Morgunblaðið - 18.03.2003, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 43
DAGBÓK
Bikini og sundbolir
Stærðir 38-52
Nóatúni 17• sími 562 4217Gullbrá• Sendum í póstkröfu
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þið hafið mikið aðdráttarafl
og gott innsæi. Verið bjart-
sýn. Árið framundan gæti
orðið besta ár lífs ykkar.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Tunglið er fullt og því hafa
undanfarnir dagar ein-
kennst af vaxandi spennu.
Hlutirnir ættu að komast í
samt lag eftir daginn í dag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Vinir þínir og börn gera ólík-
ar kröfur til þín og því er
eins og þú sért á milli
tveggja elda í dag. Nautin
eru góðir foreldrar og því
veistu hvað þér ber að gera.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér reynist erfitt að sam-
ræma starfsframa þinn og
heimilislífið eins og stendur.
Þú verður að taka á þessu ef
þú ætlar að taka á þig aukna
ábyrgð í vinnunni.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Farðu varlega í umferðinni í
dag. Afstaða tunglsins við
merki þitt kallar á aðgát og
þolinmæði.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ættir að bíða fram til
kvölds með að ganga frá
fjármálum sem tengjast
skuldum eða sameiginlegum
eignum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þið vitið ekki hvort þið eigið
að setja ykkur sjálf eða ein-
hvern annan í fyrsta sætið.
Reynið að gera annarra
markmið að ykkar eigin,
bara í einn dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Sýndu samstarfsfólki þínu
þolinmæði. Tunglið er fullt
og það skapar spennu á
vinnustað og jafnvel í líkama
þínum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Það hefur ekkert upp á sig
að ákveða að maður ætli að
skemmta sér vel. Gleðin
kemur frá hjartanu en ekki
huganum. Reyndu að slaka
á.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Dagurinn í dag hentar ekki
vel til að standa á þínu og
ræða við foreldra þína eða
yfirboðara um það sem
skiptir þig máli. Bíddu til
morguns.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gættu orða þinna í dag.
Hugsaðu áður en þú talar og
þá þarftu ekki að sjá eftir
neinu.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Einhver gæti reynt að hafa
áhrif á fjárhagsáætlun þína.
Taktu ekki þátt í samninga-
viðræðum í dag. Bíddu fram
á kvöld eða til morguns.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Afstaða tunglsins við sólina í
fiskamerkinu gerir ykkur
árásargjörn. Reynið að
halda friðinn.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Aðaltvímenningur Brids-
félags Reykjavíkur hófst
fyrir viku og stendur
keppnin yfir í sex þriðju-
dagskvöld. Þetta er alltaf
vinsæl keppni, en þátt-
takan nú er sérlega góð,
eða 50 pör. Langefstir eftir
fyrsta kvöldið eru bræð-
urnir Hrólfur og Oddur
Hjaltasynir, sem hafa
margsannað það und-
anfarin ár að BR er þeirra
heimavöllur. Í öðru sæti
eru Björn Theódórsson og
Sigurður B. Þorsteinsson.
Þeir Björn og Sigurður
fengu þó heldur kaldar
kveðjur frá Jónasi P. Er-
lingssyni í þessu spili:
Suður gefur; AV í hættu.
Norður
♠ 874
♥ K2
♦ ÁK10
♣D9864
Vestur Austur
♠ ÁG93 ♠ 2
♥ ÁG73 ♥ 1085
♦ G62 ♦ 98754
♣105 ♣K732
Suður
♠ KD1065
♥ D964
♦ D3
♣ÁG
Jónas vaki á einum
spaða og varð á endanum
sagnhafi í fjórum spöðum,
eins og flestir aðrir í saln-
um. Samningurinn virðist
dæmdur til að fara einn
niður, því vestur situr með
hjartaás og þrjá slagi á
tromp. Og þannig fóru leik-
ar út um allan sal – nema
þar sem Jónas var við stýr-
ið. Hann hafði tilfinningu
fyrir því að spilið lægi illa
og ákvað að spila sam-
kvæmt því.
Sigurður kom út með
smáan tígul, sem Jónas tók
heima, spilaði hjarta á
kóng og spaða úr borði á
kónginn. Sigurður dúkkaði
– lét þristinn – en Jónas
fann fyrir örlitlu hiki, sem
benti til að vestur ætti ás-
inn. Jónas hugsaði sem svo
að ekki væri skynsamlegt
að dúkka með ÁG3, því
ekkert mælti á móti því að
austur hefði byrjað með
Dx. Þar með taldi Jónas
líklegt að vestur væri með
fjórlit og spilaði upp á það.
