Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 9

Morgunblaðið - 20.03.2003, Page 9
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 20. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Ob, ob, ob, mundu að þú ert ekki með Hafró-kvóta í flottroll, allt annað er ávísun á Litla- hraun, góði. Fyrirlestur um sorg vegna sjálfsvíga Verðum að læra svo margt upp á nýtt Félagsskapurinn Nýdögun hefur boðiðupp á eitt fræsluer- indi um sorg á vetri á und- anförnum árum. Nú er komið að erindi þessa vetr- ar. Það verður í safnaðar- heimili Háteigskirkju í kvöld klukkan átta, en þar stígur í pontu Guðrún Eggertsdóttir djákni sem flytur erindi sem ber yf- irskriftina „Sorg vegna ástvinamissis við sjálfs- víg“. Guðrún svaraði nokkrum spurningum vegna þessa. – Hvernig er yfirskriftin tilkomin? „Yfirskriftin „Sorg vegna ástvinamissis við sjálfsvíg“ skýrir sig nokk- uð sjálf. En kannski mætti hafa sem undirtitil „að fóta sig á ný í breyttum heimi“, því við sjálfsvíg breytist allt og við verð- um að læra svo margt upp á nýtt. Sjálf tala ég út frá eigin reynslu, en byggi einnig á bæði viðtölum sem ég hef átt við fjölda aðstand- enda og umfjöllun fræðimanna.“ – Á hvað muntu helst leggja áherslu? „Mikilvægi þess að viðurkenna tilfinningar sínar og gangast við líðan sinni. Að gefa sorginni tíma og rúm. Að lífið heldur áfram. Og kannski ekki síst að vekja athygli á því að við búum öll yfir ótrúleg- um hæfileikum til þess að takast á við og vinna úr áföllum. Flest höf- um við staðið frammi fyrir erfið- leikum og unnið okkur í gegnum þá. Það sem dugaði þá gagnast einnig núna, þó svo að áfallið sé stærra og skelfilegra en við höfum áður upplifað.“ – Hver eru helstu markmiðin með fyrirlestrinum? „Helstu markmiðin eru að vera til stuðnings þeim sem misst hafa ástvin við sjálfsvíg. Að viðurkenna að það eru margir sem eiga um sárt að binda vegna sjálfsvíga og bjóða vettvang þar sem hægt er að takast á við eitthvað af því sem fylgir því að læra að lifa áfram í skugga þess sem gerst hefur. En svona fræðsluerindi er ekki ein- ungis hugsað fyrir þá sem eiga um sárt að binda sem nánustu að- standendur, heldur líka fyrir þá sem standa hjá og vilja rétta hjálparhönd en vita ekki alveg hvernig.“ – Hversu stórt vandamál er sorg eftir sjálfsvíg í þjóðfélaginu í dag? „Hér á landi falla milli 40 og 50 manns fyrir eigin hendi á ári hverju, en það eru fleiri en farast í bílslysum. Hvert sjálfsvíg snertir náið a.m.k. tíu manns, svo við er- um að tala um hundruð manna sem eru í sárum og síðan eru enn fleiri sem sjálfsvígið snertir á einn eða annan hátt; vinnu- og skóla- félagar, nágrannar, vinir hins látna og vinir annarra fjölskyldu- meðlima, prestar, lög- regla, sjúkraflutninga- menn, starfsfólk sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva og svo má lengi telja. Sjálfsvíg snerta samfélagið allt, ekki síst vegna þess að þau gerast í „venju- legum“ fjölskyldum og hjá „venjulegu“ fólki sem þýðir að ég og mín fjölskylda erum ekki óhult. Og í raun má segja að því minna sem samfélagið er, því fleiri hlut- fallslega verði fyrir verulegum áhrifum af sjálfsvíginu þar sem „allir þekkja alla“ og ekki er hægt að skapa fjarlægð frá tilfinning- unum með því að ákveða að þetta hljóti nú að hafa verið „svona og svona“ fólk sem bjó við „svona og svona“ aðstæður.“ – Hvaða úrræði hafa syrgjend- ur í þessum efnum? „Það er svolítið misjafnt eftir því hvar fólk býr hvað í boði er. Prestarnir koma að flestum sjálfs- vígum, rétt eins og öðrum dauðs- föllum, og reyna að sinna eftir- fylgd við aðstandendur. En markvisst framboð á úrræðum á landsvísu er ekki til. Ný dögun hefur boðið upp á fræðsluerindi um sorg einu sinni á vetri und- anfarin ár og í tengslum við það hefur verið boðið upp á nærhóp fyrir aðstandendur. Á nokkrum fleiri stöðum á landinu eru starf- andi sorgarsamtök sem reyna að koma til móts við þörfina með því að bjóða upp á fræðslu. Á fyrstu mánuðum eftir missinn þarf fólk einstaklings og/eða fjölskyldu stuðning en þegar á líður getur starf í svokölluðum „nærhópi“ gagnast mörgum mjög vel.“ – Segðu okkur aðeins frá nær- hópnum sem fólk fær að kynnast í lok erindisins. „Nærhópur er lítill hópur ein- staklinga með sömu reynslu sem koma saman í nokkur skipti undir stjórn fagaðila og deila reynslu sinni. Það hjálpar að geta talað við aðra sem skilja hvað við erum að tala um. Það er dýrmætt og gagn- legt að þiggja af reynslu annarra og fá tækifæri til að miðla eigin reynslu. Stundum heldur fólk að það sé óþarfi fyrir það að hugsa um slíkt starf því það sé svo langt um liðið frá missinum. Reynslan sýnir aftur á móti að það þarf að vera svolítið um liðið til þess að við náum því að hafa fullt gagn af slíku starfi. Og ég er þeirrar skoð- unar að „betra sé seint en aldrei“. Sorg vegna ástvinamissis er nokkuð sem býr alltaf með okkur, en með því að takast á við sárs- aukann, ganga inn í hann, getum við bætt líðanina, þó svo að við getum aldrei öðlast fyrra „sak- leysi“ eða „léttlyndi“.“ Guðrún Eggertsdóttir  Guðrún Eggertsdóttir er fædd og uppalin á Selfossi. Hún lauk BA-prófi í guðfræði djákna 1997. Stundaði framhaldsnám í sál- gæslu í Bandaríkjunum 2000 til 2001 og er nú í kandídatsnámi við guðfræðideild Háskóla Ís- lands. Guðrún var vígð djákni haustið 1997. 40–50 manns falla fyrir eig- in hendi á ári

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.