Morgunblaðið - 20.03.2003, Qupperneq 5
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSMENN á vegum Rauða
hálfmánans og Alþjóðlega Rauða
krossins í Jórdaníu unnu í gær við
að koma upp flóttamannabúðum
skammt frá landmærunum við
Írak. Þorkell Þorkelsson, ljós-
myndari á Morgunblaðinu, sem er
staddur í Jórdaníu á vegum Rauða
krossins, segir undirbúning búð-
anna langt kominn en ekki hafi
reynst unnt að slá upp tjöldunum
vegna sandstorms sem þarna var í
gær.
„Það er ómögulegt að segja til
um hversu margir flóttamenn
munu koma frá Írak yfir landa-
mæri Jórdaníu. Búðirnar sem við
erum að reisa hér eiga að taka um
fimm þúsund manns en þær verða
stækkanlegar til þess að rúma allt
að 25 þúsund manns. Rauði kross-
inn er nú með mikinn viðbúnað í
öllum löndunum í kringum Írak.“
Þorkell segir töluvert af Írökum
í Jórdaníu og sérstaklega í Amm-
an og svo eigi fólk auðvitað vini og
kunningja handan landamæranna.
„Maður finnur að það eru margir
mjög órólegir yfir ástandinu en
menn telja sig ekki vera í hættu
hér. Það tekur allt að sextán
klukkutíma að aka héðan frá
Amman til Bagdad.“
Morgunblaðið/Þorkell
Aðstæður voru allar erfiðar við flóttamannabúðirnar skammt frá landamærum Íraks.
Undirbúa komu flóttamanna
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef-
ur fengið lítið af fyrirspurnum frá
aðstandendum þeirra Íslendinga
sem búsettir eru í Írak og ná-
grannalöndum þess.
Anna Katrín Vilhjálmsdóttir
sendiráðsritari sagðist vona að það
gæfi góða mynd af stöðunni. „Við
erum að vona að þetta sé lýsandi
fyrir ástandið þarna – að það sé í
raun ekki mikið af Íslendingum á
þessum slóðum, en það verður
bara að koma í ljós,“ sagði Anna
Katrín.
Hannes Heimisson, skrifstofu-
stjóri utanríkisráðuneytisins, sagði
að Hagstofa Íslands hefði gefið
þeim þær upplýsingar fyrir
nokkru að um 112 Íslendingar
væru búsettir í Írak og nágranna-
löndum þess, allt frá Egyptalandi
til Sameinuðu arabísku fursta-
dæmanna og upp að Tyrklandi. Þá
eru meðtalin lönd eins og Ísrael,
Jórdanía, Egyptaland, Kúveit,
Óman, Katar og fleiri ríki við
Persaflóann og þar í kring.
„Okkur fannst þessi tala ótrú-
lega há. Ég held að þarna sé að
miklu leyti um að ræða fólk sem er
þarna í tímabundnum verkefnum.
Við teljum að það sé mun minni
hópur sem er í raun á staðnum,“
sagði Hannes.
Hann bætti við að utanríkis-
ráðuneytinu hefði ekki borist nán-
ari sundurliðun frá Hagstofunni
um búsetu fólksins.
Telja fáa Íslendinga
í kringum Írak
Í KÚRDISTAN í Norður-Írak hef-
ur íraski herinn skotið á eigin her-
menn sem reynt hafa að flýja yfir
á sjálfsstjórnarsvæði Kúrda til
þess að gefast þar upp. Hefur
Íraksher jafnvel elt þá uppi í þyrl-
um og skotið á þá umsvifalaust ef
þeir hafa náð til þeirra.
Þetta segir Tishk T. Karim
Mahmood, sem hefur búið á Ís-
landi um árabil, en flestir í fjöl-
skyldu hans eru í kúrdíska hluta
Íraks, nálægt borginni Sulaym-
aniayh, ekki langt frá landamærum
Íraks og Íran.
Kúrdistan í Norður-Írak lýtur
ekki stjórn Saddams Husseins og
hefur verið hluti af flugbannsvæði
Íraks frá árinu 1992 en þarna búa
liðlega fjórar milljónir manna.
Almennir stjórnarhermenn
munu gefast upp við
fyrsta tækifæri
Morgunblaðið ræddi við einn
bræðra Tishks sem þarna er
staddur, en bróðirinn, sem af ör-
yggisástæðum vill halda nafni sínu
leyndu, segir íraskar herþyrlur
hafa farið í árásarferðir inn á
kúrdíska svæðið til þess að drepa
liðhlaupa úr eigin her. „Í fyrradag
tókst á milli 50–100 almennum
stjórnarhermönnum að komast yfir
til okkar. Þeir voru heppnir því
stuttu áður höfðu nokkrir íraskir
hermenn reynt að flýja yfir en
íraski herinn skaut á þá á flótt-
anum og sendi síðan þyrlur á eftir
þeim til þess að skjóta þá niður.
Þeir voru allir drepnir. Þeir skjóta
umsvifalaust á þá sem hlaupast
undan merkjum og hafa jafnvel
sérþjálfaðar sveitir til þess.“
Bróðir Tishk segir að íraskir
hermenn hafi haft sambandi við
Kúrda og sagt þeim að þegar árás-
ir hefjist muni þeir strax gefast
upp fyrir þeim. Eins og er sé erfitt
fyrir þá að flýja þar sem stríðið sé
ekki hafið en það breytist vænt-
anlega fljótt þegar árasir á Írak
byrja og þá verði auðveldara fyrir
þá að flýja. „Þeir hermenn sem
hafa sloppið hingað yfir til Kúrd-
istan segja allir að Írakar vilji ekki
heyja stríð, það séu bara sérsveitir
sem séu hollar Saddam Hussein
sem séu tilbúnar til þess að berjast
en ekki almennu hermennirnir.“
Tishk segir að flestir af íbúum
Sulaymaniayh, þar sem búa um 1,4
milljónir manna, hafi yfirgefið
hana í gærdag af ótta við efna-
vopnaárás af hálfu sveita Husseins
enda séu hinar hræðilegu efna-
vopnaárásir Saddams Husseins ár-
ið 1988 fólki á þessu svæði enn í
fersku minni.
