Morgunblaðið - 18.03.2003, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÍSLANDSMEISTARAMÓT í 10
dönsum með frjálsri aðferð fór
fram í Laugardalshöllinni laug-
ardaginn 15. mars sl. Á þessu
móti er reiknaður saman árangur í
báðum greinum samkvæmisdans-
ins, þ.e. standarddönsum og suð-
ur-amerískum dönsum, og eru
dansaðir 5 dansar í hvorri grein.
Þar sem sum danspörin stunda
einungis aðra greinina þá eru allt-
af aðeins færri pör sem keppa á
mótum þar sem keppt er í sam-
anlögðum árangri beggja greina.
Samhliða Íslandsmeistara-
mótinu var haldið mót í öllum
flokkum fyrir þá sem keppa í
dansi með grunnaðferð.
Á laugardaginn fór einnig fram
bikarmeistaramót í línudönsum.
Var í fyrsta sinn keppt eftir nýj-
um keppnisreglum Dansíþrótta-
sambands Íslands þar sem t.d. er
skipt í aldursflokka og dansar
hver hópur tvisvar sinnum. Fyrst
er dansaður skyldudans og síðan
valdans. Skráðir voru til keppni 7
hópar með alls 60 dönsurum á öll-
um aldri. Var það skemmtilegt
innlegg í keppnina og ánægjulegt
að fjórir hópar komu utan af
landsbyggðinni.
Til keppni í samkvæmisdönsum
voru skráð alls 108 pör auk þess
sem 75 pör úr hópi byrjenda
sýndu dans. Keppendur komu frá
eftirtöldum dansíþróttafélögum:
Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar
(Dansskóli DÍH), Dansíþróttafélag
Kópavogs (Dansskóli Sigurðar Há-
konarsonar), Dansíþróttafélagið
Gulltoppur (Dansskóli Jóns Péturs
og Köru), Dansdeild ÍR, Dans-
íþróttafélagið Hvönn, UMFB og
Dansíþróttafélagið Ýr (Dansskóli
Heiðars Ástvaldssonar).
Keppt var til Íslandsmeistara-
titils í 5 aldursflokkum
Yngsti hópurinn var Unglingar
I (12–13 ára). Þessi hópur keppir
reyndar í 8 dönsum og bætast
tveir dansar við í næsta aldurs-
flokki fyrir ofan. Í flokki Unglinga
I voru 4 pör skráð til leiks. Sig-
urvegarar voru Haukur Freyr
Hafsteinsson og Hanna Rún Óla-
dóttir. Þau hafa yfirburði í þessum
hópi. Þau hafa dansað saman í
mörg ár, farið margsinnis utan að
keppa á stórmótum og hafa mikla
reynslu fram yfir hin pörin. Þeirra
dansstíll er mjög hreinn en Hauk-
ur Freyr mætti passa betur upp á
að lækka niður hæla þegar hann
stígur aftur á bak í Cha Cha Cha.
Í öðru sæti voru Aðalsteinn Kjart-
ansson og Edda Guðrún Gísladótt-
ir. Efnilegir dansarar sem eru á
mikilli uppleið. Þau hafa ekki jafn-
mikla reynslu og sigurvegararnir
og eiga eftir að ná að vinna betur
saman.
Unglingar II (14–15 ára) var
stærsti hópurinn sem keppti í
dansi með frjálsri aðferð á mótinu.
Íslandsmeistarar urðu Jónatan
Arnar Örlygsson og Hólmfríður
Björnsdóttir. Þau voru í feikna-
formi og tel ég víst að þau hafi
haft töluverða yfirburði í stand-
arddönsunum. Í öðru sæti voru
Þorleifur Einarsson og Ásta
Bjarnadóttir. Þau hafa veitt sig-
urparinu keppni í suður-amerísku
dönsunum en mér fannst þau ekki
ná sér á strik í standarddöns-
unum.
Í flokki Ungmenna (16–18 ára)
kepptu tvö pör. Þar sigruðu Frið-
rik Árnason og Sandra Júlía
Bernburg. Þau dansa mjög áferð-
arfallegan dans og hafa góða stöðu
í standarddönsunum. Í öðru sæti
voru Björn Vignir Magnússon og
Björg Halldórsdóttir. Þau hafa
sýnt framfarir að undanförnu og
þá sérstaklega í suður-amerísku
dönsunum þó ekki nóg til þess að
skáka sigurparinu.
Því miður var einungis bara eitt
par sem keppti í flokki Fullorð-
inna (19–35 ára). Það voru þau
Ísak Halldórsson Nguyen og
Helga Dögg Helgadóttir. Þau
dönsuðu ein á gólfinu og buðu upp
á skemmtilega danssýningu. Það
var greinilega engin pressa á þeim
og varð engin svikin af þessari
sýningu. Þau eru mjög létt og
glaðleg á gólfinu enda frábærir
dansarar sem ná auðveldlega að
hrífa áhorfendur með sér. Þau
dönsuðu í heildina mun betur en á
síðasta móti þó fannst mér þau
stundum missa sig frá hvort öðru í
standarddönsunum.