Hann tók ÁK í tígli og
henti laufgosa. Gaf svo slag
á hjarta. Vörnin spilaði
laufi til baka á ásinn og
Jónas trompaði hjarta, lauf
heim og hjarta í borði. Allt
gekk þetta upp og blindur
átti út í þriggja spila enda-
stöðu, þar sem suður og
vestur voru altrompa. Vest-
ur varð að taka næsta slag
og spila frá ÁG í trompi
upp í Dx. Tíu slagir og tær
toppur í NS.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4
4. Rxd4 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3
Rf6 7. Bc4 O-O 8. O-O Rg4
9. Dxg4 Rxd4 10. Dd1 Rc6
11. Bd2 a6 12. He1 d6 13. h3
b5 14. Bd5 Bb7 15. Hb1 Dc7
16. a3 e6 17. Ba2 Hac8 18.
Dc1 Re5 19. Bf4 Hfd8 20.
Bg5 He8 21. Dd1 Dc6 22.
Bb3 Rc4 23. Bd2
Staðan kom upp á
Meistaramóti Tafl-
félagsins Hellis sem
stendur nú yfir þessa
dagana. Andrés Kol-
beinsson (1620) hafði
svart gegn Hallgerði
Þorsteinsdóttur.
23...Rxb2! 24. Hxb2
Bxc3 25. Bxc3 Dxc3
26. Hb1 Dc5 27. a4
b4 28. Dd2 a5 29.
Hbd1 Hed8 30. Hc1
d5 31. e5 Ba6 32.
Dd1 Hc7 33. Dd2
Hdc8 34. Hed1 Bc4 35. g3
Db6 36. Bxc4 Hxc4 37. He1
Dc6 38. He2 Dxa4 39. Kg2
Dc6 40. Kh2 a4 41. De3 b3
42. Dd3 b2 43. Hb1 Hc3 44.
Dd1 a3 45. He3 Hxc2 46.
Hxa3 Hxf2+ 47. Kg1 Dc5
48. Hd3 Hd2+ og hvítur
gafst upp. 4. umferð Meist-
aramóts Taflfélagsins
Hellis hefst kl. 19.30 í kvöld.
Teflt verður í húsakynnum
félagsins, Álfabakka 14a og
eru áhorfendur velkomnir.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
DALVÍSA
Fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum,
flóatetur, fífusund,
fífilbrekka, smáragrund,
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum,
fífilbrekka, gróin grund,
grösug hlíð með berjalautum.
Gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum,
góða skarð með grasahnoss,
gljúfrabúi, hvítur foss,
verið hefur vel með oss,
verða mun það ennþá löngum,
gljúfrabúi, gamli foss,
gilið mitt í klettaþröngum.
Bunulækur blár og tær,
bakkafögur á í hvammi,
sólarylur, blíður blær,
bunulækur fagurtær,
yndið vekja ykkur nær
allra best í dalnum frammi,
bunulækur blár og tær,
bakkafögur á í hvammi.
- - -
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
MEÐ MORGUNKAFFINU
Rólegur, rólegur, andlegt
ástand þitt er allt í átt-
ina…
Kannski ættum við að
prófa önnur lyf, herra
Pétur. Þessi sem þú tekur
núna virðast ekki virka
rétt.
Þú hefur ekki sagt eitt
orð um nýja hattinn minn,
Arnaldur…
Arrrff! Þetta eru skratt-
arnir úr því í neðra sem
hringja dyrabjöllunni og
láta sig svo hverfa!
KIRKJUSTARF
FRÆÐSLUKVÖLD verður haldið
fimmtudagskvöldið 20. mars nk. í
Minningarkapellu séra Jóns Stein-
grímssonar á Kirkjubæjar-
klaustri.
Efni þessa fræðslukvölds er
helgað sorg barna. Eftir flutning
erindanna verða fyrirspurnir og
umræður. Fundarstjóri er Guð-
mundur Óli Sigurgeirsson, tónlist
mun Brian Bacon organisti flytja
milli erinda. Allar nánari upplýs-
ingar veitir sóknarprestur Kirkju-
bæjarklaustursprestakalls í síma
487 4618. Fræðslukvöldið er öllum
opið og ókeypis er inn.
Dagskráin er sem hér segir:
„Hann mun þerra hvert tár – Sorg
og sorgarviðbrögð, Sr. Bryndís
Malla Elídóttir, sóknarprestur.
Sorgin gleymir engum.- Sorg
barna, Sr. Bryndís Malla Elídóttir,
sóknarprestur. Leikurinn, Þórunn
Júlíusdóttir, leikskólastjóri –
Kaffihlé. Líkami og sál, Dagný
Zoëga, hjúkrunarfræðingur. Um-
ræður og fyrirspurnir
Sr. Baldur Gautur Baldursson.
Fræðslukvöld
um sorg barna
á Klaustri
Ljósmynd/Gísli Sig.
