Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Baltimar Notos
kemur í dag. Tuktu
fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ocean Tiger kemur í
dag.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamra-
borg 20a. Fataút-
hlutun þriðjudaga kl.
17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirlist og
jóga, kl. 10 og kl. 11
enska, kl. 11 dans, kl.
13 vinnustofa og
postulínsmálun, kl. 14
söngstund. Fræðslu-
og skemmtiferð verður
19. mars kl. 13.30,
Þjóðmenningarhúsið
við Hverfisgötu 15,
heimsótt skráning að
Aflagranda.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 9–12.30 bókband og
öskjugerð, kl. 9.30
dans, kl. 10.30 leikfimi,
kl. 13–16.30 opnar
handavinnu- og smíða-
stofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10–
11.30 sund, kl. 13–16
leirlist.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 opin
handavinnustofan, kl.
9–16 vefnaður, kl. 10–
13 opin verslunin, kl.
13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10–11 leik-
fimi, kl. 12.40 versl-
unarferð í Bónus, kl.
13.15–13.45 bókabíll-
inn. Framtalsaðstoð
veitt í dag.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara. Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug á
þriðjudögum kl. 9.45.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Kl. 9 vinnu-
stofa, glerskurður, kl.
11.40 leikfimi karla, kl.
13 tréskurður og mál-
un.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Saumar og bridge kl.
13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Kaffistofan lokuð um
óákveðinn tíma. Skák
kl. 13 og alkort spilað
kl. 13.30. Miðvikud.:
Göngu-Hrólfar ganga
frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 10. S. 588 2111.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar,
frá hádegi spilasalur
opinn, kl. 13 boccia,
kl. 14 postulíns-
námskeið. S. 575 7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9.05 og kl. 9.50
leikfimi, kl. 9.30 silki-
málun, handa-
vinnustofan opin, kl.
14 boccia og ganga.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
kl. 13–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 19
gömlu dansarnir, kl.
17 línudans.
Hraunbær 105. Kl. 9
postulínsmálun og
glerskurður, kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13 mynd-
list.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 13.30 helgi-
stund, kl. 14.30
spænska. Nýtt
spænskunámskeið að
hefjast í þessari viku.
Skráning á skrifstofu
eða í s. 535 2720.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 10–
11 boccia.
Vesturgata 7. Kl.
9.15–16 bútasaumur
og postulínsmálun. kl.
9.15–15.30 handavinna,
kl. 10.15–11.45 enska.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leikfimi
kl. 13 handmennt og
postulínsmálning, kl.
13–14 félagsráðgjafi,
kl. 14 félagsvist.
Bridsdeild FEBK,
Gjábakka. Brids í
kvöld kl. 19.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag
aldraðra í Kópavogi.
Leikfimi kl. 11.15 í
Digraneskirkju.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20,
svarað í s. 552 6644 á
fundartíma.
Kívanisklúbburinn
Geysir Mosfellsbæ,
spilavist í kvöld kl.
20.30 í Kívanishúsinu,
Mosfellsbæ.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborg-
arsvæðinu, Hátúni 12.
kl. 20 bingó.
Í dag er þriðjudagur 18. mars,
77. dagur ársins 2003. Orð
dagsins: Reglur þínar eru
dásamlegar, þess vegna heldur
sál mín þær. Útskýring orðs þíns
upplýsir, gjörir fávísa vitra.
(Sálm. 119, 129-130.)
Það er alltaf svolítiðmerkilegt hvað sum-
ir menn eru ófeimnir að
koma fram og tala fyrir
hönd fólks án þess að
hugsa sig tvisvar um.
