Morgunblaðið - 18.03.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Herrakvöld ÍBV verður haldið í Valsheimilinu
föstudaginn 21. mars næstkomandi.
Veislustjóri: Halldór Einarsson (Henson).
Ræðumaður kvöldsins: Þórólfur Árnason, borgarstjóri.
Miðaverð aðeins 1.000 kr.
Miðar seldir við innganginn en, takmarkað magn er af miðum.
Nánari upplýsingar á: www.ibv.is/fotbolti
Stuðningsmannafélag ÍBV.
Herrakvöld ÍBV
ÚRSLIT
KÖRFUKNATTLEIKUR
Grindavík - Hamar 97:73
Grindavík, úrslitakeppni karla, Intersport-
deildin, 8-liða úrslit, þriðji leikur, mánu-
dagur 17. mars 2003.
Gangur leiksins: 11:5, 16:7, 24:11, 31:20,
33:26, 44:30, 49:39, 55:43, 59:48, 66:50,
72:50, 74:56, 80:60, 82:69, 87:73, 97:73.
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson
21, Darrel Lewis 19, Helgi Jónas Guðfinn-
son 19, Guðmundur Bragason 16, Predrag
Pramenko 13, Guðlaugur Eyjólfsson 7, Jó-
hann Ólafsson 2.
Fráköst: 35 í vörn - 14 í sókn.
Stig Hamars: Marvin Valdimarsson 20,
Keith Vassel 19, Svavar Pálsson 16, Lárus
Jónsson 12, Hjalti Jón Pálsson 2, Pétur
Ingvarsson 2, Hallgrímur Brynjólfsson 2.
Fráköst: 24 í vörn – 19 í sókn.
Villur: Grindavík 21, Hamar 24.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Björgvin
Rúnarsson.
Áhorfendur: Um 700.
Grindavík vann 2:1 og er komið í undan-
úrslit.
NBA-deildin
Leikir í fyrrinótt:
New Jersey – Philadelphia...................87:92
Cleveland – Utah.................................122:95
Minnesota – Portland .........................111:95
Sacramento – Dallas .........................123:129
Memphis – Atlanta..............................124:92
New York – Milwaukee ....................120:111
San Antonio – Chicago........................108:97
Houston – Phoenix ................................85:75
Denver – Seattle....................................84:92
LA Clippers – Toronto......................111:110
KNATTSPYRNA
Deildabikar karla
EFRI DEILD, A-RIÐILL:
Afturelding - Keflavík .............................0:6
Magnús Þorsteinsson 3, Þórarinn Krist-
jánsson 2, Hafsteinn Rúnarsson 1.
Staðan:
Fram 5 3 1 1 12:6 10
Keflavík 4 3 0 1 14:5 9
Þór 3 3 0 0 4:1 9
KR 3 2 0 1 7:2 6
ÍA 4 2 0 2 5:4 6
KA 4 0 1 3 2:8 1
Stjarnan 2 0 0 2 1:8 0
Afturelding 3 0 0 3 1:12 0
Reykjavíkurmót kvenna
EFRI DEILD:
Valur - Stjarnan........................................6:1
Staðan:
KR 4 3 0 1 24:6 9
Valur 3 3 0 0 17:3 9
Breiðablik 3 2 0 1 14:3 6
Stjarnan 4 1 0 3 4:23 3
Þróttur/Haukar 4 0 0 4 2:26 0
Val nægir jafntefli gegn Breiðabliki til að
verða Reykjavíkurmeistari.