Kapellan á Kirkjubæjarklaustri.
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar.
Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lok-
inni bænastund gefst þátttakendum kost-
ur á léttum hádegisverði. Samvera for-
eldra ungra barna er kl. 14 í neðri
safnaðarsalnum. Tólf spora fundur kl. 19
og opinn bænafundur á sama tíma fyrsta
þriðjudag hvers mánaðar.
Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir
10–12 ára kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að
samverustund lokinni. 10–12 ára starf
KFUM-K kl. 17.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusál-
malestur kl. 12.15. Eldriborgarastarf kl.
13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er
stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa
og brauð kl. 12. Brids kl. 13.
Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Passíu-
sálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í
anddyri Langholtskirkju. Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl.
20. Bjarni Karlsson sóknarprestur talar.
Yfirskriftin er: Eigum við hugsjón? Unnið
verður í hópum að stefnumótun kirkjunnar
í samvinnu við Öddu Steinu Björnsdóttur,
verkefnastjóra á Biskupsstofu. Gengið inn
um dyr á austurgafli kirkjunnar. Öllum opið
og gaman að vera með. Þriðjudagur með
Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem
Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við und-
irleik Gunnars Gunnarssonar, en sóknar-
prestur flytur Guðs orð og bæn. Fyrirbæna-
stund kl. 21.30 í umsjá Margrétar
Scheving sálgæsluþjóns og hennar sam-
starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.)
Neskirkja. Fermingarfræðsla kl. 15. Litli
kórinn – kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórn-
andi Inga J. Backman. Allir velkomnir. For-
eldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Með
einn í útvíkkun. Höfundar bókarinnar
koma í létt spjall. Umsjón Elínborg Lár-
usdóttir.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnað-
arheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynn-
umst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN –
starf fyrir 7–9 ára börn.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænarefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra hefst
kl. 11.15 með leikfimi ÍAK. Léttur máls-
verður, helgistund, sr. Tómas Guðmunds-
son. Samverustund: Hannes Jónsson, fv.
sendiherra, flytur erindi um Kópavog.
Kaffi. KFUM&K í Digraneskirkju fyrir 10–
12 ára krakka kl. 17–18.15. Fræðslusalur
opinn fyrir leiki kl. 16.30. Unglingakór
Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa-námskeið
kl. 19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.)
Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra-
morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hall-
grímsdóttur djákna fyrir aðstandendur
barna undir grunnskólaaldri. Mömmur,
pabbar, afar og ömmur öll velkomin með
eða án barna. Kaffi, djús, spjall og nota-
legheit í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf
fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30.
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl. 13.30–16. Helgistund, handa-
vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf
eitthvað gott með kaffinu. Alfa-námskeið
kl. 19–22. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl.
20–22, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðs-
félag í Grafarvogskirkju, kl. 20–22, fyrir
unglinga í 9. og 10. bekk. Á leiðinni heim.
Þekktir leikarar og skáld lesa Passíusálm-
ana kl. 18.15–18.30.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl.
9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kór-
æfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag
kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum.
Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorgunn
kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsóknar,
Uppsölum 3.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Bibl-
íulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir
13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á
vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað.
Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðs-
starf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30–18.30 í umsjón
KFUK.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl. 17.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9
ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðsstarf 8.
og 9. bekkur kl. 20–22.
Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakkar
í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl.
13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón
Þórdís djákni.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15
kirkjuprakkarar 6–8 ára í kirkjunni. Ratleik-
ur. Sr. Þorvaldur Víðisson og leiðtogarnir.
Keflavíkurkirkja. „Úr heimi bænarinnar“
eftir Ole Hallesby kl. 20:00–22:00. Um-
sjón með bænahópnum hafa Laufey Gísla-
dóttir og Sigfús Baldvin Ingvason. Einnig
verður komið saman í heimahúsum. Heitt
verður á könnunni.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg-
unn. Uppbyggjandi samvera fyrir heima-
vinnandi foreldra.
Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl.
18.30–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Krossinn. Almenn samkoma kl.20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Aðaldeild KFUK. Fundur kl. 20. Sameig-
inlegur fundur AD KFUM og KFUK í Hjalla-
kirkju í Kópavogi. Efni fundarins í höndum
sr. Írisar Kristjánsdóttur og sr. Sigfúsar
Kristjánssonar. Allir velkomnir, bæði kon-
ur og karlar.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 3 (8.C
Brekkuskóla og 8.E Lundarskóla).
Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í
kirkjunni kl. 18.10.
Safnaðarstarf
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 18.
mars, er áttræð Oddný Að-
albjörg Jónsdóttir, Rauða-
læk 20, Reykjavík. Oddný
verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
ÁRNAÐ HEILLA