Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 18.03.2003, Qupperneq 41
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 41 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Þráðlaus VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar BlueTooth tækni fyrir GSM Velkomin á 21. öldina w w w .d es ig n. is © 20 03 HAGASKÓLI sigraði með tölu- verðum yfirburðum í sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík sem fram fór um helgina. Sigurinn þarf ekki að koma á óvart, enda er rekið afar öfl- ugt skákstarf í skólanum undir leið- sögn Arngríms Gunnhallssonar. Í sveit skólans eru margir af okkar efnilegustu skákmönnum með Dag Arngrímsson í broddi fylkingar. Úr- slit urðu annars þessi: 1. Hagaskóli 21½ v. (af 24) 2. Hlíðaskóli 17½ v. 3. Rimaskóli-A 16 v. 4. Melaskóli 11 v. 5. Laugalækjarskóli 8 v. 6. Rimaskóli-B 7 v. 7. Laugarnesskóli 3 v. Fyrir sveit Hagaskóla tefldu: 1. Dagur Arngrímsson 3 v. af 3 2. Hilmar Þorsteinsson 5½ v. af 6 3. Aron Ingi Óskarsson 6 v. af 6 4. Víkingur Fjalar Eiríkss. 5 v. af 6 1. vm.: Helgi Rafn Hróðmarsson 0 v. af 1 2. vm.: Hlín Önnudóttir 2 v. af 2 Fyrir sveit Hlíðaskóla tefldu: 1. Helgi Jason Hafsteinss. 5 v. af 6 2. Helgi Brynjarsson 3 v. af 6 3. Aron Hjalti Björnsson 4½ v. af 6 4. Jón Ágúst Erlingsson 5 v. af 6 Fyrir A-sveit Rimaskóla tefldu: 1. Hjörvar S. Grétarsson 3 v. af 6 2. Ingvar Ásbjörnsson 5 v. af 6 3. Garðar Sveinbjörnsson 4 v. af 6 4. Birgir Örn Grétarsson 4 v. af 6 Í ár tóku aðeins 7 sveitir þátt í mótinu, sem verða að teljast von- brigði. Taflfélagið veitti sérstök verð- laun fyrir bestan árangur á hverju borði fyrir sig og það voru Helgi Jas- on Hafsteinsson, Hlíðaskóla (1. borð; 5 v.), Hilmar Þorsteinsson, Haga- skóla (2. borð; 5½ v.), Aron Ingi Ósk- arsson, Hagaskóla (3. borð; 6 v.) og Víkingur Fjalar Eiríksson, Haga- skóla, og Jón Ágúst Erlingsson, Hlíðaskóla (4. borð; 5 v. hvor), sem hlutu þau. Mótsstjóri frá ÍTR var Soffía Páls- dóttir. Skákstjórar fyrir hönd TR voru Ólafur H. Ólafsson og Torfi Leósson. Sex skákmenn efstir á Meistaramóti Hellis Sex skákmenn eru efstir og jafnir á Meistaramóti Hellis eftir tvær um- ferðir. Það eru Davíð Kjartansson, Björn Þorsteinsson, Jóhann H. Ragn- arsson, Björn Þorfinnsson, Kjartan Maack og Dagur Arngrímsson. Nokkuð var um óvænt úrslit í annarri umferðinni rétt eins og í fyrstu um- ferð. Patrick Svansson (1.640) og Guðmundur Kjartansson (2.080) gerðu jafntefli. Það gerðu einnig Andrés Kolbeinsson (1.620) og Jó- hann Ingvason (1.990) og Aron Ingi Óskarsson (1.410) og Kristján Örn Elíasson (1.790). Svanberg Már Páls- son, 9 ára og stigalaus, lagði Tómas Ponzi (1.500) að velli. Margrét Jóna Gestsdóttir, sem einnig er stigalaus, sigraði Sverri Þorgeirsson (1.500). Keppendur lentu í óvæntri uppá- komu í byrjun umferðarinnar þegar flytja þurfti mótið á annan stað. Ástæðan var sú að keppnissalurinn hafði verið leigður tveimur aðilum sama kvöldið! Sem betur fer er fá- heyrt að slík mistök séu gerð. Það var Taflfélag Reykjavíkur sem bjargaði umferðinni með því að lána sitt hús- næði þótt fyrirvarinn væri enginn. Hagaskóli grunnskóla- meistari Reykjavíkur SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SVEITAKEPPNI GRUNNSKÓLA Í REYKJAVÍK 14.