FIMLEIKAR
Íslandsmót í þrepum fimleikastigans
STÚLKUR:
1. þrep:
Sara Sif Sveinsdóttir, Gerplu ...............30,95
2. þrep:
Fríða Rún Einarsdóttir, Gerplu.........34,175
Fanney Hauksdóttir, Gróttu................32,45
Björk Óðinsdóttir, FRA........................31,95
3. þrep:
Harpa Dögg Steinsdóttir, Gerplu......36,675
Karitas Harpa Davíðsdóttir, Gerplu .36,625
Valdís E.B. Tulinius, Gerplu ................35,75
4. þrep:
Thelma Rut Hermannsd., Gerplu......36,425
Anna Líney Ívarsdóttir, Gerplu.............35,6
Karen Sif Viktorsdóttir, Gerplu.........35,525
5. þrep:
Anna Guðný Sigurðard., Gerplu ........36,375
Auður Björk Aradóttir, Gerplu..........36,175
Domino Belany, Gróttu.........................35,85
DRENGIR:
2. þrep:
Ingvar Jochumson, Gerplu.....................55,8
Ólafur Gunnarsson, Gerplu ..................55,25
Sigurður Pétursson, Gerplu .................52,05
3. þrep:
Helgi Steinsson, Gerplu..........................55,9
Þórarinn Valgeirsson, Gerplu ................55,3
Stefán Pálsson, Ármanni ........................53,9
4. þrep:
Egill Gunnarsson, Gerplu.......................56,1
Guðmundur Þór Héðinsson, Gerplu......55,3
Pétur Andri Ólafsson, Gerplu ..............55,15
TENNIS
Vormót Tennissambandsins:
Meistaraflokkur karla:
Raj Borifacius, Fjölni
Andri Jónsson, BH
Kári Pálsson, Víkingi
Árni B. Kristjánsson, Víkingi
BLAK
1. deild karla:
HK - Stjarnan............................................0:3
(22:25), (16:25), (18:25)
KNATTSPYRNUSAMBAND Evr-
ópu, UEFA, hefur ekki uppi nein
áform um að fresta leikjum í und-
ankeppni Evrópumóts landsliða
vegna fyrirhugaðs stríðs Banda-
ríkjanna á hendur Írökum. Hins
vegar mun stjórn UEFA ætla að
meta ástandið leik fyrir leik ef
áhyggjur manna af öryggisþáttum
fara vaxandi. Knattspyrnuyfirvöld
á Bretlandseyjum hafa rætt málin
innan sinna raða enda tengjast
Bretar fyrirhuguðu stríði þar sem
þeir eru í liði með Bandaríkja-
mönnum og eru með herafla sem
er tilbúinn að gera atlögu að Írök-
um.
Margir leikir eru á dagskrá und-
ankeppni Evrópumótsins þann 29.
mars næstkomandi en alls eiga að
fara fram 17 leikir víðs vegar um
Evrópu þann dag, þar á meðal eiga
Íslendingar í höggi við Skota á
Hampden Park í Glasgow.
Engar frestanir á
döfinni hjá UEFA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrslitakeppni karla – 3. leikir:
Ásvellir: Haukar – Tindastóll...............19.15
Keflavík: Keflavík – ÍR .........................19.15
Úrslitakeppni kvenna – 1. leikur:
DHL Höllin: KR – Grindavík...............19.15
KNATTSPYRNA
Deildabikar, neðri deild:
B: Fífan: HK – Grótta ...........................19.10
Í KVÖLD
LIECHTENSTEIN hefur óskað
eftir aðstoð frá nágrönnum sínum í
Sviss og Austurríki vegna vænt-
anlegs landsleiks í knattspyrnu á
milli Liechtenstein og Englendinga
í undankeppni EM sem fram fer 29.
mars. Heimamenn óttast mjög
stuðningsmenn enska landsliðsins
og telja sig ekki vera í stakk búna
til þess að taka á móti þeim. Við-
ureignin fer fram í Vaduz, höf-
uðstað Liechtenstein. Aðeins eru
70 lögreglumenn starfandi í þessu
smáríki í Ölpunum og í Vaduz eru
aðeins tveir fangaklefar sem menn
reikna ekki með að verði nóg til
þess að hýsa stuðningsmenn enska
landsliðsins sem eiga það til að
ganga full hratt um gleðinnar dyr,
a.m.k. sumir hverjir.
Þá tekur völlurinn aðeins 3.500
áhorfendur sem er hvergi nægilegt
til þess að taka á móti öllum þeim
sem vilja sjá leikinn. Reiknað er
með að Englendingar eigi eftir að
ferðast þúsundum saman til
Liechtenstein vegna leiksins. Hann
verður ekki sýndur á risaskjám í
Vaduz þannig að búist er við að
margir áhorfendur reyni að troð-
ast inn á völlinn miðalausir og þá
er ljóst að 70 lögreglumenn hafa
lítið í þúsundir Englendinga að
gera. Einnig er reiknað með að
þær sárafáu krár sem eru í borg-
inni verði fullar út úr dyrum fyrir
leikinn, á meðan hann stendur yfir
og að honum loknum, enda fer
hann fram á laugardegi. Yfirvöld í
Liechtenstein hafa því óskað eftir
að nágrannalöndin komi þeim til
aðstoðar við að halda uppi röð og
reglu meðan Englendingar verða í
landinu Komi hjálp ekki til er ótt-
ast að allt fari á versta veg.