Forsvarsmenn nokkurra
stéttarfélaga hvöttu
launafólk sl. fimmtudag
til fjöldaþátttöku í bar-
áttu gegn fyrirhuguðu
stríði í Írak. Af því tilefni
birtist Ögmundur Jón-
asson í fréttum Stöðvar
tvö, ekki í líki þingmanns
Vinstri-grænna eða
stjórnarmanns Lífeyr-
issjóðs starfsmanna rík-
isins, heldur sem formað-
ur BSRB og sagði: „Hér í
fyrsta lagi hefur mynd-
ast breiðfylking alls
launafólks á Íslandi í
þágu friðar gegn stríðs-
rekstri. Það í sjálfu sér
eru skýr skilaboð. Síðan
hvetjum við til umræðu
og í okkar áskorun hvetj-
um við til þátttöku í
fjöldamótmælum gegn
stríðsrekstri ef ekki
verður lát á á næstu dög-
um og vikum.“
Það er naumast hvaðmargir fylkja sér að
baki Ögmundi í hans
friðargöngu – breiðfylk-
ing alls launafólks á Ís-
landi hvorki meira né
minna. Skyldu allir vita
af þátttöku sinni í þess-
ari breiðfylkingu? Ög-
mundur er auðvitað van-
ur að tala með þessum
hætti enda byggist starf
hans sem formaður
BSRB á nauðung-
arsamstöðu þar sem all-
ir, sem við á, greiða hon-
um laun hvort sem þeim
líkar betur eða verr. Þeir
sem eru á algjörlega
öndverðum meiði geta
ekki samkvæmt lögum
hætt að greiða Ögmundi
laun eins og í flestum
frjálsum félögum á Ís-
landi.
Um kjarasamninga op-inberra starfsmanna
frá 1986 segir: „Starfs-
maður, sem lög þessi
taka til og eigi er innan
stéttarfélags samkvæmt
lögum þessum, greiði til
þess stéttarfélags, sem
hann ætti að tilheyra,
gjald jafnt því sem hon-
um bæri að greiða væri
hann í því …“ Þar höfum
við það. Þótt launþegar
hjá hinu opinbera séu
gjörsamlega ósammála
pólitískum metnaði og
áherslum Ögmundar
Jónassonar skulu þeir
samt greiða honum laun.
Þeir þurfa bara ekki að
notfæra sér þjónustu
samtaka hans!
Þessi grein er í raundulbúin skylda til að-
ildar að stéttarfélagi,“
sagði Pétur Blöndal al-
þingismaður nú síðast í
febrúar þegar hann vildi
þessa grein í lögunum
burt og flutti um það
frumvarp á Alþingi.
Þingmaðurinn Ögmund-
ur mótmælti auðvitað
enda hætt við að margir
kjósi að greiða ekki til
félags sem formaðurinn
Ögmundur stýrir og
styðja þannig málflutn-
ing hans þegar hann
birtist í fjölmiðlum og
talar fyrir hönd „alls
launafólks“.
STAKSTEINAR
Nauðungarsamstaða
Ögmundar Jónassonar
Víkverji skrifar...
HVER er þessi Eydís á Bylgjunni?spyr Sverrir Páll Erlendsson
menntaskólakennari á Akureyri á
vefsetri sínu. „Ég hélt fyrst að hún
væri nýr dagskrárgerðarmaður á
Bylgjunni en komst síðar að því að
það er misskilningur,“ heldur hann
áfram. „Hins vegar er linmæli
margra útvarpsmanna slíkt latmæli
að meira að segja enskan þeirra er
orðin illskiljanleg. Þetta var sko ekki
nein Eydís heldur voru þeir að aug-
lýsa eighties. Það er út af fyrir sig til
skammar að kalla dagskrárliði ís-
lenskrar útvarpsstöðvar ensku nafni.
Mér finnst á hinn bóginn að útvarps-
stöðvar ættu að setja þá lágmarks-
kröfu að starfsmenn þeirra tali skýrt
og skiljanlegt mál.“
Víkverji stingur stundum við stafni
á vefsetri Sverris Páls enda eiga þeir
það sammerkt að vera miklir áhuga-
menn um verndun íslenskrar tungu.
Oftar en ekki er tungan ofarlega á
baugi hjá Sverri Páli og á köflum er
honum mikið niðri fyrir. Í öðrum
pistli segir hann: „Mér finnst af-
skaplega skammarlegt að Flugfélag
Íslands, sem sameinaðist Loftleiðum
svo úr urðu Flugleiðir, skuli nú heita
ÆSLANDER og mér finnst líka til
háborinnar skammar að Flugleiða-
hótel skuli ekki lengur heita íslensku
nafni heldur ÆSLANDER HOT-
ELS. Eins er makalaust að Ferða-
skrifstofa Íslands skuli hafa skamm-
stöfunina ITB. Hvers konar íslenska
er það? Það er líka hálfaumingjalegt
að búðin sem hét 66° Norður heitir
núna 66° NORTH, og ömurlegt að
horfa upp á tískubúðanöfn eins og
Factory, Perfect, Company, Centro,
Hanz og Zara á Íslandi. Við búum
enn á Íslandi, ekki Æslandi, og þar er
enn töluð íslenska og það er dóna-
skapur að nota ekki íslenskt mál þar
sem því verður komið við með góðu
móti. Fyrr má nú selja sig!!!“
Þetta eru orð í tíma töluð, þykir
Víkverja. Og tekur undir með
menntaskólakennaranum: Hvers
konar íslenska er þetta eiginlega?
