölskyldu á Eskifirði, þá 11 ára gömul. Ég hafði aldrei farið að heiman og því var eftirvæntingin mikil, og ef til vill kvíði í bland, að takast þessa ferð á hendur. En ég þurfti engu að kvíða því að ég var umvafin hlýju, kærleika og ótrú- legri umhyggju og nærgætni af Dídí frænku minni og fjölskyldu hennar. Fyrir það allt ber að þakka henni og fjölskyldu. Þegar eiginmaður Dídíar, séra Þorgeir Jónsson, hætti sem þjón- andi prestur á Eskifirði, fluttu þau til Reykjavíkur ásamt börnum sín- um sem þá voru uppkomin. Þau bjuggu í fallegri íbúð í Hlíðunum. Ég naut þess að koma til þeirra í tíma og ótíma, ég stundaði nám í skóla ekki fjarri heimili þeirra og þegar mynduðust eyður í stunda- skrána stökk ég til Dídíar og var alltaf velkomin og meira en það. Dídí var mjög mikil húsmóðir og mjög fær í allri matargerð og bakstri. Allt sem hún gerði var svo fágað og vel gert. Að fylgjast með henni ganga frá þvotti er ógleym- anlegt, handbragðið var því líkt að eins og stæða af samanbrotnum handklæðum og rúmfötum hefði verið tekin úr móti. Allt í röð og reglu og svo vel gert að unun var á að horfa, og fyrir þann sem á horfði gott veganesti. Ég kveð kæra móðursystur mína með innilegu þakklæti fyrir alla þá ástúð og kærleika sem hún sýndi mér og mínum. Fyrir yndislegar stundir á Eskifirði, og þakklæti fyr- ir allt spjallið sem við áttum saman og þá innsýn sem hún gaf mér í líf sitt og tilveru. Nægjusemi, kærleik- ur, umhyggja og hógværð voru meðal þeirra mörgu kosta sem prýddu þig. Þannig mun ég ávallt minnast þín, Dídí mín. Megi góður Guð vera með þér. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín systurdóttir, Guðlaug Anna Ámundadóttir. Þegar kvaddur er horfinn ástvin- ur, leitar hugurinn til baka í safn minninganna. Þar geymast ómetan- legar myndir sem alltaf er hægt að ylja sér við. Amma var önnur í röð tíu systkina. Hún fæddist á Ísafirði en fluttist þaðan þriggja ára gömul til Ólafsvíkur ásamt fjölskyldu sinni. Þar bjuggu þau í eitt ár en fluttust síðan til Reykjavíkur. Amma fór ung að vinna og eftir að faðir hennar lést1932 aðstoðaði hún móður sína dyggilega við að halda heimili. Vinnudagurinn var langur, oft fram á kvöld og þá tóku við þvottar og stífing á skyrtum en móðir hennar tók að sér þvotta og við það hjálpaði hún til. Amma hafði gríðarlega sterka ábyrgðartilfinn- ingu og var ósérhlífin ef hennar nánustu þurftu aðstoðar með. Í þá daga er amma ólst upp var kaup- máttur launa allt annar en í dag. Það bar húnmeð sér alla tíð. Hún var einstaklega nýtin og eyddi aldr- ei neinu í óþarfa, aldrei var neitt keypt öðruvísi en að vel athuguðu máli, hvorki matur né fatnaður enda náði hún vanalega í fyrsta flokks hráefni og ef hún keypti fatnað var flíkin fyrsta flokks. Amma vann lengi í kjötbúð J.C. Klein og var hún snillingur í að úr- beina kjöt. J.C. Klein styrkti hana síðan í Húsmæðraskólann og útveg- aði henni vinnu í Danmörku þegar hún fór þangað í eitt ár. Amma vann einnig hjá Hvannbergsbræðrum og þeir vildu á sínum tíma styrkja hana til að koma á fót sinni eigin verslun. Þegar amma kom heim frá Dan- mörku og hóf að leita sér að vinnu átti hún leið í Húsmæðraskólann, hitti þar fyrir Huldu Stefánsdóttur sem hafði rétt áður lokið við að tala við séra Þorgeir Jónsson þá nýlega orðinn ekkjumaður með þrjú lítil born. Huldu fannst þarna komin konan sem hæf væri til að taka að sér hlutverk ráðskonu á heimili þar sem voru þrjú móðurlaus ung börn. Það varð úr að amma var ráðin eftir fyrsta viðtalið við afa. Hún fór aust- ur á Eskifjörð og tók við heimilinu. Það eru ekki margir sem geta farið í þessi spor og þetta hefur án efa ver- ið erfitt að taka við stóru heimili þar sem mikið var um gestakomur og auk þess þrjú lítil móðurlaus börn. En amma sinnti þessu hlutverki af stakri prýði. Amma og afi giftust síðan 5 árum síðar eða 5. júlí 1953. Þau fluttust til Reykjavíkur 1960 og bjuggu þar síðan. Fjölskyldan kom alltaf saman í hádegismat á sunnu- dögum heima hjá afa og ömmu og þar voru alltaf góðar veitingar enda amma snillingur í matargerð og bakstri. Það verður seint leikið eft- ir, aðgerðir hennar í eldhúsinu og þær eru ógleymanlegar bollurnar hennar á bolludaginn. Amma var ekki síður fær fyrir framan sauma- vélina þar töfraði hún fram