Liechtenstein biður
nágranna sína um aðstoð
Þjálfarinn ætlaði að halda uppihröðum leik og taka afleiðing-
unum. „Við ætluðum að keyra hratt
í upphafi og þrátt
fyrir að við myndum
missa boltann stund-
um eða hitta ekki
körfuna ætluðum við
að halda áfram fram í rauðan dauð-
ann að halda uppi hraðanum. Við
náðum því og réðum ferðinni. Auð-
vitað vorum við að tapa boltanum
einstaka sinnum en það gerist alltaf
þegar pressað er og eitthvað gefur
eftir,“ sagði Friðrik og taldi sína
menn hafa bætt varnarleikinn eftir
tapið í Hveragerði. „Við söknuðum
svona varnarleiks uppi í Hveragerði
í síðasta leik en nú voru menn til-
búnir og fóru að gera það sem okkur
gekk svo vel með fyrr í vetur; þegar
menn hjálpa hver öðrum í vörninni
og pressa vel. Samt erum við enn að
reyna að ná saman. Það hefur verið
erfitt þegar við höfum misst menn í
vetur og aðrir að koma til en við not-
um nú tímann fram að næsta leik til
að stilla strengi okkar. Þrátt fyrir
ýmis skakkaföll síðustu vikur vorum
við ekki tilbúnir til að henda þessum
leik frá okkur. Menn voru því nokk-
uð í því að ögra hver öðrum með
nokkrum setningum og það var al-
veg nóg, þetta eru keppnismenn og
það þurfti ekki frekar að ná upp bar-
áttuanda. Ég hef trú á að við mun-
um ná okkur af stað aftur og nú tök-
um við því sem að höndum ber og
það er sama hver það verður, það
verður hart barist.“
Héldum uppi hraðanum
„Ég myndi segja að varnarleik-
urinn hafi skilað okkur sigri í dag
því þó að við höfum sjálfir skorað 93
stig var sóknarleikurinn oft tilvilj-
unarkenndur en það var góð barátta
í fyrri hálfleik,“ sagði Helgi Jónas
Guðfinnsson, sem átti ágætan leik
fyrir Grindavík í gærkvöldi en hon-
um gekk ekki sem allra best í fyrri
leiknum í Hveragerði. Hann sagði
góða forystu í byrjun ekki ávísun á
sigur. „Við eigum til að missa ein-
beitingu þegar við erum komnir í
góða stöðu og það gerðist reyndar í
leiknum en við náðum að rífa okkur
upp á ný. Við lögðum upp með að
halda uppi miklum hraða og ég tel
að það hafi gengið upp því Hamars-
menn voru orðnir þreyttir í lokin.
Keith Vassell spilaði mjög vel í síð-
asta leik og við lögðum því áherslu
að á að stöðva hann og Lárus Jóns-
son. Það gekk vel framan af en
mestu skipti barátta í okkar liði,“
bætti Helgi Jónas við og var sama
hverjum hann mætti í undanúrslit-
um. „Mér er sama hverja við fáum
næst. Við ætlum okkur Íslands-
meistaratitil og verðum þá að vinna
alla.“
Morgunblaðið/Golli
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, leggur línurnar fyrir sína menn í einu af leikhléum
viðureignar Grindavíkur og Hamars í Grindavík í gærkvöldi. Ræða Friðiks hreif, hans menn unnu.
Vörn og aftur vörn
í hröðum leik
„VIÐ lögðum alla áherslu á varnarleik og unnum með magnaðri vörn
næstum allan leikinn, fyrir utan smá kæruleysi í kringum lok þriðja
leikhluta,“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Grindvíkinga eftir sig-
urinn á Hamri í gær. „Auk þess að menn áttu að spila með hjartanu
og sýna stolt og hvað við erum búnir að vera að gera í vetur.“
Stefán
Stefánsson
skrifar
SKÍÐAGANGA
Bikarmót SKÍ
Haldið í Hlíðarfjalli 14. mars:
13 – 14 ára stúlkur - 1,5 km:
Ester Harpa Vignisdóttir, Ó ..................6,15
Sólveig Helgadóttir, A ............................7,42
13 – 14 ára drengir - 1,5 km.
Sævar Birgisson, Sau..............................5,20
Brynjar Leó Kristinsson, Ó....................6,17
Sigmundur Jónsson, Ó............................7,27
15 – 16 ára stúlkur - 3 km:
Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ó ...................10,37
15 – 16 ára drengir - 3 km:
Hjalti Már Hauksson, Ó .........................9,48
Kristján Óskar Ásvaldsson, Í.................9,49
Guðbrandur G. Jónsson, Í ....................10,04
17 – 19 ára piltar - 4,2 km:
Andri Steindórsson, A ..........................10,13
Einar B. Sveinbjörnsson, Í...................11,08
Karlar - 4,2 km:
Helgi H. Jóhannesson, A ......................11,07
Hlíðarfjalli, 15. mars:
Konur - 10 km:
Elsa Guðrún Jónsdóttir, Ó ...................27,55
17 – 19 ára piltar - 15 km:
Hjalti Már Hauksson, Ó .......................37,01
Kristján Óskar Ásvaldsson, Í...............38,21
Andri Steindórsson, A ..........................39,16
Karlar - 30 km:
Magnús Eiríksson, S..........................1.20,27
Birgir Gunnarsson, Skr .....................1.24,43
Helgi H. Jóhannesson, A ...................1.29,45