Fyrir áhugamenn um íslenskt mál
– og raunar sitthvað fleira – er slóðin
á vefsetur Sverris Páls: www.ma.is/
kenn/svp/pistlar/index.htm
x x x
TALANDI um Menntaskólann áAkureyri, þá hrökk Víkverji í kút
á dögunum þegar Tryggvi Gíslason
skólameistari léði máls á því „með
blæðandi hjarta“ að skólaárið þar á
bæ yrði fært til samræmis við aðra
framhaldsskóla landsins. Á dauða
sínum átti Víkverji von en ekki þessu.
Hvað ætla Akureyringar að gera
næst? Sameina Þór og KA? Skólaárið
í MA hefst í byrjun október og lýkur
17. júní. Punktur, basta. Víkverja
segir svo hugur að fyrrnefndur
Sverrir Páll hljóti að hafa skoðun á
þessu máli og hann bíður þess nú í of-
væni að hann fjalli um málið á vef-
setri sínu. Enginn er skóli án hefða!
Menntaskólinn á Akureyri. Hvurs-
lags eiginlega er þetta?
ÉG skellti mér í sund í
Breiðholtslaug laugardag-
inn 8. mars sl. með son minn
sem er 51⁄2 árs. Þar fær mað-
ur ekki læstan klefa heldur
lætur fötin í körfu og lætur
þau svo í geymslu hjá klefa-
vörðum.
Þarna stöndum við, ég og
sonur minn, með handklæði
utan um okkur þegar önnur
konan spyr: Er hann nokk-
uð orðinn sex ára? Nei, segi
ég, en spyr af einskærri for-
vitni afhverju hún vilji vita
það. Þá segir hún að þegar
börn séu orðin sex ára eigi
þau að fara í klefa með sínu
kyni. Semsagt samkvæmt
þeirra reglum geta litlir
strákar (sama gildir um
stelpur) ekki farið með
mömmum sínum í klefa
þegar þeir eru orðnir sex
ára. Ég varð gersamlega
kjaftstopp og spurði hvort
þær væru ekki að grínast í
mér. Nei, þær stóðu sko fast
á sínu og sögðu að einhvers
staðar þyrfti að draga
mörkin.
Ég lét þær vita að sonur
minn væri ekki búinn að
læra að reima skóna sína og
gæti oft ekki rennt upp eða
hneppt af sjálfsdáðum. Þá
létu þær mig vita að ég ætti
bara að láta klefavörð vita
þegar barnið væri eitt og
honum yrði hjálpað.
Aldrei í lífi mínu myndi
ég afhenda sex ára gamlan
son minn einhverjum
ókunnugum manni sem ætti
að aðstoða hann við að
klæða sig úr fötunum þó svo
að hann væri starfsmaður
sundlaugarinnar og svo
ekki sé minnst á alla hina
sem eru í klefanum, hvað
veit ég um þá (hrollur).
Einnig finnst mér ábyrgð-
arleysi að ætlast til þess að
barn sem er ósynt (eins og
flest eru sex ára gömul) fari
eitt út í laug þar sem klefa-
verðirnir vita ekkert hvort
foreldrið er komið út í laug á
undan til þess að taka á móti
barninu.
Ég bý sjálf í Hafnarfirði
og ætla mér að athuga hvort
sömu reglur gildi þar en
þetta hef ég aldrei heyrt áð-
ur. Held að 8–10 ára aldur
væri kannski hentugri til
þess að framfylgja þessari
reglu. Einnig finnst mér
þetta ýta undir „tepruskap“
og spéhræðslu við hitt kynið
allt of snemma á lífsleiðinni.