Tishk segir að flestir borgarbúa
hafi haldið til smærri þorpa og
sveitabæja í fjöllunum í kring.
„Tveir bræðra minna, sem þarna
eru, hafa farið burt með börn sín
og konur en ætla sjálfir eins og
margir karlmannanna að fara aftur
til Sulaymaniayh og vera þar. Það
er einkum tvennt sem fólkið óttast,
í fyrsta lagi efnavopnaárás og í
öðru lagi árásir hryðjuverka-
manna, því nokkur hundruð talib-
ana og al-Queda-manna halda til á
landamærum Íraks og Íran, ekki
langt þarna frá.“
Tishk segir að Kúrdarnir á
þessu svæði séu aðeins léttvopn-
aðir og hafi engin þungavopn.
„Fólk hér þekkir notkun efnavopna
af eigin reynslu og telur raunveru-
lega hættu vera á ferðinni núna;
þess vegna vilja menn að minnsta
kosti koma konum og börnum á
öruggari svæði.
Munu ekki skorta mat
Tishk segir ekkert síma- eða
netsamband vera nú við þann hluta
Íraks sem sé undir stjórn Saddams
en aftur á móti hafi hann getað
verið í sambandi við sitt fólk.
„Móðir mín sagði mér að þau
hefðu nægan mat, þeim hefði verið
úthlutaður matur fyrirfram sem
dugar fram í júní og hún ætti t.d.
nóg af hveiti og olíu.
„Fjölskylda mín óttast auðvitað
mest að Saddam Hussein kunni að
beita efnavopnum gegn Kúrdum.
Hann gerði það árið 1988 og flest-
um eru í fersku minni þær skelfi-
legu sjónvarpsmyndir sem birtust
af þeim árásum. Eiturefnin færu
væntanlega bæði í mat og vatn og
þá gæti ástandið orðið mjög slæmt
enda kemst fólkið þarna ekkert
þar sem öll landamæri að héraðinu
eru lokuð.“
Tishk segist í lengstu lög hafa
vonast til þess að koma mætti
Saddam frá án þess að til stríðs
kæmi. „Ekkert okkar óskar þess
að það verði stríð en ég held ég
geti fullyrt að bæði Kúrdar í Írak
og almenningur í Írak vilji að
Saddam Hussein verði komið frá
völdum.“
Elta uppi og
skjóta eigin
hermenn
Viðbúnaðar-
stig tvö hjá
Varnarliðinu
EFTIRLIT með erlendum ferða-
mönnum hefur verið mjög mikið frá
11. september og ekki er talin
ástæða til þess að auka það frekar
vegna yfirvofandi stríðs í Írak en við-
búnaðarstig hjá Varnarliðinu var
aftur á móti aukið í síðasta mánuði.
„Í rauninni er miklu meira og ýt-
arlegra eftirlit með ferðamönnum nú
en fyrir 11. september og það hefur
verið fest í sessi. Hins vegar var eft-
irlit innan Varnastöðvarinnar og að-
gengi að henni aukið 9. febrúar, þ.e.
þá færðu menn sig upp um eitt við-
búnaðarstig, í annað af fjórum, en
hafa ekki séð ástæðu til þess að
breyta því nú,“ segir Jóhann R.
Benediktsson, sýslumaður á Kefla-
víkurflugvelli.
27 ÁRA íslensk kona, Steinunn Hildur Trusdale, er
sjóliði í Bandaríkjaher og var send í herförina
gegn Írak. Hún hefur verið hermaður í eitt og
hálft ár og er gift bandarískum hermanni sem nú
er í Japan. Nokkrar vikur eru síðan Steinunn var
send í herförina en hún hefur það hlutverk að aka
sjúkrabifreið bandaríska hersins í Kúveit. Ekki er
gert ráð fyrir að hún fari inn fyrir landamæri
Íraks.
Steinunn hefur dvalið í Bandaríkjunum síðan
1996 og ákvað að sækja um hjá hernum vegna
áhuga síns á að gera eitthvað sem engin kona hefði
gert áður að sögn föður hennar, en íþróttaáhugi
hennar hafði líka sitt að segja. Lék hún handknatt-
leik með Fram og með sænsku atvinnumannaliði
áður en hún fór til Bandaríkjanna.
Áhyggjur af ástandinu
Faðir hennar, Kjartan Sigtryggsson, hefur ekki
heyrt frá dóttur sinni í nokkrar vikur og segir að
Steinunn hafi haft samband rétt áður en hún var
send til Kúveit. Hafi hún þá ekki búist við því að
stríð myndi brjótast út. „Maður hefur miklar
áhyggjur af ástandinu, sérstaklega ef allt fer í bál
og brand,“ segir Kjartan. „Menn virðast vera svo
kokhraustir hérna og halda að stríðinu ljúki á 1–2
dögum. Það má vel vera og það væri gott.“
Steinunn Hildur Trusdale, sjóliði í Bandaríkjaher.
Íslensk kona sjóliði í her Bandaríkjanna í Kúveit
Send í herförina gegn Írak