–15. mars 2003 dadi@vks.is Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson Á NÝAFSTAÐINNI kattasýningu, sem haldin var um helgina, var köttur af tegundini Cornish Rex valinn kynjaköttur sýningarinnar. Köturinn heitir Touchstones Get- Down MakeLove eða Freddi eins og eigandi hans, Kolbrún Gestsdóttir, kallar hann. Á myndinni eru frá vinstri Vilma Kristín Guðjónsdóttir formaður Kynjakatta, Kolbrún Gestsdóttir og Freddi, Jón Magn- ússon sýningarstjóri og Guðlaug Þorvaldsdóttir, fyrrverandi for- maður félagsins. Freddi valinn kynjaköttur MIKILL erill var hjá lögreglu um helgina, mest vegna ölvaðs fólks sem var að slást eða olli ónæði og óþægindum. Um helgina voru 10 ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 59 um of hraðan akstur. Þá var tilkynnt til lögreglu um 27 um- ferðaróhöpp með eignatjóni þrátt fyrir ágæt akstursskilyrði. Síðdegis á sunnudag var til- kynnt um bílveltu á Reykjalund- arvegi við Varmá og að tveir ung- ir piltar hefðu hlaupið á brott frá bifreiðinni. Annar þeirra náðist fljótlega. Á föstudag datt eldri kona á svellbunka nálægt Háskóla Ís- lands og slasaðist á höfði og baki. Var hún flutt á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá var dýrum barnavagni stolið úr geymslu í Árbæjarhverfi. Síðdegis á föstu- dag hrasaði kona um mottu í and- dyri verslunarhúss í austurborg- inni. Hún var flutt með sjúkrabifreið á slysadeild en talið var að hún hafi axlarbrotnað. Ökumaður með illt í hyggju? Rólegt var yfir fólki í miðborg- inni framan af aðfaranótt laug- ardags. Er líða tók á nóttina var nokkrum sinnum kallað eftir að- stoð lögreglu en ekki var um al- varleg mál að ræða. Einn maður fór í sjóinn í Reykjavíkurhöfn við Miðbakka en var bjargað. Höfð voru afskipti af ölvuðu fólki og því komið í leigubifreiðar. Einn maður var handtekinn grunaður um líkamsárás en sleppt að lok- inni yfirheyrslu. Um hádegi á laugardag var tilkynnt um inn- brot og þjófnað úr bifreið sem stóð á Grettisgötu. Brotin var hliðarrúða og stolið dýrri staf- rænni myndavél. Þá var par stað- ið að þjófnaði í verslun við Laugaveg. Höfðu þau tekið nokk- uð af matvöru. Á konunni fannst bók sem hún viðurkenndi að hafa tekið í annarri verslun og einnig var hún með bol sem maðurinn hafði tekið í þriðju versluninni. Öllum þessum hlutum var komið til skila og parinu sleppt að lokn- um yfirheyrslum en það er vel þekkt hjá lögreglu. Mótmæli voru fyrir utan sendi- ráð Bandaríkjanna frá kl. 14:00– 15:00, um 50 manns voru á vett- vangi og fóru mótmælin friðsam- lega fram. Síðdegis var tilkynnt um reykskynjara í gangi í íbúð í Breiðholtshverfi og mikla bruna- lykt. Þarna hafði matur brunnið á eldavél og mikill reykur myndast í íbúðinni. Maður og kona fengu snert af reykeitrun og voru flutt á slysadeild. Litlar skemmdir urðu í íbúðinni af völdum reyks. Á laugardagskvöld reyndi maður að skipta tveimur fölsuð- um 5.000 króna seðlum í sölu- turni í austurborginni. Aðfara- nótt sunnudags var óskað eftir aðstoð á veitingahúsi í miðborg- inni. Þar höfðu tveir menn lamið þann þriðja. Hann var fluttur á slysadeild og