Þegar við vorum svo
komin í sturtuna segir litli
drengurinn minn: Mamma,
við skulum ekki fara hingað
í sund þegar ég er orðinn
sex.
Linda Skarphéðinsdóttir.
Saltmengun
UNDANFARIN misseri
hefur Velvakandi birt mörg
bréf frá lesendum þar sem
skorað hefur verið á þá aðila
sem stjórna saltdreifingu á
götur borgarinnar að upp-
lýsa hvernig þessum málum
er stjórnað. Engin svör hafa
borist.
Hvaða aðili ákveður eða
metur hvort nauðsynlegt sé
að salta? Eftir hverju fer sá
aðili í ákvörðun sinni? Hve
miklu salti er dreift á götur
Reykjavíkur á ári? Hvað
kostar það? Fá bílstjórarnir
greitt eftir því hve miklu
magni af salti þeir dreifa?
Getur íbúi sem sér salteðj-
una hvað eftir annað þekja
trén og blómabeðin í garð-
inum sínum farið fram á
skaðabætur ef gróðurinn
skemmist? Geta bílaeigend-
ur fengið bætur fyrir óeðli-
lega ryðmyndun á bíl sínum
vegna saltpækilsins? Getur
það virkilega verið eðlilegt
að saltbíll komi þrisvar
sinnum í sömu götuna á 2
klst. tímabili?
Mér er kunnugt um að
samhljóða spurningar hafa
verið sendar beint til gatna-
málastjóra, umhverfisstofu
o.fl. aðila sem ætla mætti að
hefðu eitthvað um þetta mál
að segja, en engar upplýs-
ingar hafa borist.
Föstudagurinn 28. febr-
úar sl. rann upp bjartur og
fagur hér í höfuðborginni,
sólin skein glatt, lofthiti yfir
frostmarki og allar götur
þurrar eins og best gerist á
regnlausum sumardegi.
Veðurspáin um kvöldið gaf
engar vísbendingar um
snöggar veðrabreytingar og
þegar birti af degi árla
næsta dag voru allar götur
snjólausar, frostlausar og
þurrar. En viti menn. Kem-
ur ekki saltbíllinn og dreifir
salti í allar áttir.
Meira að segja um kaffi-
leytið daginn eftir (sunnu-
daginn 2. mars) mátti sjá
hvernig þurrar saltkúlurnar
höfðu feykst út í vegkant-
ana út frá hjólbörðum
bílanna og höfðu myndað
þar hrygg sem víða náði
tuga og sums staðar hundr-
að metra lengd.
Nú væri fróðlegt að fá
nánari upplýsingar og skýr-
ingar í þessum dálkum eða
annars staðar í blaðinu.
Saltvondur íbúi.
Dýrahald
Fífi er týnd
GRÁBRÚN persnesk læða
týndist frá Þórsgötu. Hún
er er krúnurökuð á bakinu.
Hennar er sárt saknað. Þeir
sem vita um Fífi hafi sam-
band í síma 691 7306.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Í fylgd með
fullorðnum
Morgunblaðið/Ásdís
Í Árbæjarlauginni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT
1 flík, 4 vita, 7 nið-
urgangurinn, 8 málreif, 9
blett, 11 bátur, 13 fjarski,
14 slátra, 15 hnífur, 17
mæla, 20 þjóta, 22 krún-
an, 23 líffærið, 24 fram-
leiðsluvara, 25 ávinn-
ingur
LÓÐRÉTT
1 kalviður, 2 land, 3 brún,
4 maður, 5 afkomandi, 6
hitt, 10 kýli, 12 flýtir, 13
ílát, 15 yrkja, 16 steins,
18 dáð, 19 hagnaður, 20
háttalagið, 21 ilma.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 þvengmjór, 8 vírum, 9 nemur, 10 ann, 11
skarn, 13 aurar, 15 magns, 18 safna, 21 vik, 22 rýrna, 23
afræð, 24 þarflaust.
Lóðrétt: 2 verða, 3 náman, 4 munna, 5 ósmár, 6 kvos, 7
hrár, 12 Rán, 14 una, 15 mæra, 16 garga, 17 svarf, 18
skata, 19 fargs, 20 auða.
Krossgáta