allar tegundir af fatnaði. Við systkinin dvöldum oft langtímum hjá þeim enda treysti móðir okkar engum betur til að passa börnin sín en ömmu. Það er margs að minnast þegar horft er til baka og ljúft að geta ornað sér við minningarnar, það var alltaf gott að koma til ömmu og með trega í hjarta kveðjum við einstaka konu. Minning þín er ljós í lífi okkar. Skógar, fjöll og vorsins vindar Víðáttan öll og fjörunnar hjal. Allt í augnablikinu blíða Blómstrar í drottins himnasal. Þar vaknar sú sál er líkama leggur Við lífsins fyrsta hana gal. Á þyrnum stráðan lífsins stíginn Stígur barnsins næma il Og sama hvaða vegi villist Það vænta má að finna til. Er hjartans spuni bogann spennir Hvert spor þó blæði þá breikkar bil. Þegar haf og himinn mætast Að heiman varla til þín sést En ljós til þín með bárum berast Sem byr er fleyi færir flest Sá er leitar heimahafnar Hjartað finnur sem elskar mest. (Sigurður M. Sigurðsson, Jón S. Eyjólfsson.) Sigurlína Guðrún, Þorgeir Jón, Gyða, Sigurður Marías, Eiríkur Þór Sigurðsbörn. Hún hefur nú kvatt okkur að sinni, eftir nokkuð erfiða legu hún Jónína, móðursystir okkar. Við köll- uðum hana Dídí, eða jafnvel bara ömmu, enda gegndi hún sérstöku hlutverki hjá okkur systrunum á uppvaxtarárunum, og síðar okkar fjölskyldum. Hún var elsta systirin og mamma yngst í þessum stóra systkinahópi. Þegar þau misstu föð- ur sinn var mamma 4ra ára, og Dídí, þá tvítug, tók strax á sig aukna ábyrgð á yngri systkinum sínum. Hún átti alltaf ríkan sess hjá mömmu og okkur fjölskyldunni, bæði á árunum með Þorgeiri og eft- ir að hann féll frá. Hún var með okkur á jólum og páskum, og mætti í öll barnaafmæli, og var okkur því öllum eins og amma og langamma. Hún Dídí var einstaklega vel að sér í matargerð, en hún hafði bæði lært og starfað við það hér og í Dan- mörku. Hún bakaði hinar bestu ger- bollur, sem enginn gat betur, og var sérlega lagin við meðhöndlun kjöts. Hún hafði gjarnan á orði við mömmu að það sem til þyrfti að baksturinn eða matseldin tækist vel væri „að leggja sálina í matreiðsl- una“. Um 10 ára skeið, eða þar til Dídí fór á spítalann rétt um nírætt, bjó önnur okkar systra í göngufjarlægð frá henni í Hlíðunum. Það var undravert að fylgjast með því hvað hún var dugmikil og ákveðin í að bjarga sér sjálf, og ósjaldan mætt- umst við í Hamrahlíðinni eða í Kringlunni þegar hún var að brjót- ast út í búð í sinni daglegu ferð eftir mjólkinni í hvaða veðri sem var. Börnin höfðu gaman af því að heim- sækja hana, annaðhvort af ákveðnu tilefni eða að eigin frumkvæði. Hún var þó ekkert að biðja þau um hjálp, hvorki í sendiferðir eða annað, hún bjargaði sér oftast sjálf. Ég held að það hafi farið vel á með þeim og að báðar aldamótakynslóðirnar hafi haft gagn og gaman af samverunni. Við kveðjum Dídí með söknuði og virðingu, en fyrst og fremst þakk- læti fyrir hennar þátt í að móta okk- ar líf. Hrönn og Katrín Björnsdætur. JÓNÍNA ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Þau leiðu mistök urðu við vinnslu minningargreina í sunnudagsblaði að krossmark var sett með grein um Alízu Kjartansson í stað Davíðs- stjörnu. Aðstandendur Alízu eru beðnir afsökunar á mistökun- um. Afsökunar- beiðni MINNINGARGREINUM í Morgunblaðinu hefur fjölgað veru- lega á undanförnum árum. Til að öllu efni Morgunblaðsins verði haganlega fyrir komið reynist nauðsynlegt að setja minningar- greinum, sem og öðru efni, ákveðin lengdarmörk. Því hefur verið ákveðið að fyrir utan aðalgrein verði aðrar greinar 1.500 slög (með bilum), sem eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar) og í kringum 300 orð. Hinsta kveðja – nýtt form Jafnhliða þessu verður tekin upp nýjung sem kölluð er HINSTA KVEÐJA þar sem hægt verður að senda örstutta kveðju (5–15 línur), þegar það á við. Þetta form á við þegar votta á virðingu án þess þó að það sé gert með langri grein (sjá sýnishorn). Lengd minningargreina Hæfileg lengd. Til þess að sjá lengd minningargreinar í t.d. Word-ritvinnslu, þá er valið Tools-valblaðið og síðan Word Count. Þá opnast þessi upplýs- ingagluggi og sýnir orðafjöldann (Words); slagafjölda án orðabila (Characters (no spaces)); slaga- fjölda með orðabilum (Characters (with spaces)): 1.500.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.