voru nokkur spor saumuð í andlit hans. Árásar- mennirnir voru handteknir og vistaðir í fangageymslu en í fór- um þeirra fannst lítilræði af fíkniefnum. Þá hringdi stúlka, sem kvaðst hafa hitt mann í miðbænum sem hafi boðið henni far. Í stað þess að aka henni heim hafi maðurinn reynt að aka henni í Öskjuhlíð en henni tókst með fortölum að fá hann til að hætta við það. Stúlkan sagði mann þennan ekki hafa skaðað sig en hún var mjög skelkuð og í uppnámi. Börn á flæðiskeri Mikið var um slagsmál milli ölvaðra manna þessa nótt en ekki hlutust nein alvarleg meiðsli af þeim. Síðdegis á sunnudag tilkynnti vegfarandi um börn sem hugs- anlega væru á flæðiskeri innst í Grafarvogi. Lögreglumaður óð út að skerinu og bar tvær 8 ára stúlkur í land. Þá var tilkynnt um innbrot í geymslukjallara í húsi í austur- borginni. Brotinn milliveggur og stolið notuðum eldunartækjum fyrir veitingastaði. Kvartað var vegna manna sem voru að spila golf innan um gangandi vegfar- endur á Miklatúni. Golfararnir voru fengnir til að hætta leikn- um. Á sunnudagskvöld var til- kynnt um eld í þvottavél í Breið- holtshverfi. Vélin var í þvottaherbergi inn af eldhúsi. Íbúi slökkti eldinn með slökkvi- tæki. Slökkvilið reykræsti. Klukkan 19:00 var allstór hóp- ur fólks samankomin á Lækjar- torgi. Þar var verið að mótmæla stríði í Írak. Úr dagbók lögreglu 14.–17. mars Golf á Miklatúni og börn á flæðiskeri Dregið í riðla í undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni Dregið hefur verið í undanúrslitin sem verða spiluð í Hótel Borgarnesi 4.–6. apríl en þá keppa 40 sveitir úr öllum landshlutum um 10 sæti í úr- slitunum sem verða spiluð á Hótel Loftleiðum 16.–19. apríl. Dregið hef- ur verið í 5 riðla samkvæmt styrk- leika sveitanna: A-riðill Skeljungur/Örn Arnþórsson Orkuveita Reykjavíkur/Páll Valdimarsson Tryggingastofan/Erla Sigurjónsdóttir Tíminn og vatnið/Kjartan Ásmundsson Fasteignasalan Bakki/Þröstur Árnason Álfasteinn/Bjarni Ágúst Sveinsson Skaginn hf./Karl Alfreðss. Frank Guðm. B-riðill Grant Thornton/Jónas P. Erlingsson Sigfús Örn Árnason Félagsþjónustan/Guðlaugur Sveinsson Strengur/Hrannar Erlingsson Sparisjóðurinn í Keflavík/Arnór Ragnarsson Denna/Guðný Guðjónsdóttir Garðar Þ. Garðarsson Strákarnir/Sigurður Sigurjónsson C-riðill SUBARU-sveitin/Jón Bald. Gylfi Bald. Tryggingamiðstöðin/Kristján Már Gunn- arss. Ásgrímur Sigurbjörnsson Guðmundur Baldursson Vírnet/Kristján B. Snorrason Úrval-Útsýn/Sigurjón Harðarson E.E.V./Eiríkur Kristófersson D-riðill Íslenskir aðalverktakar/Sævar Þorbjörns. Þrír Frakkar/Kristján Blöndal Teymi/Bernódus Kristinsson Frímann Stefánsson Sparisjóður Vestfirðinga/Kristinn Kristj. Landsbankinn/Sigurjón Karlsson Óttar Ármannsson Guðni Kristjánsson E-riðill –Guðmundur Sv. Hermannsson Siglósveitin/Jón Sigurbjörnsson Sparisjóður Norðlendinga/Sveinn T. Pálsson Esja/Ragnheiður Nielsen Málning/Baldvin Valdimarsson Friðrik Jónasson Helgi Steinsson Síldarvinnslan/Svavar Björnsson 1. Varasveit Guðmundur Aldan Grétarsson, Reykjanes. Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu BSÍ www.bridge.is BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Ársfundur Heimssýnar, hreyf- ingar sjálfstæðissinna í Evrópu- málum, verður haldinn í dag, þriðju- daginn 18. mars kl. 16.30 á veitingahúsinu Iðnó, við tjörnina í Reykjavík. Ragnar Arnalds, formað- ur, mun ávarpa fundinn og fjalla um Evrópuumræðuna á liðnu starfsári hreyfingarinnar. Erindi halda: Skúli Magnússon, mag. jur. dósent við Lagadeild Háskóla Íslands, Einar Örn Ólafsson, verkfræðingur og MBA-nemi við New York University (Stern) og Erna Bjarnadóttir, for- stöðumaður hjá Bændasamtökum. Í DAG Rangur opnunardagur Rangt var farið með opnunardag í blaðinu á föstudag um sýningu þá er Handverk og hönnun opnar í Kaup- mannahöfn. Rétt er að sýningin verður opnuð nk. föstudag. Beðist er velvirðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT ÁTAKSHÓPUR öryrkja hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er ábyrgð á hendur ríkisstjórn Íslands vegna þeirrar síauknu misskiptingar sem birtist nú hvarvetna í þjóðfélaginu eins og komist er að orði. „Í stað þess að nýta tekjuauka síð- ustu ára til að taka á því neyðar- ástandi sem ríkir í tryggingamálum öryrkja hafa ráðandi öfl kosið að nota góðærið til að skara enn frekar eld að sinni eigin köku, bæði með hjálp kjaradóms og með því að misbeita meirihluta sínum á Alþingi. Viðhor- fakannanir hafa ítrekað sýnt að yf- irgnæfandi meirihluta þjóðarinnar er misboðið með þeirri fátæktarstefnu sem stjórnvöld framfylgja í málefnum öryrkja, stjórnarstefnu sem er í raun ekki annað en grímulaus að- skilnaðarstefna, grundvölluð á fötlun. Átakshópur öryrkjar mótmælir því harðlega að nú, á sjálfu Evrópuári fatlaðra, skuli ekki enn örla á minnstu viðleitni til að gera öryrkjum kleift að lifa mannsæmandi lífi. Á sama tíma er öryrkjum gert að sitja undir stöðug- um yfirlýsingum stjórnvalda um þá milljarðatugi sem ráðamönnum dett- ur nú helst í hug að nota í flata lækk- un á tekjuskattsprósentu, lækkun sem gagnast mest þeim sjálfum og öðrum þeim sem hærri hafa launin. Haldi stjórnvöld áfram að ögra og misbjóða öryrkjum á þann hátt sem hér hefur verið lýst, sér Átakshópur öryrkja sig knúinn til að gera allt sem í hans valdi stendur til að vinna gegn endurkjöri þeirra sem mesta ábyrgð bera í þessum efnum.“ Gagnrýna framkomu í garð fatlaðra EFTIRFARANDI ályktun hefur borist frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði í Reykjavík: ,,Vinstrihreyfingin – grænt framboð í Reykjavík mótmælir harðlega hækkunum á gjaldskrá Strætó bs. í Reykjavík og nágrenni. Þessi hækk- un gengur á svig við markmið um efl- ingu almenningssamgangna, sem voru á stefnuskrá Reykjavíkurlist- ans í vor. Við minnum á bókun full- trúa Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samgöngunefnd Reykja- víkur þar sem hörmuð er ákvörðun stjórnar Strætó bs. um gjaldskrár- hækkun án samráðs við samgöngu- nefnd Reykjavíkurborgar. Stjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík beinir því til fulltrúa Reykjavíkurlistans í stjórn Strætó bs. að fylgja þeirri stefnu sem fram kemur í málefnasamningn- um vegna samstarfs um Reykjavík- urlistann fremur en að vinna gegn henni eins og nú er raunin.“ VG mótmæla gjaldskrá Strætó bs.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.