Elsti hópurinn var hópur Sen-
iora (35 ára og eldri). Þar leiddu
saman hesta sína tvö pör. Þar fóru
með sigur af hólmi þau Björn
Sveinsson og Bergþóra María
Bergþórsdóttir. Í suður-amerísku
dönsunum hafa þau haft yfirburði
en ég er ekki viss um að svo hafi
verið í standarddönsunum. Mér
fannst vanta meiri yfirferð t.d. í
Tangó og þau fóru of mikið upp og
niður í dansi sem ætti að vera með
flatari áferð. Í öðru sæti voru Jón
Eiríksson og Ragnhildur Sandholt.
Þau dönsuðu af meira öryggi en
áður og hafa örugglega náð ein-
hverjum stigum af sigurparinu í
standarddönsunum. Aldurshóp-
urinn 35 ára og eldri er mjög
breiður aldurshópur. Víða erlendis
er einnig keppt í flokki Seniora II
sem er fyrir aldurshópinn 50 ára
og eldri. Bæði þessi pör hafa aldur
til þess að keppa í þeim flokki.
Dómarar keppninnar voru Ann-
ette Behrendsen frá Danmörku,
Jan A. Foss frá Noregi, Mia
Öhrman frá Svíþjóð, David Dougl-
ass frá Englandi og Josef Vondt-
horn frá Þýskalandi.
Þegar á heildina er litið fannst
mér flest pörin dansa betur en á
síðasta móti sem fór fram 9. febr-
úar sl. Þá höfðu sum þeirra ekki
tekið þátt í danskeppni síðan í maí
á síðasta ári og líklega keppn-
isskrekkur komin í þau. Nú leið
stuttur tími á milli og pörin hugs-
anlega með minni skrekk í sér og
notið sín betur á gólfinu. Norski
dómarinn hafði á orði eftir keppn-
ina að hér á Íslandi væri stór hóp-
ur af hæfileikaríkum dönsurum
sem við þyrftum að hlúa vel að.
Þegar keppni var lokið og dagur
var að kveldi kominn þá höfðu vel
yfir 400 manns dansað af hjartans
list í Höllinni og vonandi farið
ánægðir heim eftir dagsverkið.
Úrslit keppninnar voru eftirfar-
andi:
Unglingar I (12–13 ára)
1. Haukur Freyr Hafsteinsson – Hanna
Rún Óladóttir, Hvönn
2. Aðalsteinn Kjartansson – Edda Guðrún
Gísladóttir, ÍR
3. Karl Bernburg – Ása Karen Jónsdóttir,
ÍR
4. Alexander Nikolaev Mateev – Erla
Björg Kristjánsdóttir, ÍR
Unglingar II (14–15 ára)
1. Jónatan Arnar Örlygsson – Hólmfríður
Björnsdóttir, Gulltoppi
2. Þorleifur Einarsson – Ásta Bjarnadótt-
ir, ÍR
3. Björn Einar Björnsson – Sóley Emils-
dóttir, Gulltoppi
4. Stefán Claessen – María Carrasco, ÍR
5. Baldur Kári Eyjólfsson – Anna Kristín
Vilbergsdóttir, Gulltoppi
6. Björn Ingi Pálsson – Ásta Björg Magn-
úsdóttir, Gulltoppi
7. Fannar Helgi Rúnarsson – Lilja Guð-
mundsdóttir, Gulltoppi
Ungmenni (16–18 ára)
1. Friðrik Árnason – Sandra Júlía Bern-
burg, Gulltoppi
2. Björn Vignir Björnsson – Björg Hall-
dórsdóttir, Gulltoppi
Fullorðnir (19–35 ára)
1. Ísak Halldórsson Nguyen – Helga
Dögg Helgadóttir, Hvönn
Seniorar ( 35 ára og eldri)
1. Björn Sveinsson – Bergþóra María
Bergþórsdóttir, DÍH
2. Jón Eiríksson – Ragnhildur Sandholt,
Gulltoppi
DANS
Laugardalshöll
ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í
10 DÖNSUM
Laugardaginn 15. mars.
Dansinn dunar í Höllinni
Ísak Halldórsson Nguyen og Helga Dögg Helgadóttir í flokki fullorðinna.
Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm-
fríður Björnsdóttir í flokki ung-
linga II F.
Haukur Freyr Hafsteinsson og
Hanna Rún Óladóttir í flokki ung-
linga I F.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Kara Arngrímsdóttir
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
Félags íslenskra
kjötiðnaðarmanna
verður haldinn laugardaginn 22. mars kl. 14.00
á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Aðalfundur
Félags framreiðslumanna
verður haldinn miðvikudaginn 19. mars kl. 15.00
á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Aðalfundur
Félags matartækna
verður haldinn fimmtudaginn 20. mars kl.
17.00 á Stórhöfða 31, gengið inn að neðan-
verðu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Aðalfundur
Félags matreiðslumanna
verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 15.00
á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Aðalfundur
Bakarasveinafélags Íslands
verður haldinn laugardaginn 22. mars kl. 15.00
á Stórhöfða 31, gengið inn að neðanverðu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Lagabreytingar.
Skógræktarfélag Kópavogs
Fundarboð — aðalfundur
Aðalfundur Skógræktarfélags Kópavogs verður
haldinn miðvikudaginn 19. mars 2003 kl. 20.00
í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf, endurskoðuð lög
félagsins.
2. Sigurður Geirdal flytur gamanmál í bundnu
og óbundnu máli.
3. Önnur mál.
Kaffiveitingar.
Mætum öll vel og stundvíslega.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R